Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 29 HINN 21. júlí birtist á síðum þessa blaðs grein sem Kolbrún Benediktsdóttir stúd- entaráðsliði Röskvu var skrifuð fyrir. Þar var farið fögrum orðum um ötult starf Stúd- entaráðs Háskóla Ís- lands í þágu foreldra sem stunda nám við HÍ. Þar stóð meðal ann- ars: „Almennt er leik- skólum lokað kl. 17 en þá stendur oftar en ekki enn yfir kennsla í mörgum kennslustof- um háskólans. Væntan- lega kysu flestir háskólanemar að vera búnir fyrr á daginn en þetta kemur einna verst niður á barna- fólki.“ Einnig ritaði Kolbrún: „Þá skapast vandræði þar sem próftöflur í háskól- anum birtast ekki fyrr en um miðja önn.“ Það er ánægjulegt að Kolbrún Benediktsdóttir skuli opinberlega til- einka sér málflutning Vöku þar sem hún var efst á framboðslista Röskvu fyrr á þessu ári. Taka þarf mið af þörfum foreldra Í grein Ingu Lindar Karlsdóttur stúdentaráðsliða Vöku sem birtist hér í Morgunblaðinu þann 29. maí maí má lesa eftirfarandi: „Vaka legg- ur áherslu á að stundaskrár taki mið af þörfum foreldra. Foreldrar eiga erfitt með að sækja kennslustundir þegar þeim lýkur ekki fyrr en klukk- an 18 eins og dæmi eru um, en leik- skólum er yfirleitt lokað klukkan 17.“ Og einnig stóð: „Vaka leggur enn fremur áherslu á að við smíð próf- taflna sé tekið mið af hagsmunum foreldra. Það þarf að sjá til þess að stúd- entar komist í kennslustundir og geti sinnt námi sínu sem skyldi. Þá er og mikilvægt að námsmenn í öllum deildum geti séð hvernig stundaskrár og próftöflur munu koma til með að líta út strax við skráningu í tiltekin fög.“ Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru málefni sem varða fjölskyldufólk í Háskólanum. Það er þess vegna sér- lega gleðilegt að stúdentaráðsliði Röskvu leggi nú kapp á að koma stefnumálum Vöku í höfn. Undar- legri er þó tilhneiging Röskvuliðans til að eigna sér árangur Vöku í þess- um málaflokki. Lítil áhersla verið lögð á málefni fjölskyldufólks Ástæða þess að Vaka lagði svo mikla áherslu á fjölskyldumál í HÍ er sú að þrátt fyrir að stór hluti stúd- enta við skólann séu foreldrar hefur helst til lítil áhersla verið lögð á þau atriði sem þeir þarfnast til að geta stundað nám sitt með góðu móti. Raunar er vægt til orða tekið að lít- il áhersla hafi verið lögð á þennan málaflokk. Réttara er að undir for- ystu Röskvu hefur í áratug lítið sem ekkert verið að gert til að auðvelda foreldrum að stunda nám við skól- ann. Dagvistunarplássum hefur að vísu fjölgað en að sama skapi hafa leikskólagjöld hækkað hlutfallslega mest hjá námsmönnum, eða úr 12.000 krónum árið 1992 í 18.920 árið 2001. Leikskólagjöldin dýr Leikskólaráð Reykjavíkurborgar hefur nú samþykkt gjaldskrárhækk- anir hjá leikskólum borgarinnar. Til- lögur Reykjavíkurborgar gerðu ráð fyrir að hækka gjaldskrá leikskóla borgarinnar um 10 til 13%. Hækk- anir borgarinnar eru því umtalsverð- ar og koma illa við þá sem hafa minna á milli handanna, t.d. stúdenta við Háskóla Íslands. Athygli vekur að hlutfallslega mesta hækkunin hefur orðið hjá stúdentum. Og nú er það svo að dýrara er að greiða leikskóla- pláss fyrir einn mánuð en innritunar- gjöldin við Háskóla Íslands, en þau gjöld greiðast einu sinni á ári. Svo virðist sem Reykjavíkurborg sé með gjaldskrárhækkunum að varpa hækkunum vegna kjarasamninga við leikskólakennara yfir á foreldra. Þegar síðustu gjaldskrárhækkanir Leikskóla Reykjavíkur voru teknar fyrir á fundi stjórnar leikskólaráðs þar á bæ, var áheyrnarfulltrúi Stúd- entaráðs hjá Leikskólum Reykjavík- ur og jafnframt Röskvuliði, Guð- mundur Reynir Georgsson, ekki viðstaddur. Guðmundur óskaði ekki eftir því að fá að vera viðstaddur fundinn þrátt fyrir að ræddar yrðu hækkanir sem bitna á námsmönnum. Kolbrún Benediktsdóttir mót- mælti svo á síðasta fundi Stúdenta- ráðs, þann 24. júlí sl., umræddum hækkunum hálfum mánuði eftir að Vaka sendi frá sér ályktun um málið sem birtist í ýmsum fjölmiðlum. Svona vinnur Röskva að bættum hag stúdenta við Háskóla Íslands. Þannig fer þeirra ötula starf fram. Fjölskyldunefnd HÍ stofnuð að frumkvæði Vöku Í áðurnefndri grein Kolbrúnar lýs- ir hún og ánægju sinni með stofnun fjölskyldunefndar Háskóla Íslands. Það sem Kolbrún kýs að nefna ekki er sú staðreynd að það er að frum- kvæði Vöku sem nefndin er stofnuð. Í árlegu boði rektors fyrir Stúdentaráð voru það fulltrúar Vöku sem lögðu áherslu á að móta þyrfti fjölskyldu- stefnu Háskólans. Óhætt er að segja að rektor hafi tekið undir þann mál- flutning því hann ákvað í þessu sama boði að stofna starfshóp sem móta skyldi fjölskyldustefnu HÍ. Vaka lítur á skipan þessa starfs- hóps sem mikla viðurkenningu og um leið mikið framfaraspor í hagsmuna- baráttu stúdenta. Stefnumálum Vöku komið í höfn Þorbjörg Gunnlaugsdóttir Fjölskyldustefna Það sem Kolbrún kýs að nefna ekki er sú staðreynd, segja Inga Lind Karlsdóttir og Þorbjörg Gunnlaugs- dóttir, að það er að frumkvæði Vöku sem fjölskyldunefnd HÍ er stofnuð. Inga Lind Karlsdóttir situr í fjöl- skyldunefnd HÍ fyrir Vöku. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir er oddviti Vöku. Inga Lind Karlsdóttir     Mörkinni 3, sími 569 1358. OPIÐ Í DAG 10—16 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA 10—40% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.