Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Geir Tryggvasonfæddist í Reykja- vík 24. júní 1917. Hann lést á Land- spítalanum 11. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur Jóhannes- ar Tryggva Björns- sonar og Guðlaugar Jónasdóttur. Hálf- systkini hans sam- feðra voru: Þuríður, Fanney, Karl, Krist- björn og Aðalsteinn og eru þau öll látin. Geir ólst upp hjá fósturforeldrum sín- um, Eyjólfi Halldórssyni bónda og smið og Torfhildi Guðnadóttur á Steinum undir Eyjafjöllum. Upp- eldissystkini hans voru Ásta Jóns- dóttir, Marta, Ragnheiður, Þóra, Sigríður og Anna, sem eru látnar, Ragnar og Friðrik Jörgensen. Geir kvæntist 11. september 1948 eftirlifandi eiginkonu, Þór- önnu Finnbogadóttur, f. 18. júní 1927. Þóranna var dóttir hjón- anna Kristínar Einarsdóttur frá Reyni og Finnboga Einarssonar frá Þórisholti, en þau bjuggu í sambýlismaður Guðmundur Sig- urðsson. 6) Magnús, f. 4.12. 1955, látinn 18.11. 1960. 7) Drengur, f. 13.12. 1957, látinn 13.12. 1957. 8) Þórhildur Ragna, f. 25.11. 1958, skrifstofumaður Reykjavík, ógift. 9) Magnús Þór, f. 9.5. 1961, blikk- smiður Reykjavík, maki Margrét Þorgeirsdóttir. Börn þeirra eru: a) Tinna Ósk. b) Vilborg Inga. c) Margeir. d) Kolbrún Sóley. 10) Jó- hann Axel, f. 27.11. 1962, blikk- smiður Reykjavík, maki Ásgerður Svava Gissurardóttir. Börn þeirra eru: a) Haukur Freyr. b) Bjarki Hrafn, barn Axels frá fyrri sam- búð er Egill Daði. 11) Finnbogi, f. 10.12. 1963, framkvæmdastjóri Kópavogi, maki Dalrós Jónasdótt- ir. Börn þeirra eru: a) Þorgeir. b) Þóranna. Dalrós á Smára Pál úr fyrri sambúð. 12) Guðlaug, f. 12.12. 1965, lögg. fasteignasali Reykjavík, maki Þórarinn G. Guð- mundsson. Börn þeirra eru: a) Þórunn Sif. b) Sunna Líf. c) Arna Rán. Geir og Þóranna tóku við bú- rekstri á Steinum árið 1951, en jafnframt hafði hann atvinnu af vörubílaakstri, sem hann stundaði til áttræðisaldurs. Árið 1994 brugðu þau búi og fluttu að Þrúð- vangi 29 á Hellu. Útför Geirs fer fram frá Eyvind- arhólakirkju undir Eyjafjöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Presthúsum í Mýrdal. Börn Geirs og Þór- önnu eru: 1) Eyjólfur Torfi, f. 6.1. 1949, lát- inn 18.1. 1950. 2) Eyj- ólfur Torfi, f. 22.12. 1949, skrifstofumaður Borgarnesi, maki Þóra Sigríður Einars- dóttir. Börn þeirra eru: a) Anna Kristín, sambýlismaður Lars Nielsen. b) Einar Þor- valdur. c) Magnús Geir. 3) Kristín Guð- rún, f. 26.7. 1950, hús- móðir Hellu, maki Ólafur Hróbjartsson. Börn þeirra eru: a) Þóranna, sambýlismaður Ólafur Örn Jónsson, barn Kristín Eva. b) Magnús Torfi, sambýlis- kona Hjördís Þorsteinsdóttir. c) Hjördís Björk. d) Daði Freyr. 4) Tryggvi Einar, f. 17.11. 1952, lögg. endurskoðandi Seltjarnar- nesi, maki Dagný Ingólfsdóttir. Börn þeirra eru: a) Geir, sambýlis- kona Anna Margrét Jónsdóttir. b) Inga Huld, maki Viðar Pálsson. c) Davíð Þór. 5) Kolbrún, f. 29.10. 1954, matráðskona, Reykjavík, Kæri faðir. Nú þegar við kveðjum þig rifjast upp samleið okkar, sem betur fer var löng og ánægjuleg. