Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MENNTASKÓLINN í Kópavogi
(MK) hefur mátt glíma við upp-
safnaðan fjárhagsvanda allt frá
árinu 1996, að sögn Margrétar
Friðriksdóttur skólameistara.
Sömu sögu er að segja af Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti, þar
sem rekstrarhalli hefur verið um
30 millj. kr. á hverju ári síðastliðin
þrjú ár, sem vindur sífellt upp á
sig, skv. upplýsingum Stefáns
Benediktssonar, aðstoðarskóla-
meistara FB.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær voru gjöld margra
framhaldsskóla umfram fjárheim-
ildir skv. ríkisreikningi fyrir árið
2000. Gjöld umfram fjárheimildir í
MK námu í fyrra 122 millj. kr. og í
FB voru umframgjöldin komin í 98
milljónir.
Fjölgun nemenda
úr 400 í 1.000
,,Við höfum verið að keyra skól-
ann fram úr á hverju ári frá 1996
um 20–30 milljónir á ári,“ segir
Margrét. ,,Skýring á því er sú að
árið 1996 stækkaði skólinn gríðar-
lega mikið. Þá var tekið í notkun
5.000 fermetra verknámshús fyrir
hótel- og matvælagreinar og við
buðum upp á mjög dýrar náms-
greinar, s.s. matreiðslunám, bak-
aranám, kjötiðnaðarnám o.fl. Nem-
endum hefur einnig fjölgað á
þessum tíma úr 400 í 1.000. Fjár-
veitingar eru alltaf ákvarðaðar ári
fyrirfram en skólinn hefur vaxið
miklu hraðar en fjárveitingar hafa
gert ráð fyrir.
Þannig byrjaði þessi bolti að
rúlla 1996 og það er ekki ennþá bú-
ið að vinda niður af honum. Þetta
hefur því ekkert með síðasta ár að
gera eitt og sér og er í raun og veru
mjög villandi að setja hlutina upp
svona. Stofnanir þurfa að flytja
vanda síðasta árs með sér yfir á
næsta ár. Því hafa hlaðist á okkur
um 20 til 30 milljónir á ári síðustu
fimm árin, sem eru orðnar að þess-
um stóra bolta í dag,“ segir hún.
Nýjar hugmyndir að reikni-
líkani kynntar skólunum
Að sögn Margrétar hefur fjár-
hagsvandi skólans verið til umræðu
á mörgum fundum að undanförnu.
Framhaldsskólar fá fjárveitingar
samkvæmt ákveðnu reiknilíkani, en
það hentar illa skólum sem bjóða
upp á dýrar verknámsdeildir að
hennar sögn. Síðastliðinn föstudag
voru skólameisturum kynntar hug-
myndir að nýju reiknilíkani.
,,Við í Menntaskólanum í Kópa-
vogi bindum miklar vonir við að
með því verði komið til móts við
okkur vegna þess að vandi okkar
liggur fyrst og fremst í rekstri en
ekki launum. Það er ljóst að þessar
nýju hugmyndir munu vonandi að
miklu leyti taka á þessum vanda
okkar. Hins vegar á eftir að leysa
úr því hvernig menn ætla að taka á
þessu uppsafnaða vandamáli,“ seg-
ir Margrét.
Höfum sparað og skorið niður
alls staðar þar sem hægt er
,,Þetta er uppsafnaður vandi síð-
astliðin þrjú til fjögur ár, sem við
höfum þurft að glíma við,“ segir
Stefán Benediktsson, aðstoðar-
skólameistari FB. ,,Það hefur verið
um 30 milljóna króna hallarekstur
á skólanum á ári síðastliðin þrjú ár.
Við erum með stærsta og fjöl-
breyttasta skólann á landinu og
það er ekkert tillit tekið til þess.
Við höfum sparað og skorið niður
alls staðar þar sem því verður við
komið í þjónustu við nemendur og
kennara,“ segir hann.
Stefán bindur líkt og Margrét
vonir við að nú eigi að taka á vanda
framhaldsskólanna eftir fundinn
með embættismönnum fjármála-
og menntamálaráðuneyta sl. föstu-
dag. ,,Ég trúi ekki öðru, hins vegar
verða embættismenn í fjármála- og
menntamálaráðuneytinu að fara
eftir því sem pólitíkusarnir segja.
Þetta er bara pólitískt mál,“ segir
Stefán.
Hallarekstur sem
hefur undið upp á sig
Skólameistarar framhaldsskóla segjast hafa
glímt við uppsafnaðan fjárhagsvanda í mörg ár
SÉRA Hjálmar Jónsson sagði í
gær af sér þingmennsku með
bréfi til forseta Alþingis.
