Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 39 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ✝ Kristín Kristjáns-dóttir fæddist í Höfðadal í Tálkna- firði 6. júní 1920. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 4. september síðastliðinn. Foreldr- ar Kristínar voru Kristján Kristófers- son bóndi í Feigsdal og Jóhanna Pálsdótt- ir. Systkini Kristínar eru Jóna, f. 1.8. 1917, Páll, f. 22.9. 1918, Kristófer, f. 5.1. 1922, d. 1964, Gísli, f. 10.7. 1924, d. 1997, Teitur, f. 5.1. 1928 og andvana sveinbarn fætt 20.10. 1929. Kristín giftist 18.12. 1948 Tryggva Halldórssyni frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Þau slitu samvistir 1975. Börn þeirra eru 1) Halldóra, f. 14.9. 1948, synir hennar eru Tryggvi Kristófer Þrastarson, f. 30.4. 1970, og Hjört- ur Grétarsson, f. 28.4. 1979. 2) Kristján J., f. 1.7. 1951, maki Óla Björg Magnúsdóttir, f. 5.2. 1951, börn þeirra eru Svanhildur Ásta, f. 9.12. 1971, maki hennar er Jón Ómar Erlingsson, f. 17.5. 1971; Magnús Baldur, f. 25.3. 1974, maki hans er Guðrún Valdís Ís- aksdóttir, f. 23.1. 1975; og Elvar Snær, f. 4.3. 1978. 3) Þor- gerður Björk, f. 15.7. 1955, maki Kjartan Þór Arnþórsson, f. 6.6. 1952, og eiga þau eina dóttur Berglindi Björk, f. 14.4. 1994, fyrir átti Þorgerður tvær dæt- ur, Kristínu Evu Ólafsdóttur, f. 14.4. 1976, maki hennar er Samúel Hörðdal Jónasson, f. 29.8. 1972, og Karen Kjartansdóttur, f. 2.9. 1988. 4) Ólafur Kjartan, f. 5.1. 1960, maki Soffía Sigurðardóttir, f. 14.11. 1958, börn þeirra eru, Helena, f. 2.9. 1988, María Kristín, f. 11.8. 1990, og Jóhann Örn, f. 24.10. 1994. Fyrir átti Kjartan einn son, Stefan Reyr Ólafsson, f. 19.10. 1994. Útför Kristínar fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 10. sept. og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast minnar kæru tengdamóður Kristínar Krist- jánsdóttur með nokkrum orðum. Ég held að hún hafi verið södd lífdaga sinna og verið búin að fá nóg af þeim þrautum sem hún þurfti að þola, en Kristín var trúuð kona og það hjálp- aði henni í gegnum erfið tímabil á lífsleiðinni. Þegar ég kynntist tengdamóður minni fyrst kom ég með Kjartani syni hennar í heim- sókn, hún tók einstaklega vel á móti mér og sá ég strax hversu góða konu hún hafði að geyma. Kristín var afar barngóð og börnin okkar þrjú urðu henni mjög kær, eins og öll hennar barnabörn. Við bjuggum nokkur ár í Svíþjóð, þangað heimsótti hún okk- ur, það var gaman að taka á móti Kristínu þar og naut hún þess að skoða margt og skemmtilegt með okkur. Kristín var mér góð tengdamóðir og þótti mér mjög vænt um hana, fann ég alltaf til hlýju í návist henn- ar. Ég kveð hana með söknuði en gleðst yfir því að þrautum hennar skuli vera lokið. Þín tengdadóttir Soffía. Ég vil minnast ömmu minnar með nokkrum orðum. Þegar ég var yngri var borðað hjá henni á aðfangadag. Ég minnist hversu gott mér þótti að koma á hennar heimili og heimsækja hana. Allt var í röð og reglu, til dæm- is myndirnar og stytturnar voru vel staðsettar á heimilinu og ekkert óþarfa dót var á heimilinu. Mér þótti húsgögnin hennar falleg þó þau væru gömul og mér leið alltaf vel heima hjá ömmu. Hún amma var alltaf góð- hjörtuð og vildi öllum vel en ef henni mislíkaði eitthvað þá lét hún sína skoðun í ljós. Hún reyndist mér góð amma og kveð ég hana með söknuði og þakklæti. Síðastliðin ár var hún á hjúkrunarheimili og lést þar. Þitt barnabarn Tryggvi Kristófer Þrastarson. Elsku amma mín, nú ertu farin eft- ir erfið og löng veikindi. Söknuður- inn er mikill en þú ert eflaust fegin