Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 48
DAGBÓK
48 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Þern-
ey kemur í dag Polar
Siglir fer í dag. Black
Prince kemur og fer í
dag.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15:30 og kl. 16:30. Laug-
ardaga og sunnudaga:
Fyrsta ferð til Viðeyjar
kl. 13 síðan á klukku-
stundar fresti til kl. 17,
frá Viðey kl. 13:30 og síð-
an á klukkustundar
fresti til kl. 17:30. Kvöld-
ferðir eru föstu- og laug-
ardaga: til Viðeyjar kl.
19, 19:30 og 20, frá Viðey
kl. 22, 23 og 24. Sérferðir
fyrir hópa eftir sam-
komulagi. Við-
eyjarferjan sími
892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Viðeyj-
arferju kl.10:30 og kl.
16:45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b.tvær klst.
Sími 892 0099
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17:30.
Mannamót
Aflagrandi 40 og
Hraunbær 105. Sameig-
inleg sumarferð í Vík í
Mýrdal miðvikudaginn
29. ágúst, lagt af stað frá
Aflagranda kl. 9:30 og
frá Hraunbæ kl. 10. Ekið
verður um Vík í Mýrdal
kirkjan skoðuð og
prjónastofan Víkurprjón
heimsótt. Í bakaleiðinni
verður ekið um Reyni-
staðahverfi og Fljóts-
hlíð. Fólk hafi með sér
nesti. Fararstjóri Anna
Þrúður Þorkelsdótir.
Skráning í Aflagranda s.
562-2571 og í Hraunbæ
s. 587-2888.
Bólstaðarhlíð 43.
Fimmtudaginn 23 ágúst
kl. 8 verður skoð-
unarferð, Hrauneyj-
arfossvirkjun og ná-
grenni. Heimsækjum
Þjóðveldisbæinn, Vatns-
fellssvæðið, Hrauneyj-
arfossvirkjun og Sult-
artangastöð, komið við
hjá Hjálparfossi. Hádeg-
isverður, kjöt og kjöt-
súpa snæddur í Hálend-
ismiðstöðinni. Hlýr
klæðnaður og nesti.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 568-5052 eigi
síðar en mánudaginn 20.
ágúst.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Morgungangan verður í
dag, rúta frá Firðinum
kl. 9:50 og kl. 10 frá
Hraunseli, nálgist
félagsskírteinið í Hraun-
seli. Félagsheimilið
Hraunsel er opið alla
virka daga frá kl. 13-17.
Komið og kynnist starf-
seminni.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10-13. Matur í hádeg-
inu. Á sunnudaginn
verður fyrsti dansleikur
eftir sumarfrí. Dansleik-
urinn hefst kl. 20, hljóm-
sveitin Capri Tríó leikur
fyrir dansi. Dagsferð 28.
ágúst. Veiðivötn -
Hrauneyjar. Brottför frá
Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn
Tómas Einarsson. Þeir
sem eiga pantað vinsam-
legast sækið farmiðana
sem fyrst. Silfurlínan er
opin á mánudögum og
miðvikudögum frá kl. 10
til 12 f.h. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10 til 16 í síma
588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á mánudag kl. 9-16:30,
vinnstofur opnar m.a al-
menn handavinna og
tréútskurður, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
15:30 almennur dans hjá
Sigvalda (ekkert skrán-
ingargjald) allir vel-
komnir. Miðvikudaginn
22. ágúst, heimsókn í Ár-
nesþing „Árborg-
arsvæðið“, m.a. komið
við í Hveragerði, á Sel-
fossi, Eyrarbakka, kaffi-
veitingar í Fjöruborðinu
á Stokkseyri. Leiðsögn
staðkunnugra. Skráning
hafin. Allar upplýsingar
á staðnum og í síma 575-
7720.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verðu
á Listatúni í dag
laugardag kl. 11. Mæt-
um öll og reynum með
okkur.
Stokkseyringafélagið í
Reykjavík fer í sína ár-
legu sumarferð miðviku-
daginn 22. ágúst. Ekið
um Þingvöll komið að
Ljósafossi og skoðuð
sýningin Skáldað í tré,
kaffihlaðborð á Stokks-
eyri og endurbyggð
Þuríðarbúð skoðuð. Til-
kynning um þátttöku og
nánari upplýsinga í s.
553-7495 Sigríður, s.
