Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 12
SUÐURNES
12 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖGUR sveitarfélög af fimm á Suðurnesjum
lenda ásamt öllum sveitarfélögunum á höfuð-
borgarsvæðinu utan svokallaðs byggðakorts
sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur nú gefið út.
Eru þetta Vatnsleysustrandarhreppur, Reykja-
nesbær, Gerðahreppur og Sandgerðisbær.
Grindavíkurbær er áfram innan kortsins.
Byggðakortið hefur gengið í gildi og mun þessi
skipan mála haldast út árið 2006. Öll þessi sveit-
arfélög voru inni á byggðakorti því sem unnið
hefur verið eftir frá 1996.
Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að veita
byggðastyrki á svæðum sem falla undir byggða-
kortið. Ekki er þó ljóst hvaða áhrif breytingin
hefur á stöðu sveitarfélaganna fjögurra á Suð-
urnesjum. Sumir óttast að Byggðastofnun muni
sniðganga svæðið en aðrir telja að breytingar
verði minniháttar eða engar.
Þéttleiki byggðar og nálægð
við höfuðborgarsvæðið
Við ákvörðun byggðakorts er landinu skipt
upp í tvö svæði og fer skiptingin eftir þéttleika
byggðar. Ef íbúar sveitarfélags eru færri en
12,5 á ferkílómetra getur það notið byggða-
styrkja. Höfuðborgarsvæðið í heild lendir aug-
ljóslega utan byggðakortsins. Auk þess er þétt-
leiki byggðar yfir viðmiðunarmörkum í mörgum
sveitarfélögum um allt land. Nefna má Akranes,
Stykkishólm, Akureyri, Grímsey, Húsavík,
sveitarfélagið Árborg og Vestmannaeyjar sem
dæmi um þetta, auk sveitarfélaganna þriggja
yst á Reykjanesskaganum. Vegna þess að
svæðin þurfa að mynda samfellda heild við höf-
uðborgarsvæðið sleppa bæirnir og þorpin utan
Faxaflóans.
ESA vildi einnig láta Akranesbæ og Innri-
Akraneshrepp falla utan byggðakorts en ís-
lensk stjórnvöld fengu því breytt á þeirri for-
sendu að svo dýrt væri að aka daglega um Hval-
fjarðargöngin að svæðið gæti ekki talist sama
atvinnusvæði og höfuðborgin fyrir almennt
verkafólk.
Reykjanesbær, Gerðahreppur og Sandgerð-
isbær eru með þéttleika yfir viðmiðun ESA og
til þess að svæðið myndi heild með höfuðborg-
inni er Vatnsleysustrandarhreppi bætt við þótt
þéttleiki byggðar þar sé augljóslega langt undir
viðmiðun. Grindavík er landmikil og helst inni á
byggðakortinu þar sem það er þarna aðeins til
hliðar á Skaganum.
Sveitarfélögum mismunað
Sumir viðmælenda á Suðurnesjum gagnrýna
þessa skiptingu. „Stjórnvöld, í þessu tilviki iðn-
aðarráðuneytið, eru að mismuna sveitarfé-
lögunum í kringum höfuðborgina með mjög
afgerandi hætti,“ segir Kristján Pálsson alþing-
ismaður. Hann vekur athygli á því að 55
kílómetrar eru til Sandgerðis sem er það sveit-
arfélag á Suðurnesjum sem lengst er frá höf-
uðborginni, en 49 kílómetrar upp á Akranes.
„Ég get ekki fundið nein rök fyrir því að fyr-
irtæki á Akranesi eigi frekar kost á áhættu-
fjármagni frá Byggðastofnun en fyrirtæki í
Sandgerði og veit að þau rök eru ekki til staðar.
Sveitarfélögin voru ekki einu sinni látin vita um
að endurskoðun byggðakorts stæði yfir svo að
þau gætu rökstutt sitt mál,“ segir Kristján. For-
svarsmenn sveitarfélaga telja einnig einkenni-
legt að sveitarfélögum sé mismunað innan hér-
aðsins, með því að Grindavík sé haft inni á
kortinu en til dæmis Gerðahreppur og Vogar
séu utan þess þótt þar sé byggð miklu dreifðari í
raun. Atvinnulíf stendur með miklum blóma í
Grindavík.
„Þetta kemur á óvart. Ég sé ekki tilganginn
með breytingunni og tel að sterk rök þurfi fyrir
henni,“ segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri í
Garði. „Við erum í harðri samkeppni við önnur
sveitarfélög til að reyna að halda uppi byggð-
arlaginu. Þetta gæti haft slæm áhrif á þá vinnu,“
segir Sigurður.
Kristján Skarphéðinsson, skrifstofustjóri
byggðamála í iðnaðarráðuneytinu, segir að
sveitarfélögin á Suðurnesjum hafi verið inni á
síðasta byggðakorti ESA þótt þéttleiki byggðar
hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Þá hafi hins
vegar verið mikið atvinnuleysi á svæðinu, meiri
en annars staðar á landinu, og óvissa um fram-
tíð mikilvægs vinnustaðar. Þau rök ættu ekki
við nú og þess vegna hafi sveitarfélögin þar fall-
ið út af byggðakortinu.
