Morgunblaðið - 18.08.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 18.08.2001, Síða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 21 Viktoria Antik Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-16. ÁKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við fjárfestingarbankann HSBC Investment Bank um þjón- ustu vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutabréfum ríkisins í Landsbanka Íslands. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu, en nefndin tók þessa ákvörðun fyrir hönd viðskiptaráð- herra, byggir ákvörðunin á mati á innsendum tilboðum. Alls bárust sex gild tilboð í verkið og voru hinir tilboðsgjafarnir fimm KPMG Cor- porate Finance í Danmörku, Price- waterhouseCoopers (PWC) í Lond- on og Reykjavík, ING BARINGS Limited, The Northern Partnership Limited og Deloitte og Touche. Við samanburð á tilboðum var litið til alþjóðlegrar reynslu á fjármála- markaði, reynslu einstakra ráðgjafa, tillagna um fyrirkomulag ráðgjafar- innar og verkefnisins, tilboðsfjár- hæðar og þekkingar á íslenskum fjármálamarkaði. Í tilkynningunni segir að fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu muni á næstu dögum ganga til samn- inga við fyrirtækið og í framhaldi af því verði hafinn undirbúningur að sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Landsbankanum, meðal annars nán- ari útfærslu á skilmálum sölunnar. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar frá 18. júní er áformað að selja umtalsverðan hlut af eignarhlut rík- isins í bankanum til kjölfestufjár- festis að undangengnu forvali og lok- uðu útboði. Með umtalsverðum hlut er átt við að minnsta kosti þriðjung hlutafjár í félaginu og er ráðgert að salan fari fram fyrir árslok. Sala ríkisins á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ákveðið að ganga til samninga við HSBC-fjárfestingarbankann um umsjón með útboði á Landsbankanum. Gengið til samninga við HSBC Investment Bank TAP á rekstri Loðnuvinnslunnar hf. nam 38,6 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við 6,1 milljón á sama tímabili í fyrra. Þá hafa tekjur félagsins dregist saman um 45,8 milljónir frá því á síðasta ári, voru í fyrra 672,1 milljón króna en námu 626,3 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Eiginfjárhlutfall Loðnuvinnslunn- ar er nú 43% en var 50% á sama tíma í fyrra. Bókfært eigið fé var um mitt síðasta ár 593 milljónir króna en er nú 499 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er nú 114 milljónir en nam 73 milljónum á sama tímabili síðasta árs. Veltufé frá rekstri er nú 70 milljónir en var 53 milljónir fyrstu sex mánuðina árið 2000. Loðnuvinnslan framleiddi úr 56 þúsund tonnum af hráefni ár fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra var framleitt úr 82 þúsund tonnum. Í tilkynningu til Verðbréfa- þings kemur fram að ástæða fyrir minnkandi framleiðslu Loðnuvinnsl- unnar á þessu ári sé sú að ekki hafi tekist að ná í eins mikið magn til framleiðslu og hin síðustu ár og er sagt að einkum komi tvennt til. Ann- ars vegar hafi loðnuveiði verið mest fyrir vestan land og af því hafi t.a.m. leitt að aðeins var tekið við um 6 þús- und tonnum í febrúar, sem undir venjulegum kringumstæðum sé besti framleiðslumánuðurinn. Hins vegar hafi Hoffell SU 80 ekki verið að veiðum á fyrri helmingi ársins vegna breytinga á skipinu í Póllandi. Þetta tvennt er einkum talið hafa leitt til minnkandi framleiðslu hjá Loðnuvinnslunni. Þrátt fyrir aukið tap á rekstri félagsins er rekstrarniðurstaðan betri en árið 2000 sé tekið tillit til hráefnismagns og gengistaps lang- tímalána sem er 60 milljónir króna. Verðhækkun á lýsi og mjöli að und- anförnu mun þó bæta rekstrarskil- yrði Loðnuvinnslunnar, þó háð því að félaginu takist að ná í jafnmikið framleiðslumagn og síðustu ár. Aukið tap Loðnu- vinnslunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.