Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 55
MIG HEFUR lengi lang-að að læra fatahönnunen byrjaði þó fyrst íöðru námi,“ byrjar
Anna Kristín eftir að hún hefur
komið sér fyrir.
„Það var nefnilega alltaf verið að
segja mér hvað væri erfitt að fá
vinnu sem fatahönnuður og hvað
þetta væri erfitt starf svo ég ákvað
bara að slá því á frest. Ég er líka
bara fegin að hafa farið fyrst í eitt-
hvað annað því þá finn ég núna að
ég er að gera það rétta. Hvað sem
verður úr þá er ég allavega að læra
það sem mér finnst skemmtilegt og
það finnst mér skipta máli.“
Anna Kristín segir fatahönn-
unina alltaf hafa blundað í sér.
„Ég byrjaði að hanna og láta
sauma á mig kjóla þegar ég var
yngri,“ segir hún.
„Ég var alltaf með voða miklar
dillur hvernig ég vildi hafa kjólana.
Þetta er líka í ættinni. Langamma
mín saumaði og hannaði und-
irfatnað og lærði líka í Danmörku.
Systir hennar lærði kjólasaum og
mamma saumaði alltaf fötin á mig
þegar ég var lítil.“
Opin fyrir öllu
Hvernig fatahönnun heillar þig?
„Ég er búin að vera mjög mikið
að hanna kjóla, bæði þegar ég var
yngri og svo líka á síðasta ári í
skólanum,“ svarar Anna Kristín.
„Núna þegar við erum komin á
annað ár þá megum við ráða okkur
vegna þess að það er mikil pressa
og mikil gagnrýni og svo kannski
finnst sumum þetta ekki eiga við
sig.“
Skólagjöldin borga sig
Var erfitt að komast inn í skól-
ann?
„Nei, í rauninni ekki,“ segir
Anna að bragði.
„Ég eiginlega bara labbaði inn
og fékk já strax. Ég bjóst ekki við
því en ég ætlaði bara að athuga
hvaða skilyrði ég þurfti að uppfylla
og komst bara inn.“
Í lok hvers skólaárs er haldin
sýning og í fyrra vakti fatnaður
Önnu Kristínar mikla athygli og
hlaut umsögn í fjölmiðlum þar
ytra.
„Við vorum tvær á fyrsta ári
sem fengum umsögn. Það var mjög
gaman að fá þessa viðurkenningu,
bæði af því ég er ekki Dani og líka
af því ég er svo nýbyrjuð,“ segir
Anna Kristín.
Anna segir skólagjöldin vera
nokkuð há en að þau borgi sig.
Nemendur fá, eins og áður sagði,
að halda sýningar í lok hver skóla-
árs og á þær mæta fjölmiðlar sem
auðvelda nemendunum að koma
sköpun sinni á framfæri. Auk þess
fara nemendurnir í ferðir einu
sinni á ári. „Í fyrra fórum við til
Parísar að kíkja á efni og tískuna,“
segir Anna Kristín.
„Á næsta ári fáum við svo að
ráða hvert við förum. Þá langar
mig að fara til Bandaríkjanna því
mig langar í framhaldsnám þang-
að.“
Aðdáun á konungs-
fjölskyldunni
Samtalið berst þá að dönsku
konungsfjölskyldunni og tengslum
hennar við skólann.
„Skólinn lifir svolítið á fornri
frægð. Mikið af kóngafólki hefur
stundað nám í skólanum meðal
annars prinsessurnar Benedikta og
Ann-Marie,“ segir Anna Kristín.
„Hún er mjög merkileg þessi að-
dáun á konungsfjölskyldunni í
Danmörku. Einu sinni sátum við í
tíma og fréttum að drottningin
væri að keyra fram hjá skólanum
með fylgdarlið sitt. Stelpurnar
þustu allar út í glugga til að sjá
hana en ég skildi ekki hvað var
svona merkilegt. Þetta er mjög
ólíkt því sem við eigum að venjast
á Íslandi.“
„Finn að ég er að
gera það rétta“
Anna Kristín Magnúsdóttir er ungur fatahönnuður á
uppleið. Birta Björnsdóttir ræddi við hana um námið,
tískuna og dönsku konungsfjölskylduna.
birta@mbl.is
svolítið meira
sjálf. Mig langar
mjög að hanna
útivistarfatnað,
mér finnst það
mjög spennandi.
