Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ um okkur fyrir í haganlega útbúnu byrgi í tré nálægt vatnsbólinu og tökum til matarins. Kjötsneiðarnar og pyslurnar eru afurðir af skóg- ardýrunum. Brauðið heimabakað. Það færist kyrrð yfir gresj- uskóginn. Flest dýranna liggja og jórtra á þessum tíma. Jafnvel fugl- arnir virðast leita í skuggann, í skjól fyrir brennandi hádegissól- inni. Þeir eru annars fremur þöglir á þessum tíma árs , en munu á næstu vikum syngja mansöngva sína fullum hálsi. Þá hljómar skóg- urinn svo að jafnvel hrjúfir, svip- harðir trjástofnar lifna við og klæðast ljósgrænu laufþaki. Vorið er á næsta leiti. Grimmdarsport eða firring nútímans Við erum komnir í heimspeki- legar vangaveltur fyrr en varir. Hvers vegna ætli skotveiði sé af mörgum talin grimmdarsport og eigi sér almennt enga formælend- ur utan raða veiðimanna? „Hégómi og órökræn hugsun byggð á firr- ingartilfinningum. Sá sem borðar kjöt drepur dýr, hvort sem hann gerir það með eigin hendi eða fær annan til að gera það fyrir sig,“ segir Gundolf. „Telji menn að skot- veiðar séu ill meðferð á dýrum þá er það vankunnátta. Þegar ég rek nautgripina til slátrunar er það þjáning fyrir dýrin. Þetta eru dýr, sem aldrei hafa verið í húsi, hvað þá á bíl, og þau eru hrædd. Þegar þau koma svo í sláturhús finna þau blóðlykt og skynja yfirþyrmandi hættu. Þau nötra þar til að þeim kemur. Veiðidýrin þjást meðan innri blæðing gerir þau meðvitundar- laus. Það tekur skamma stund og sársauki frá áverkanum dofnar strax. Auðvitað geta dýr særst vegna ónákvæmni skotmannsins. Það gerist hins vegar sjaldan enda prufa ég alla sem hingað koma til skotveiða. Þeir sem ekki eru góðar skyttur verða að dúsa á æfinga- svæðinu þar til ég er sáttur við skotfimi þeirra. Nánast allir sem hingað koma eru þaulvanar skytt- ur.“ Meðan við sitjum í skýlinu koma fjölmörg dýr að vatnsbólinu. Vörtusvínin skokka án mikillar varfærni að vatninu. Einungis stóru tarfarnir eru verulega varir um sig. Einn slíkur fikrar sig í svölunina og hefði líklega endað þar sína ævi ef ég hefði ekki skotið eldri frænda hans tveimur dögum áður. Nokkrar kúdú-kýr koma með kálfana sína og fara undur varlega. Skima og teygja álkuna. Við bær- um ekki á okkur og erum undan vindi. Smám saman færist ró yfir og dýrin teyga vatnið. „Oryx að koma,“ hvíslar Gun- dolf. Næstu augnablikin eru spennuþrungin. Þetta er myndar- legur tarfur, en of ungur til þess að við megum fella hann. Framhlið hornanna verður að vera hætt að glansa, var skýringin frá Gundolf. Tarfurinn vanmat öryggið sem kúdú-dýrin veittu og gekk rakleið- is að vatninu. Stuggaði dýrunum ólundarlega frá og gerði sig breið- an. Hann naut augljósrar ótta- blandinnar virðingar hinna dýr- anna. Hornin á oryx, gullna uxanum, eru bein og beitt sem spjót. Þetta er eina antilópan sem ræðst til atlögu við ljón, sé henni misboðið, og hefur iðulega betur. Af þeim sökum veiðir ljónynjan oftast aðra kálfa en oryx. Gundolf sagði mér seinna að Friedhelm nágranni hans hefði orðið fyrir því fyrir þremur árum að oryx-tarfur réðst á hann þar sem hann ók í óyfirbyggðum bíl. Annað hornið fór í gegnum síðu Friedhelms, en það vildi honum til happs að móðir hans var með hon- um í bílnum. Henni tókst að aka honum heim á bæ og svo vel vildi til að sjúkraflugvél var í flughæfu ástandi. Slíkt heyrir til undantekn- inga enda tæki sem til eru í þessu landi oftar en ekki biluð. Eftir tveggja klukkustunda dorm og hvísl ákveðum við að halda inn í skóginn. Sólin er farin að varpa skuggum í austur en þeir eru litlir. Við læðumst um í skóg- inum dágóða stund. Þar er engin dýr að sjá fyrr en við komum að stóru opnu svæði, Stóru pönnu. Við komum auga á springbok, litla an- tilópu, sem liggur og jórtrar úti á miðju hafinu. Hún liggur með bak- hlutann upp í vindinn og skimar til hægri og vinstri. Lyktarskynið ver hana fyrir hættu aftan frá en sjón og heyrn að framan. Við læðumst hljóðlega milli runnanna í skógarjaðrinum og skríðum yfir opnu svæðin. Þyrn- arnir krækjast alls staðar í okkur og skapa ótrúlegan hávaða þegar við slítum okkur lausa. Stingast jafnvel í gegnum hnausþykka leð- urhanskana. Við náum að komast óséðir í skýli, sem útbúið hafði ver- ið. Þá tekur við bið. Dýrið snýr á hlið frá okkur og því er ógerlegt að sjá, hvort það er nógu gamalt. Eftir u.