Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 56

Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 56
BRIAN Sweeney hefur verið bú- settur á Íslandi undanfarin ár og fengist við ljósmyndun fyrir blöð eins og Iceland Review og Atlantica. Hann er fæddur í Skotlandi og starfaði áður fyrr m.a. fyrir tónlist- arblöð eins og Melody Maker og NME. Ljósmyndasýning hans, sem opnuð var á fimmtudaginn á veit- ingastaðnum Atlantic, hefur hins vegar nokkuð óvenjulegt inntak. Myndirnar, 22 talsins, eru nefnilega allar af mannlausum íþróttaleik- vöngum. „Ég kannaðist við lið eins og ÍA, á meðan ég bjó enn í Skotlandi,“ segir Brian og útskýrir þennan áhuga sinn á íslenskri knattspyrnu. „Svo þegar ég var að ferðast hér um landið rambaði ég inn á heimavöll Vals og trúði vart eigin augum þeg- ar ég sá völlinn þeirra. Þótti hann afar fornfálegur miðað við hversu stórt liðið væri. En það var mjög at- hyglisvert að mynda hann. Þetta vatt svo upp á sig og ég ætla að halda þessu áfram.“ Hann segist ekkert sérstaklega vera að þessu til að ná fram ein- hverri listrænni sýn á vellina, meg- ináhuginn liggi í því að hann sé mik- ill áhugamaður um knattspyrnu. Rokkið Um starfa sinn fyrir stóru, bresku tónlistarvikublöðin segir hann að það hafi að mörgu leyti ver- ið tilviljunum háð. „Það varð svo smátt og smátt að fullri vinnu. Það kitlaði að sjálfsögðu að lifa og hrær- ast í þessum lífsstíl sem fylgir rokk- inu í smátíma. Þar var maður t.d. að mynda fyrir 2–3 plötuumslög á dag. En hér á Íslandi er maður heppinn ef það eru 2–3 á ári!“ Brian er ánægður með að búa á Íslandi, segir það vera land sem hann hafi tengst vel er hann var að ferðast á árum áður. Og næsta verkefni tengist enn knattspyrn- unni. Nú eru það íslenskir knatt- spyrnudómarar sem eru viðfangið. „Ég á í hálfgerðu ástarsambandi við íslenska knattspyrnu,“ viðurkennir Sweeney. „Það eru ekki margir sem hafa sýnt þessu áhuga en það er að aukast mikið þar sem svo margir ís- lenskir leikmenn eru að spila í Bret- landi núna. Lítil lönd eins og And- orra og San Marino hafa ávallt heillað mig.“ Fótboltavellirnir eru þó enn á dagskrá og Sweeney vonast til að komast til Vestfjarða á næstunni og ná þar dramatískum myndum af al- íslenskum knattspyrnuvöllum. Brian Sweeney heldur ljósmyndasýningu Ljósmynd/Brian Sweeney Ljósmynd/Brian Sweeney Spark- vallalist Morgunblaðið/Golli Brian Sweeney ásamt konu sinni á opnun sýningarinnar. FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ ER lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur runninn upp og ekki úr vegi að bregða sér í kirkju svona til að byrja sunnudaginn vel. Guðspjallasöngur með sveiflu Í Fríkirkjunni hefjast tónleikar kl. 14 með Gospelkompaníinu sem mun flytja kirkjugestum guð- spjallasöng með sveiflu. Þennan eldfjöruga hóp skipa Edgar Smári, Fanny Kristín Tryggvadóttir, Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Hrönn Svansdóttir, Jóhannes Ingi- marsson, Þóra Gréta Þórisdóttir, Óskar Einarsson sem leikur á píanó og sér um tónlistarstjórn, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Hall- dór Gunnlaugur Hauksson trymbill. David O’Higgins tenórsaxófónleik- ari og Agnar Már Magnússon sem leikur á orgel eru gestaleikarar hópsins að þessu sinni. Sagt er að blúsinn sé faðir djass- ins en gospeltónlistin móðir. Margir af helstu djassleikurum veraldar hófu feril sinn með því að syngja gospel í kirkjukórum og syngur Gospelkompaníið allt frá klass- ískum negrasálmum og trú- arópusum Dukes Ellingtons til rokkaðs gospels nútímans. Gospel- kompaníið hefur starfað í rúmt ár þótt hluti hópsins hafi sungið sam- an í fjölda ára. Gospelkompaníið hefur haldið eigin tónleika víðs- vegar um landið og tekið þátt í ýms- um verkefnum, m.a. kristnitökuhá- tíðinni á Þingvöllum, Landslagi Bylgjunnar og Kirkjudögum í Hall- grímskirkju. Ef Gospelkompaníið verður í sín- um vanalega ham í dag má búast við að sveiflan verði heit og villt í Fríkirkjunni. Eistneskar pönnukökur Pönnukökukaffi verður haldið kl. 15 á Kaffi Reykjavík, þar sem Tafe- nau & Vind-dúettinn frá Eistlandi leikur en þeir komu einnig fram sl. föstudagskvöld. Það eru Raivo Tafenau saxófón- leikari og Meelis Vind klarínettu- leikari sem skipa dúóið. Efnisskráin samanstendur af eigin tónverkum og annarra, og heyrst hefur að þeir hafi sérlega góð tök á blúsnum. Gamaldags, flott sveifla Lokatónleikar hefjast síðan á Broadway kl. 20.30 og það er sænska stórsveitin Sandviken Big Band sem leikur undir stjórn Åke Björänge og Kristjana Stef- ánsdóttir mun syngja með. Miða- verð er 2.000 krónur. Sandviken-stórsveitin hóf starf- semi árið 1968 og margir stofnend- anna sem mættu á fyrstu æf- inguna eru enn í sveitinni. Frá upphafi hefur sveitin kappkostað að fá til sam- starfs bæði sænska og er- lenda atvinnudjassleikara sem hafa gefið henni byr undir báða vængi. Meðal þeirra eru Barney Kessel, Clark Terry, Ernie Wilkins, Thad Jones, Bob Brook- meyer og Putte Wickman. Tónleikaferðir hafa alltaf verið mikilvægur þáttur í starfsemi sveitarinnar og hefur hún leikið víða um heim. Frá 1972 fram til þessa dags hafa samtals ver- ið gefnar út 14 plötur, oft með frægum gestasólistum. Hljómsveitin heldur um 35– 40 tónleika á hverju ári. Á efnisskrá sveitarinnar eru klassískir stórsveitarópusar, gjarn- an í anda Counts Basie og Thad Jones/Mel Lewis-stórsveitanna. Ýmsir frægir söngvarar hafa sung- ið með sveitinni, s.s. Georgie Fame og Monica Zetterlund, en á tónleik- unum á Broadway verður það dívan okkar frá Selfossi, Kristjana Stef- ánsdóttir. „Ég syng fjóra standarda með þeim í seinna helming tónleikanna; „The Song is You“, „Never Will I Marry“, „Come Rain Come Shine“ og „My One and Only Love“,“ segir Kristjana sem hlakkar mjög til tón- leikanna. – Hvernig líst þér á bandið? „Þetta er alveg meiriháttar band. Þetta er mjög flott stórsveit með mikilli gamaldags sveiflu.“ – Er gaman að syngja með stór- sveit? „Já, en það er allt öðru vísi. Eins- og fyrir einhvern í strengjakvartett að leika með sinfóníuhljómsveit. Það er svo mikill kraftur en um leið er maður mun bundnari útsetn- ingum. Þetta er alveg rosalega spennandi og gaman að vinna með svona stórum og skemmtilegum hópi.“ Sandviken-stórsveitin þykir meira en klár á sveiflunni. Kristjana tekur nokkra góða „standarda“ með stórsveitinni. Gospelkompaníið ætlar að „sveifla“ í Fríkirkjunni. Jazzhátíð Reykjavíkur Pönnukökur, kirkjustuð og stórsveit BANDARÍSKU brúðhjón- in Donna Goodrich og Jeff Lindholm gengu í það heil- aga fyrir viku. Það væri ekki frásögur færandi hér á norðurslóðum nema fyr- ir það að þau kusu að eyða hveitibrauðsdögum sínum á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tómas R. og Þingvellir „Okkur hefur bæði langað í mörg ár að koma til Íslands og þegar við Jeff og Donna alsæl á Austurvelli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveitibrauðsdagar á Jazzhátíð Stórt óþekkt ævintýri heyrðum að Jazzhátíðin væri í gangi létum við til skarar skríða því við höfum bæði mikinn áhuga á djassi,“ segir Donna sem viður- kennir að Björk sé samt eini ís- lenski tónlistarmaðurinn sem hún þekkti áður en hún kom til lands- ins. „Við þekkjum tónlistarmennina ekki neitt og hlökkum mjög til að heyra í þeim,“ segir Jeff sem sjálf- ur hefur lengi leikið á saxófón, og m.a. í pönkhljómsveit fyrir um 20 árum. „Öll dagskráin er því stórt óþekkt ævintýri fyrir okkur,“ held- ur hann áfram. „Við vitum að stór- sveit leikur á sunnudagskvöld og að Jazzhátíðin býður okkur á þá tón- leika en við vitum ekkert hvernig hinir hljóma.“ Donna og Jeff skelltu sér á tón- leika Tómasar R. Einarssonar á föstudagskvöld þar sem latíndjass réð ríkjum. „Við höfum sérlegan áhuga á á tónlist frá Kúbu sem minnkaði ekki við að sjá kvikmynd- ina Buena Vista Social Club,“ segir Jeff. Nýbökuðu hjónin dvelja á land- inu fram á miðvikudag og ætla til Þingvalla og í hestaferð. Þau eru mikið útivistarfólk og segja ferðina hingað fullkomna fyrir sig þar sem hún sameini tvö af þeirra helstu áhugamálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.