Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 51
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 51 ÚTSÖLULOK Í DAG Menningarnótt - opið til 23.00 NÝJAR HAUSTVÖRUR 10% afsláttur í dag eva LAUGAVEGI 91 (2. HÆÐ) s. 562 0625 GERARD DAREL - DKNY - NICOLE FARHI - JOSEPH - PAUL ET JOE - TARA JARMON - CUSTO Nýtt kortatímabil menningarnótt reykjavíkur Hljómsveit Geirmundar Valtýrssonar. Diskótekið Dísa frá kl. 23. Veitingahúsið Naustið Vesturgata 6-8, s. 552 3030 naustid@naustid.is, www.naustid.is BAKSVIÐS á Hróarskeldu-hátíðinni. Það nagar migað vera í vinnunni vitandiþað að margar frábærar hljómsveitir eru að spila. En þetta er þess virði, því á næstu mínútum verð- ur mér veitt viðtal við meðlim einnar athyglisverðustu hljómsveitar síð- ustu tveggja ára, Grandaddy. Sætti mig því fljótlega við hlutskiptið og sest niður í sætið sem mér hafði verið vísað á og bíð eftir því að fá að kíkja inn í heilabú eins meðlimanna. Ég veit ekki hvern þeirra ég fæ að spjalla við en er þó vissulega spenntastur fyrir því að spjalla við Jason Lytle, aðal- lagahöfund og söngvara sveitarinnar. Þægindi framar öllu Allt í einu er feitlaginn maður, skeggjaður, í hvítum hjólabrettabol og með græna derhúfu leiddur að mér. Ég þekki ekki liðsmennina í sjón og bíð því eftir að umboðsmaður sveitarinnar kynni mig fyrir mannin- um. „Já, komdu sæll, þetta er Aaron Burtch, trommuleikari Grandaddy!“ Já, komdu sæll – svara ég um leið hálfsvekktur, og ég tek í spaðann á honum. Hann sest niður, og er afar þreytulegur að sjá. „Úff, við spiluðum í New York í gærkveldi, vöknuðum og hoppuðum beint upp í flugvél,“ segir hann snögg- lega. „Ég held að ég hafi náð að sofa í fjórar klukkustundir á síðustu tveim- ur dögum. Ég var alveg að sofna þeg- ar þeir komu og náðu í mig til þess að mæta í þetta viðtal.“ Það verður greinilega ekki erfitt. Hér er maður sem virðist bera hjart- að utan á skyrtunni og er reiðubúinn til að deila. Ég byrja formlega. Nýja platan, The Sophware Slump er önnur breiðskífa ykkar, er það ekki? „Jú, en við höfum tekið mikið upp í gegnum árin. Við gerðum okkar fyrstu plötu árið ’94 bara sjálfir og gáfum út í 250 eintökum. En það var alvöru plata. Rétt rúmum mánuði á undan nýju plötunni tókum við líka upp þröngskífu sem hét Signal To Snow Ratio. Við ákváðum að gera hana til þess að prufa allar nýju græj- urnar sem við höfðum keypt stuttu áður. Það var ágætis leið til þess að læra á tækin.“ Semjið þið lögin í hljóðverinu? „Oft eru þau fullunnin áður en við tökum þau upp, stundum sér Jason bara alveg um þetta einn. Hljóðverið sem við erum með núna er mjög lítið. Við getum ekki búið þar, það er bara heima hjá Jason.“ Þið hljótið þá að vera ansi tilrauna- glaðir? „Já, svona getum við leyft okkur að vera það, af því að við erum heima hjá okkur, notum okkar eigin búnað og þurfum ekki að borga fyrir klukku- tímana sem við notum.“ Er þetta ykkur mikilvæg vinnuað- ferð? „Já, þetta er eina leiðin sem við get- um mögulega unnið. Það er engin önnur leið. Við gætum ekki gert þetta með annað fólk í kringum okkur, eða með klukka tifandi yfir okkur. Þetta er bara eina aðferðin sem við kunnum og við ætlum að halda áfram svona.“ Allir atvinnulausir Hefur þetta aldrei verið atvinna ykkar? „Nei, þetta er ekki „útvarpsvæn“ tónlist. Þetta er melódískt, hefur króka og er poppað en þetta er bara ekki líkt því sem hjómar í útvarpi í dag. Þetta er ekki ofurskýrt né staf- rænt og ef þetta er spilað þá hljómar þetta ekki eins risastórt og allt hitt. Mér finnst þetta betra en hitt. Þetta er meira hrífandi vinnuaðferð, við er- um öll hvort eð er svo takmörkuð.