Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 9. september 1971: „Sam- komulagið um Berlín hefur skapað alveg ný viðhorf í þessum málum, sem ekki voru fyrir hendi fyrr á þessu ári. Það gefur auknar vonir um allsherjarsamkomulag um hvernig tryggja megi ör- yggi Evrópuríkja, þ. á m. Íslands. Þess vegna er Berl- ínarsamkomulagið enn ein röksemd fyrir því, að rík- isstjórnin grípi nú ekki til vanhugsaðra ráðstafana í öryggismálum íslenzku þjóðarinnar, en fylgist í þess stað vandlega með þróun mála, sem hugsanlega gæti leitt til nýskipunar í örygg- ismálum aðildarríkja bæði Atlantshafsbandalagins og Varsjárbandalagsins.“ . . . . . . . . . . 9. september 1981: „Fólkið í landinu vill réttlæti og er andstætt einkalausnum vegna pólitísks þrýstings. Það kemur nú í ljós, hvort Framsóknarflokkurinn er enn við sama heygarðs- hornið, þ.e. hvort hann gegnir því hlutverki einu að tryggja SÍS pólitíska fyr- irgreiðslu hins opinbera og þá á kostnað skattgreiðenda og annarra atvinnufyr- irtækja í landinu, hvort „áætlunarbúskapur“ fram- sóknarráðherra er hinn sami nú og á fjórða áratugn- um þegar einkaaðilar voru kúgaðir fyrir kaupfélögin.“ . . . . . . . . . . 8. september 1991: „Þótt umræður um fisk- veiðistefnuna hafi und- anfarna mánuði snúizt fyrst og fremst um það, hvort kvótakerfið í núverandi mynd ætti rétt á sér eða hvort gjaldtaka fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin sé sanngjörn gjósa við og við upp deilur um aðra þætti málsins, sem þó tengjast þessum grundvallarumræð- um með einum eða öðrum hætti.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÓKNARFÆRI TENGD SÍMENNTUN Menntamálaráðuneytið stóðnú í annað sinn fyrir vikusímenntunar, en áður var dagur símenntunar haldinn árlega. Þema vikunnar að þessu sinni var „Ísland og umheimurinn – tungu- mál og tölvukunnátta“ og var markmiðið að þessu sinni að beina athyglinni sérstaklega að þætti tungumála og tölvutækni. Símenntunarvikan var sett síð- astliðinn mánudag af Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra í húsa- kynnum Nýja tölvu- og viðskipta- skólans í Hafnarfirði og í tengslum við stórt átaksverkefni Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar. Ætl- unin er að halda 100 námskeið á þessu ári sem gera félagsmönnum um land allt kleift að tileinka sér algengustu tölvuforrit í leik og starfi og auka jafnframt hæfni þeirra til þess að vera virkir þátt- takendur í upplýsingasamfélagi nútímans. Margvísleg málefni og verkefni á sviði símenntunar hafa verið í brennidepli síðan vikan var sett en um skipulag og framkvæmd verk- efnisins sér Mennt – samstarfs- vettvangur atvinnulífs og skóla í samvinnu við símenntunarmið- stöðvar á landsbyggðinni. Nú um helgina eru fræðsluhátíðir víða um land, enda er „vika símenntunar ætluð öllum“ eins og Þóra Ragn- heiður Stefánsdóttir, verkefnis- stjóri viku símenntunar hjá Mennt, sagði hér í blaðinu fyrr í vikunni. Á málþingi sem haldið var á Hót- el Loftleiðum síðastliðinn miðviku- dag var gerð tilraun til að horfa til framtíðar í tengslum við þema sí- menntunarviku og kom ýmislegt markvert fram í því sambandi. Menntamálaráðherra benti á mik- ilvægi fjarnáms fyrir landsbyggð- ina en nú eru t.d. um 100 nemendur á Vestfjörðum innritaðir í fjarnám í háskólum landsins. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, benti á þá möguleika sem íslenskir háskólar geta átt í framtíðinni með því að sækja inn á alþjóðlegan markað þar sem nem- endur stunda fjarnám. Hann ítrek- aði mikilvægi þess að þjálfa ís- lenska nemendur í erlendum tungumálum til þess að auka möguleika þeirra á að nýta sér fjarnám erlendis, t.d. í bland við staðbundið nám hér heima. Af mál- flutningi hans er ljóst að miklir möguleikar eru fyrirsjáanlegir á sviði fjarkennslu sem aukið geta hæfni og möguleika íslenskra nem- enda svo um munar. Það kom glöggt fram á mál- þinginu að Netið er orðið afar mik- ilvægur þáttur í upplýsingaöflun. Í því sambandi benti Eyþór Eð- varðsson hjá IMG á að samfélag okkar væri nú þegar að breytast yfir í þekkingarsamfélag þar sem aðgangur að samskiptatækni skipti miklu máli. Óhætt er að taka undir orð hans um mikilvægi þess að allir geti nýtt sér samskipta- tækni og þar með þekkingu, en ef til vill er um leið ástæða til þess að minna á að Netið er frekar upplýs- ingamiðstöð en þekkingarmiðstöð, því þá þekkingu sem þar liggur getur enginn nýtt sér að marki nema hafa hlotið þjálfun við að flokka og leita í þeim hafsjó sem þar mætir venjulegum notendum. Það má því fastlega gera ráð fyrir að skólakerfið verði í síauknum mæli að laga sig að nýjum aðstæð- um hvað þetta snertir í framtíð- inni. Í nútímasamfélagi, þar sem tækniframfarir eru óskaplega ör- ar, er símenntun tæki sem skipt getur sköpum við að viðhalda þekkingu og hæfni einstaklingsins. Ekki er ólíklegt að í framtíðinni muni skertur aðgangur að upplýs- ingum verða ein helsta fötlun ein- staklinga, eins og Björk Vilhjálms- dóttir formaður BHM, lét í veðri vaka á málþinginu. Símenntun á Íslandi er því að sönnu verðugt forvarnarverkefni fyrir almenning sem skipt getur sköpum í tengslum við sóknarfæri atvinnulífsins og samfélagsins í heild. K YNÞÁTTAFORDÓMAR eru eitthvert ógeðfelldasta birtingarform ótta manns- ins við það sem er öðruvísi og framandi. Kynþáttafor- dómar leynast alls staðar og ekki er til það þjóðfélag sem laust er við vandamál tengd kynþáttum. Í Durban í Suður-Afríku átti í þessari viku að stíga skref í átt til þess að uppræta kynþáttafordóma. Ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna um kynþáttafordóma breyttist hins vegar nánast í sirkus þar sem hver höndin var upp á móti annarri og það virtist vera ógerningur að setjast niður og ræða vandamálin og leiðir til að taka á þeim. Það er ekki að efa að margt gott hafi komið fram á ráðstefnunni en þeir sem hana sátu sögðu meira að segja að deilurnar, sem urðu til þess að hún nánast leystist upp, hefðu einnig sett svip sinn á aðrar umræður. Ráðstefnunni átti að ljúka í gær, föstudag, en ákveðið var að fram- lengja hana um einn dag til að knýja fram sam- komulag um lokayfirlýsingu. Það virtist vera í höfn en á síðustu stundu hljóp snurða á þráðinn. Það þarf vart að taka fram að eftir að samkomulag náðist um orðalag varðandi þrælasölu, þrælahald og nýlendukúgun var helsti ásteytingarsteininn meðferð Ísraela á Palestínumönnum. Stéttlausir á Indlandi og blökkumenn í Brasilíu En það var ekki aðeins reynt að koma í veg fyrir umræðu um þrælahald og ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs. Ýmis indversk samtök kröfðust þess að rædd yrðu örlög og hlutskipti svokallaðra dal- íta eða stéttleysingja og stéttakerfið á Indlandi sem leiðir til þess að um 160 milljónir manna í lægsta þrepi þjóðfélagsins búa við kúgun og út- skúfun og 240 milljónir manna alls í Suður-Asíu. Eitt dæmi sýnir í hnotskurn ástandið á Indlandi. Í litlu þorpi, sem nefnist Kalvakol, myrtu íbúarnir stéttlausan mann. Hann var dreginn út á akur, pyntaður og brenndur. Haft var eftir ekkju hans að hann hefði verið myrtur vegna þess að hann var lágstéttarmaður sem var of stoltur til að hegða sér