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir umhyggju þína fyrir okkur, fjöl- skyldum okkar og ævarandi stuðn- ing og hvatningu til góðra verka. Okkur varð það betur ljóst með ár- unum hvað þú lagðir á þig mikla vinnu áratugum saman, til þess að sjá stórum systkinahópi farborða. Þú stóðst ekki einn því að móðir okkar var þér alltaf stoð og stytta og í sameiningu unnuð þið sigra og þolduð sorg með missi þriggja bræðra okkar, en sá missir hefur ætíð sett mark á fjölskylduna. Það er vissa okkar nú að þeir munu taka á móti þér opnum örmum og fylgja þér á eilífðarbrautinni. Þú sagðir oft að það hafi verið gæfa þín að eignast stóran barna- hóp. Það skal ekki dregið í efa, því torvelt er að hugsa sér að þú hefðir getað unnið jafnmikið við vörubíla- akstur utan búsins, sem var tiltölu- lega lítið, nema að við hefðum hjálp- að til. Það hefur síðan fylgt okkur flestum að vinna mikið, það viðhorf fengum við í uppeldinu. Með þrot- lausri vinnu tókst ykkur að koma upp barnahópnum stóra, en það hef- ur oft verið erfitt. Þegar þið tókuð við búinu að Steinum var þar ein- ungis ein kýr, örfáar kindur og húsa- kostur ónýtur. Með áræði var allt byggt upp og búskapur aukinn. Við sem eldri erum í hópnum munum þessa uppbyggingu og þau viðbrigði sem voru að komast í nýtt íbúðar- hús. Þegar þið mamma brugðuð búi ár- ið 1994 voruð þið orðin sátt við fram- lag ykkar til samfélagsins og börnin öll löngu farin að heiman. Því miður eru laun heimsins ekki alltaf þakk- læti. Það fenguð þið að reyna við brotthvarf ykkar frá Steinum, en samheldni okkar var sá stuðningur sem þið þurftuð til þess að yfirvinna þau vonbrigði sem þið urðuð fyrir á þeim tíma. Flutningurinn til Hellu varð ykkur til heilla og þú varðst strax ánægður þar og heimili ykkar mömmu hélt áfram að vera eins kon- ar umferðarmiðstöð ættingja og vina. Það varð þér mikil ánægja, þegar við bræður hófum lítinn búskap á Fornusöndum, en með árunum hafð- ir þú mikinn áhuga á hrossum og deildir honum með okkur, auk þess sem þú gast flutt þín hross til okkar. Þrátt fyrir veikindi þín undanfarnar vikur og mánuði var hugur þinn allt- af með okkur í þessu áhugamáli und- ir fjöllunum. Kæri pabbi, nú þegar við skiljum í bili er okkur og fjölskyldum okkar efst í huga þakklæti fyrir öll árin með þér, stuðning þinn og væntum- þykju. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku mamma, þú hefur staðið þig eins og hetja undanfarna mánuði í veikindum pabba og sólarhringur- inn oft verið langur. Við vitum að nú mun myndast tómarúm í húsinu á Hellu, en við vonumst til að fylla það með samheldni fjölskyldunnar og ekki síður með minningum um góð- an föður. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregtárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) F.h. systkinanna, Tryggvi E. Geirsson. Í dag er tengdafaðir minn Geir Tryggvason, borinn til hinstu hvílu. Kynni tókust með okkur er ég kynntist dóttur hans, Kristínu, sem síðar varð eiginkona mín. Vinátta okkar Geirs styrktist í gegnum árin, og er sú vinátta mér mikils virði alla tíð. Geir ásamt Þórönnu eiginkonu sinni tók við búi á æskuheimili sínu í Steinum, og stunduðu þau hjónin búskap fram til ársins 1994, en þá brugðu þau búi og fluttu á Hellu. Þeir eru ófáir íslensku bændurnir sem hafa orðið að stunda annað starf ásamt búskap, og þar var tengdafað- ir minn engin undantekning. Ungur að árum eignaðist hann sinn fyrsta vörubíl og hóf að starfa fyrir Vega- gerðina, svo og við flutninga fyrir ýmsa aðila. Á haustin flutti hann sauðfé fyrir Sláturfélagið, og hann var einnig umboðsmaður Álafoss um árabil. Geir