553-7775 eða s. Lilja,
567-9573 Einar.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.:
530 3600.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Lág-
múla 9, s.: 535-1825. Gíró
og greiðslukort. Dval-
arheimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðs Apó-
tek Sogavegi 108, Ár-
bæjar Apótek Hraunbæ
102a, Bókbær í Glæsibæ
Álfheimum 74, Kirkju-
húsið Laugavegi 31,
Bókabúðin Grímsbæ v/
Bústaðaveg, Bókabúðin
Embla Völvufelli 21,
Bókabúð Grafarvogs,
Hverafold 1-3.
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum, á
Reykjanesi: Kópavogur:
Kópavogs Apótek,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfja, Set-
bergi. Sparisjóðurinn,
Strandgata 8-10, Kefla-
vík: Apótek Keflavíkur,
Suðurgötu 2, Lands-
bankinn Hafnargötu
55-57.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Vesturlandi: Akranes:
Hagræði hf., Borgarnes:
Dalbrún, Brákarbraut 3.
Grundarfjörður:
Hrannarbúð sf.,
Hrannarstíg 5. Stykk-
ishólmur: Hjá Sesselju
Pálsd., Silfurgötu 36.
Ísafjörður: Póstur og
sími, Aðalstræti 18.
Strandasýsla: Ásdís
Guðmundsd. Laug-
arholti, Brú.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Aust-
urlandi: Egilsstaðir:
Gallerí Ugla, Miðvangur
5. Eskifjörður: Póstur og
s., Strandgötu 55. Höfn:
Vilborg Einarsdóttir
Hafnarbraut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Norð-
urlandi: Ólafsfjörður:
Blóm og gjafavörur Að-
algötu 7. Hvammstangi:
Verslunin Hlín
Hvammstangabraut 28.
Akureyri: Bókabúð Jón-
asar Hafnarstræti 108,
Möppudýrin Sunnuhlíð
12c. Mývatnssveit: Póst-
húsið í Reykjahlíð.
Húsavík: Blómasetrið,
Héðinsbraut 1, Rauf-
arhöfn: Hjá Jónu Ósk
Pétursdóttur, Ásgötu 5.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Suð-
urlandi:
Vestmannaeyjar: Apó-
tek Vestmannaeyja
Vestmannabraut 24. Sel-
foss: Selfoss Apótek
Kjarninn.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru til
sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.:
551-3509.
Líknasjóður Dómkirkj-
unnar, minningaspjöld
seld hjá kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafnarfirði
fást í Bókabúð Böðvars,
Pennanum í Hafnarfirði
og Blómabúðinni
Burkna.
Minningakort Áskirkju
eru seld á eftirtöldum
stöðum: Kirkjushúsinu
Laugavegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra við
Dalbraut, Norðurbrún 1,
apótekinu Glæsibæ og
Áskirkju Vesturbrún 30
sími 588-8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28 í s.: 588
8899 milli kl. 10 og 17
alla virka daga. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Í dag er laugardagur 18. ágúst,
230. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
„Ég ætla að rita á töflurnar þau orð,
sem stóðu á hinum fyrri töflunum,
er þú braust í sundur, og skalt þú
síðan leggja þær í örkina.“
(V. Mós. 2.–3.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 skinns, 4 birgðir, 7
ávinnum okkur, 8 kven-
dýrið, 9 blett, 11 mýrar-
sund, 13 kindin, 14
smyrsl, 15 nokkuð, 17
duft, 20 látbragð, 22
baunir, 23 hrærð, 24 sef-
ur, 25 sekkir.
LÓÐRÉTT:
1 mergð, 2 ganga, 3 heið-
ur, 4 datt, 5 dýrlings-
myndir, 6 út, 10 bræða
með sér, 12 aðgæsla, 13
þjóta, 15 ís, 16 biskups-
húfa, 18 röng, 19 nói, 20
skjótur, 21 far.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
LESANDI hafði samband við Vík-verja og sagðist hafa orðið hissa
þegar hann las Morgunblaðið 11.
ágúst síðastliðinn, en þar var haft eft-
ir framkvæmdastjóra Línu.nets að
fyrirtækið myndi fresta lagningu ljós-
leiðara til heimila „þar sem þjónusta
fyrir heimatengingar var ekki full-
mótuð“, eins og það var orðað í frétt-
inni. Lesandinn, sem er mikill tækni-
áhugamaður og lætur sér aldrei nýja
græju úr hendi sleppa, sagðist sár og
svekktur yfir þessu. Lína.net hefði
auglýst grimmt, bæði í blöðum og
sjónvarpi, á undanförnum misserum
að með ljósleiðaratengingu inn á
heimilin gæfist fólki kostur á alls kon-
ar þjónustu, t.d. stafrænu sjónvarpi,
fjarfundum, heimilisvöktun, fjar-
kennslu og fleiru. Hann hefði skilið
þetta svo að nú væri ekki annað en að
bíða eftir tengingunni, þá kæmi öll
þessi þjónusta með.