Það er líka eitt-
hvað sem ég hef
ekki gert. Ann-
ars er ég mjög
opin fyrir öllu.“
Anna Kristín
stundar nám í
Margrethe-
skólanum í
Kaupmannahöfn.
Hún hefur lokið
fyrsta ári en
námið tekur alls
tvö ár.
„Tvö ár sem er
ekkert svo lang-
ur tími en tíminn
er nýttur mjög
vel,“ segir Anna
Kristín um
menntastofn-
unina. „Það er mikil keyrsla. Skól-
inn er daglega frá 9–15 og svo er
mikil vinna utan skólans. Það hafa
margir hætt og gefist upp. Við
byrjuðum 22 í fyrra en nú eru ekki
nema 11 eftir. Fólk hætttir bæði
MAGNAÐ
BÍÓ
Kvikmyndir.com
Hausverk.is
Sýnd. 8 og 10.
Sýnd. 4 og 6.
AI MBL
ÓHT Rás2
Kvikmyndir.is
Stærsta grínmynd allra tíma!
Frábær hasar og grínmynd sem
fór beint á toppinn í
Bandaríkjunum
Sýnd. 4, 6, 8 og 10.10.
betra en nýtt
Nýr og glæsilegur salur
Sýnd kl. 4, 6 og 8.
Stærsta grínmynd allra tíma!
Frábær hasar og grínmynd sem fór beint á
toppinn í Bandaríkjunum
Sýnd kl. 6, 8 og 10. .
Strik.is
( )
Sýnd kl.10.
Stranglega b.i.16 ára. Sýnd kl. 4. Ekki mánudag
Hláturinn lengir lífið.
VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur!
Sími 461 4666 samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8. Vit nr 243.
Síðustu sýningar
www.sambioin.is
KISS OF THE DRAGON
ÚR SMIÐJU
LUC BESSON
Sýnd kl. 10.
B.i.16 ára Vit nr. 257.
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Íslenskt tal. Vit nr. 245Sýnd kl. 2, 4 og 6. tal. Vit 258.
FRUMSÝNING
„Hunda og kattarvinir athugið... tíminn er kominn til að taka
afstöðu í stríðinu um hver er „besti vinur mannsins“!!
Ekki missa af hinni frábæru grínmynd fyrir alla aldurshópa
4 - 99 ára, sem fór beint á toppinn í USA
ATH.. Það er spurning hver vinnur, en öruggt að
þið farið brosandi út!“
Sýnd kl. 8 og 10.
B. i. 16 ára. Vit 247.
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
KISS OF THE DRAGON
ÚR SMIÐJU
LUC BESSON
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Vit 260
Sýnd kl. 10.
B.i.16 ára Vit nr. 257.
FRUMSÝNING
„Hunda og kattarvinir athugið... tíminn er kominn til að taka
afstöðu í stríðinu um hver er „besti vinur mannsins“!!
Ekki missa af hinni frábæru grínmynd fyrir alla aldurshópa
4 - 99 ára, sem fór beint á toppinn í USA
ATH.. Það er spurning hver vinnur, en öruggt að
þið farið brosandi út!“
Sýnd kl. 10. Vit nr. 261.
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.
Ísl tal. Vit 258.
Sýnd kl. 10. B. i 12.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10.
www.laugarasbio.is
Stærsta grínmynd
allra tíma!
Stærsta ævintýri sumarsins er hafið
DV
SV Mbl
Strik.is
Kvikmyndir.com
Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú.
Hláturinn lengir lífið.
VARÚÐ! Þú gætir drepist
úr hlátri... aftur!
turinn lengir
lífið.
VARÚÐ!
Þú gætir drepist
úr hlátri... aftur!
Myndin sem manar þig í bíó
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. KL. 8 og 10 enskt tal.
Anna Kristín Magnúsdóttir
Morgunblaðið/Arnaldur