Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 51 DAGBÓK OFANGREINT orð sést eða heyrist oft í fjölmiðl- um nú um stundir, þegar rætt er um efnahagsmál. Nokkrir lesendur hafa beðið um, að hér yrði fjallað um það, enda óvan- ir því í málinu í þessu sambandi, ekki megi síður tala um umskipti eða jafn- vel breytingu. Ég er alveg á sama máli. Einkum virð- ast ýmsir fjármálamenn hafa dálæti á orðinu, þeg- ar rætt er um efnahags- mál. Er viðsnúningur þá hafður í jákvæðri merk- ingu, þegar batahorfur eru í efnahagsmálum ríkis eða fyrirtækja. Í O.H eru sex dæmi um þetta orð. Eitt raunar frá um 1870, en í allt öðru sambandi en menn hafa það nú á dög- um. Hin dæmin eru öll eftir 1970 og ekkert þeirra um efnahagsmál. Vissu- lega er merking orðsins auðsæ og ljóst, að á bak við hugsun þess er so. að snúa við, sem þekkist í ýmsum samböndum. Fyr- ir skömmu stóð einmitt í blaði um félag, þar sem breyting um afkomu þess frá fyrra ári hafði orðið veruleg til batnaðar: „Tapi verið snúið í mikinn hagn- að.“ Einnig er talað um að snúa e-u við, þ. e. venda e-u við. Þá er talað um að snúa við blaðinu, þ.e. skipta um skoðun. En svo er spurningin, hvort þörf er á þessum viðsnúningi í efnahagsmálum. Til eru önnur nafnorð, sem lengi hafa verið til í málinu og ekki síðri því, sem menn eru að segja með þessum viðsnúningi. Til eru no. umskipti og breyting og einnig so. að breyta. Hvers vegna ekki að tala um umskipti eða breyt- ingu til batnaðar í fjármál- um okkar. Eins hefði mátt tala um, að tapi trygg- ingafélaga hefði verið breytt í mikinn hagnað eða, að mikill hagnaður hefði orðið af tryggingum ökutækja. Viðsnúningur eða snúa við eru alveg óþörf orð í þessu sam- bandi, enda þótt þau séu góð og gild íslenzka. Merking þeirra hefur ekk- ert fram yfir þau orð, sem hér hafa verið tekin til samanburðar. - J.A.J. ORÐABÓKIN Viðsnúningur LJÓÐABROT SMALADRENGURINN Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. Steingrímur Thorsteinsson. Árnað heilla Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Sigurlaug Hauksdóttir og Finnlaugur Pétur Helgason. Heimili þeirra er að Erluhólum 4, Reykjavík. Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Borgar- neskirkju af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni Bylgja Dögg Steinarsdóttir og Finnbogi Á. Jörgensen. Heimili þeirra er í Borgar- nesi. Kh1 Dd6! 25. Rg4 f5 26. Re5 Rxe5+ 27. Bg2 Dxd5 28. Df1 Rf3 29. Bxf3 Bxf3+ 30. Kg1 Hf6 31. Bf4 Hg6+ og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Bb6 5. a4 a6 6. O-O Rf6 7. d3 O-O 8. c3 d6 9. Rbd2 Re7 10. a5 Ba7 11. He1 Rg4 12. He2 Rg6 13. h3 Rf6 14. Rf1 Rh5 15. d4 Rhf4 16. Hc2 d5 17. exd5 Bf5 18. Hb2 exd4 19. Rxd4 Be4 20. Re3 Re5 21. Bf1 o.s.frv. Lokastaða efstu keppenda varð þessi: 1. Humpy Koneru (2387) 9 ½ vinning af 13 mögulegum. 2. Xue Zhao (2372) 9 ½ v. 3.-4. Nadezhda Kosintseva (2327) og Xiaobing Gu (2300) 9 v. 5.-8. Lilit Mkrtchian (2376), Yuanyu- an SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STAÐAN kom upp í stúlknaflokki í heimsmeist- aramóti 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Aþenu. Lilit Mkrtchian (2376) hafði svart gegn Nadezhda Kos- intseva (2327). 21... Rxh3+! Hvíti kóngurinn fær lítið skjól eftir þetta. 22. gxh3 Bxd4! 23. cxd4 Rf3+ 24. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ferð ekki alltaf auðveld- ustu leiðina að settu marki og það veldur oft misskilningi sem erfitt er að leiðrétta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mál sem hefur legið í láginni um skeið, tekur nú allt í einu óvæntar vendingar, sem þú þarft að bregðast við. Þar koma nýjar hugmyndir við sögu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er nauðsynlegt að þekkja takmörk sín og geta viður- kennt það þegar manni verða á mistök. Það má margt af ósigr- um læra ef þeir eru teknir á réttan hátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hlustaðu á eðlisávísun þína, þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nánustu. Finnist þér þar liggja fiskur undir steini skaltu bregðast við sem svo sé. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það sparar mikla fyrirhöfn að forðast tálsýnir hvort heldur það er í starfi eða einkalífi. Gerðu þér umfram allt far um að vera raunsær. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að sýna ögn meiri þol- inmæði, því að öðrum kosti áttu á hættu að missa allt út úr höndunum á þér. Þú þarft á fjölskyldu þinni og vinum að halda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er gott ráð að gera sjálfum sér eitthvað til góða við og við. Það þarf ekki að kosta svo mikið að lífga upp á tilveruna með þessum hætti. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft á öllum þínum sann- færingarkrafti að halda til þess að samstarfsmenn þínir fallist á að fara þá leið sem þú vilt. Vertu á verði gagnvart ókunnugum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki erfiðar minningar úr fortíðinni standa í vegi fyrir þér, þegar þú hefst nú handa á nýrri öld. Horfðu fyrst og fremst fram á veginn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir til þess að vinna málstað ykkar brautargengi. Vertu viðbúinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Oft er það svo að þér finnst þú vera eina manneskjan sem getur gert hlutina rétt. En þér er alveg óhætt að hafa meiri trú á samstarfsmönnum þín- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt erfiðleikar skjóti upp koll- inum hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og þú hefur gaman af þeirri glímu. Dragðu hvergi af þér í þeirri viðureign. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að rannsaka hlutina betur áður en þú grípur til að- gerða því flas er ekki til fagn- aðar. Reyndu að láta fjárhags- áætlanir þínar standast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ER makker að verða vitlaus? Allt of margir eru fljótir að svara þessari spurningu ját- andi ef félagi fer ekki hefð- bundnar leiðir í vörninni. Settu þig í spor austurs og reyndu að gera upp við þig hvort vestur sé með réttu ráði eða ekki. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 3 ♥ Á1092 ♦ 9632 ♣ D875 Vestur Austur ♠ KD ♥ KG875 ♦ ÁD4 ♣1092 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 hjarta 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Útspil: Laufkóngur. Það er samtalað hjá ykkur að spila út kóng frá ÁK til að biðja um talningu. Þú lætur því lauftíuna til að sýna staka tölu, eins og nú er algengast. Makker tekur næst á laufás og spilar svo spaðatíu. Sagn- hafi tekur drottningu þína með ás og spilar aftur spaða til þín. Vestur fylgir með tvistinum. Hvað nú? Þetta er með ólíkindum! Fyrst fríar makker lauf- drottninguna í borði og svo spilar hann trompi, en ekki hjarta. Á hann virkilega tví- spil í laufi? Þegar spilið kom upp var austur sannfærður um að vestur væri genginn af göflunum og spilaði laufi. Það var ekki gott: Norður ♠ 3 ♥ Á1092 ♦ 9632 ♣ D875 Vestur Austur ♠ 102 ♠ KD ♥ D643 ♥ KG875 ♦ 875 ♦ ÁD4 ♣ÁKG3 ♣1092 Feitt Feitt Feitt Feitt Pass Pass Pass Pass Pass Pass Pass Pass Pass Pass Pass Pass Suður ♠ ÁG987654 ♥ -- ♦ KG10 ♣64 Einn niður, að vísu, en slæm tala þegar 500 eru í boði. Vestur vissi vel hvað hann var að gera. Sjálfur átti vestur fjórlit í hjarta og sá þar með að sagnhafi var með eyðu. Þess vegna var mikil- vægt að hirða báða laufslag- ina strax og reyna síðan að fá sagnhafa til að spila tígli sín- um heimanfrá. Þetta gat austur reiknað út – ef hann treysti makker sínum. Hann átti því að spila litlum tígli og tryggja sér tvo slagi á ÁD. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MENNINGARMÁL BRIDsSKÓLINN Námskeið á haustönn Byrjendur: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það geta allir lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum Standard- sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Kennslubók fylgir námskeiðinu. Framhald: Hefst 27. september og stendur yfir í 10 fimmtudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Standardsagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Kjörið fyrir þá, sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Öll námsgögn fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Bæði námskeiðin eru haldin í félagsheimili Sjálfsbjargar í Reykjavík, Hátúni 12. Glæsilegt Ýr er komið út! Áskriftarsími 565 46 10 Fæst í garn og bókaverslunum um land allt 2 blöð á ári www.tinna.is Hjartans þakkir! Merkjasala Hjálpræðishersins er árlegur viðburður. Enn á ný hafa meðlimir Hjálpræðishersins verið víða í bænum og selt merki. Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega sem keyptuð merkin. Þökkum líka öll hlý orð og viðurkenningu um starf Hjálpræðishersins á Íslandi. Við óskum landi og þjóð blessunar Guðs. Knut Gamst yfirforingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.