hvíldinni. Minningarnar sem ég á um okkur nöfnurnar eru ótalmargar, allt frá því að ég var pínulítil og þú kenndir mér bænirnar til dagsins í dag. Ég man að þú sagðir alltaf að ég kæmi með sólina með mér þegar ég heim- sótti þig í Rauðagerðið og að þér liði svo vel í návist minni og það var svo sannarlega gagnkvæmt. Mér leið alltaf vel hjá þér og reyndi að hjálpa þér eins og ég gat og þú sýndir mér alltaf þakklæti þitt. Einnig varst þú alltaf mjög gestrisin og tókst alltaf upp kexboxið og krafðist þess að ég fengi mér mjólk og kex áður en ég færi. Ég man líka að mér þótti alltaf gaman að fá að gægjast í fataskáp- ana þína og máta kápurnar og kjól- ana sem voru ófáir. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst og vildi að ég gæti talað við þig aftur. Ég sakna samverustundanna með þér sem voru mér svo dýrmæt- ar. Ég lærði margt af þér og mér finnst það hafa verið forréttindi að fá að kynnast þér. Vonandi líður þér vel núna, ég er viss um að englarnir á himnum hafa tekið vel á móti þér. Hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Kristín Eva. Elsku amma Kristín. Þú varst allt- af mjög góð við okkur. Þegar við komum í heimsókn til þín í Rauða- gerði fórum við með þér inn í eldhús og þú tókst fram kexboxið og gafst okkur mjólk og kex. Það fannst okk- ur gott. Alltaf þegar þú kvaddir okk- ur sagðir þú „Guð veri með ykkur“. Nú ert þú komin til guðs, þar sem þú getur hvílt þig. Nú kveðjum við þig amma mín. Þín barnabörn Helena, María Kristín og Jóhann Örn. Elsku amma. Þú varst alltaf svo góð. Mér þykir leitt að þú skulir vera farin. Ég bið englana að vaka yfir þér. Ég mun sakna þín. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Þín Karen. Elsku amma, það var svo gott að halda í höndina þína því hún var svo mjúk og góð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Berglind Björk. KRISTÍN KRIST- JÁNSDÓTTIR Kveðja frá Verkstjórafélagi Hafnarfjarðar „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandes.) Bergsveinn Sigurðsson gerðist félagi í Verkstjórafélagi Hafnar- fjarðar árið 1967. Hann var kosinn í stjórn árið 1968. Kosinn ritari fé- lagsins 1972 og sinnti því til ársins 1983. Formaður var hann frá 1983 til 1993. Alls sinnti hann því stjórn- arstörfum fyrir félagið í 25 ár. Jafnframt stjórnarsetu vann hann mörg trúnaðarstörf fyrir fé- lagið. Sat hann í stjórn verkstjórasam- takanna sem varamaður í tvö ár og aðalstjórnarmaður í 12 ár. Hann var gerður að heiðursfélaga Verk- stjórasambands Íslands á 50 ára af- mæli þess 1988. Hann var gerður að heiðursfélaga Verkstjórafélags Hafnarfjarðar á 60 ára afmæli fé- lagsins 2. desember sl. Stjórn og félagar Verkstjórafé- lags Hafnarfjarðar kveðja góðan vin og félaga. Bergsveinn var rétt- látur, víðsýnn og rökfastur stjórn- andi. Hann var úrræðagóður og virkur í félagsstarfi í Verkstjórafé- lagi Hafnarfjarðar og Verkstjóra- sambandi Íslands. Það var ekki síst fyrir hans tilstilli að farið var út í að byggja upp sumarbústað á Knapp- stöðum í Fljótum og í Svartagili í Borgarfirði. Þeir félagar sem unnu þetta uppbyggingastarf með hon- um og seinna undir hans stjórn fylltust með honum slíkum eldmóði að ekkert virtist ómögulegt, vanda- mál eru einfaldlega til þess að leysa þau. Við þökkum góðum félaga samferðina og biðjum góðan Guð að geyma hann. Kæra Ruth, Guð blessi þig og fjölskylduna og gefi ykkur styrk í sorginni. Steindór Gunnarsson formaður. Ævidegi vinar okkar, Berg- sveins, er lokið. Hans er einlæglega saknað vegna mannkosta hans og góðrar nærveru af fjölda fólks sem hefur gengið með honum