þ.b. klukku- stundar bið snýst vindurinn þannig að dýrið fær veður af okkur. Það stendur snöggt upp. „Þú mátt skjóta,“ segir Gundolf eftir að hann hafði sannfærst um aldur dýrsins. En ég er of seinn. Dýrið stekkur af stað, en stoppar aftur og lítur í áttina til okkar. Ég ákveð að reyna þótt færið sé langt. Bíð þess að dýrið snúi bógnum að og læt skotið ríða af. Dýrið kippist til, kamburinn á baki þess rís og það fellur til jarðar. Þetta reynist 10 ára gamall tarfur sem var að nálg- ast ævilokin þótt okkar hefði ekki notið við. Hann var skotinn á 247 metra færi. Springbok er uppáhaldsfæða hlébarða og blettatígra. Viðráðan- leg stærð. Mikið er um blettatígra, cheetah, hér um slóðir, m.a. sáust sjö þeirra í gær. Þessir kettir geta hlaupið með 70 kílómetra hraða á klukkustund þegar þeir veiða. En eftir þrjú hundruð metra sprett eru þeir sprungnir. Í þessari vissu leggur 10 ára reyndur tarfur sig í miðja Stóru pönnu og telur sér ekki sérstaklega ógnað þar sem hann hefur 150 metra autt svæði allt í kring. Degi er tekið að halla þegar við komum dýrinu á bílinn hjá Jakobi. Ég fæ aðra grein í hattinn og við erum hættir að veiða. Weitmanns- heil. Við drekkum skál tilverunnar, skál þessa ævintýris og horfum á ástríður kvöldsólarinnar. Hún um- vefur skóginn og okkur og varpar hlýjum rauðleitum geislum á allt. Við setjumst stutta stund og njót- um sólarlagsins. Þessi fegurð göfg- ar sálina. Hvergi er betra að láta frið og hlýju berast inn í sálina á geislum kvöldsólarinnar en úti í óspilltri náttúrunni, hvar svo sem maður er staddur á jarðarkringl- unni. Það kvöldar hratt. Sólin dettur niður fyrir sjóndeildarhringinn klukkan hálfsex. Á örfáum mín- útum grúfist myrkrið yfir skóginn og gresjuna. Það verður kalt á augabragði. Sjakalinn gólar í ná- grenninu, hann býr sig til veislu. Við ökum heim. 100 metrar skilja að tvo heima Ilminn af hlóðaeldi ber yfir frá kofum svörtu vinnumannanna. Þeir hafa lokið dagsverkinu og eru farnir út fyrir gaddavírsgirðing- arnar sem umlykja bæinn. Hlið- unum er lokað og læst og í bilinu milli tveggja hárra öryggisgirðinga hlaupa hundar og varðgæsir innan um þétta kaktusa. Hér er aðskiln- aðurinn alger eftir myrkur og á þeim tíma er það bara sjakalinn sem ferðast um. Frá girðingunni eru einungis rúmir 100 metrar yfir í búðir vinnumannanna. En þessir hundr- að metrar skilja að tvo heima. Í gær dó konan hans Johans vinnumanns úr göldrum. Hún hafði veslast upp frá því í janúar, farið til læknis, en ekki hirt um að fara til hans á nýjan leik. Galdralæknir sagði henni að hún hefði orðið fyrir göldrum manns sem hún hafði sagt til eftir að talsverðu magni af bárujárni hafði verið stolið frá Gundolf. Svo fer um þá sem kjafta frá, – er boðskapur sem galdra- læknarnir viðhalda. Þeir virðast vera þungir á metunum við að við- halda fáfræði og hatri á hvíta manninum. Hvíti maðurinn heldur því fram að konan hafi dáið úr alnæmi. Á það vilja svörtu mennirnir ekki hlusta. Galdralæknirinn segir að alnæmi sé ekki vandamál. Öll bar- átta gegn alnæmi sé verkfæri hvíta mannsins til að drottna. Menn sem fá vírusinn geta, að þeirra sögn, læknast með því að hafa samfarir við hreina mey. Nauðganir á litlum stúlkum eru nú daglegt brauð, enda nær refsivöndur yfirvaldsins ekki inn á áhrifasvæði galdralækn- anna. Fimmti hver maður í Nami- bíu er með veiruna í blóðinu. Konan hans Johans verður jörð- uð á morgun með kirkjulegri at- höfn 60 km í burtu. Fólk er að safnast saman í kofanum hans og nærliggjandi kofum. Þetta eru ætt- ingjar og vinir og þá hefur drifið að í allan dag, fótgangandi eða í kerrum, sem ýmist eru dregnar af ösnum eða hestum. Það er slegið upp veislu. Hún á að standa í alla nótt. Maísgrautur í potti yfir opnum eldi og villisvín og innmatur brytjuð í smátt á pönnu. Útvarpið glymur sem bakland fyr- ir hlátrasköll og skræki. Það glitr- ar á eitt og eitt gler, sem er borið að munni meðan stúlkur í eitur- grænum pilsum skekja sig í takt við tónlist hins svarta meginlands. Andrúmsloftið er ölvað. Einhverjir fá veiruna í kvöld. En sorgin vegna ástvinamissis er fjarri. Gól sjak- alans í fjarlægð er eina angur- værðin. Getur verið að fólki finnist að hamingjan sé í því fólgin að komast yfir móðuna miklu úr þessu hrjáða samfélagi? Við í menningarheimi hvítra setjumst að höfgum veigum og segjum veiðisögur. Sögurnar eru margar mergjaðar. Vínið gefur veiðimönnum byr undir báða vængi inn í lönd hillinga og sög- urnar fá á sig skáldskaparblæ. En augnablikið er í senn vagga þeirra og gröf. Skrifað í Namibíu í ágúst 2001. Ljósmynd/Gísli Baldur Hartebeestar, rauðu antilópurnar, á gresjunni. Ljósmynd/Gísli Baldur Veiðimaðurinn við bráð sína - oryx eða gullna uxann. Vegavinnumaður fagnar því að hafa fengið innyflin úr einni bráðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.