Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HLÍFAR Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Austfjarðaleiðar ehf.,
segir að eftirlit með frágangi og
ástandi öryggisbúnaðar í hópferða-
bílum sé alls ekki í nógu góðu lagi.
Engar reglur sé að styðjast við um
festingu öryggisbelta í rútum og
ekkert faglegt eftirlit haft með fest-
ingum þeirra eða hvort gengið er
nægilega tryggilega frá festingu
sæta.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu voru farþegar í rútunni
sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi
12. ágúst sl. í öryggisbeltum en við
höggið losnuðu hins vegar festingar
sæta í rútunni. Haft var eftir Óla H.
Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Um-
ferðarráðs, að nauðsynlegt væri að
huga að sætafestingum í hópbifreið-
um en hann taldi að ástandið ætti þó
að batna með yngingu rútubílaflot-
ans, þar sem mun öruggari festingar
sæta væru í nýrri hópferðabílum.
Hlífar er ósammála þessu og segir
að festingar öryggisbelta og sæta í
hópferðabílum hafi ekkert með aldur
þeirra að gera. Sæti í yngri bílum
séu ekki alltaf byggð fyrir öryggis-
belti og festingar í gömlum bílum
geti verið allt eins traustar og í nýj-
um. ,,Það er sætisbyggingin sem
skiptir máli. Krafan í dag er bara sú
að fá öryggisbelti í bílana en það er
ekkert sem segir að beltið eigi að
standast þær væntingar sem til þess
eru gerðar,“ segir hann.
Séu festingarnar ekki tryggar
veita beltin aðeins falskt öryggi að
mati hans. Jafnvel þótt komið hafi
verið fyrir þriggja punkta beltum í
slíkum rútum sé óvíst hvort þau
halda ef eitthvað kemur upp á. Auk
þess geti sætin rifnað upp úr gólfinu
við mikið högg og þá geti komið upp
brautir og boltar sem séu stórhættu-
leg og geta valdið miklum skaða.
,,Ég tel að séu öryggisbelti sett í
sætin þá eigi skilyrðislaust að taka
út festingarnar af fagmönnum sem
hafa einhverjar öryggisreglur til að
styðjast við og að við höfum ein-
hverjar reglur til að fara eftir við
festingar. Ef beltafestingarnar
standast ekki þær kröfur þá á skil-
yrðislaust að taka beltin úr þannig að
bíllinn sé þá beltislaus. Ég tel að
hann sé öruggari svoleiðis heldur en
með festingar sem standast ekki
kröfur.“
Að sögn Hlífars eru eigendur
rútubifreiða sjálfir að koma beltum
fyrir í rútum sínum og skipta um og
festa sæti án þess að nokkurt eftirlit
sé haft með því. ,,Flest rútufyrirtæki
vanda sig og gera þetta eins og menn
hafa best vit til vegna þess að regl-
urnar um þetta vantar. Þær eru
væntanlega til í Evrópu, þar sem
sætisframleiðendur láta fara fram
dýrar prófanir á sætunum og rútu-
framleiðendur gera tilraunir og próf-
anir á öryggisbúnaði bílanna.
Svo eru líka skussar í þessari
grein eins og öllum öðrum. Ég hef
sjálfur séð öryggisbelti fest við sætin
með plastspennum, sem notaðar eru
til að festa rafmagnskapla. Það gefur
augaleið að slíkt heldur ekki.“
Mikilvægt að skipuð
verði nefnd fagmanna
Hlífar segir að ekki séu nema tvö
til þrjú ár síðan framleiðendur er-
lendis fóru að framleiða sæti í rútur
með beltum. Gera megi ráð fyrir að
ástand búnaðar sem kemur úr verk-
smiðjunum sé í góðu lagi. ,,Við vitum
hins vegar ekki um ástand þess sem
menn eru að ganga frá sjálfir hér
heima. Hluti þess er væntanlega í
nokkuð góðu standi en annað í mjög
slæmu.
Ég og fleiri höfum verið þeirrar
skoðunar að dómsmálaráðherra ætti
að skipa sérstaka slysarannsókna-
nefnd um þessi mál, sem kafaði ofan í
hvert mál fyrir sig. Í henni þyrftu að
vera fulltrúi frá sérleyfis- og hóp-
ferðaleyfishöfum, sem þekkir til að-
stæðna og aksturseiginleika og bif-
reiðasmiður sem þekkir til bygg-
ingar bílanna,“ segir Hlífar.