var mikill áhugamaður um vörubifreiðar, og voru mín fyrstu kynni af Geir einmitt í gegn- um vöruflutninga hans, en þegar ég var smápolli fékk ég að „sitja í“ þeg- ar hann var að keyra grót í varn- argarðana undir Eyjafjöllum. Athafnamaðurinn Geir Tryggva- son sýndi það og sannaði að hverju verkefni skilaði hann frá sér svo sómi var að. Á fimmta og sjötta ára- tugnum voru samgöngumannvirki niðurgrafnir malarvegir og lélegar brýr, ef þær voru þá til staðar. Geir sagði mér margar sögur um þá erf- iðleika sem flutningabílstjórar áttu við að etja, kraftlitlir bílar sem ekki máttu við mikilli ófærð ofan á lélegt vegakerfi. T.d. gat ferð til Reykja- víkur að vetri til oft tekið tvo sólar- hringa. Geir og vörubílarnir voru svo samtengdir að allir sem þekktu hann geta ekki annað en minnst hans und- ir stýri á vörubílnunum sínum, sem allir báru númerið L-50. Ég held að tengdafaðir minn hafi hvergi slegið slöku við þau verkefni sem hann tókst á við. Þrátt fyrir að vinnudag- urinn í keyrslunni væri langur og hann hefði kannski ekki mikinn tíma til að sinna búskapnum, en Þóranna og börnin sinntu búskapnum eftir föngum, fann ég að bóndinn blund- aði sterkt í Geir og var hann með af- brigðum fjárglöggur. Á seinni árum þegar þau hjón fluttu búferlum á Hellu, og hann hafði rýmri tíma kom áhugi hans á hestamennsku í ljós og var hans helsta ánægja að fara að horfa á sýningar á hestum. Geir var í hópi þeirra manna sem brutust áfram af eigin rammleik og gafst aldrei upp þó að á móti blési. Áföllin urðu mörg á lífsleiðinni, en þau hjónin stóðu sterkari eftir og komu upp myndarlegri fjölskyldu sem nú stendur þétt saman á erfiðri stundu. Umhyggja Geirs fyrir fjöl- skyldunni var mikil og kveðja eig- inkona, börn, tengdabörn og afabörn ástríkan mann sem alltaf vildi þeim hið besta. Svo til hvert kvöld fórum við hjón- in upp „í hús“ eins og við kölluðum heimili Geirs og Þórönnu, og fannst okkur eitthvað vanta á daginn ef ekki var hægt að kíkja aðeins, því að alltaf var eitthvað að ræða um og móttökur góðar. Það er mikill sökn- uður í hjarta okkar að horfast í augu við þá staðreynd að Geir sé ekki lengur meðal okkar, en hans bíður nýtt hlutverk á æðri stöðum. Elsku Þóranna, þinn missir er mikill, megi algóður Guð styrkja þig og fjölskylduna á þessum erfiðu tím- um. Ég, Kristín og börn þökkum Geir fyrir þá miklu ást, umhyggju og stuðning sem hann sýndi okkur alla tíð. Ólafur Hróbjartsson. Ég kveð þig nú með þökk fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú sem varst svo góður maður. Þú tókst mér svo vel þegar ég kom inn í fjölskyldu þína fyrir sextán árum. Gott hjarta- lag og hreinskilni einkenndi þig, þú komst ávallt til dyranna eins og þú varst klæddur. Þú keyrðir vörubíl til margra ára ásamt því að vera bóndi. Þegar þú lagðir vörubílnum sökum aldurs hættirðu þó alls ekki að keyra heldur notaðir fólksbílinn til að keyra baggabönd á bæina út um all- ar sveitir. Þegar ég undraðist það hversu góður bílstjóri þú værir enn og þó kominn yfir áttrætt sagðirðu mér að aksturinn og það að hitta margt og misjafnt fólk gæfi þér sér- staka næringu. Börn voru í miklu uppáhaldi hjá þér, öll barnabörnin voru mjög hænd að þér og frá Hellu fór enginn nema fá namm í munninn frá honum afa sínum. Þér fannst gaman að stríða svolítið stundum og