Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 150 kennslustundir Eitt útbreiddasta flrívíddarforriti› í dag. fia› er nota› til a› vinna grafískar myndir í margmi›lun hvort sem er hreyfi- e›a kyrrmyndir. Forriti› er miki› nota› í tækniteiknun og augl‡singa- og hreyfimyndager›. Kennt flri. og fim. 18. september - 11. desember 17:00 - 21:00 3ds max 43ds max 4 firívíddfirívídd HLJÓMSVEITINA Still-uppsteypu þekkja hugs-anlega ekki margir hér álandi, en þó hefur hún verið óhemju dugleg við útgáfu undanfarin ár, aukinheldur sem hljómsveitin hefur náð býsna góð- um árangri utan lands; er með þekktustu hljómsveitum í tilrauna- tónlist. Fyrir skemmstu komu út tveir diskar með tónlist Still- uppsteypu og að auki sendi einn liðsmanna hennar frá sér sólóskífu. Þriggja orða nafn Stilluppsteypa, sem hefur sér- kennilegt nafn sitt úr bútum þriggja orða, var stofnuð árið 1992 og lék tilraunakennt pönk til að byrja með með rafgíturum, tromm- um og tilheyrandi. Smám saman kvarnaðist úr sveitinni og tilraun- irnar urðu róttækari og raftónlist- arlegri. 1995 gekk Sigtryggur Berg Sigtryggson síðan til liðs við þá Stilluppsteypufélaga Heimi Björg- úlfsson og Helga Þórsson og þann- ig hefur sveitin verið skipuð síðan. Þá voru þeir byrjaðir að nota seg- ulbönd við tónsmíðar og -flutning, en um líkt leyti hættu þeir félagar tónleikahaldi um hríð, en urðu þess iðnari við upptökur og útgáfu hjá ýmsum erlendum fyrirtækjum. Af upptökunum má nefna eftirfarandi: 7"; Stilluppsteypa, Inside AM / Make Star Shine með Curver, A Taxi To Tijuana, Nova - Disco, Keep Checking Speed and Comp- leteness of Urineflow Cut-Off, That Would Be með Hafler tríóinu, 10"; Important Anti-Art Dances með Melt-Banana, 12"; Reduce By Re- ducing, snælduna Til eru hljóð- og breiðskífurnar Car Dirty With Jam on a Busy Street, One Side Mona Lisa - The Front Side Only, The Best Pet Possible, tpith or tetapth með irr.app.(ext.), Has (Or Has Not) Happened, Mort aux vaches, Interferences Are Often Reques- ted: Reverse Tendency as Parts Nearly Become Nothing, Not a Laughing Matter, But Rather a Matter of Laughs, We Are Every- one in the Room með TV Pow og nú síðast Stories Part Five sem kom út fyrir skemmstu. Til viðbótar við þetta hafa þeir Heimir og Sig- tryggur sent frá sér sólóskífur, Heimir reyndar tvær slíkar, en önnur sólóskífa Sigtryggs er víst væntanleg, auk þess sem sveitin á lög á fjórtán safnskífum. Nýtt og nýrra Síðasttöldu breiðskífurnar tvær, We Are Everyone in the Room með TV Pow og Stories Part Five, eru nýjar af nálinni, en á fyrri disknum eru upptökur af tónleikaferð Still- uppsteypu með TV Pow um Banda- ríkin síðastliðið haust, en þá lék sveitin í New York, Washington, Pittsburgh, Detroit, Cleveland og Chicago. Tónleikahaldinu var þann- ig háttað að sveitirnar fluttu hvor sína dagskrá en síðan sameinuðust þær á sviðinu í lokin og fluttu fimm- tán mínútna spuna. Spuninn var allur tekinn upp og síðan valið úr á diskinn We Are Everyone in the Room, sem Erstwhile Records gef- ur út, en tónlistin á disknum var ekki unnin frekar en að raða verk- unum á diskinn, enda ekki vert að spilla spunanum. Á Stories Part Five er aftur á móti að finna upptökur frá þessu ári, sem eru að mörgu leyti frá- brugðnar því sem þeir félagar hafa áður sent frá sér, eða eins og Sig- tryggur sagði í viðtali fyrr í sumar: „Tónlistin verður ... fjörugri og hrárri; danshæfari og ruddalegri.“ Kátir piltar Þeir Stilluppsteypufélagar hafa jafnan verið spaugsamir eins og sjá má á plötuheitum og nöfnum sem þeir gefa lögum sínum og eins og til að undistrika það kemur umslag Stories Part Five nokkuð á óvart, ekki þó Stilluppsteypuvinum sem eru ýmsu vanir, heldur þeim sem þekkja til raftónlistar því umslög slíkrar tónlistar eru naum og lykl- uð, myrk og alvarleg. Í áðurnefndu viðtali ræddi Sigtryggur einmitt umslagið á skífunni og segir að þeir félagar hafi lagt mikla áherslu á að ráða því að öllu leyti sjálfir. „Sú mynd sem fólk fær af sveitinni er því að hún sé grafalvarleg, naum- og heildarhyggjusveit ... eitthvað svoleiðis kjaftæði. Þetta finnst okk- ur leiðinlegt því við viljum hafa okkar fjarstæðukenndu nálgun inni.