Forstjóri Austfjarðaleiðar segir engar reglur um frágang og eftirlit öryggisbúnaðar í rútum
Dæmi um festingar
með plastspennum
MENN virðast ekki á eitt sáttir um hvort bréf
stjórnar Verðbréfaþings feli í sér einhvers
konar áminningu eða ávirðingu á Íslandssíma
og Íslandsbanka, hvert er þitt álit á því?
„Í mínum huga er þetta skýrt. Verðbréfa-
þing taldi ekki ástæðu til frekari aðgerða.
Verðbréfaþing hefur ákveðin úrræði þegar mál
sem þetta kemur upp. Verðbréfaþingið veitir
okkur ekki áminningu eða ávirðingu, beitir
hvorki fésektum né tekur bréf okkar af skrá.
Þannig má hiklaust draga þá ályktun að bæði
Íslandssími og umsjónaraðili útboðsins, Ís-
landsbanki, hafi hegðað sér heiðarlega í þessu
máli og ekki brotið af sér.
Verðbréfaþing gerir ákveðnar athugasemdir
og telur að það hefði mátt ganga lengra í að
endurskoða áætlanir heldur en gert var. Um-
sjónaraðili útboðsins hefur lýst því yfir að hann
sé ósammála því og það hafi verið gengið eins
langt og mögulegt var á þeim tímapunkti. Auð-
vitað er hægt að endurskoða áætlanir og við
hefðum eflaust getað endurskoðað þær á síð-
ustu dögum og klukkutímum fyrir útboðið en
ég er sannfærður um að það hefði engu
breytt.“
Er bréf VÞÍ ekki nægjanlega skýrt?
„Ég sé ekki annað en þar komi aðalatriði
málsins skýrt fram um að unnið hafi verið af
heilindum, enda var ekki talin ástæða til að að-
hafast frekar.“
Bjóst þú við þessari niðurstöðu?
„Sumir bjuggust líklega við harðari við-
brögðum ef marka mátti fjölmiðlaumfjöllun
um þetta mál sem var óvægin og greinilegt að
ýmsir voru búnir að gera sér hugmyndir um að
í þessu máli hefði verið óheiðarlega staðið að
málum. Ég átti von á að menn færu faglega í
málið og það hlyti farsælan endi. Það var mikill
þrýstingur á VÞÍ að koma til móts við þær
væntingar sem voru í umræðunni en niðurstað-
an var í takt við það sem ég átti von á. Ég er
mjög sáttur við þessa niðurstöðu þar sem
Verðbréfaþing telur ekki ástæðu til aðgerða.“
Hvað með yfirlýsingar VÞÍ og málsmeðferð
þess í þessu máli. Hefur þú einhverjar athuga-
semdir við það?
„Ég held að það sé alltaf best að niðurstaða
úrskurðaraðila tali ein og sér. Hún á að gera
það. Það á ekki að þurfa að útskýra niðurstöð-
una frekar.“
Nú kemur fram í greinargerð Íslandssíma til
VÞÍ að félagið hafi einungis verið í fullum
rekstri um skamma hríð. Samt sem áður fær
Íslandssími undanþágu frá reglunni um
þriggja ár rekstrarsögu. Hefði ekki verið rétt
að skrá Íslandssíma frekar á Vaxtarlistann?
„Ég tel svo ekki vera. Vaxtarlistinn er á und-
anhaldi. Það var yfirlýst markmið félagsins að
skrá það á markað og komast af svokölluðum
gráa markaði. Ástæðan fyrir því er að þá liggja
allar upplýsingar fyrir og þær kröfur sem
gerðar eru til fyrirtækja á VÞÍ gera það að
verkum að allar upplýsingar liggja fyrir öllum
hluthöfum á sama tíma. Það er einmitt það sem
við viljum að gildi hjá félaginu. Aðallistinn
hentar best til þess að ná þeim markmiðum.
Félagið hefur vaxið mjög hratt og mun hraðar
heldur en mörg svokölluð vaxtarfyrirtæki sem
vaxa mjög lítið. Efnahagsreikningur félagins
er orðinn mjög stór, í júlí voru 160 manns á
launaskrá og hluthafar orðnir yfir eitt þúsund.
Félagið er orðið mjög umfangsmikið og engin
ástæða til að halda því fyrir utan Aðallistann.“
Verðbréfaþing gat tekið á málinu
Nú veitir VÞÍ undanþágu og þarf jafnframt
að taka afstöðu til þess hvort Íslandssími hafi
brotið af sér. Er þingið ekki þar með dómari í
eigin sök og gat því niðurstaðan nokkuð orðið
önnur?
