Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. við Nýbýlaveg, Kópavogi Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is                                              ! " ! "#$ %  % # &&  ' (  )  *! ##$ ! + !   *!, -  ! # &&  "(!  *!, !    *!#!                                            !  "  #! $% &$ '  &&&$ #(  )$$ % #! * +% &$  %%  +% &$ ,% $%  % %  - % - % -%                                        !"  "                    ! "     #$%  &' &'   %  ()  )'* * #          *     + Það er langt frá Reykjavík norður í Laxárdal. Ekki síst þegar maður er ennþá með barna- tennurnar og rúmlega einn og þrjá- tíu á hæð og á leið í fyrsta skipti í sveit til Hiddu og Ásgeirs á Hall- dórsstöðum. Hidda móðursystir mín, sem ég síðar uppgötvaði að hét Hrafnhildur, en lét mér það í léttu rúmi liggja þar sem það var alltof flókið að úttala og Hiddunafnið var orðið okkur systkinum tamt, hafði gifst honum Ásgeiri Torfasyni norð- ur í Þingeyjarsýslu. Ég hafði fundið Þingeyjarsýslurnar á korti í landa- fræðabók í Langholtsskólanum, svo ég var vel undirbúinn fyrir ferðalag- ið. Með olíubíl til Akureyrar eftir næturgistingu í Fornahvammi og síðan áfram með fólksbíl austur eftir og inn í Laxárdalinn með sínum mörgu vegahliðum. Ég hafði annars aldrei upplifað svona mörg vegahlið á einum vegi. Við ókum fram á mann sem var að slá með dráttarvél. Mér sýndist hann vera sönglandi þegar við ókum samhliða honum og hann veifaði til okkar. Og svo komum við í hlaðið á Hall- dórsstöðum. Hidda frænka tók á móti okkur með sinni einstöku hlýju og útundan mér sá ég smápeyja róta með spýtu í hönd. Þetta var Óli frændi. Og norðan við hús og nið- urundir veg var sá söngglaði á drátt- arvélinni búinn að setja stefnuna á íbúðarhúsið. „Og þarna er hann Ás- geir minn,“ sagði Hidda og benti mér í áttina að þeim söngglaða... ÁSGEIR RAGNAR TORFASON ✝ Ásgeir RagnarTorfason fæddist á Halldórsstöðum í Laxárdal í S-Þing- eyjarsýslu 14. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju í Reykjavík 4. septem- ber. Þetta er myndin sem birtist í kolli mér þegar ég hugsa tilbaka og minnist þess tíma er ég kynntist Ásgeiri Torfa- syni. Og svo spilaði hann á harmónikku! Þetta fallega hljóðfæri með öllum þessum flottu tökkum lék í höndunum hans. Ekki veit ég til þess að Ás- geir hafi gengið í ann- an tónlistarskóla en þann sem fyrirfannst á Halldórsstöðum. Kannski hefur hann í barnæsku sinni við móðurkné numið listina við að hlusta á hana Lizzy í næsta húsi syngja og leika af fingr- um fram. Þessi maður átti strax hluta í mér. Hans ljúfa viðmót, hlýja og kannski ekki síst eiginleikinn að gefa sér tíma með okkur ungviðinu átti stór- an þátt í að strákurinn að sunnan átti sín bestu æskusumur norður í Laxárdal. Og nú eru liðin rúm fjörutíu ár. Ásgeir og Hidda fluttust fyrir rúm- um þremur áratugum með börnin til Reykjavíkur. Þá þegar hafði Ásgeir sannað að hann var hrókur alls fagn- aðar þegar fagnaðir voru í stórfjöl- skyldunni. Kímni hans, glettni og skondin svör ásamt einstakri geð- prýði gerðu það að verkum að það var ævinlega kátt á hjalla þar sem hann var. Og stundum var nikkan tekin með í mannfagnaðina. Hann var einnig traustur vinur og skiln- ingsríkur þegar þungt var í lofti og sorg og söknuður knúðu á. Hann var sá sem maður gat alltaf spjallað við. Nú er Ásgeir allur. Allt of snemma kallaður frá okkur og mað- ur skilur ekki hvers vegna. En minningarnar um hann eru góðar og munu lifa áfram með „stráknum að sunnan“ alla tíð. Ég sendi Hiddu frænku og fjöl- skyldu hennar mínar bestu hugsanir og kveðjur héðan frá Danmörku. Óli Örn Andreassen. Góðir félagar og vin- ir