Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ GOSPELSYSTUR Reykjavíkur verða með opið hús í húsnæði kórsins, Domus Vox, Skúlagötu 30, kl. 16-21 á menningarnótt. Kórinn verður með söngdagskrá, kaffisölu og stórmarkað. Kórinn heldur tvenna kveðju- tónleika í Langholtskirkju nk. þriðjudagskvöld, kl. 20 og 22, en kórinn er á leið til New Orleans og tekur þar þátt í sjö tónleikum, ýmist með öðrum kórum eða einn og sér. Söngvarinn Egill Ólafsson og fjórir hljóðfæraleikarar, undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar, koma fram með kórnum, bæði þar og á tónleikunum í Lang- holtskirkju. Konurnar taka þátt í sérstöku námskeiði um afró og gospel sem fram fer í New York. Kórinn heldur síðustu tónleikana þar í boði Long Island kórasam- bandsins og verða tónleikarnir á nýlegu útisviði hringleikhúss. Kórinn söng inn á sína fyrstu geislaplötu nú í vor, Undir norð- urljósum og kemur hann út nú um helgina. Þar syngja með kórnum Anna Sigga Helgadóttir, Egill Ólafsson, Katrín Ósk Ein- arsdóttir, Magga Pálma og Páll Rósinkranz. Gospelsystur með opið hús Morgunblaðið/Golli Gospelsystur á æfingu. Við píanóið er Margrét Pálmadóttir. B Æ K U R F R Á Í SL A N D I & G R Æ N L A N D I Á UPPBOÐI Bredegade 33, DK-1260 Kbh. K www.bruun - rasmussen .dk BRUUN RASMUSSEN B O G A U K T I O N E R BRUUN RASMUSSEN BOGAUKTIONER er ánægja að kynna viðskiptavinum sínum stórt, sérstakt safn af bókum og kortum um Ísland og Grænland. Bækurnar verða boðnar upp á tveimur bókauppboðum, hið fyrra er 27. ágúst en það seinna 10.-11. október. Nánari upplýsingar fást í síma 0045 3343 6939 eða á heimasíðu okkar www.bruun-rasmussen.dk Vökum af list í Galleríi Fold Verið velkomin að sjá, spjalla og njóta Tvær sýningar opnaðar kl. 16.00 KVEÐJUSTUND Upplestur fyrir unga og eldri kl. 16.00 og 21.15 BÍTTU Á JAXLINN ELSKU BESTA HREKKJUSVÍN Skapað og þrykkt af list kl. 17.00 til 24.00 Sönglist kl. 20.30 og 22.00 EINS OG ÞEIM ER EINUM LAGIÐ AÐ FJALLABAKI Soffía Sæmundsdóttir sýnir olíuverk í RAUÐU STOFUNNI. Soffía er um stundarsakir flutt til Bandaríkjanna Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sýnir fyrstur í LJÓSFOLD, nýrri ljósmyndadeild í Galleríi Fold. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur hefur lestur upp úr vinsælum barnasögum sínum. Ætlunin er að ungir og eldri gestir skipist á um að lesa upp úr bókum Kristínar Helgu til kl. 23.00. Gunnlaugur Stefán Gíslasson 17-20 vatnslitur Gyða L. Jónsdóttir 17-20 skúlptur Sara Vilbergsdóttir 18-21 acrylmálun Þórunn Björnsdóttir 19-22 pastelmálun Sjøfn Har 21-23 olíumálun Bjarni Björgvinsson 21-24 þrykk Guðrún Jónasdóttir 21-24 leirmótun Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari syngur nokkur létt lög við undirleik Reynis Jónassonar harmónikuleikara Um 2000 verk eftir fleiri en 200 listamenn til sýnis og sölu í galleríinu. Heitir og kaldir drykkir og sætar kökur í boði fyrir börn og fullorðna Rauðarstíg 14-16, sími 551 0400, www.myndlist.is OPIÐ TIL KL. 01.00 Í NÓTT! HJÖRLEIFUR Valsson fiðlu- leikari og Björgvin Gíslason, gítar- og sítarleikari, sem sam- an skipa dúettinn Flugu, halda tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag og á Café Riis á Hólmavík hinn 19. ágúst. Efnisskrá Flugu einkennist af fjölbreytni og má þar nefna verk eftir J.S. Bach, J. Hendrix, Jón Múla Árnason, W.A. Moz- art, Björgvin Gíslason, rokk- hljómsveitina Kinks og fleiri. Hjörleifur Valsson er nú bú- settur og starfandi á Íslandi eft- ir áralanga dvöl erlendis. Hann nam fiðluleik í Noregi, Tékk- landi og Þýskalandi og hefur komið fram sem einleikari og í ýmiss konar samspili víða í Evr- ópu. Björgvin Gíslason er einn kunnasti gítarleikari íslenskrar rokksögu og lék með hljómsveit- um á borð við Pelican, Náttúru, Pops og fleirum. Hann hefur leikið á fjölmargar hljómplötur og nú nýlega kom út geisla- diskur með tónlist eftir Björg- vin sem gefinn er út í fimmtíu númeruðum eintökum en al- menningi gefinn kostur á að nálgast efni disksins á slóðinni www.keli.is/bjoggi. Fluga með tón- leika á Ísafirði og í HólmavíkÁRNI Rúnar Sverrisson opnar mál-verkasýningu í Galleríi Reykjavík, sýningarsal Skólavörðustíg 16, í dag, laugardag, kl. 14. Yfirskrift sýning- arinnar er Land og landbrot. Á sýn- ingunni eru olíumálverk, unnin á síð- astliðnum tveimur árum, nokkur þeirra máluð í vinnustofu í Palermo á Sikiley 1999. Þetta er tíunda einka- sýning Árna Rúnars, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Myndir af verkum lista- mannsins er að finna í gagnagrunni Upplýsingamiðstöðvar myndlistar: http://www.umm.is/sub.html. Árni Rúnar hefur opnað heimasíðu á slóð- inni http://www.arnirunar.is. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10–18, laugardaga frá kl. 11– 16, lokað sunnudaga og stendur til 5. september. Olíumálverk í Galleríi Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.