“ Er ykkur þá sama um útvarpsspil- un? „Við erum orðnir þreyttir á því að vera alltaf fátækir (hlær). Við þurft- um allir að hætta í vinnu til þess að geta farið á tónleikaferðalagið og við græðum ekki neinar fúlgur á þessu. Við höfum ekkert á móti því að selja plötur. Við hefðum ekkert á móti því að komast meira í útvarpið af því okk- ur langar til að sem flestir heyri tón- listina okkar til þess að við getum lif- að á því að gera það sem við gerum. Þú verður eiginlega bara að fylgja samviskunni í þessum málum. Stund- um gerum við hluti sem við héldum að við myndum aldrei gera, en við mun- um aldrei fara að gera eitthvað fárán- legt.“ Fenguð þið ykkur þá dagvinnur til þess að geta haldið áfram að fara ykk- ar eigin leiðir? „Já, ég var mjög heppinn, var með vinnu í hjólabrettabúð og ég hafði frelsi til þess að fara í frí þegar mig langaði. Þannig að ég gat bara hringt og sagt þeim að ég væri að fara að spila hér eða þar. En búðin lokaði svo ég hef það starf ekkilengur. Þetta á eftir að vera erfitt sumar. Við vorum allir með vinnu í fyrra, en erum allir hættir núna.“ Það er frekar auðheyrt að R.E.M. eru undir miklum áhrifum frá ykkur þessa daganna. „Ég er nú með eitt leyndarmál varðandi það. Eiginkona Peters Buck á klúbb í Seattle og hann mætir alltaf þegar við spilum þar. Síðast kom hann baksviðs til okkar og sagði að hann væri orðinn algjörlega ástfang- inn af plötunni og að hann ætlaði sér að reyna allt til þess að láta nýju plöt- una þeirra hafa svipaða tilfinningu. Mér fannst það stórkostlegt. Ég meina, þetta er gítarleikarinn í R.E.M.!“ Já, það eru greinileg áhrif. „Virkilega? Ég verð að hlusta á hana. Vá, takk strákar! Kannski hittu þeir þó bara inn á svipaðan tón fyrir slysni. Þetta er frábær hljómsveit. Ef þetta er tilfellið þá kann ég ekki einu sinni að bregðast við þessu.“ Á disknum ykkar sést í mynd af Björk aftan á plötuumslaginu. „Já, núna vantar okkur bara sím- hringingu frá henni (hlær). Mér finnst hún vera að gera það besta í tónlist í heiminum í dag.“ Þannig að hún er áhrifavaldur? „Já, algjörlega, samt er ég ekki viss um að hún hafi tónlistarleg áhrif held- ur bara hvernig hún gerir hlutina. Við gerum náttúrulega ekki raftónlist en hún fiktar við það. Ég get ekki beðið eftir nýju plötunni, hún ruglar mig al- veg í ríminu! Í þriðja skiptið sem ég sá Dancer in the dark var ég í flugvél á heimleið. Maður verður oft svolítið þunglyndur þegar maður er ekki heima með fjölskyldunni. Í fyrsta skiptið sem ég sá þessa mynd fannst mér hún vera það fallegasta sem ég hafði séð. Ég hágrét alveg í flugvél- inni, gaf frá mér hávær hljóð og allt. Þetta var ekki gott. Ég elska þessa mynd, þessa plötu og bara allt sem hún gerir.“ Hér snýst samtalið við og ég er allt í einu kominn á fullt að svara spurn- ingum um hana Björk „okkar“. Ekki leiðinlegt hlutskipti þannig að ég slekk á segulbandstækinu og held spjallinu áfram. „Björk ruglar mig í ríminu“ Kaliforníusveitin Grandaddy hefur vakið gífurlega athygli í tónlistarhringiðunni síðastliðið ár. Birgir Örn Steinarsson hitti Aaron Burtch, liðsmann sveitarinnar, á Hróarskelduhátíðinni. Grandaddy – með kaffibollann að vopni, að sjálfsögðu. Á spjalli við liðsmann hljómsveitarinnar Grandaddy biggi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.