„Ég lít svo á að Verðbréfaþingið sé óháð
fyrri ákvörðun. Ef eitthvað hefði verið gert
rangt hefði það ekki verið Verðbréfaþinginu að
kenna. Ef við eða Íslandsbanki hefðum legið á
upplýsingum eða gefið rangar upplýsingar
hefði það ekkert haft með þingið að gera né þá
undanþágu sem þingið veitti félaginu. Þetta
tvennt eru óskyld mál.“
Grundvallaratriði er að Íslandssími brýtur
ekki af sér?
„Við framkvæmdum allt, bæði hvað varðar
útboðið og afkomuviðvörun samkvæmt bestu
vitund og heiðarleika og það skiptir höfuð-
máli.“
Nú hefur heyrst að reikningakerfi Íslands-
síma hafi verið ábótavant um nokkurn tíma.
Viðskiptavinir ekki fengið sundurliðaða reikn-
inga. Þetta hlýtur að hafa neikvæð áhrif á
reksturinn?
„Öll félög í rekstri eiga við einhver vandamál
að glíma, bæði ný og gömul. Sum hafa ung-
lingaveiki og önnur hrörnunareinkenni ef svo
má að orði komast. Það má kannski segja að
við höfum verið með ákveðna unglingaveiki.
Það er alveg rétt að við vorum ekki með sund-
urliðaða reikninga fram eftir árinu. Það hefur
orðið breyting á því. Auðvitað verður umtal um
fyrirtæki þegar það er á milli tannanna á fólki.“
Er þetta eðlileg umfjöllun í mikilvægu máli
eða kannski að einhverju leyti angi af öfund
eða afbrýðisemi?
„Við vorum í þeirri stöðu að vera hampað
lengi vel. Oft er það þannig að þegar einhver
breyting verður á snýst dæmið við og mönnum
er varpað út í ystu myrkur. Umræðan hefur
verið þannig að menn hafa verið að leita að ein-
hverju misjöfnu. Það var leitað víða, einhverju
sem tengist Íslandssíma, hluthöfum Íslands-
síma, útboðinu sjálfu, bankanum og Verðbréfa-
þinginu. Ýmsir höfðu væntingar um að eitt-
hvað óhreint væri í pokahorninu en niðurstaða
Verðbréfaþings tekur af tvímæli um slíkt.“
Hefði slæm fjárhagsstaða fjarskiptafélags-
ins Títans ekki átt að liggja fyrir þegar útboðs-
lýsing var gerð?
„Um var að ræða kostnað sem einungis fell-
ur til í eitt skipti vegna gagnasambanda í
rekstri Títans en það var álit stjórnar að
stjórnendur myndu snúa þessari þróun við.
Þessi viðsnúningur tók í reynd lengri tíma. Það
er síðan seinni hluta júní að okkar endurskoð-
andi fer í gegnum reksturinn og færir okkur
niðurstöðu sem fer inn á stjórnarfund í Ís-
landssíma í júlí, fjórum vikum eftir skráningu á
markað. Þá var ljóst að um verulegan viðsnún-
ing er að ræða en ekki stutta sveiflu. Þannig er
grundvallarmunur á þeim upplýsingum sem
við höfðum í maí og þeim upplýsingum sem við
höfðum í júlí. Það er einmitt á grundvelli þeirra
upplýsinga sem við ákveðum að birta sam-
stundis afkomuviðvörun.“
Hvernig gengur reksturinn á GSM-kerfi Ís-
landssíma og hvað eru margir áskrifendur sem
nýta sér þjónustu þess?
„Reksturinn hefur gengið hnökralaust og
við erum með um níu þúsund viðskiptavini. Það
er í samræmi við áætlanir.“
Það fjármagn sem Íslandssími aflaði í hluta-
fjárútboði var ákveðið í samræmi við þær for-
sendur sem gefnar voru í útboðslýsingu. Ljóst
er að afkoma félagsins er ekki í samræmi við
áætlanir. Þarf félagið ekki að afla sér meiri
hlutafjár á næstu árum?
„Við gerum ráð fyrir að breyta skammtíma-
lánum í langtímalán. Þessi vinna er nú að hefj-
ast. Eiginfjárstaðan er sterk þannig að svig-
rúm félagsins er allnokkuð. Við skráningu á
markað er hlutfall eigin fjár 46% sem telst nú
ágætt í dag miðað við mörg önnur fyrirtæki.
Félagið er með sterkan efnahagsreikning og á
að geta tekið á sig sveiflur.“
Íslandsbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu
þar sem kemur fram að hann telur sig ekki
ábyrgan á neinn hátt í þessu máli og hann hafi
unnið af fullum heilindum. Í greinargerð ykkar
til VÞÍ kemur fram að verðmat á félaginu var í
höndum Íslandsbanka, útboðsgengið var
ákveðið af bankanum og áreiðanleikakönnun
einnig unnin af sérfræðingum bankans. Er álit
stjórnar VÞÍ ekki gagnrýni á þessa vinnu
bankans í því ljósi að gengi Íslandssíma hefur
lækkað um rúm 60% frá skráningu?