þá kom þetta sérstaka blik í augun þín. Þú varst mikill dýravinur, sér- staklega þótti þér vænt um hrossin þín. Þú varst hestglöggur mjög og hafðir unun af því að eiga falleg hross. Alltaf var gaman að vera með þér á hestamótunum í Pétursey og á Hellu og spá í gæðingana. Við áttum oft fjörugar umræður á þessum mót- um því þér fannst skemmtilegt að spá og spekúlera í gæðingunum sem þar voru. Þú fylgdist einnig vel með síðastliðið ár þrátt fyrir að komast ekki lengur á mótin með mér. Þú varst stoltur af hlaupahestinum þín- um, honum Leiftri, sem vann orðið hvert hlaupið á eftir öðru. Það gaf okkur hjónum mikið að hafa fengið að þjálfa hann og keppa á honum fyrir þig. Þú varst svo glaður og þakklátur þegar þú tókst við verð- launum sem hann hafði unnið, stoltið leyndi sér ekki. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér, guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín tengdadóttir, Ásgerður. Elsku afi, það er sárt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aftur hérna megin í lífinu. Þegar maður hugsar til baka minnist maður skemmti- legra ferða í sveitina undir Eyjafjöll- um þar sem þið amma bjugguð til fjölda ára. Hlýjar og elskulegar mót- tökur frá þér og ömmu var eitthvað sem alltaf var hægt að treysta á. Fyrir okkur bæjarbörnin var fátt jafn spennandi og að fara með afa í vörubílinn og þeytast um héruð Rangárvallasýslu í bílnum undir öruggri stjórn afa. Gönguferðirnar upp fjallshlíðina með afa verða einn- ig geymdar í minningunni þar sem að afi gekk með okkur barnabörnin og sagði okkur frá álfa- og huldu- fólki sem bjó undir stóru steinunum í fjallshlíðinni. Það var líka ekki lítið stoltið þegar maður gortaði sig í skólaferðalögunum, að hann afi ætti stóra hellinn undir Eyjafjöllunum þegar rútan átti leið framhjá. Þó að þú og amma flyttuð úr sveitinni breytti það engu um, að þetta var hellirinn þinn og í framtíðinni verður þetta alltaf hellirinn hans afa. Afi fylgdist vel með því sem var að ger- ast í þjóðfélaginu og hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum sem þýddi að hægt var að ræða við hann um nánast hvað sem var. Afi var einstakur maður, ákveð- inn, skemmtilegur, duglegur og ósérhlífinn eru orð sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Hann kláraði öll verk sem hann tók sér fyrir hendur og var hann alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum, þó svo að það kæmi niður á honum sjálfum. Hefði hann lofað einhverju, urðu orð hans að standa. Afi var einnig mjög tilfinningaríkur maður enda þótt hann sýndi tilfinningar sínar ekki opinskátt. Ég minnist þess ávallt þegar afi huggaði mig fyrir 13 árum þegar Einar afi okkar lést og reynd- ist það mér mikil hjálp í þeirri sorg. Það er mikið sem þú skilur eftir þig í þessari tilveru. Það að ala upp níu börn og gera að nýtum þjóð- félagsþegnum, hefur kostað mikla vinnu og fyrirhyggju hjá ykkur ömmu. Þú hefur tryggt það með góðum verkum, að minningin um þig mun lifa í huga okkar barna- barnanna um ókomna framtíð. Við viljum þakka fyrir að hafa verið svo lánsöm í þessu lífi að hafa fengið þig sem afa okkar og frá þér og ömmu höfum við fengið ómetanlega eigin- leika sem eiga eftir að nýtast okkur í framtíðinni. Elsku afi, guð geymi þig og varðveiti, minning þín lifir. Einar, Anna og Magnús. Elsku