í samræmi við það. Hvern dag koma fordómarnir til dæmis í ljós í skólakerfinu. Víða á Indlandi þurfa börn af lægri stigum að sitja á af- mörkuðum svæðum og oft jafnvel fyrir utan skóla- stofur. Fjölskyldur þeirra þurfa að lifa fyrir utan þorpin og þegar stéttlaus maður sest niður og pantar tebolla fær hann öðruvísi bolla en hinir – ef hann fær þá að setjast niður. Indversk stjórnvöld sögðu að það væri ekki við hæfi að ræða þessi mál á þinginu. Hér væri á ferð innanríkismál sem kæmi fordómum ekkert við. Þau benda reyndar á að stjórnvöld séu að vinna gegn þessum fordóm- um og það er rétt að mörkin milli stétta eru aðeins farin að gliðna í borgum þótt ekkert gangi í sveit- um. Kínverjar eru því andsnúnir að meðferð þeirra á Tíbetum sé tengd kynþáttafordómum og ýmis ríki Evrópu eru andvíg því að ræða málefni síg- auna í Evrópu. Talið er að um átta milljónir síg- auna búi í Evrópu og hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst yfir því að meðferð þeirra sé eitt alvarlegasta mannréttindavandamál álfunnar. Sígaunarnir eru oft og tíðum ólæsir og búa utan hins hefðbundna þjóðfélags. Evrópuráðið hefur fordæmt meðferð sígauna í Evrópu harkalega og segir að þeir séu fórnarlömb kynþáttafordóma, mismununar og of- beldis. Þrælahaldi í Norður- og Suður-Ameríku lauk ekki fyrr en árið 1888 þegar þrælahald var bannað í Brasilíu. Þar í landi er nú að koma fram hreyfing blökkumanna sem fer vaxandi og heldur því fram að Brasilíumönnum af afrískum uppruna sé fyrir fátæktar sakir meinað að njóta ýmissa þeirra for- réttinda sem íbúar landsins af evrópskum upp- runa njóta. Þegar Brasilía fékk nýja stjórnarskrá var afkomendum strokuþræla heitið nýju landi en lítið var um efndir. Nú vilja þeir fá landið sem þeim var lofað. Blökkumönnum í Brasilíu hefur verið kennt um að innleiða kynþáttafordóma í landinu en þeir vísa til þess að blökkumenn séu í meirihluta í fátækrahverfunum og þótt blökku- menn séu næstum helmingur þjóðarinnar séu að- eins örfáir fulltrúar þeirra framarlega í stjórn- málum eða á þingi og spyrja á móti hvort það beri ekki kynþáttafordómum vitni. Litarhátturinn er ekki alltaf undirrót fordóm- anna. Það vakti athygli þegar Abdoulaye Wade, forseti Senegals, lýsti yfir því í upphafi árs að um þessar mundir væri verr farið með íbúa Burkina Faso á Fílabeinsströndinni en blökkumenn í Evr- ópu. Sengalar urðu að biðjast afsökunar á þessum ummælum en þessi hreinskilnislega gagnrýni þótti hins vegar tíðindum sæta, ekki síst hinn óhagstæði samanburður við hvíta manninn í Evr- ópu. Nokkrar milljónir manna frá Burkina Faso búa á Fílabeinsströndinni sem allt undir það síð- asta hefur verið fremur friðsælt ríki. Um miðjan síðasta áratug tók forseti landsins, Henri Konan Bedie, hins vegar að draga íbúa landsins í dilka eftir því hvort þeir voru sannir íbúar Fílabeins- strandarinnar eða ekki. Þetta leiddi til þess að Alassane Outtara, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, var meinað að bjóða sig fram vegna þess að upp- runi hans var dreginn í efa. Gilti þar einu að hann hafði verið forsætisráðherra í forsetatíð Felix Houphouet-Boigny. Outtara er nú í útlegð í Frakklandi, en flokkur hans segir að útilokun hans frá forsetakosningunum hafi ekki verið neitt annað en herbragð til að ýta stórum hópi fólks til hliðar. Ýmsir íbúar landsins óttast nú um hag sinn þótt rekja megi búsetu þeirra í landinu aftur um nokkra ættliði. Alnæmi og kyn- þáttafordómar Kynþáttafordómar teygja anga sína víða. Peter Piot, yfirmaður alnæmisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, greindi frá því í Durban að hefði útbreiðsla alnæmis verið mest í Evrópu, en ekki Afríku og einkum bitnað á hvítu fólki, hefði verið brugðist hraðar við og af meira örlæti. Hann benti á að misgóður aðgangur að lyfjumm til að halda HIV í skefjum væri eitt skýrasta dæmið um mismunun á heimsvísu: „Meðferðir, sem hafa slegið verulega á dánartíðni í velmegunarríkjun- um, eru einfaldlega utan seilingar flestra þeirra, sem eru með HIV.“ Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru nú 36 milljónir manna smitaðar af HIV og búa 25,3 milljónir þeirra í Afríku. Í frétt á fréttavef BBC var kerfi farandverkamanna á tímum aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku tekið sem dæmi um það hvernig kynþáttafordómar endurspeglast í útbreiðslu alnæmis. Þar þurftu karlar að fara langar leiðir frá heimilum sínum og voru í raun skildir frá konum sínum þannig að eðlilegt fjöl- skyldulíf var útilokað og ýtt var undir skyndi- kynni. Um leið nutu blökkumenn ekki sömu heil- brigðisþjónustu og menntunar og bjuggu við lakari kjör. Útbreiðsla alnæmis var mest meðal þeirra sem bjuggu við lökustu kjörin. Þessari upptalningu er ætlað að sýna hversu flókið og margbrotið vandamálið í raun er. Um leið sést hvað það teygir anga sína víða. Ísland er ekki undanskilið þótt hér sé ef til vill ekki hægt að benda á stór vandamál. Oft er þó sagt frá því að hér á landi verði útlendingar fyrir aðkasti vegna hörundslitar. Undanfarið hefur fjölbreytni ís- lensks mannlífs aukist mjög og í bæjum víða um land er stór hluti íbúanna nú af erlendu bergi brotinn. Nýlega var í Morgunblaðinu rætt við nokkra útlendinga, sem eru komnir víða að og hafa sest að hér landi ýmist til lengri eða skemmri tíma. Flestir báru þeir dvölinni hér vel söguna. Þó hafa komið upp dæmi þar sem atvinnurekandi hefur holað niður útlendingum í húsnæði sem hann hefði aldrei vogað sér að bjóða Íslendingum. Ef horft er lengra aftur var framkoma okkar gagnvart gyðingum, sem hér leituðu hælis vegna ofsókna nasista, ekki til fyrirmyndar og sömu sögu má segja um þá afstöðu að óæskilegt væri að aðrir en hvítir Bandaríkjamenn gegndu herþjón- ustu á Íslandi. Verði haldið rétt á spöðunum á það hins vegar að verða þjóðfélaginu til framdráttar að hingað berist áhrif hvaðanæva að og ætti slík innspýting allt eins að vera mótvægi við stöðnun og einangr- un á sama hátt og þeir, sem bornir eru hér á landi og barnfæddir, leita í stöðugt auknum mæli eftir reynslu og tækifærum á erlendri grundu. Við eig- um að taka á móti þeim, sem hingað leita, eins og við viljum að tekið sé á móti okkur þegar við för- um erlendis. Fjarvera Colins Powells glatað tækifæri? Það má segja að ráð- stefnan í Durban hafi að vissu leyti verið ein- stakt tækifæri fyrir Bandaríkjamenn til þess að slá sér upp. Colin Powell utanríkisráðherra hefur tekist að klifra hærra í valdastiganum í Bandaríkjunum en nokkrum öðrum blökkumanni þar í landi og hefði hann sótt ráðstefnuna hefði þegar verið sleginn annar tónn. Það mátti líka heyra á ummælum annarra bandarískra blökkumannaleiðtoga, til dæmis Jesses Jacksons, að þá sveið að hann skyldi ekki sækja ráðstefnuna um kynþáttafordóma. Bandaríkjamenn hafa nú yfirburðastöðu í al- þjóðastjórnmálum og eina ríkið sem um þessar mundir á óskorað tilkall til þess að kallast heims- veldi. Nú eru meira að segja komnar fram þær raddir í Bandaríkjunum sem segja að Bandaríkja- menn eigi ekki að líta á tal um heimsveldi eða heimsvaldasinna sem móðgun, heldur taka því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.