Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 18
samkvæmt lýsingu í Njálu. Myndlistarmaðurinn, sem er mikill áhugamaður um Njálssögu, mun hafa unn- ið verkið á um þriggja mánaða tímabili. Athygli hef- ur vakið hversu verkið höfðar sterkt til barna og unglinga enda mjög vel unnin og lifandi lýsing á víginu. GUNNAR Eyjólfsson, myndlistarmaður í Hafn- arfirði, færði nýverið Sögusetrinu á Hvolsvelli verk- ið „Víg Gunnars“ að gjöf. Verkið sýnir á lifandi hátt hvernig aðförin að Gunnari á Hlíðarenda fór fram Hvolsvöllur Sögusetri fært þrívíddar- verkið „Víg Gunnars“ Morgunblaðið/Önundur Á myndinni má sjá sjálft verkið, „Víg Gunnars“. LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er að því að merkja gönguleiðir um söguslóðir Hrafn- kelssögu Freysgoða. Það er áhuga- hópur um Hrafnkelssögu sem hefur forgöngu um þetta verkefni, en Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri mun hafa umsjón með verkefninu. Fyrirhugaðar eru merkingar á sögustöðum Hrafnkelssögu og fleiri Austfjarðasögum, ákveðið var að víkka þetta verkefni út og líta til allra Austfirðingasagna í þessu verkefni um merkingu söguslóða á Austurlandi. Fyrsta verkefnið er að stika að- fararleið Sáms og Þjóstasona að Hrafnkeli á Aðalbóli. Leiðin liggur frá Jökulsárbrúnni á Brú þar sem steinboginn var sem farið var á yfir ána á söguöld. Þaðan liggur leiðin beint upp á Vaðbrekkuháls, inn há Hálsinn um ofanverðan Skænudal og Hústóftarslakka og inn á á brúnina beint fyrir ofan Aðalból en Sámur og Þjóstasynir komu þar beint ofan að bænum þegar þeir gerðu aðförina að Hrafnkeli og komust þannig óséðir heim að Að- albóli. Styrkt af Byggðastofnun og samgönguráðuneyti Það er vinnuflokkur frá Norð- ur-Héraði og Landsvirkjun sem sér um að stika þessa leið nú. Áhugahópurinn fékk styrk frá Byggðastofnun og samgönguráðu- neyti sem nota á til að gera merk- ingar á helstu sögustöðum Hrafn- kelssögu svo sem Hallfreðarstöðum þar sem Hrafnkell var fæddur, Hrafnkelsstöðum og Aðalbóli þar sem hann bjó lengstum. Sáms- gata og Þjósta- sona stikuð Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Þórhallur Árnason, Davíð Viktor Kristinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Guðmundur Þór Ármannsson vinna við að stika leiðina sem Sámur og Þjóstasynir fóru að Hrafnkeli í Aðalból. Gönguleiðir um söguslóðir Hrafnkelssögu merktar Á ÞESSUM árstíma er jafnan mikið um að vera á Seyðisfirði í farþega- og farartækjaflutningum til og frá landinu. Háannatíminn stendur nú yfir og miklir flutn- ingar með ferjunni Norröna. Mik- ill fjöldi ferðamanna, erlendra sem innlendra, auðga bæjarlíf á Seyðisfirði þessa daga. Mikið er um að vera meðan ferðamenn sem nýkomnir eru og hinir sem bíða þess að fara um borð mætast í „litla kaup- staðnum“. Auk þeirra er jafnan fjöldi annarra ferðamanna sem gerir sér ferð til Seyðisfjarðar til þess að upplifa hina alþjóðlegu stemmningu sem þar skapast. Háannir hjá Norröna Seyðisfjörður Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Farþegar með Norrænu setja svip sinn á bæjarlífið. Á hátíðardagskrá, sem haldin var á 50 ára afmæli Þorláks- hafnar, voru veittar viðurkenningar fyrir fallaga garða og snyrtileg fyrirtæki í bæjarfélaginu. Um- hverfisnefnd sveitar- félagsins Ölfuss sá um framkvæmdina og veittu Davíð Hall- dórsson garðyrkju- stjóri og Jón H. Sig- urmundsson, vara- formaður nefndar- innar, viðurkenning- arnar. Fallegir garðar og snyrtileg fyrirtæki fá viðurkenningu Þorlákshöfn Þessir fengu viðurkenningu fyrir garða og fyrirtæki, talið frá vinstri: Sigríður D. Ólafsdóttir, fyrir garðinn í Klébergi 5, Þórður Guðni Sigurvinsson og Hildur Sæ- mundsdóttir, fyrir garðinn í Lýsubergi 8, Pétur Friðriksson og Guðlaug Guðnadóttir, fyrir garðinn í Haukabergi 2, Hafdís Óladóttir og Jóhannes Bjarnason, fyrir Skálann í Þorlákshöfn, Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir, fyrir Fiskiðjuna Ver, Sig- urður Bjarnason og Sigríður Sveinsdóttir, fyrir Hafnarnes. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hleðslufólkið Haraldur Karlsson og Guðrún Helga Friðriksdóttir ásamt Friðjóni Guðmundssyni, bónda á Sandi í Aðaldal, sem gefið hefur mikla fjármuni til Hraunsréttar. Laxamýri Miklar framkvæmd- ir í Hraunsrétt UNNIÐ hefur verið af kappi í Hraunsrétt í Aðaldal að undan- förnu, en nú er haldið áfram þar sem frá var horfið í fyrra er end- urbygging réttarinnar hófst. Har- aldur Karlsson, hleðslumeistari frá Fljótsbakka, og aðstoðarfólk hans hafa umsjón með verkinu og búast má við að í næstu viku ljúki þau við það sem gert verður á þessu sumri. Markmiðið er að gera veggina þannig úr garði að þeir þoli það álag sem þeim er ætlað og eru þeir því mjög vandaðir. Byrjað var á að skipta um jarðveg undir þeim þar sem öll mold var fjarlægð og möl sett í staðinn áður en byrjað var að hlaða. Hraunsrétt er ein elsta rétt landsins og var byggð upp úr 1830 og er notuð enn í dag. Hún var önn- ur stærsta skilarétt á Norðurlandi og einungis byggð úr hraungrjóti. Vegna aldurs hennar og bygging- arlags hefur Þjóðminjasafnið lýst miklum áhuga á því að hún verði öll endurbyggð, en það mun hafa í för með sér mjög mikinn kostnað. „Hollvinir Hraunsréttar“ eru óformleg samtök fólks sem hefur áhuga á uppbyggingu réttarinnar og hafa sumir þeirra gefið peninga til framkvæmdarinnar. Ber þar helst að nefna Friðjón Guðmunds- son, bónda á Sandi í Aðaldal, sem gefið hefur stórfé til endurbygging- arinnar enda mikill áhugamaður um að áfram verið réttað í Hraunsrétt. Stefnt er að því að bæta aðgengi að réttinni, svo og upprekstarað- stöðu sem alltaf hefur verið heldur léleg og ljóst er að vinna þarf í nokkur sumur í viðbót til þess að verkið geti talist fullklárað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.