eru verðmæti sem þroskast með tímanum og verða smám saman óaðskiljanlegur hluti af lífi manns sjálfs. Þegar vinir hverfa yfir á annað tilverustig er því eins og hluti manns hverfi og eftir situr sárs- aukafullt tóm. Skyndilegt fráfall Gunnars Egils af slysförum, svona langt fyrir aldur fram, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gunnar Egill var góður vinur og félagi til margra ára í samhentum bekk í MR árin 1967–1970, setti upp hvítan koll og lagði eins og við hinir á vit háskóla og lauk þar sínu námi með sóma. Þótt fjögur ár séu ekki langur tími á einni mannsævi eru menntaskólaárin sennilega mikil- vægasti þroskaferill hvers manns og á þeim tíma bindast þau bönd sem hvað traustust reynast. Við bekkjar- félagarnir eigum margar góðar minningar eftir þessi ár og viljum með þessum orðum þakka Gunnari Agli samfylgdina, fyrir hlýtt, rólegt og yfirvegað viðmót og hans traustu og góðu vináttu. Við bekkjarfélagarnir höfum hist árlega hin síðari ár og ávallt hefur GUNNAR EGILL SIGURÐSSON ✝ Gunnar EgillSigurðsson fæddist í Reykjavík 19. maí 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 24. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 7. septem- ber. Gunnar Egill verið þar hrókur alls fagnaðar, enda skemmtilegur og tápmikill félagi. Það verður tómlegt er við hittumst næst, því skarð er fyrir skildi, skarð sem ekki verður fyllt á ný. Við söknum góðs vinar úr glöðum hópi og biðjum æðri máttarvöld að gæta hans vel uns við hitt- umst á ný í fyllingu tímans. Við vottum fjöl- skyldu Gunnars okkar dýpstu samúð á erfiðri stund. Bekkjarbræður 6-Z 1970. „Ég held með Kennedy. Hann er krati eins og hann pabbi minn.“ Þessa yfirlýsingu gaf Gunnar okkar Egill í byrjun skóladags hjá Mela- skólakrökkunum í 10 ára B í október 1960. Slík staðreynd dugði okkur flestum bekkjarsystkinum hans til að taka afstöðu til forsetaframbjóð- endanna í Bandaríkjunum, Nixons og Kennedys, það árið. Nú er Gunnar Egill Sigurðsson fallinn frá langt um aldur fram. Skammvinnu en hörðu dauðastríði hans er lokið. Skarð er komið í hóp okkar skólasystkinanna sem nú í upphafi nýrrar aldar erum á besta starfsaldri og á fullri siglingu á lífs- hafinu. Sviplegt fráfall Gunnars Egils ber upp á sama tíma og við syrgjum ann- an skólabróður okkar, Örn Sigur- bergsson. Á undan þeim er genginn, af þeim sem í bekknum voru, Svein- björn Pétursson. Gunnar Egill mætti í B-bekkinn á fyrsta skóladegi haustið 1957. Hann var snemma afdráttarlaus í skoðun- um og hispurslaus í samskiptum sín- um við samferðamenn sína. Bar hann þar bestu einkenni ættar sinn- ar og uppruna. Baklandið hans í uppvextinum var auðvitað meiri háttar: Hann mætti til leiks af Lynghaganum sem á þeim árum bar nafn með rentu. Þar stóð lyngmóinn og gróin tún, kálgarðar og kindur í haga. Allt umhverfis og innan um voru reisuleg og glæsileg hús nýbúanna í suðurhluta Vesturbæjarins. Gömlu þurrabúðirnar, sveitabæirnir og smáhýsi upplitsdjarfra og sjálf- stæðra Reykvíkinga blönduðust saman við þessar byggingar nýrra velmegunartíma þarna í Grímsstaða- holtinu. Allar grunngreinar atvinnu- lífsins voru einnig í gangi á Holtinu og þar um kring. Útgerð og fiskverk- un voru sjálfsagðir hlutir á vogskor- inni strönd Skerjafjarðarins. Land- búnaður stóð í blóma allt frá sauðfjárrækt yfir í rófur og kart- öflur. Jafnvel dúfur og kanínur voru til staðar. Járnsmíðar, trésmíðar, brauðbakstur, skósmíðar og iðnaður af ýmsu tagi var stundaður af kappi í skúrum og kjöllurum. Kaupmaður- inn og Kron sjálfur stóð bísperrtur við búð sína á hverju horni, reiðubú- inn að þjóna háum sem lágum. Yfir sveimuðu urrandi