„Þetta er auðvitað alltaf matsatriði. Upplýs-
ingatæknivísitala Verðbréfaþings hefur lækk-
að um 51% frá undirritun útboðslýsingar. Ís-
landssími hefur á sama tímabili, frá því að
útboðslýsing var gefin út, lækkað um 61%. Ef
fjárfestar hefðu keypt í safn þeirra bréfa sem
eru í upplýsingtæknivísitölu hefðu bréf þeirra
lækkað um 50%. Menn verða í fyrsta lagi að
horfa á þetta og í öðru lagi að það eru miklar
sveiflur í gengi hlutabréfa, bæði upp og niður.
Síðan er annað mál hvenær menn innleysa tap
eða hagnað, enginn tapar fyrr en selt er.“
Meiri upplýsingar en minni
betri kostur fyrir markaðinn
„Ég vil segja eitt varðandi vinnu okkar með
Íslandsbanka, að það var farinn sú leið að hafa
útboðslýsingu félagsins mun ítarlegri en geng-
ur og gerist og birta áætlanir bæði ársfjórð-
ungslega og á einstök ár í smáatriðum. Það má
segja að með því að birta þessar áætlanir höf-
um við gefið höggstað á félaginu því í raun eru
almennt litlar upplýsingar í útboðs- og skrán-
ingarlýsingum íslenskra fyrirtækja.
Það eru dæmi um innlendar fjármálastofn-
anir sem eru að sækja milljarða á markað og í
útboðs- og skráningarlýsingu eru litlar sem
engar áætlanir um rekstur félagsins. Þá spyr
maður: Eru ekki sömu kröfur til slíkra fyr-
irtækja um áætlanir eða hefðum við kannski
átt að hafa minni upplýsingar í útboðslýsing-
unni?
Varðandi afkomuviðvörunina eru sum fyr-
irtæki á íslenska markaðnum sem senda ekki
frá sér afkomuviðvörun þrátt fyrir verulegan
viðsnúning í rekstri. Sum komast upp með það
og önnur ekki. Síðan eru send uppgjör sem
stangast verulega á við fyrri upplýsingar og
áætlanir. Við lögðum metnað okkar í að birta
ítarlegar upplýsingar í útboðslýsingu. Aðilar
hafa nefnt að þar hafi Íslandssími gengið
lengra en áður hafi verið gert hér á landi. Sum-
ir hafa talið að við hefðum átt að gefa sem
minnst upp.
Ég er ósammála þeirri hugsun og tel það
mikilvægt að önnur fyrirtæki sem ætla í skrán-
ingu verði ekki hvött af markaðsaðilum til þess
að gefa litlar upplýsingar heldur verði þau
áfram um að gefa sem mestar upplýsingar.“
„Ég vil benda á að ef ekki væri fyrir þjón-
ustu Íslandssíma væri verð á fjarskiptaþjón-
ustu án efa mun hærra en það er nú. Við lækk-
uðum á sínum tíma millilandasímtöl niður fyrir
GSM-símtöl. Það er ekki nema eitt og hálft ár
síðan það var mjög dýrt að hringja til útlanda.
Við höfum því verið að breyta markaðnum á
ýmsan hátt til hagsbóta fyrir neytendur.“
Býst þú við að þessu máli sé lokið eða að ein-
hverjir frekari eftirmálar verði í málinu til
dæmis fyrir dómstólum?
„Ég sé ekki annað en að þessu máli sé lokið,
a.m.k. fyrir hönd Íslandssíma en með þessari
niðurstöðu Verðbréfaþings og þeim samhljómi
sem er með Íslandsbanka get ég ekki séð að
það verði eftirmálar. Ég held að allt tal um
óheilindi hafi verið þurrkað út og við getum nú
snúið okkur af alefli að rekstrinum,“ segir Ey-
þór Arnalds, forstjóri Íslandssíma.
Útboðslýsing
unnin af full-
um heilindum
Morgunblaðið/Sverrir
Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma, í
húsakynnum félagsins í Sóltúni.
tomasorri@mbl.is
Niðurstaða Verðbréfaþings í máli afkomuviðvörunar
Íslandssíma hefur vakið upp umræður. Eyþór Arn-
alds segir skýrt að Íslandssími hafi farið að réttum
reglum og því sé Íslandssími sýkn saka í þessu máli.
Tómas Orri Ragnarsson ræddi við Eyþór um málið.