lífsbrautina. Hann var afbragðs heimilisfaðir, sérlega greiðasamur og hlýr í við- móti og hugsaði fyrst og fremst um velferð samferðafólks og ekki síst þeirra sem minna mega sín. Í meira en fjörutíu ár höfum við hjónin átt samleið með honum og hans fjöl- skyldu, bæði í leik og starfi, og allt- af var hann sami góði og velviljaði vinurinn. Nú við þessi tímamót rifjast svo margt upp, margar glaðar stundir frá því við vorum ung að byrja að búa við lítil efni en því meiri bjart- sýni og gleði. Þá unnu Kjartan og Bergsveinn saman í járnsmiðjunni Kletti og við Ruth vorum saman í saumaklúbb. Þeir unnu einnig saman á Seyð- isfirði og gátu rifjað upp þessi ár með góðum vinum endalaust og hlógu alltaf jafn mikið. Síðast unnu þeir saman hjá Hafnarfjarðarbæ í sex ár en Berg- sveinn var þar verkstjóri yfir þrjá- tíu ár. Bergsveinn og Ruth voru afar náin og samheldin og bjuggu sér frá fyrstu tíð fallegt heimili. Það var sama hvar þau bjuggu, alltaf var snyrtimennska og góður heimilisbragur það sem einkenndi heimili þeirra. Við söknum mikið góðs vinar en erum þakklát fyrir minningarnar. Við sendum allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þau í þungri sorg. Lóa og Kjartan. ✝ Baldvin RúnarHelgason fæddist í Reykjavík 4. októ- ber 1938. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Helgi Bjarnason og Bjarnína Guðrún Kristjánsdóttir. Baldvin átti þrjú eldri systkini, Sigurð Kristján (hálfbróð- ur), Svövu Maríu og Garðar Ágúst. Hinn 17. október 1964 gekk Baldvin að eiga eftirlifandi eigin- konu sína Sigríði Dagsdóttur. Hún er dóttir hjónana Dags Hall- dórssonar sjómanns og Margrétar Eyjólfsdóttur. Synir Baldvins og Sigríðar eru Örn Hafsteinn rekstrarfræðingur, f. 28.3. 1964, Baldvin Kristján blikksmíða- meistari, f. 3.6. 1967, og Grétar Mar raf- eindavirki, f. 27.8. 1973. Baldvin og Sigríður eiga þrjú barnabörn. Um 20 ára skeið stundaði Baldvin sendibifreiðakstur á Nýju-Sendibílastöð- inni en síðustu tíu ár starfaði hann hjá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Útför Baldvins fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 6. septem- ber. Ég minnist þess er ég hitti Baldvin í fyrsta sinn, þá var ég nýbúinn að kynnast syni hans Kidda og var mér mjög vel tekið í fjölskyldunni.Okkur Baldvini kom vel saman strax í byrj- un. Þau hjónin komu oft í heimsókn til okkar Kidda þegar við bjuggum á Hellisgötunni og það var oft glatt á hjalla hjá okkur. Svo var mjög gaman að heimsækja þau í sumarbústaðinn í Grímsnesinu sem var uppáhaldsstaðurinn hans Baldvins enda þvílík náttúruperla og kyrrð þó að stundum væri smá hávaði í okkur þegar leið fram á kvöldin. Ég kynntist Baldvini einnig á ann- an hátt þar sem ég er sölumaður: Þá hitti ég hann oft í Fjarðarkaupum þar sem hann vann. Þar var hann alltaf jafn brosmildur og tók vel á móti mér sem tengdadóttur en alltaf jafn sam- viskusamur svo ekki mátti ég vera að tefja hann of mikið í einhverju spjalli. Svo fluttumst við Kiddi á Háabarð- ið og þangað sóttu Baldvin og Siddý okkur oft heim. Þar var mjög oft farið í heita pottinn í hvaða veðri sem var, hita eða frosti, rigningu og roki. Það skipti ekki máli. Það var spjallað um heima og geima svo klukkutímum skipti. Þó að við Baldvin höfum ekki þekkst nema í fimm ár þá hefur hann verið mér mjög góður vinur og sýnt mér mikla ástúð og ég vil þakka hon- um það. Það hefur verið og verður mér mikilsvert í framtíðinni. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir) Jóhanna. BALDVIN RÚNAR HELGASON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.