x x x
LESANDINN benti Víkverja áheimasíðu Línu.nets þar sem all-
ir þessir kostir ljóslínu, eins og hún er
kölluð, eru tíundaðir, upplýst að mán-
aðargjald fyrir þjónustuna sé 4.990
kr. og jafnframt tilgreindar þær göt-
ur á höfuðborgarsvæðinu, sem fyrst-
ar muni eiga kost á þjónustunni. Á
heimasíðunni kemur ekkert fram um
frestun áformanna um ljósleiðara-
tengingar, heldur segir að nánar til-
greindar götur verði tengdar á tíma-
bilinu mars til júní (reyndar segir á
öðrum stað á vef Línu.nets að það
verði á tímabilinu maí til september).
Viðmælanda Víkverja var spurn hvað
þetta ætti að þýða og hvers vegna
þeim, sem beðið hefðu spenntir eftir
ljósleiðaratengingunni og allri þjón-
ustunni, sem henni átti að fylgja,
hefðu verið gefnar falskar vonir. Í
framhaldinu má reyndar spyrja hvort
Lína.net ætti ekki að endurskoða
heimasíðuna sína, fyrst áformin um
ljósleiðaratengingar til heimila frest-
ast og öll fína þjónustan sem lofað var
er „ekki fullmótuð“.
x x x
VÍKVERJA hefur borist eftirfar-andi athugasemd frá Umferðar-
ráði: „Víkverji miðvikudagsins 15.
ágúst fjallar um ógöngur erlendra
ökumanna sem lent hafa í slysum á
þjóðvegum landsins í sumar. „Réttur
aðili“ til að taka á þessu máli er Um-
ferðarráð og það hefur sannarlega
verið reynt á undanförnum árum.
Í ár hefur Umferðarráð í samstarfi
við bílaleigur og fleiri aðila gefið út
bækling um það sem er sérstakt við
akstur á íslenskum vegum. Þessi
bæklingur er gefinn út á 7 tungumál-
um og er reynt að koma honum á
framfæri við alla erlenda ökumenn
hér á landi. Hann er afhentur á öllum
bílaleigum, enda ber starfsmönnum
þeirra skylda, samkvæmt nýjum lög-
um, til þess að benda á þessi atriði.
Honum er einnig dreift á Seyðisfirði í
hvern einasta bíl sam þangað kemur
úr ferjunni Norrænu. Undanfarin tvö
sumur hafa verið birtar heilsíðuaug-
lýsingar um það sem sérstaklega þarf
að varast í umferðinni á Íslandi í
kynningarritum flugfélaganna, sem
vonast er til að erlendir ferðamenn
lesi á leið sinni hingað til lands og
sambærilegu efni hefur verið komið á
framfæri í margvíslegu kynningar-
efni sem gefið er út hér á landi fyrir
erlenda ferðamenn.
Í þessum nýjasta bæklingi er öku-
mönnum m.a. bent á að vanda val á
bílaleigubílum og þeim gerð grein
fyrir þeim takmörkunum sem eru í
leiguskilmálum um hvar þeir megi
aka, ætli þeir að njóta trygginga-
verndar.
Miklu máli skiptir að komið verði í
veg fyrir þessi slys, m.a. fyrir ferða-
þjónustuna í landinu, því að þau skaða
atvinnugreinina án efa þegar til lengri
tíma er litið. Umferðarráð þakkar
Víkverja fyrir að vekja athygli á
þessu máli og skorar á alla hlutaðeig-
andi að leggja sitt af mörkum til þess
að koma í veg fyrir slys á erlendum
gestum okkar, ekki síður en á okkur
sjálfum sem um landið ferðumst.“
ÞAÐ brennur við að al-
mennt erum við borgarar
þessa lands frekar tilbúnir
að skrifa og ræða fjálglega
um það sem illa fer.
En núna get ég ekki orða
bundist og verð að segja frá
þeirri frábæru aðstöðu sem
Dalvíkingar bjóða okkur
sem erum á ferð um landið
með tjald eða tjaldvagn.
Tjaldstæðið er rúmgott og
aðlaðandi, öll hreinlætisað-
staða til fyrirmyndar (sal-
erni og sturta) aðstaða til
uppþvotta og fleira til þæg-
inda fyrir gesti og nú kemur
rúsínan í pylsuendanum.
