Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍFILSSTAÐIR, meðsínum hvítu, þykkuveggjum mitt í græn-um gróðri, eru eins ogrómantískur herra- garður heim að sjá. Það er ekki víst að þeir hafi litið þannig út í augum fárveikra berklasjúklinga sem þetta reisulega hús var byggt fyrir. Berklarnir heyra sögunni að mestu til hér á Íslandi, en það þýð- ir ekki að baráttan fyrir heilbrigði hafi unnist við þann áfangasigur – enn eru ótal margir sjúkdómar sem ógna lífi fólks og eru hjarta- sjúkdómarnir þar efstir á blaði. Einn af áhættuþáttum þeirra er svokallaður kæfisvefn. Árið 1987 kom hingað heim til starfa lækn- irinn Þórarinn Gíslason sem nú er yfirlæknir á lungnadeild Landspít- ala á Vífilsstöðum. Hann hefur ásamt þeim Guðbrandi Kjartans- syni, Einari Erni Einarssyni, Gunnari Guðmundssyni, Bryndísi Halldórsdóttur, Sóleyju Ingadótt- ur og Öldu Gunnarsdóttur nýlega birt í Læknablaðinu niðurstöður rannsóknar sem þau gerðu til að lýsa þeim hópi sjúklinga sem notar öndunarvél heima til meðferðar við kæfisvefni og fleiri sjúkdómum. Rannsóknin náði til allra sjúklinga á Íslandi í heimahúsum sem 30. apríl 1999 var vitað að notuðu önd- unarvél vegna annarra sjúkdóma en kæfisvefns eingöngu og sýndi m.a. að öndunarvélameðferð með grímu og án inngrips er orðin hluti af læknismeðferð á Íslandi og gagnast völdum hópi sjúklinga. Í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins sagði Þórarinn Gíslason læknir að hann hefði fyrst kynnst rannsóknum á kæfisvefni í Upp- sölum í Svíþjóð er hann var þar við sérfræðinám í lungnalækningum. „Árið 1984 kom ég að rannsókn- arverkefni þar sem fólk var með mikla hryggskekkju og öndunar- bilun. Á sama tíma fór ég að lesa mér til um öndunartruflanir sem eingöngu hrjáðu fólk þegar það væri sofandi. Um líkt leyti kom sjúklingur með svona öndunar- truflanir inn á deildina og fylgdist ég með honum og fannst þetta nánast stórfurðulegt,“ segir Þór- arinn. „Deildin þar sem þetta gerðist var undir stjórn Björns Eriks Roos, prófessors í geðlækn- ingum. Þá var búið að koma upp fyrstu „klínísku“ svefnrannsóknar- stofunni í Svíþjóð. Það tókst ágæt- is samvinna með geðlæknum sem störfuðu á umræddri deild og mér og fleiri lungnalæknum. Við reynd- um að beita þáverandi tækni til að mæla og greina þessa öndunar- truflanir. Þegar ég hugsa til ár- anna 1984 til 1987, þegar ég vann nánast eingöngu að rannsóknum á eðli og algengi kæfisvefns, þá var það ekki ljóst, sem vitað er í dag, að kæfisvefn er meðal algengustu sjúkdóma sem til eru. Þá var þetta hins vegar talið óskaplega fátítt. Þetta var fyrst og fremst vegna erfiðleika við að greina sjúkdóm- inn. Það tók langan tíma að setja upp mælitæki og vaka yfir mæl- ingunum. Það þurfti að skrá heila- ritið, öndunina og súrefni með pappírsskrifara og penna. Strimill- inn var hálfur metri á breidd og hálfur kílómetri á lengd og það eyddist einn lítri af bleki. Það stóð þessum nýju fræðum fyrir þrifum hve tæknin var þunglamaleg. Á þessum tíma voru líka að koma fram nýir meðferðarmögu- leikar. Áður höfðu þeir örfáu ein- staklingar sem greindust verið skornir barkaskurði og sett í þá túba til að anda gegnum á nóttinni. Háls-, nef- og eyrnalæknar fóru að taka úfinn og laga ýmislegt sem var fyrir í öndunarveginum, svo sem fyrirferðaraukningu inni í nefi og hálsi og slíkt. Einnig kom fram blásturstæki sem tengt var við nef og munn og blásara. Með þessum blæstri er aukinn þrýstingur á inn- öndunarlofti þannig að loftvegur helst opinn, viðkomandi sefur eðli- lega og losnar við öndunarstopp þau sem einkenna kæfisvefn.“ Hvernig meðferð er boðið upp á í dag? „Meðferðin er einstaklingsbund- in og fer eftir því hvað er að hverj- um og einum. En í grófum drátt- um má segja að þeim sem eru með kæfisvefn á háu stigi henti best blásturstæki sem er í grunninn alltaf árangursríkasta meðferðin – en menn þurfa þá að sofa með slík- an búnað á hverri nóttu. Þá eru aðgerðir háls-, nef- og eyrnalækna, sem við höfum átt mjög gott sam- starf við m.a. lækna á sjúkrahús- inu í Fossvoginum. Sigurður Júl- íusson er háls-, nef og eyrnalæknir sem hefur verið hér í hlutastarfi, bæði í kringum þann hóp sjúklinga sem hér um ræðir og þá sem eru með ofnæmi. Þá ber að nefna þriðja möguleikann, að búa til góm sem heldur fram hökunni á fólki meðan það sefur – bitgómur. Fjöldi manns hefur þegar fengið slíkan búnað og Tryggingastofnun Ómeðhöndlaður kæfisvefn F.v. Sóley Ingadóttir hjúkrunarfræðingur, Þórarinn Gíslason yfirlæknir og Einar Örn Einarsson rannsóknarmaður. Myndin sýnir heildarfjölda kæfisvefnssjúklinga með blásturstæki á árunum frá 1988 til 2001. Ekki eru taldir með þeir sem hætt hafa í meðferð. Æ fleira fólk greinist hér á landi með kæfisvefn og eru sumir þessara sjúklinga í öndunarvélum heima. Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungna- deildar Landspítala á Vífilsstöðum, segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur sitthvað um einkenni kæfisvefns, meðferð við sjúkdómnum og þróun vitneskju um hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.