“ Eins og getið er hafa þeir Heimir og Sigtryggur tekið upp á því að gefa út sólóskífur sem sumum þyk- ir eflaust benda til þess að sveitin sé að leysast upp, en þeir Heimir og Helgi, sem staddir voru hér á landi í stuttri heimsókn, segja það af og frá. Á sólóplötunum sé einfaldlega efni sem ekki hafi fallið að því sem þeir hafa verið að gera saman. „Við vinnum yfirleitt hver í sínu lagi og komum síðan saman í stúdíói til að setja saman plötur. Það er allur gangur á því hversu tilbúið það er sem menn koma með inn i hljóð- verið og við gætum okkur á því að hafa engar reglur. Það hefur líka skipt máli í því sambandi að við er- um duglegir að vinna með öðrum og ná okkur í nýjar hugmyndir. Öll okkar tónlist verður til í tilraunum og þegar við síðan komum saman veljum við úr það sem passar sam- an. Stundum kemur fyrir að við er- um sammála um að ekkert þurfi frekar að eiga við viðkomandi hug- mynd, en oft breytast þær líka eftir því sem við leggjum í púkkið.“ Stilluppsteypa er vel við aldur af rokksveit að vera, nálgast óðfluga tíu ára afmælið og þeir félagar segjast eins geta átt eftir að starfa saman næstu hundrað árin. Það sé ekki síst því að þakka að þeir geti gert hvað það sem þeim sýnist utan sveitarinnar. „Um leið og við förum að einskorða okkur við einhverjar ákveðnar aðferðir eða reglur hættir þetta að vera eins gaman.“ Umframeftirspurn Stilluppsteypuverjar eru lúsiðnir eins og sjá má af útgáfulistanum, en að þeirra sögn er eftirspurn eftir útgáfum þó meiri en þeir fá annað, auk þess sem mjög er þrýst á þá um tónleikahald víða um heim. „Það er alltaf skemmtilegra að gefa út góðar plötur með einhverju milli- bili en að vera sífellt að senda frá sér efni bara vegna þess að einhver vill gefa það út. Hvað tónleikana varðar þá stóð til að við færum í tónleikaferð um Evrópu í sept- ember en henni var frestað fram yf- ir áramót af ýmsum orsökum,“ segja þeir Heimir og Helgi, og bæta við að ekki standi á þeim að spila meira, en meðal annars vegna þess að ekkert varð af Evr- óputúrnum verði tónleikahald óvenju lítið á þessu ári. Þeir Heimir, Helgi og Sigtryggur tóku sig allir upp fyrir fjórum árum og fluttust til Hollands og Þýska- lands þar sem þeir hafa dvalið síðan og eru víst ekki á heimleið í bráð. Tilgangurinn með utanförinni var að leggja stund á tónfræði og listir, Heimir og Helgi í Amsterdam í Hollandi, en Sigtryggur í Hannover í Þýskalandi. Flutningurinn út auð- veldaði þeim hljómsveitarlífið til muna, enda lítill markaður fyrir raftónlist í litlu landi og því illt að framfleyta sér á tilraunatónlist á Íslandi. Það þykir þeim aftur á móti ekki skipta svo ýkja miklu máli að þeir skuli ekki allir búa á sömu slóðum. „Við myndum líklega gera meira ef við byggjum allir á saman stað, en þetta er ekkert mál í Mið- Evrópu, það væri annað uppi á ten- ingnum ef einhver okkar byggi á Íslandi.“ Eins og kemur fram í aðfaraorð- um greinarinnar hafa tveir Still- uppsteypudiskar komið á þessu ári og að auki ein sólóskífa og enn stefna þeir félagar í upptökur, hyggjast taka upp DVD Audio disk fyrir Staalplat í Linz í Austurríki í framhaldi af tónleikum þeirra fé- laga á raftónlistarhátíð. Frekari út- gáfa er í bígerð, því diskur sem þeir félagar gerðu með raftónlist- armanninum Francisco López og síðan stendur til að gera plötu með Hafler-tríóinu. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Fjarstæðu- kennd nálgun Eftir níu ára starf Stilluppsteypu liggja nítján út- gáfur af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir skemmstu sendi sveitin frá sér tvær plötur til og af því tilefni tók Árni Matthíasson tali þá Heimi Björgúlfsson og Helga Þórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.