Hjálmar, sem tekið hefur við
embætti dómkirkjuprests, var
fyrsti þingmaður á Norður-
landi vestra fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn en hann var áður sókn-
arprestur á Sauðárkróki og
prófastur Skagfirðinga. Hjálm-
ar var kjörinn þingmaður 8.
apríl 1995 en sat á þingum sem
varaþingmaður frá árinu 1991.
Sigríður Ingvarsdóttir, fyrsti
varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu, tekur
nú sæti þingmanns á Alþingi.
Sr. Hjálmar
Jónsson
segir af
sér þing-
mennsku
Morgunblaðinu í dag fylgir blað
frá Heilsu. Blaðinu verður
dreift um allt land.
RADDSTÝRT sjónvarp fyrir lata, fest-
ing fyrir hlaupahjól, bókahendur sem
auðvelda fólki að lesa í rúminu, páfa-
gaukssturta og hljóðfærahitapoki eru
meðal þeirra hugmynda sem bárust í
Nýsköpunarkeppni grunnskólanema
sem nú var haldin í tíunda sinn. Verð-
launin í keppninni voru afhent í gær.
Sunna Rán Stefánsdóttir, Gagn-
fræðaskólanum í Mosfellsbæ, fékk 1.
verðlaun í flokki uppfinninga, en hún
hannaði margfalda bréfaklemmu sem
getur haldið mörgum blöðum í einu.
Hún fékk hugmyndina þegar hún var á
leiðinni heim af fótboltaæfingu og
sparkaði í vír. Hún segir að hugmyndin
sé að hjálpa fólki að skipuleggja sig.
„Til dæmis í vinnunni hjá pabba mín-
um, þar er eiginlega ekki hægt að
finna neina pappíra,“ segir Sunna Rán
sem er 13 ára.
Bjarni Daníel Ýmisson, Öldutúns-
skóla, fékk önnur verðlaun í flokki hugbúnaðar
fyrir hugmynd sína að básaopnara sem gefur
kúm fóðurbæti. „Kýrin labbar inn á mjólkurbás
og lesari les örmerki sem hún er með og þá kem-
ur fóðurbætir í skál fyrir framan hana með snigli
sem er fyrir utan fjósið,“ segir Bjarni, sem einn-
ig er 13 ára. Hann segir að örmerkingin geti
annaðhvort verið í bandi um háls kýrinnar,
grædd í húð eða í eyra hennar og að tölva geti
lesið upplýsingar um kúna, t.d. hversu mikinn
fóðurbæti hún eigi að fá.
Bjarni Daníel hefur verið eina helgi í sveit og
fékk hann þá þessa hugmynd. Hann fékk að
fylgjast með því þegar kúnum var gefið og segist
hann hafa séð að bændur gætu auðveldað sér
fóðurgjöfina.
Þau Sunna Rán og Bjarni Daníel svara bæði
neitandi þegar þau eru spurð hvort þau ætli að
verða uppfinningamenn þegar þau verða stór.
Sunna ætlar að fara í leiklist, en Bjarni er ekki
búinn að gera upp hug sinn.
70 nemendur fengu að útfæra
hugmyndir sínar í vinnusmiðju
Alls bárust 2.298 hugmyndir í keppnina sem
hefur það markmið að vekja athygli á hugviti
grunnskólanema og koma nýsköpun inn í skóla-
nám grunnskólanemenda. Guðrún Þórsdóttir
kennsluráðgjafi, sem hefur umsjón með keppn-
inni, segir að fyrsta skiptið sem keppnin var
haldin hafi 74 hugmyndir borist og þá hafi verið
mjög erfitt að fá krakka til að taka þátt í henni.
Nú er öldin önnur og voru 70 nemendur valdir í
undanúrslit og bauðst þeim að taka þátt í vinnu-
smiðju þar sem þau fengu aðstoð við að útfæra
hugmyndir sínar. Guðrún segir að sérþjálfaðir
kennarar hjálpi nemendunum og að lögð sé
áhersla á að þeir eigi að aðstoða börnin en ekki
breyta hugmyndum þeirra út frá sínum for-
sendum. Einnig var nokkrum nemendum úr hópi
þeirra sem tóku þátt í vinnusmiðjunni boðið að
sækja námskeið í frumgerðasmíð, þar sem nem-
endur unnu frumgerðir út frá eigin hug-
myndum.
Níu nemendur fengu afhent verðlaun í gær, í
þremur flokkum, fyrir uppfinningu, útlits- og
formhönnun og loks í flokki hugbúnaðar. Það
var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
sem afhenti verðlaunin. Sjálfur fékk hann að
gjöf fernuopnara sem var ein af hugmyndunum
sem bárust í keppnina.