Þetta er allt saman ókeypis,
ótrúlegt en satt. Ekki spillir
fyrir að sundlaugin er við
tjaldstæðið með öllu tilheyr-
andi, rennibraut, heitum
pottum og ekki spillir fjalla-
sýnin.
Dalvíkingar eiga hrós
skilið fyrir þessa aðstöðu og
frábæra gestrisni.
Takk fyrir mig.
Þóra Ólafsdóttir.
Dísir vorsins
MATTHILDUR hafði sam-
band við Velvakanda og
langaði að vita hvort ein-
hver kynni ljóðið Dísir vors-
ins, sem karlakórinn Heim-
ir syngur svo fallega.
Þjóðsöngur Íslendinga
ÁSGEIR hafði samband við
Velvakanda og langaði að
vita hvort einhver kynni
þjóðsöng Íslendinga. Hann
langar að læra hann allan.
Tapað/fundið
Mjög sérstakir
blómapottar hurfu
úr Þrastarskógi
TVEIR mjög sérstakir
blómapottar úr járni með
kúlulaga gervitrjám með
blómum og tveir stórir
grænir kuðungablómapott-
ar með gerviblómum í,
hurfu úr sumarbústað í
Þrastarskógi á tímabilinu 6.
ágúst–15. ágúst sl. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við
Kristínu í síma 698-9388.
Lyklar í óskilum
MÁNUDAGINN 6. ágúst
sl. fannst lyklakippa með
fjórum lyklum við göngu-
brautina við Ægisíðu. Upp-
lýsingar í síma 553-4594.
Ljósgrænn
kvenjakki tapaðist
LJÓSGRÆNN kvenjakki
var sennilega tekinn í mis-
gripum í miðbæ Reykjavík-
ur aðfaranótt fimmtudags-
ins 2. ágúst sl. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að koma jakkanum í
óskilamunadeild lögregl-
unnar.
Lyklakippa í óskilum
LYKLAKIPPA með þrem-
ur lyklum fannst í Hljóm-
skálagarðinum laugardag-
inn 4. ágúst sl. Upplýsingar
í síma 562-8266.
Eyrnalokkur tapaðist
LÍTILL gulleyrnalokkur,
svipaður og laufblað í lag-
inu, tapaðist í Kringlunni 9.
ágúst sl. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 567-
3802.
Myndavél tapaðist
MYNDAVÉL týndist við
skála við Djúpavatn á
Reykjanesi 14. júlí. Mynda-
vélin er Canon IXUS M-1,
lítil, silfurlituð, í svartri leð-
urtösku. Fundarlaun. Finn-
andi vinsamlegast hringi í
síma 554-6958.
Dýrahald
Athugið, páfagaukur
tapaðist
SKÆRGULUR páfagauk-
ur (gári) tapaðist út um
glugga á Þórsgötu 27 14.
ágúst sl. Ef einhver hefur
fundið hann, vinsamlegast
hafið samband við Sigríði í
síma 552-2903. Hann gegnir
nafninu páskaunginn.
Páfagaukur tapaðist
LÍTILL, gulur páfagaukur
flaug út um gluggann í
Lautarsmára í Kópavogi,
miðvikudaginn 15. ágúst sl.
Ef einhver getur gefið upp-
lýsingar um ferðir hans,
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 564-3837 eða
898-3835.
Snælda er ennþá týnd
NÚ er hún Snælda, sem er
1½ árs læða, búin að vera
týnd í næstum því mánuð.
Hún hvarf frá Kaplaskjóls-
vegi og hennar er sárt sakn-
að. Snælda er eyrnamerkt
með tölunni ROHO 91 og
hún var með appelsínugula
ól með bláu merkisspjaldi.
Ef einhverjir hafa orðið var-
ir við hana eða telja sig hafa
séð hana, eru þeir vinsam-
legast beðnir að hafa sam-
band í síma 562-3203 eða
694-4973.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Dalvík – frá-
bær aðstaða
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 burgeisar, 8 summa, 9 Iðunn, 10 fen, 11 kolla,
13 næðið, 15 frægt, 18 strák, 21 ólm, 22 trimm, 23 álkan,
24 burðarása.
Lóðrétt: 2 urmul, 3 grafa, 4 iðinn, 5 afurð, 6 ósek, 7 snið,
12 lag, 14 ætt, 15 fata, 16 æðinu, 17 tómið, 18 smáir, 19
rykks, 20 kunn.