Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Fyrst verða skornir þeir bændur sem ekk-
ert eiga,
verðlausir krangar með vöðva slitna og
seiga
svo þegar kominn er sjöundi október,
þá byrjar slátrun á bændum sem betur
meiga.
(Jónas Árnason.)
„Mennt er máttur.“ – Það er kjör-
orð dagsins. Þeir, sem telja sig
vörslumenn siðferðis á Alþingi þjóð-
arinnar, í andófi gegn siðlausum
hroka og níðingsskap stjórnar og
meirihluta þar, æpa á menntun.
Þetta er sá hópur stjórnarandstöðu
okkar sem telur öðrum trú um að á
Alþingi sé hann brjóstvörn þeirra
sem hallara standi í lífsbaráttunni,
þó þegir hann þegar fiskimiðum
okkar er lokað fyrir litlu bátunum og
þeim sem hafa viðurværi sitt og
sinna af veiðum sem ekki skaðar
vistkerfi sjávarins, þó þykist hann
næst á eftir mannhelginni, jöfnuðin-
um og bræðralaginu bera vistkerfi
náttúrunnar mest fyrir brjósti.
Hann þegir líka þegar mjólkurbúun-
um er lokað fyrir bændum og
vinnsla þeirra aflögð. Nú er verið að
hóta lokun á sláturhúsunum nema
bændur gangi að afarkjörum um
verð á afurðum sínum í komandi
sláturtíð. Enn þegir vinstri minni-
hlutinn, bæði sá græni og ekki
græni. Það styttist í fjallagrösin hjá
gömlu „bústólpunum“. En þótt
Vinstrigrænir og Samfylkingin hafi
ekki haft tíma til að huga að kjörum
sjómanna og bænda, þá hafa þeir
ekki gleymt því að gleðjast yfir óför-
um þurrabúðarfólks á Austurlandi,
sem þeir telja að sjái nú endanlega á
bak vona sinna um betri hag til
framtíðar.
Vinstrigrænir og Samfylkingin
hafa þó sýnt þurrabúðarfólki þá vin-
semd að láta ógert að styðja sjó-
menn, bændur og verkamenn í við-
leitni þeirra stétta til að halda sínum
hlut í lífsbaráttunni, svo að fastlega
má búast við að innan tíðar eflist
Fjallagrasastéttin.
En litli maðurinn þarf samt að
vera duglegur að tína fjallagrös því
„nú skal koma betri tíð með blóm í
haga“. Í orðastað þeirra sem gefa sig
út fyrir að sjá til þess að svo verði er
eftirfarandi dæmigert: „Besta fjár-
festing þjóðarbúsins er í menntun.
Hún eykur hagvöxtinn og þar með
alla fjárhagsmöguleika þjóðarinnar í
heild. Þeim mun meira sem þjóðin
menntast, þeim mun hærri kröfur
getur hún gert og á að gera til þjóð-
félagsins um störf sem veita lífsfyll-
ingu, og vitanlega um laun sem
nægja fyrir þeim lífskröfum, sem
þeir hámenntuðustu „á heimsmæli-
kvarða“ sætta sig við af lítillæti
sínu.“
Þjóðin tekur þessari menntunar-
áskorun feikna vel. Fleiri og fleiri
fara í háskóla, og fleiri og fleiri koma
útúr háskólunum aftur til baka. Allt
er gert til þess að þjóðin eignist sem
flesta háskólaborgara. Það er heldur
ekkert ráðaleysi við það að skaffa
öllu þessu fólki nóg störf við þess
hæfi, á þeim launum sem það vill.
Það eru bara búnar til nefndir og
aftur nefndir af öllum stærðum og
gerðum, með kjörum um biðlaun á
milli nefnda og margfaldan lífeyri
þegar þar að kemur. Spyrji einhver
hvað sé gert í öllum þessum nefnd-
um og fái heiðarleg svör, er vísast að
þau verði: „Þær gera skýrslur.“
Spurning: „Hvað er gert við þær?“
Þær eru sendar áfram til nefnda.
Ferlið á þessum ósköpum getur
virst endalaust, koll af kolli. Þangað
til að allt í einu að glorsoltnir fjöl-
miðlar í „gúrkutíð“ henda yfir þjóð-
araumingjann þeim úrskurði í einu
skýrsluformi allra þessara nefnda
samanlagt, að öll starfsemi sem lúti
að því að basla sér til viðurværis í
þessu landi sé stranglega bönnuð
nema sú að tína fjallagrös. Það virð-
ist veruleikinn í dag. Forstjórar
nefnda sem skrifa skýrslur, til ann-
arra nefnda koll af kolli eru útskrif-
aðir „bústólpar“ þjóðfélagsins. Það
eru þeir sem skammta fiskinn úr
sjónum, og þeirra er valdið í slát-
urhúsunum. Þeir ráða verðinu á
grænmetismarkaðnum og skálda
skýrslur fyrir Flugmálastjórn. Þess-
ir „bústólpar“ hafa tekið við af þeim
gömlu og eru ekki ráðalausir í af-
komumálum þegnanna. Fyrir utan
fjallagrösin handa Austfirðingum,
hefur þeim dottið í hug að segja ann-
að landsbyggðarfólk til sveitar hjá
Evrópusambandinu. Mörður Árna-
son í ógræna-vinstrinu, gæti verið
kominn með á hendi umboð til út-
tektar á sveitastyrk frá Brussel til
framfærslu á íbúum t.d. á Þingeyri.
Það er ekkert víst að fjallsgrasa-
nefndin muni úthluta Þingeyringum
kvóta í þeim. En Þingeyringar eiga
allt gott skilið. (Ólafur Ragnar er nú
þaðan). Hverjir skyldu svo verða
látnir borga launin til allra þessara
nefnda, fyrir allar þessar skýrslur
nema Fjallagrasastéttin. Allir litlu
mennirnir þar. Þeir þurfa að halda á
spöðunum.
En þegar í harðbakkann slær og
„skýrslustólpar“ eru búnir að rýja
þúsundir landa sinna öllu nema
fjallagrösunum, þá trúi ég að þeir
snúi bökum saman til varnar. Að
þeir láti ekki viðgangast að bændum
verði neitað um aðgang að slátur-
húsum nema með afarkostum. Að
þeir láti ekki fiskstjórnunarnefnd-
irnar hrekja smábátaeigendur í
gjaldþrot. Að þeir láti ekki taglhnýt-
inga hryðjuverkamanna hrekja
stjórnvöld frá því að hagnýta land,
mið og vatnsföll til hagsbóta fyrir
fólkið í landinu. En síðast og ekki
síst skulum við í minningu Bjarts í
Sumarhúsum afþakka leiðsögn
þeirra í þjóðmálum sem vilja okkur
betlandi í Brussel.
Allt lífshlaup Bjarts mótaðist af
því að vera sjálfstæður maður. Bar-
átta einyrkjans við að koma upp
börnum sínum án aðstoðar sveita-
sjóðs var hörð, en það að fara á sveit-
ina var það erfiðasta sem Bjartur
gat hugsað sér. Hann vann hörðum
höndum að því að standa keikur af
sér fátæktina, Rauðsmýrarmaddöm-
una og kaupfélagsveldið. Við skulum
gera þetta líka, þurrabúðarfólk með
kvótann í fjallagrösunum.
KARÓLÍNA
ÞORSTEINSDÓTTIR,
Bröttuhlíð 8, Seyðisfirði.
Bústólpar
þjóðfélagsins
Frá Karólínu Þorsteinsdóttur: