Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Frank og Brúarfoss koma í dag, Bold og Ak- ureyrin fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Del- lach kemur í dag, Brú- arfoss kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. kl. 10 boccia, leik- fimi og vinnustofa kl. 9, baðþjónusta kl. 13, kl. 14 félagsvist. Versl- unarferð á miðvikudag- inn kl. 10, banki þriðju- dag kl. 10.15. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10– 16 púttvöllurinn opinn, kl. 16 myndlist. Allar upplýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–11.30 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Haustlitaferð verður þriðjudaginn 25. sept- ember kl. 13. Ekið um Kjósarskarð til Þing- valla. Farið um Grafning og Línuveg heim. Kaffi- hlaðborð í Nesbúð. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fótaaðgerðir mánu- og fimmtud. Uppl. í síma 565 6775. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska fram- hald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félagsstarf aldraðra Garðabæ, miðvikudag- inn 12. sept. kl. 14. í Kirkjuhvoli verður kynning á félags- og tómstundarstarfinu í haust. Opið veður í vinnustofum og leiðbein- endur útskýra vetr- arstarfið. Skráð í vetr- arklúbba, námskeið, vinnustofur og leikfimi. Fulltrúi frá Strætó kynnir ný leiðakerfi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Félagsmiðstöðin er opin alla daga frá kl. 13–17. Félagsvist á morgun kl. 13:30. Innritun á mynd- listarnámskeið hjá Re- bekku. Á morgun þarf að greiða fyrir dags- ferðina 13. sept. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda fellur niður. Þriðjudagur: Skák kl. 13 allir vel- komnir. Haustfagnaður FEB og ferðakynning Heimsferða verða hald- in föstudaginn 14. sept- ember. Húsið opnað kl. 18.30, veislustjóri Sig- urður Guðmundsson, matur, Ekkókórinn syngur, leikarar úr Snúð og Snældu skemmta, ferðakynn- ingar, happdrætti, Hjördís Geirs og Guð- mundur Haukur sjá um dansinn. Haustlitaferð til Þingvalla 22. sept- ember kvöldverður og dansleikur í Básnum. Leiðsögn Pálína Jóns- dóttir og Ólöf Þórarins- dóttir. Skráning hafin. Farið verður til Kan- aríeyja 20. nóvember. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10–16 í s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13 ferðakynning frá Ferðaskrifstofunni Sól, Kýpur, m.a. happdrætti „Gaman saman“, um- sjón Edda Bald- ursdóttir og Árni Norð- fjörð, allir velkomnir, kl. 14. kóræfing hjá Gerðu- bergskór, dans hjá Sig- valda fellur niður. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, gler- og postu- línsmálun kl. 9.30, Enskuhópar hittast kl. 13, þriðjud. 11. sept- ember, kínversk leik- fimi hefst kl. 17.15 þriðjudaginn 11. sept. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun leikfimi kl. 15. Miðvikudaginn 12. september kl. 14 verður kynning á vetr- arstarfseminni í Gull- smára. Félagsheimilið, Félag eldri borgara í Kópavogi, Hana-nú ásamt ýmsum áhuga- mannahópum munu kynna starfsemi sína. Skráning á námskeið verða á kynningunni. Leikfimin er á mánu- dögum og mið- vikudögum kl. 9.05, að- eins einn hópur í september. Allir vel- komnir. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Öll vetr- arstarfsemin er farin í gang, skáning í nám- skeiðin stendur yfir, bútasaumur, trémálun, glerskuður, kortagerð perlusaumur, útskurður, postulínsmálun, leikfimi. og almenn handavinna. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, kl. 13 spil- að. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaaðgerð, kl. 12– 15 bókasafn. Leir- námskeið hefst fimmtu- daginn 5. október, frá kl. 10–15. Innritun stendur yfir, takmarkaður fjöldi. Upplýsingar í síma 568- 6960. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10–11 boccia, og ganga. Tréút- skurður hefst miðviku- daginn. 12. september. Almenn handavinna er byrjuð eftir sumarleyfi. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, morgunstund og handmennt, kl. 10 fóta- aðgerðir, kl. 13 leikfimi og frjálst spil. Öll starf- semi í stöðinni er hafin og skráning í eftirfar- andi námskeið stendur yfir, bókband, búta- saum, glerbræðslu, gler- skurð, körfugerð, leir- mótun og smíði. Hana-nú, Kópavogi. Mánudagur 10. sept- ember kl. 13 verður spjallstund í Gjábakka. Kynning verður á nám- skeiðum Endurmennt- unarstofnunar Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir endurmennt- unarstjóri og Sigrún Björnsdóttir verkefn- isstjóri mæta á fundinn. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja. Eldri borgarar, fimmtudaginn 13. september verður farið frá kirkjunni kl. 10 að Moldnúpi undir Eyja- föllum, kaffiveitingar þar, ekið til Víkur í Mýr- dal, komið við á Skóg- um. Fararstjóri Pálmi Eyjólfsson, verið vel- komin upplýsingar veitir Dagbjört í s. 510-1034 eða 561-0408. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15. Sjálfsbjörg, fé- lagsheimilið Hátúni 12. Á morgun kl. 19. brids. Kvenfélag Kópavogs vinnukvöld vegna basars mánudag kl. 20 í Hamra- borg 10. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra Kópavogi. Æfing- ar/haustkynningar verða í Digraneskirkju 11. og 13. september kl. 11.15. Kristniboðsfélag karla. Fundur veður í Kristni- boðssalnum mánudag- inn 10. september kl. 20, Benedikt Arnkelsson hefur biblíulestur. Allir karlmenn velkomnir. Í dag er sunnudagur 9. september, 252. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! (Jes. 60, 1.) Í VIÐTÖLUM í fjölmiðl- um við Helga Hjörvar, for- seta borgarstjórnar, um vanda heimilislauss fólks talaði hann um heimili eða gistiskýli fyrir þetta fólk. Það er gott að fólkið fái skjól en ég er hræddur um að þetta fólk muni jafnvel þurfa að búa þar lengi og það leysir ekki vanda þess. Helgi talaði líka um að fólk yrði að vera á leigumark- aðnum í þessari tveggja ára bið sem er sögð vera eftir íbúð hjá borginni. En það er nú svo að ég veit dæmi þess að fólk hafi þurft að bíða mikið lengur. Hann talaði um niður- greidda leigu, jafnvel æv- ina á enda. Skilur hann það ekki að fólk er á götunni vegna þess að það getur ekki borgað þessa himin- háu leigu sem er á leigu- markaðnum? Tvö ár á flækingi eru mjög langur tími. Það er ekki bara um óreglufólk að ræða sem er heimilislaust það er líka reglusamt fátækt fólk, jafnvel með börn. Á kannski að bjóða því fólki að búa í gistiskýlum? Allir þurfa að eiga öruggt heim- ili og finnst mér mál til komið að borgarstjórn leysi þennan vanda eins og hægt er. Mér finnst skrýt- ið af hverju ekkert heyrist frá borgarstjóra um þetta stóra alvarlega mál þar sem velferð fólks og barna er í hættu. Hallgrímur Kristinsson. Nýtur Garðabær friðhelgi ? ÉG vil svara pistli um Garðabæ sem birtist í Vel- vakanda 1. september sl. Þar er því haldið fram að Garðabær njóti ein- hverrar sérstakrar frið- helgi og að hér komist „vandræða“unglingar upp með hvað sem er. Það sýn- ir nú ekki mikið mann- dómsmerki að koma með svona fullyrðingar og skrifa svo ekki einu sinni undir nafni. Viðkomandi sem skrifaði bréfið heldur því fram að ekki sé óhætt að fara út að ganga vegna hættu af að vera ofsóttur af unglingum.Ég mundi nú halda að unglingar í bæn- um hafi eitthvað annað og betra að gera en að elta aldrað fólk. Og það þarf ekki meira en að keyra í gegnum bæinn til að sjá að hér er fullt af fólki sem fer út að ganga bæði á kvöldin og á daginn, ég held að flestir, ef ekki allir, telji sig frekar örugga að ganga í gegnum bæinn. Og ekki er hægt að kenna unglingum um öll innbrot sem eru framin. Þótt innbrotið hafi ekki komið í fjölmiðlum þarf það ekki að þýða að bærinn njóti friðhelgi. Ef öll innbrot sem eru framin kæmu í fréttunum þá væri nú bara ekki pláss fyrir mikið meira í fréttatíman- um. Ég er alls ekki að halda því fram að hér ger- ist aldrei neitt og að Garðbæingar séu einhverj- ir englar, en hérna búa bara venjulegir unglingar eins og í öllum öðrum bæj- arfélögum. Ekki kemur það í fréttunum í hvert sinn sem einhver kastar kínverja annars staðar. Njóta þá öll bæjarfélög friðhelgi? Og svo má líka nefna það að nemendurnir sem voru að sprengja reyksprengjur og fremja önnur skemmdarverk, þurftu að taka afleiðingun- um og borga skaðabætur og voru einhverjir reknir úr skólanum. Nemandinn sem skrifaði bréfið segir líka að ekkert af þessu hafi komið fram í fjölmiðlum, en næstum öll þessi dæmi sem hann taldi upp komu í fjölmiðlum. Svo ég mundi halda að Garðabær sé bara venjulegur bær með venju- legum en uppátækjasöm- um unglingum. Vigdís Halldórsdóttir, nemandi í 10. bekk Garðaskóla. Dýrahald Maja er týnd HÚN Maja fór að heiman frá sér mánudaginn 3. sept. og hefur ekki komið heim aftur. Hún býr á Hrísateigi 21 og hennar er sárt saknað af dóttur, fóst- ursystrum og eigendum. Hún er 2 ára, þrílit, hvít, svört og rauð, með rauða ól og skilti. Ef einhver veit hvar hana er að finna, vin- samlega látið vita í síma 5882378. Nágrannar eru einnig beðnir um að at- huga í geymslur og skúra. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Borgarstjórn finni lausn Víkverji skrifar... ÞAÐ fer íslenskum knattspyrnu-áhugamönnum afskaplega illa að fyllast bjartsýni. Það kom vel í ljós í vikunni. Eftir stórglæsilegan sigur á sterku liði Tékka um síðustu helgi hamaðist hver sérfræðingurinn á fætur öðrum að spá því að Íslend- ingar næðu að minnsta kosti þriðja sætinu í riðlinum eða jafnvel öðru sæti og fengju þar af leiðandi auka- leik um laust sæti á HM í Japan og Suður-Kóreu á næsta ári. Til þess þyrfti bara að vinna Norður-Íra í Belfast og Dani í Kaupmannahöfn. Enn einu sinni sannaðist að best er að halda sig við jörðina, fagna þegar ástæða er til en vera auðmjúk- ur og lítillátur þess á milli. x x x VÍKVERJA hefur borist eftirfar-andi bréf frá Gunnari H. Ingi- mundarsyni, rekstrarstjóra Hins ís- lenska bókmenntafélags: „Ágæti Víkverji. Í tilefni skrifa þinna sl. sunnudag um nám vinkonunnar í 8. bekk. Það hefur almennt verið vandi bókaútgefenda að endurnýja reglu- lega gerð námsefnis. Helgast það einkum af kostnaðarsamri vinnu höf- unda og prentsmiðja og einnig því að ekki er tryggt að milli ára sé sama námsefnið kennt, það á reyndar fremur við eldri bekki og framhalds- skóla. Alvarlegasti vandi útgefenda er þó hversu mikið af námsefni er LJÓS- RITAÐ! Fyrir ljósritin fær útgef- andinn ekki krónu í sinn hlut til þess að geta endurnýjað námsbækurnar. Allt frá 1. bekk grunnskóla til loka háskólanáms er ýtt að nemendum ljósrituðum æfingablöðum, greinum og jafnvel stórum hluta útgefinna námsbóka og -rita sem útgefandinn á enn nægar birgðir af. Það er mark- visst, meðvitað eða ómeðvitað, allt frá fyrstu tíð ýtt undir virðingarleysi nemenda fyrir því að kaupa og eiga vandaðar (skóla)bækur, sem jafnvel síðar á lífsleiðinni verða nauðsynleg- ar uppflettibækur til símenntunar eða til ánægju þegar kvöð skyldu- lesningar er að baki. Sagt hefur verið að blindur sé bók- laus maður, velta má fyrir sér hvort hálfblindur sé sá sem af ljósritum lærir – þegar textinn er slitinn úr samhengi við heildarverkið. Kannski er þetta aðeins tímanna tákn, náms- efnið einnota „rusl“, sem henda má strax eftir notkun. En reginmunur er á lausum, ósamstæðum pappírs- ljósritum og fallegri og vandaðri bók – prentgrip sem sómir sér vel í heim- ilisbókasafninu. Hvernig verður komið fyrir „bókaþjóðinni“ í nánustu framtíð, ef innan skólakerfisins verð- ur haldið áfram á þessari óheilla- braut og verðmætamati ungmenna nútímans ekki snúið við – þar sem allt annað en (nauðsynleg) bókakaup situr í fyrirrúmi? Fyrir stuttu tók fréttastofa Sjónvarps viðtal við framhaldsskólanemendur sem voru í óða önn að kaupa skólabækur, nýjar og notaðar, en formáli spyrjandans var eitthvað á þessa leið; „er ekki dýrt að kaupa bækur?“, eins og það skipti öllu máli, ekki það hvort bæk- urnar væru álitlegar, virkuðu spenn- andi, væru vel fram settar o.s.frv, nei, inntak fréttamannsins var „er ekki hræðilegt að þurfa að kaupa bækur?“! Líklega áhrif af óhóflegri ljósritunarnotkun á námsferlinum. Vonandi geta Víkverji og félagar hans notað áhrifamátt sinn í barátt- unni.“ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 kæti, 4 hæðum, 7 garm, 8 hagnaður, 9 álít, 11 væna, 13 baun, 14 mork- in, 15 þungi, 17 heiti, 20 illgjörn, 22 lýkur, 23 áþekkum, 24 geil, 25 ákveð. LÓÐRÉTT: 1 áfjáð, 2 örðug, 3 ekki gott, 4 skraf, 5 streymir áfram, 6 vatnafiskur, 10 ólyfjan, 12 óhljóð, 13 bók- stafur, 15 karldýr, 16 hrotta, 18 ílát, 19 skóla- gangan, 20 andvari, 21 sundfugl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 spikfeita, 8 sækir, 9 dolla, 10 lóu, 11 merka, 13 rómur, 15 hests, 18 signa, 21 orm, 22 spónn, 23 álfur, 24 sparnaður. Lóðrétt: 2 pukur, 3 karla, 4 eldur, 5 túlum, 6 ósum, 7 saur, 12 kot, 14 óði, 15 hæsi, 16 skólp, 17 sonur, 18 smána, 19 giftu, 20 aura. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.