afi. Okkur langar til að þakka þér í örfáum orðum fyrir alla góðvild og hlýhug í garð okkar systkina. Þar sem þú bjóst á Hellu og við í Kópavogi voru samverustundir okk- ar ekki margar. En þegar við fórum í sveitina austur að Fornusöndum um helgar, komum við iðulega við hjá ykkur og fengum kökur. Afi spurði alltaf hvort við værum ekki örugglega með kattarmat handa honum Mjása okkar í sveitinni. Hon- um var svo umhugað um að dýrin yrðu ekki svöng. Afi kom mjög oft í heimsókn til okkar að Fornusöndum og það fyrsta sem hann spurði okkur um var hvort við værum búin að kíkja á hestana og kindurnar og að finna hann Mjása. Að lokum, afi, hafðu bestu þakkir fyrir allt og allt í okkar garð og við biðjum góðan Guð að styrkja hana ömmu á þessari miklu sorgar stund. Þín barnabörn, Smári, Þorgeir og Þóranna Finnbogabörn. Elsku afi, við systurnar þökkum þér fyrir alla þína ást og umhyggju. Við vitum að þú ert hjá Guði og fylg- ist með okkur öllum. Guð geymi þig, elsku afi okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þínar afastelpur, Þórunn Sif, Sunna Líf og Arna Rán. Elsku afi minn var alltaf í uppá- haldi hjá mér. Ég hafði alltaf svo gaman af því að koma til þeirra í sveitina í Steinum og hjálpa þeim með dýrin og heyskapinn. Afi vann mikið en hafði börnin til að hjálpa sér. Hann hafði mikið yndi af sveit- inni og því sá hann mikið eftir henni þegar hann flutti á Hellu árið 1994 en var samt ánægður, þar sem hann gat verið í rólegheitum. Síðar keypti fjölskyldan annan bæ undir Eyja- fjöllum og hann naut þess að skreppa þangað annað slagið og líta eftir dýrunum. Þó að ég saknaði sveitarinnar í Steinum þá fannst mér ennþá betra að hafa þau í næstu götu, því þá gat ég farið til þeirra oft á dag. En eftir að ég flutti frá Hellu í fyrra reyndi ég að heimsækja hann um hverja helgi og alltaf var hann jafn ánægð- ur þegar ég kom og sagðist hafa ver- ið að vonast eftir mér. Það var alltaf svo gaman að gleðja hann því það þurfti svo lítið til. Það var alltaf best að tala við hann því hann gaf mér alltaf styrk þegar ég þurfti á því að halda. Hann sagðist alltaf vera stoltur af mér og að mér ætti eftir að farnast vel í líf- inu. Í hvert sinn þegar ég kvaddi hann, tók hann utan um mig og sagði mér að fara varlega. En í sum- ar var hann hættur að segja þetta og sagði bara „þú veist“, því við skild- um hvort annað svo vel að sjaldan þurfti mörg orð. Það var mér mikils virði að fá að gæta hans kvöldið sem hann dó á spítalanum. Hann sagði mér svo margt, því hann vissi að hann ætti ekki eftir að fá annað tækifæri til að leiðbeina mér í lífinu. Hann sagði mér að við hefðum alltaf verið góðir vinir og að það eina sem skipti máli í lífinu væru öll börnin og að vera ánægður með það sem maður hefði og brosti til mín þar til hann fór. Ég kveð þig, elsku afi minn, með söknuð í hjarta og ég þakka fyrir að hafa fengið að alast upp með indæl- asta og besta manni í heimi. Þitt barnabarn, Hjördís B. Ólafsdóttir. Yfir tindum öllum er ró, friður á fjöllum, fugl í tó hljóðnaður hver; það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Í dag kveðjum við afa okkar hinstu kveðju. Við minnumst hans sérstaklega fyrir hans einstöku gjaf- mildi og hjartahlýju í okkar garð. GEIR TRYGGVASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.