Ekki liggur fyrir hvaða áhrif breytingin hefur
á stuðning Byggðastofnunar. Þó er ljóst að hún
hefur engin áhrif á heimild Byggðastofnunar til
að lána peninga til sjávarútvegs og landbúnaðar
því reglurnar ná ekki til þessarra frumvinnslu-
greina.
Eftir að skilgreina ríkisstyrki
Byggðastofnun styður við atvinnulíf með
fernum hætti. Hún veitir lán til fyrirtækja með
heldur hagstæðari kjörum en bankarnir. Krist-
ján Skarphéðinsson segir að eftir sé að leggja
mat á það hvort og þá hvaða ríkisstyrkir felist í
slíkum lánum. Theodór A. Bjarnason, forstjóri
Byggðastofnunar, telur allavega ljóst að heimilt
verði að veita fyrirtækjum á Suðurnesjum lán á
markaðsvöxtum.
Byggðastofnun hefur veitt beina styrki til
ýmissa verkefna. Theodór vekur athygli á því að
á fjárhagsáætlun þessa árs séu aðeins ætlaðar
10 milljónir samtals til þess. Þess má geta að
einstakir styrkir undir 7,5 milljónum kr. eru
ekki tilkynningarskyldir til ESA og teljast ekki
ríkisstyrkir í þessum skilningi. Virðist því ekki
hætta á að Suðurnesjamenn missi spón úr aski
sínum að þessu leyti.
Stofnunin hefur stutt við atvinnuþróun með
samningum við Atvinnuþróunarfélög í ein-
stökum héruðum og lagt fram hlutafé í eign-
arhaldsfélög, meðal annars á Suðurnesjum.
Kristján Skarphéðinsson segir að eftir sé að fá
skilgreiningu á því hvort og þá að hve miklu
leyti stuðningur við Atvinnuþróunafélög teljist
ríkisstyrkur. Theodór A. Bjarnason telur að
hlutafjárframlög í eignarhaldsfélög séu klár
fjárfesting sem eigi að skila sér til baka en ekki
styrkir.
Hætta að sinna Suðurnesjum?
Samkvæmt þessum orðum embættismann-
anna virðist ekki víst að raunverulegir mögu-
leikar Suðurnesjamanna á stuðningi frá
Byggðastofnun breytist mikið en nokkur óvissa
ríkir þó um það. „Ég veit að Suðurnesjamenn
spjara sig hér eftir sem hingað til og þeir hafa
ekki þurft að miklum styrkjum að halda,“ segir
Kristján Pálsson. Hann kveðst þó óttast að
breytingarnar á byggðakortinu þýði það að
Byggðastofnun telji sig ekki hafa skyldum að
gegna á þeim svæðum sem lenda utan þess.
Nefnir hann að fyrirtæki snúi sér gjarnan til
Byggðastofnunar með áhættusamari verkefni
sem bankarnir treysti sér ekki til í að fjár-
magna. „Ég á ekki von á því að Byggðastofnun
fari að veita lán á þessi svæði þegar hún hefur
ekki einu sinni næga peninga til að sinna þeim
svæðum sem falla undir byggðakortið,“ segir
Kristján sem er varamaður í stjórn Byggða-
stofnunar, og bætir því við að þetta eigi einnig
við um samninga Byggðastofnunar við at-
vinnuþróunarfélögin og eignarhaldsfélögin.
Forstjóri Byggðastofnunar segir að Suður-
nesin hafi stundum brýna þörf fyrir aðstoð og
telur að Byggðastofnun muni ekki að draga sig
þaðan út þrátt fyrir breytingar á byggðakorti.
Kristján Skarphéðinsson tekur fram að iðn-
aðarráðherra ákveði starfssvæði Byggðastofn-
unar með reglugerð. Engar ákvarðanir hafi ver-
ið teknar um breytingar á því, hvorki varðandi
Suðurnes né önnur svæði. Hins vegar verði
fjallað um þetta atriði eins og önnur við endur-
skoðun byggðaáætlunar sem nú standi yfir.
Málið verður væntanlega rætt á stjórnar-
fundi í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum á
næstunni. Kristján Pálsson á ekki von á því að
málinu sé lokið þótt menn standi frammi fyrir
orðnum hlut og að Suðurnesjamenn vilji ræða
við ríkisstjórnina til að reyna að rétta hlut sinn á
nýjan leik.
Fjögur af fimm sveitarfélögum á Suðurnesjum utan byggðakorts og eiga ekki kost á styrkjum
Ekki ljóst hver
raunveruleg
áhrif verða
Ekki er ljóst hvaða áhrif það mun hafa í raun að
fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum hafa verið tekin
út af byggðakorti ESA. Óánægja er með þessa
breytingu á Suðurnesjum, eins og fram kemur í
grein Helga Bjarnasonar, og virðist málinu
ekki lokið af þeirra hálfu.
