Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 56
BRIAN Sweeney hefur verið bú- settur á Íslandi undanfarin ár og fengist við ljósmyndun fyrir blöð eins og Iceland Review og Atlantica. Hann er fæddur í Skotlandi og starfaði áður fyrr m.a. fyrir tónlist- arblöð eins og Melody Maker og NME. Ljósmyndasýning hans, sem opnuð var á fimmtudaginn á veit- ingastaðnum Atlantic, hefur hins vegar nokkuð óvenjulegt inntak. Myndirnar, 22 talsins, eru nefnilega allar af mannlausum íþróttaleik- vöngum. „Ég kannaðist við lið eins og ÍA, á meðan ég bjó enn í Skotlandi,“ segir Brian og útskýrir þennan áhuga sinn á íslenskri knattspyrnu. „Svo þegar ég var að ferðast hér um landið rambaði ég inn á heimavöll Vals og trúði vart eigin augum þeg- ar ég sá völlinn þeirra. Þótti hann afar fornfálegur miðað við hversu stórt liðið væri. En það var mjög at- hyglisvert að mynda hann. Þetta vatt svo upp á sig og ég ætla að halda þessu áfram.“ Hann segist ekkert sérstaklega vera að þessu til að ná fram ein- hverri listrænni sýn á vellina, meg- ináhuginn liggi í því að hann sé mik- ill áhugamaður um knattspyrnu. Rokkið Um starfa sinn fyrir stóru, bresku tónlistarvikublöðin segir hann að það hafi að mörgu leyti ver- ið tilviljunum háð. „Það varð svo smátt og smátt að fullri vinnu. Það kitlaði að sjálfsögðu að lifa og hrær- ast í þessum lífsstíl sem fylgir rokk- inu í smátíma. Þar var maður t.d. að mynda fyrir 2–3 plötuumslög á dag. En hér á Íslandi er maður heppinn ef það eru 2–3 á ári!“ Brian er ánægður með að búa á Íslandi, segir það vera land sem hann hafi tengst vel er hann var að ferðast á árum áður. Og næsta verkefni tengist enn knattspyrn- unni. Nú eru það íslenskir knatt- spyrnudómarar sem eru viðfangið. „Ég á í hálfgerðu ástarsambandi við íslenska knattspyrnu,“ viðurkennir Sweeney. „Það eru ekki margir sem hafa sýnt þessu áhuga en það er að aukast mikið þar sem svo margir ís- lenskir leikmenn eru að spila í Bret- landi núna. Lítil lönd eins og And- orra og San Marino hafa ávallt heillað mig.“ Fótboltavellirnir eru þó enn á dagskrá og Sweeney vonast til að komast til Vestfjarða á næstunni og ná þar dramatískum myndum af al- íslenskum knattspyrnuvöllum. Brian Sweeney heldur ljósmyndasýningu Ljósmynd/Brian Sweeney Ljósmynd/Brian Sweeney Spark- vallalist Morgunblaðið/Golli Brian Sweeney ásamt konu sinni á opnun sýningarinnar. FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ ER lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur runninn upp og ekki úr vegi að bregða sér í kirkju svona til að byrja sunnudaginn vel. Guðspjallasöngur með sveiflu Í Fríkirkjunni hefjast tónleikar kl. 14 með Gospelkompaníinu sem mun flytja kirkjugestum guð- spjallasöng með sveiflu. Þennan eldfjöruga hóp skipa Edgar Smári, Fanny Kristín Tryggvadóttir, Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Hrönn Svansdóttir, Jóhannes Ingi- marsson, Þóra Gréta Þórisdóttir, Óskar Einarsson sem leikur á píanó og sér um tónlistarstjórn, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Hall- dór Gunnlaugur Hauksson trymbill. David O’Higgins tenórsaxófónleik- ari og Agnar Már Magnússon sem leikur á orgel eru gestaleikarar hópsins að þessu sinni. Sagt er að blúsinn sé faðir djass- ins en gospeltónlistin móðir. Margir af helstu djassleikurum veraldar hófu feril sinn með því að syngja gospel í kirkjukórum og syngur Gospelkompaníið allt frá klass- ískum negrasálmum og trú- arópusum Dukes Ellingtons til rokkaðs gospels nútímans. Gospel- kompaníið hefur starfað í rúmt ár þótt hluti hópsins hafi sungið sam- an í fjölda ára. Gospelkompaníið hefur haldið eigin tónleika víðs- vegar um landið og tekið þátt í ýms- um verkefnum, m.a. kristnitökuhá- tíðinni á Þingvöllum, Landslagi Bylgjunnar og Kirkjudögum í Hall- grímskirkju. Ef Gospelkompaníið verður í sín- um vanalega ham í dag má búast við að sveiflan verði heit og villt í Fríkirkjunni. Eistneskar pönnukökur Pönnukökukaffi verður haldið kl. 15 á Kaffi Reykjavík, þar sem Tafe- nau & Vind-dúettinn frá Eistlandi leikur en þeir komu einnig fram sl. föstudagskvöld. Það eru Raivo Tafenau saxófón- leikari og Meelis Vind klarínettu- leikari sem skipa dúóið. Efnisskráin samanstendur af eigin tónverkum og annarra, og heyrst hefur að þeir hafi sérlega góð tök á blúsnum. Gamaldags, flott sveifla Lokatónleikar hefjast síðan á Broadway kl. 20.30 og það er sænska stórsveitin Sandviken Big Band sem leikur undir stjórn Åke Björänge og Kristjana Stef- ánsdóttir mun syngja með. Miða- verð er 2.000 krónur. Sandviken-stórsveitin hóf starf- semi árið 1968 og margir stofnend- anna sem mættu á fyrstu æf- inguna eru enn í sveitinni. Frá upphafi hefur sveitin kappkostað að fá til sam- starfs bæði sænska og er- lenda atvinnudjassleikara sem hafa gefið henni byr undir báða vængi. Meðal þeirra eru Barney Kessel, Clark Terry, Ernie Wilkins, Thad Jones, Bob Brook- meyer og Putte Wickman. Tónleikaferðir hafa alltaf verið mikilvægur þáttur í starfsemi sveitarinnar og hefur hún leikið víða um heim. Frá 1972 fram til þessa dags hafa samtals ver- ið gefnar út 14 plötur, oft með frægum gestasólistum. Hljómsveitin heldur um 35– 40 tónleika á hverju ári. Á efnisskrá sveitarinnar eru klassískir stórsveitarópusar, gjarn- an í anda Counts Basie og Thad Jones/Mel Lewis-stórsveitanna. Ýmsir frægir söngvarar hafa sung- ið með sveitinni, s.s. Georgie Fame og Monica Zetterlund, en á tónleik- unum á Broadway verður það dívan okkar frá Selfossi, Kristjana Stef- ánsdóttir. „Ég syng fjóra standarda með þeim í seinna helming tónleikanna; „The Song is You“, „Never Will I Marry“, „Come Rain Come Shine“ og „My One and Only Love“,“ segir Kristjana sem hlakkar mjög til tón- leikanna. – Hvernig líst þér á bandið? „Þetta er alveg meiriháttar band. Þetta er mjög flott stórsveit með mikilli gamaldags sveiflu.“ – Er gaman að syngja með stór- sveit? „Já, en það er allt öðru vísi. Eins- og fyrir einhvern í strengjakvartett að leika með sinfóníuhljómsveit. Það er svo mikill kraftur en um leið er maður mun bundnari útsetn- ingum. Þetta er alveg rosalega spennandi og gaman að vinna með svona stórum og skemmtilegum hópi.“ Sandviken-stórsveitin þykir meira en klár á sveiflunni. Kristjana tekur nokkra góða „standarda“ með stórsveitinni. Gospelkompaníið ætlar að „sveifla“ í Fríkirkjunni. Jazzhátíð Reykjavíkur Pönnukökur, kirkjustuð og stórsveit BANDARÍSKU brúðhjón- in Donna Goodrich og Jeff Lindholm gengu í það heil- aga fyrir viku. Það væri ekki frásögur færandi hér á norðurslóðum nema fyr- ir það að þau kusu að eyða hveitibrauðsdögum sínum á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tómas R. og Þingvellir „Okkur hefur bæði langað í mörg ár að koma til Íslands og þegar við Jeff og Donna alsæl á Austurvelli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveitibrauðsdagar á Jazzhátíð Stórt óþekkt ævintýri heyrðum að Jazzhátíðin væri í gangi létum við til skarar skríða því við höfum bæði mikinn áhuga á djassi,“ segir Donna sem viður- kennir að Björk sé samt eini ís- lenski tónlistarmaðurinn sem hún þekkti áður en hún kom til lands- ins. „Við þekkjum tónlistarmennina ekki neitt og hlökkum mjög til að heyra í þeim,“ segir Jeff sem sjálf- ur hefur lengi leikið á saxófón, og m.a. í pönkhljómsveit fyrir um 20 árum. „Öll dagskráin er því stórt óþekkt ævintýri fyrir okkur,“ held- ur hann áfram. „Við vitum að stór- sveit leikur á sunnudagskvöld og að Jazzhátíðin býður okkur á þá tón- leika en við vitum ekkert hvernig hinir hljóma.“ Donna og Jeff skelltu sér á tón- leika Tómasar R. Einarssonar á föstudagskvöld þar sem latíndjass réð ríkjum. „Við höfum sérlegan áhuga á á tónlist frá Kúbu sem minnkaði ekki við að sjá kvikmynd- ina Buena Vista Social Club,“ segir Jeff. Nýbökuðu hjónin dvelja á land- inu fram á miðvikudag og ætla til Þingvalla og í hestaferð. Þau eru mikið útivistarfólk og segja ferðina hingað fullkomna fyrir sig þar sem hún sameini tvö af þeirra helstu áhugamálum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.