Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 53

Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 53 BRÆÐURNIR Jørgen ogNiels Olsen eru nýjustumeðlimir í hinum sífelltstækkandi Íslandsvina- hóp. Þeir héldu tónleika í gærkvöld á Broadway fyrir fullu húsi og í kvöld á að endurtaka leikinn. Flestir tengja þá bræður líklega við smell- inn „Fly On the Wings Of Love“ sem tryggði þeim sigur í Evró- vision-söngvakeppninni í fyrra. Það sem kannski færri vita er að þeir bræður eru búnir að spila tónlist op- inberlega síðan þeir voru ellefu og fimmtán ára gamlir. Það liggur því beinast við að fá að fræðast örlítið um hin fornu afrek þeirra á tónlistarsviðinu. „Við stofnuðum hljómsveitina The Kids árið 1965. Þá vorum við bara börn, ég var fimmtán ára og bróðir minn var ellefu. Með okkur spiluðu gítarleikari sem var þrettán ára og bassaleikari sem einnig var ellefu ára,“ segir Jørgen. „Fyrstu tónleikarnir sem við héld- um voru þegar við hituðum upp fyrir hina vinsælu The Kinks.“ Það hlýtur að hafa verið mikil upplifun fyrir ykkur svona unga að fá að hita upp fyrir The Kinks. „Já, það var það vissulega,“ segir Niels. „Sérstaklega vegna þess að öll vinsælustu lög þessa tíma komu frá Bretlandi, frá Kinks, Rolling Stones og Bítlunum. Þeir voru mjög vinsæl- ir á þessum tíma.“ Eilíflega í öðru sæti Þið urðuð síðan mjög vinsælir í heimalandi ykkar eftir að þið senduð frá ykkur plötuna Olsen. „Já, það byrjaði með vinsældum lagsins „Angelina“ sem var að finna á plötunni, ég held að það hafi verið árið 1972,“ rifjar Nels upp. „Við tókum plötuna upp í Bret- landi. Það var gaman að fá að reyna upptökutækni sem ekki var til í Dan- mörku.“ „Við tókum upp í sama hljóðveri og Bítlarnir hljóðrituðu sum laga sinna og það var mjög hvetjandi,“ bætir Jørgen við. Hann heldur svo áfram að rifja upp: „Árið 1981 áttum við svo annað lag sem varð mjög vinsælt, „Marie Marie“. Það varð mjög vinsælt í Þýskalandi og víðar,“ segir Jørgen. „Við tókum upp nokkrar plötur eftir það en engin þeirra sló beint í gegn. Fyrsti stóri smellurinn okkar síðan 8́1 var í rauninni bara „Fly On The Wings Of Love“ sem sigraði í Evróvision-söngvakeppninni í Stokkhólmi í fyrra.“ Þið höfðuð tekið þátt í undan- keppninni í Danmörku fimm sinn- um, og þú Jørgen tvisvar til viðbótar einn; var ekki kominn tími til að þið ynnuð í keppninnni? Þeir bræður skellihljæja og sam- sinna heilshugar. „Við héldum að við yrðum eilíflega í öðru sæti undankeppninnar,“ segir Jørgen. „Við áttum því ekki von á að vinna, hvað þá í stóru keppninni. Okkur fannst það nógu mikill sigur að vinna í undankeppninni.“ „Ég man að ég sagði við Jørgen, eftir að við komum fram á Evró- vision og heyrðum viðbrögðin, að lagið okkar ætti kannski eftir að hljóta einhverja spilun á Norður- löndum,“ segir Niels. „Við bjugg- umst ekki við að vinna og við bjugg- umst ekki við að selja eins margar plötur og við höfum gert eftir sig- urinn.“ Björk, lopapeysur og leiðtogafundurinn Þið gáfuð nýlega út smáskífuna „Walk Right Back“. Er ekki erfitt að reyna að fylgja eftir velgengni „Fly On The Wings Of Love“? „Jú, það er vissulega mjög erfitt,“ segir Jørgen. „Það er erfitt að fylgja eftir lagi sem var svona gífurlega vinsælt. Það virðist sem öll Evrópa kunni lagið, það er sama hvert við förum það eru allir að syngja lagið. Ég get sagt þér eitt, eftir að keppendurnir frá Estóníu sigruðu í Evróvision-keppninni í ár fórum við til þeirra baksviðs til að óska þeim til hamingju með sigurinn og þá hófu þeir að syngja lagið okkar,“ segir Jørgen og þeir bræður skella uppúr. Þegar bræðurnir eru spurðir hvort þeir hlakki til að spila fyrir Ís- lendinga stendur ekki á svari. „Já, við hlökkum mikið til. Við höf- um því miður aldrei komið hingað áður. Við höfum bara millilent í Keflavík en ekkert skoðað af landinu ykkar. Við höfum hlakkað mikið til að koma,“ segir Jørgen. „Við vitum þó sitthvað um landið. Þið eigið auðvitað einstaklega fal- lega náttúru og við höfum heyrt víða að íslenskt kvenfólk sé það falleg- asta í heiminum og ég held að það sé bara rétt. Við könnumst auðvitað við íslensku lopapeysurnar og Björk að sjálfsögðu.“ „Já, og fyrrverandi forsetann ykk- ar, frú Finnbogadóttur. Svo man ég eftir leiðtogafundinum sem haldinn var hér um árið. Og við könnumst við Mezzoforte,“ bætir Niels við. Stöðvaðir í tollinum Hvernig ætlið þið að verja tíman- um hér á landi? „Við höfum því miður ekki tæki- færi til að skoða mikið af landinu í þetta sinn þar sem við fljúgum heim á sunnudaginn,“ segir Jørgen og þykir það greinilega miður. Þið eigið greinilega marga aðdá- endur á Íslandi, það seldist upp á fyrri tónleika ykkar svo þið ákváðuð að halda aukatónleika. „Já, það er alveg frábært. Okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Niels hæstánægður með viðtökurn- ar. „Það var mjög fyndið þegar við lentum í morgun og vorum á leiðinni gegnum tollinn. Þá kölluðu tollverð- irnir á okkur og við urðum hálf skelkaðir. Þá voru þeir bara að biðja okkur um eiginhandaráritun. Auð- vitað máttu þeir fá eins margar eig- inhandaráritanir og þeir vildu,“ seg- ir Jørgen. En það þurfa fleiri að komast að bræðrunum síkátu og spyrja þá spjörunum úr svo blaðamaður þakk- ar fyrir sig og kveður hina einkar viðkunnanlegu Jørgen og Niels. „Öll Evrópa kann lagið okkar“ Í kvöld, sem og í gær- kvöld, ætla hinir við- kunnanlegu Olsen- bræður að skemmta gestum á Broadway. Birta Björnsdóttir hitti bræðurna síkátu yfir kaffibolla. birta@mbl.is Morgunblaðið/Golli Niels og Jørgen Olsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.