Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 29 HINN 21. júlí birtist á síðum þessa blaðs grein sem Kolbrún Benediktsdóttir stúd- entaráðsliði Röskvu var skrifuð fyrir. Þar var farið fögrum orðum um ötult starf Stúd- entaráðs Háskóla Ís- lands í þágu foreldra sem stunda nám við HÍ. Þar stóð meðal ann- ars: „Almennt er leik- skólum lokað kl. 17 en þá stendur oftar en ekki enn yfir kennsla í mörgum kennslustof- um háskólans. Væntan- lega kysu flestir háskólanemar að vera búnir fyrr á daginn en þetta kemur einna verst niður á barna- fólki.“ Einnig ritaði Kolbrún: „Þá skapast vandræði þar sem próftöflur í háskól- anum birtast ekki fyrr en um miðja önn.“ Það er ánægjulegt að Kolbrún Benediktsdóttir skuli opinberlega til- einka sér málflutning Vöku þar sem hún var efst á framboðslista Röskvu fyrr á þessu ári. Taka þarf mið af þörfum foreldra Í grein Ingu Lindar Karlsdóttur stúdentaráðsliða Vöku sem birtist hér í Morgunblaðinu þann 29. maí maí má lesa eftirfarandi: „Vaka legg- ur áherslu á að stundaskrár taki mið af þörfum foreldra. Foreldrar eiga erfitt með að sækja kennslustundir þegar þeim lýkur ekki fyrr en klukk- an 18 eins og dæmi eru um, en leik- skólum er yfirleitt lokað klukkan 17.“ Og einnig stóð: „Vaka leggur enn fremur áherslu á að við smíð próf- taflna sé tekið mið af hagsmunum foreldra. Það þarf að sjá til þess að stúd- entar komist í kennslustundir og geti sinnt námi sínu sem skyldi. Þá er og mikilvægt að námsmenn í öllum deildum geti séð hvernig stundaskrár og próftöflur munu koma til með að líta út strax við skráningu í tiltekin fög.“ Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru málefni sem varða fjölskyldufólk í Háskólanum. Það er þess vegna sér- lega gleðilegt að stúdentaráðsliði Röskvu leggi nú kapp á að koma stefnumálum Vöku í höfn. Undar- legri er þó tilhneiging Röskvuliðans til að eigna sér árangur Vöku í þess- um málaflokki. Lítil áhersla verið lögð á málefni fjölskyldufólks Ástæða þess að Vaka lagði svo mikla áherslu á fjölskyldumál í HÍ er sú að þrátt fyrir að stór hluti stúd- enta við skólann séu foreldrar hefur helst til lítil áhersla verið lögð á þau atriði sem þeir þarfnast til að geta stundað nám sitt með góðu móti. Raunar er vægt til orða tekið að lít- il áhersla hafi verið lögð á þennan málaflokk. Réttara er að undir for- ystu Röskvu hefur í áratug lítið sem ekkert verið að gert til að auðvelda foreldrum að stunda nám við skól- ann. Dagvistunarplássum hefur að vísu fjölgað en að sama skapi hafa leikskólagjöld hækkað hlutfallslega mest hjá námsmönnum, eða úr 12.000 krónum árið 1992 í 18.920 árið 2001. Leikskólagjöldin dýr Leikskólaráð Reykjavíkurborgar hefur nú samþykkt gjaldskrárhækk- anir hjá leikskólum borgarinnar. Til- lögur Reykjavíkurborgar gerðu ráð fyrir að hækka gjaldskrá leikskóla borgarinnar um 10 til 13%. Hækk- anir borgarinnar eru því umtalsverð- ar og koma illa við þá sem hafa minna á milli handanna, t.d. stúdenta við Háskóla Íslands. Athygli vekur að hlutfallslega mesta hækkunin hefur orðið hjá stúdentum. Og nú er það svo að dýrara er að greiða leikskóla- pláss fyrir einn mánuð en innritunar- gjöldin við Háskóla Íslands, en þau gjöld greiðast einu sinni á ári. Svo virðist sem Reykjavíkurborg sé með gjaldskrárhækkunum að varpa hækkunum vegna kjarasamninga við leikskólakennara yfir á foreldra. Þegar síðustu gjaldskrárhækkanir Leikskóla Reykjavíkur voru teknar fyrir á fundi stjórnar leikskólaráðs þar á bæ, var áheyrnarfulltrúi Stúd- entaráðs hjá Leikskólum Reykjavík- ur og jafnframt Röskvuliði, Guð- mundur Reynir Georgsson, ekki viðstaddur. Guðmundur óskaði ekki eftir því að fá að vera viðstaddur fundinn þrátt fyrir að ræddar yrðu hækkanir sem bitna á námsmönnum. Kolbrún Benediktsdóttir mót- mælti svo á síðasta fundi Stúdenta- ráðs, þann 24. júlí sl., umræddum hækkunum hálfum mánuði eftir að Vaka sendi frá sér ályktun um málið sem birtist í ýmsum fjölmiðlum. Svona vinnur Röskva að bættum hag stúdenta við Háskóla Íslands. Þannig fer þeirra ötula starf fram. Fjölskyldunefnd HÍ stofnuð að frumkvæði Vöku Í áðurnefndri grein Kolbrúnar lýs- ir hún og ánægju sinni með stofnun fjölskyldunefndar Háskóla Íslands. Það sem Kolbrún kýs að nefna ekki er sú staðreynd að það er að frum- kvæði Vöku sem nefndin er stofnuð. Í árlegu boði rektors fyrir Stúdentaráð voru það fulltrúar Vöku sem lögðu áherslu á að móta þyrfti fjölskyldu- stefnu Háskólans. Óhætt er að segja að rektor hafi tekið undir þann mál- flutning því hann ákvað í þessu sama boði að stofna starfshóp sem móta skyldi fjölskyldustefnu HÍ. Vaka lítur á skipan þessa starfs- hóps sem mikla viðurkenningu og um leið mikið framfaraspor í hagsmuna- baráttu stúdenta. Stefnumálum Vöku komið í höfn Þorbjörg Gunnlaugsdóttir Fjölskyldustefna Það sem Kolbrún kýs að nefna ekki er sú staðreynd, segja Inga Lind Karlsdóttir og Þorbjörg Gunnlaugs- dóttir, að það er að frumkvæði Vöku sem fjölskyldunefnd HÍ er stofnuð. Inga Lind Karlsdóttir situr í fjöl- skyldunefnd HÍ fyrir Vöku. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir er oddviti Vöku. Inga Lind Karlsdóttir     Mörkinni 3, sími 569 1358. OPIÐ Í DAG 10—16 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA 10—40% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.