gljáandi flugvél- arnar oft á leið yfir Esjuna langt útí lönd. Vatnsmýrin með ævintýraland Tívolís og Vetrargarðinn þann ógur- lega svallstað vakti í austri. Oft hlupu litlir fætur á ógnarhraða yfir flugbrautarendann til Nauthólsvíkur eða Öskjuhlíðar. Ýmist að fengnu grænu ljósi úr flugturni eða ekki. Þrekmiklir rauðröndóttir Þróttarar stóðu fyrir fótboltaiðkun þegar götuspark-klúbbunum litlu sleppti. Holtið hýsti líka litróf stjórnmála- skoðananna. Allt frá kolsvörtu aft- urhaldi yfir í eldrauða austan- tjaldstrúna. Og í almættisumboðinu stóð nýtískuleg Neskirkjan stöðugan vörð án þess að sértrúarsöfnuðirnir litlu á Holtinu eða róttæku trúleys- ingjarnir í kommasellunum létu sig hana varða. Í faðmi stórfjölskyldunnar í for- eldrahúsum og fjölmenns vinahóps- ins og í þessu gróskulega umhverfi óx Gunnar Egill og dafnaði. Gunnar Egill flutti þennan öfluga Lynghaga- anda inn í skólastofuna okkar í Mela- skóla. Skólasystkini hans upplifðu hann sem líflegan félaga og vin. Ið- andi af lífskæti, grallaraskap og orku. Umhverfis hann var aldrei dapurt augnablik. Við í B-bekknum vorum stolt af því að hafa innan okk- ar raða tvíbura sem þó voru strákur og stelpa og á ýmsan hátt gjörólík: Gunnar Egil og Hildigunni systur hans. Bæði voru þau systkinin þó ótvíræðir leiðtogar og skörungar í sínum hópi. Lífshlaup Gunnars eftir skóla- göngu var kraftmikið og jákvætt. Hann kvæntist og stofnaði indæla fjölskyldu. Í miðju brauðstritinu og að loknum farsælum ferli í umönn- unar- og félagsmálageiranum hóf hann hefðbundið háskólanám er- lendis og lauk því með sóma. Vann Gunnar Egill síðan að hagfræðiverk- efnum til æviloka. Gat hann sér góð- an orðstír í stjórnsýslunni og þótti vandaður, vakandi og metnaðarfull- ur starfsmaður. Gunnars Egils verður sárt saknað. Minningin um góðan dreng, heiðar- legan og vammlausan, verður okkur alla tíð kær. Guðfinnu eiginkonu Gunnars, börnum, barnabarni, systrum og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð á erfiðri stundu. Blessuð sé minning Gunnars Egils Sigurðssonar. Skólasystkin úr 12 ára B. Gunnar Egill Sigurðsson er horf- inn okkur þangað sem allir fara að lokum. Kallið bar brátt að og kom mér eins og öðrum á óvart. Þegar ég reyni að skrifa nokkur minningarorð um góðan vin og vinnufélaga er tregt um orð, þótt minningarnar séu margar. Þótt stutt hafi verið milli heimila okkar í Vesturbænum á unglingsár- unum var aldursmunurinn of mikill milli okkar til að við kynntumst. Þessi aldursmunur var að engu orð- inn þegar við kynntumst fyrir rúm- um tíu árum. Það var þegar Gunnar hóf störf hjá félagsmálaráðuneytinu og varð ritari ráðgjafarnefndar vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins, en ég átti sæti í nefnd- inni frá 1985. Þegar við ræddum seinna um starfsemi nefndarinnar hafði Gunnar á orði, að hann geymdi enn gögnin frá þessum tíma ásamt gögnum forvera síns í starfi í kössum á skrifstofu sinni til þess að þau glöt- uðust ekki. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skrifstofa hans hefði verið flutt nokkrum sinnum. Gunnar var síðan í hópi þeirra starfsmanna sem mótuðu starfsemi Vinnumálastofnunar þegar hún var stofnuð 1. júlí 1997, þá sem yfirmað- ur vinnumálasviðs. Þegar ég kom til starfa hjá þeirri stofnun ári seinna hófst það tímabil þar sem við störf- uðum á sama vinnustað. Á þeim tíma sem síðan er liðinn höfum við átt margvíslegt samstarf og samverustundir, bæði í leik og starfi. Ein af eftirminnilegustu samveru- stundum okkar vinnufélaganna var ferð í Veiðivötn sumarið 2000. Lest- ur Gunnars á „kvöldsögu“ með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.