Reykjanes
helgi@mbl.is
TVEIR flóttamenn frá Júgóslavíu, sem komu til
Reykjanesbæjar hinn 9. júní sl. ásamt fjölskyldum sín-
um, hófu störf í Plastgerð Suðurnesja fyrir um tveimur
vikum. Alls eru fjórir af 10 starfsmönnum fyrirtækisins
frá Júgóslavíu.
Þeir starfsmenn sem blaðamaður ræddi við voru
sammála um að nýju starfsmennirnir stæðu sig með
sóma. Annar þeirra er Zeljko Potkrajac, en Morgun-
blaðið ræddi við hann stuttu eftir komuna til Íslands.
Hann segist kunna vel við sig í vinnunni en hann hefur
ekki unnið við svipuð störf áður. Segir Zeljko að nýja
starfið sé þægilegt en unnið er í níu tíma á dag. Unnið
er á vöktum, annars vegar dagvaktir frá sjö á morgn-
ana til fjögur á daginn og hins vegar kvöldvaktir þar
sem byrjað er klukkan eitt á daginn til tíu á kvöldin.
Spurður segir að Zeljko að íslenskukennslan sem
flóttamennirnir hafa lagt stund á gangi mjög vel og nú
þegar sé hann búinn að læra þónokkur orð. Segir hann
að í frítímanum læri hann talsvert, æfi sig við lestur og
að skrifa á íslensku.
Morgunblaðið/Þorkell
Zelkjo Potkrajac ásamt Svani Jóhannssyni, verkstjóra í Plastgerð Suðurnesja, Zelkjo Hrkalovic og Milorad To-
dorovic, en sá síðastnefndi kom eins og Zelkjo til Reykjanesbæjar í júní síðastliðnum.
Flóttamennirnir byrjaðir að vinna
Reykjanesbær
HITAVEITA Suðurnesja hf. hefur
ákveðið að hækka gjaldskrá sína
frá 1. september næstkomandi.
Rafmagn til notenda á Suðurnesj-
um hækkar um 5% að meðaltali og
gjald fyrir heitt vatn um 6%. Gjald-
skrár HS hafa ekki hækkað í mörg
ár og fyrir hækkun nú eru þær hin-
ar sömu og giltu á árunum 1990 til
1991.
Landsvirkjun hækkaði verð á
rafmagni í heildsölu um 4,9% hinn
1. júlí síðastliðinn og í kjölfar þess
hækkuðu flestar dreifiveitur smá-
söluverðið. Júlíus Jónsson, forstjóri
Hitaveitu Suðurnesja, segir að
gjaldskrár fyrirtækisins hafi lengi
verið óbreyttar en nú hafi verið
nauðsynlegt að hækka. Nefnir
hann aukna verðbólgu í því sam-
bandi.
Óbreytt í áratug
Gjaldskrá Hitaveitu Suðurnesja
fyrir heitt vatn hefur ekki breyst
frá 1. júlí 1991. Afltaxti raforku til
fyrirtækja er óbreyttur frá 1. októ-
ber sama ár og heimilistaxti raf-
orku er eftir lækkun sem ákveðin
var í apríl 1996 hinn sami og hann
var 1. júlí 1990. Gjaldskrárnar eru
því þær sömu og fyrir áratug. Vísi-
tölur hafa á þessum tíma hækkað
um 40% og benda stjórnendur
Hitaveitunnar á að taxtar þeirra
hafi því lækkað að raungildi sem
því nemur á þessu tímabili.
HS selur heita vatnið til almenn-
ings samkvæmt aflmæli. Mínútu-
lítrinn hækkar úr 1600 í 1700 kr.
eða um 6%. Rúmmetraverð lækkar
minna en það er gert til að leiðrétta
misræmi sem smám saman hafði
orðið á milli þessara sölukerfa. Tel-
ur Júlíus að heitavatnsverðið sé
svipað og í Reykjavík en tekur
fram að vegna mismunandi sölu-
kerfa sé erfitt að bera það saman.
Lækkar
í Hafnarfirði
Vegna sameiningar Rafveitu
Hafnarfjarðar við Hitaveitu Suður-
nesja lækkaði raforkuverð í Hafn-
arfirði um 10% í vor og fyrirheit
voru gefin um fulla samræmingu
gjaldskrár í haust. Vegna hækk-
unar gjaldskrár á Suðurnesjum
lækkar rafmagnið í Hafnarfirði
minna en áætlað var hinn 1. sept-
ember næstkomandi, eða um 2%,
en Júlíus segir að hafa beri í huga
að ef ekki hefði komið til samein-
ingar fyrirtækjanna hefði gjald-
skráin í Hafnarfirði væntanlega
hækkað um 4,9% í sumar, í kjölfar
hækkunar Landsvirkjunar. Telur
hann að rafmagnsverð til almenn-
ings verði um 10% lægra á starfs-
svæði HS, eftir hækkanirnar um
næstu mánaðamót, og rúmlega 20%
lægri á afltaxta til fyrirtækja.
Gjaldskrá HS óbreytt í áratug
5–6% hækkun á
hita og rafmagni
Suðurnes