Sunna Rán við margföldu bréfaklemmuna sem er ætlað
að hjálpa óskipulögðum að hafa allt í röð og reglu.
Hugmynd Bjarna Daníels er tölvustýrður
básaopnari sem skammtar kúm fóðurbæti.
Hann fékk hugmyndina í sveitinni.
Tæki til að auðvelda
fólki hin daglegu störf
2.998 hugmyndir í nýsköpunarkeppni grunnskóla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MAGNÚS Pétursson, forstjóri
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
segir að stjórn spítalans verði að
leita eftir viðræðum við heilbrigð-
isyfirvöld um hvað geti komið í stað
gjaldtöku sem tekjuleið í ljósi orða
Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð-
herra í Morgunblaðinu í gær. Þar
hafnar hann því að tekin verði upp
gjaldtaka á spítalanum sambærileg
þeirri sem viðhöfð er í einkarekinni
læknisþjónustu.
Getur ýtt undir
óþarfa innlagnir
Magnús segir það skoðun sína að
það að mismuna fólki eftir því hvort
það leggst inn á spítala eða þiggur
dag- eða göngudeildarþjónustu
samrýmist ekki þeirri stefnu spít-
alans að auka dag- og göngudeild-
arþjónustu sem sé hagkvæmari og
oft betri fyrir sjúklingana en inn-
lögn. Það að innlögn sé ókeypis en
dag- og göngudeildarþjónustan
ekki geti ýtt undir óþarfar innlagn-
ir.
Stjórn spítalans hefur lagt til að
innheimt verði innlagnargjald að
hámarki 6.000 krónur en kostnaður
sjúklings fari þó aldrei yfir 18.000
krónur á ári.
Heilbrigðisráðherra segist ekki
hafa heimild síns þingflokks til að
leggja slíkt fram eða hafa hug á því.
Viðbrögð forstjóra
Landspítala við afstöðu
ráðherra til gjaldtöku
Ræða verð-
ur við yfir-
völd um
aðrar leiðir
KOSTNAÐUR við þátttöku Íslands
í heimssýningunni í Hannover fór
ekki 198 milljónir fram úr fjárheim-
ildum eins og lesa má úr ríkisreikn-
ingi fyrir árið 2000, skv. upplýsing-
um Sverris Hauks Gunnlaugssonar,
formanns verkefnisstjórnar. Að
hans sögn er ekki tekið tillit til tekna
af verkefninu í uppsetningu ríkis-
reiknings, en þær falla að töluverðu
leyti til á þessu ári.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
námu útgjöld vegna sýningarinnar á
síðasta ári 342 milljónum og 74 millj-
ónum króna á árinu 1999. Að sögn
Sverris er hins vegar ekki tekið tillit
til tekna m.a. af sölu íslenska sýning-
arskálans og endurgreiðslna virðis-
aukaskatts sem koma inn á þessu
ári.
Skv. upplýsingum hans nam rík-
isframlagið vegna þátttöku Íslands í
sýningunni tæpum 240 milljónum
kr., sýningarskálinn var síðan seldur
fyrir um það bil 60 milljónir kr. og
virðisaukaskattur á Íslandi og í
Þýskalandi, sem endurgreiddur er á
þessu ári, nemur um 40–50 milljón-
um króna. Þá fengust framlög til
sýningarinnar frá fyrirtækjum og
fleiri aðilum sem styrktu þetta verk-
efni fyrir um 48 milljónir króna til
viðbótar. Að þessu viðbættu er svo
eftir að reikna út ákveðinn gengis-
mun, að hans sögn.
Íslandsskáli kom mjög vel út
samanborið við flest önnur ríki
Þessar upphæðir sýna stöðuna
eins og hún var um síðustu áramót
en að sögn Sverris Hauks er vonast
til að heildaruppgjör, þar sem tekið
verður tillit til tekna sem koma inn á
þessu ári, liggi fyrir með haustinu.
,,Íslandsskálinn kom afskaplega
vel út miðað við fjölda gesta og
brúttókostnað á hvern gest saman-
borið við flest önnur ríki. Á meðan
Þjóðverjar greiddu 25 evrur fyrir
hvern gest sem kom inn til þeirra
greiddum við tæpa eina evru eða um
90 íslenskar krónur fyrir hvern gest
sem kom til okkar. Alls komu rúm-
lega 4 milljónir gesta í íslenska sýn-
ingarskálann og vorum við með
næstbestu aðsóknina á sýningunni,“
segir Sverrir Haukur.
Ekki tekið
tillit til tekna
Kostnaður vegna heimssýningar
í Hannover í ríkisreikningi