Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 23
vinna á. Það er grunnt á kvikunni og tilsvörin verða harðneskjuleg þegar hálfspakur ferðamaður velt- ir því fyrir sér hvað fái fólk til þess að búa við þær aðstæður að vera í sífelldum ótta. Látum ekki hrekja okkur úr landi okkar „Við erum Namibíumenn og við látum ekki hrekja okkur úr landi okkar, þótt þeir í Zimbabwe séu að láta í minni pokann,“ segir Gundolf þegar talið berst að miklum girð- ingarmannvirkjum kringum bæinn hans. Hann viðurkennir að um margt sé tilveran á gresjunni í óvissu. Valdhafar hafi þó ekki tek- ið upp fjandsamlega afstöðu gegn hvítum íbúum landsins, sem eru um 80 þúsund talsins, þar af um 30 þúsund af þýskum uppruna eins og þau Irena. Heildaríbúatalan er hins vegar um 1,6 milljónir, helm- ingur þeirra af Owambo-þjóð- flokknum, sem ræður ríkjum. Fyrrum skæruliðar SWAPO sitja nú í öllum æðstu embættum. Gun- dolf segir að margir æðstu valda- mennirnir séu vel hæft fólk og vel- viljað. Hins vegar hrjái stjórnkerfið í heild sá gamli Afr- íkudraugur sem er ættræknin. Ekki er spurt um hæfi þegar ráðið er í störf, heldur ráða frændsem- istengsl. Uppskeran er spilling. Það er gaman að spjalla við þennan lífsreynda mann í skugga trjákrónunnar. Hann er vel að sér og skýr, og það er auðvelt að gleyma sér í samanburði á tveimur heimum, hans og mínum. En nú er kominn tími til að halda áfram veiðum. Ég tek upp GPS-tækið og hef á orði að við séum 26,6 km frá Steinhausen-búgarðinum og sólin sé nú í dagmáli á ferð sinni um norðurhvelið. Hann brosir í kamp- inn og segir að það sé líklega rétt. Hann þekkir eyktamörkin og þarf enga aðstoð frá gervitunglum. Á slóð gráa draugsins Eftir talsverða göngu erum við komnir á svæði þar sem skógurinn er farinn að þéttast. Hér gæti ver- ið kúdú, antilópan sem kölluð er grái draugurinn vegna þess hve erfitt er að greina hana milli trjánna. Hún er næststærsta antil- ópan, ægifögur, einkum tarfarnir með metralöng snúin horn. Gund- olf segir mér að skima um eftir glampa sem slær á hornin, ofar- lega í háum runnagróðri. Við för- um hægt yfir og gætum þess að fara hljóðlega. Gundolf finnur spor sem hann fullyrðir að séu ekki hálfrar stundar gömul. Spennan eykst og við fetum okkur móti hlýrri golunni. Eina von okkar er að dýrin hafi farið þá leiðina, svo þau fái ekki veður af okkur. Og sú er raunin. Gundolf snertir hönd mína varlega og bendir mér á að kíkja í rétta átt. Þar glitrar á hornin. Hann hvíslar að mér að þarna séu tveir tarfar, sem báðir hafi náð nægilegri stærð. Við skríðum á fjórum fótum næstu hundrað metrana og göng- um svo álútir í skjóli þykkra runna. Allt í einu sjáum við hvar hornin hreyfast, – þeir eru að koma í áttina til okkar. Gundolf skellir niður tvífæti úr tré og segir mér að vera tilbúinn. Ég set riff- ilinn á tvífótinn og hagræði honum við öxlina. Örfáum sekúndum síðar birtist annar tarfurinn á bersvæði framundan. Skotið ríður af og tarf- urinn fellur við en stekkur því næst upp úr gróðrinum með fítons- krafti og er horfinn. Ég ætla að hlaupa á eftir honum en Gundolf þrífur í öxlina á mér, skipar mér að hlaða aftur og láta lítið á mér kræla. Ég hafði hitt dýrið vel en Gundolf segir að það taki antilópuna alltaf einhvern tíma að drepast. Þar til hún missir meðvitund er hún hættulegasta dýrið í skóginum. Ef hún kemur auga á manninn reynir hún að nota dauðakippina til að jafna metin og tekst það stundum. Við bíðum því með byssurnar spenntar, án þess að hreyfa okkur. Loks tekur Gundolf upp talstöð og kveikir á henni. Kallar í Jakob og segir honum hvað gerst hafi og biður hann um að koma með bíl- inn. Eftir dágóða stund heyrum við í bílnum en síðasta spölinn kemur Jakob fótgangandi og fer að öllu með gát. Við göngum að þeim stað sem dýrið var þegar það var skotið og Jakob leggst á fjóra fætur og skoðar svörðinn. Hann gefur bendingu um hvert það hef- ur farið og eftir nokkra stund lyft- ir hann steinvölu með blóðdropa á. „Dýrið hefur ekki farið langt,“ seg- ir hann sigri hrósandi. Hann held- ur áfram að skoða jarðveginn og stráin, runnana og fetar sig áfram. Þetta tekur ógnartíma og mér er orðið ómótt. Ég horfi yfir um- hverfið og hugsa um hversu auð- veldlega stór dýr geta horfið í mittishátt grasið. Vonleysið er um það bil að gera vart við sig, en Jakob heldur áfram að fylgja slóð- inni, – ótrúlega hægt. Jakob er búskmaður og hefur al- ist upp við það frá barnæsku að fylgja slóð veiðidýra. Gundolf segir að það komist engir með tærnar þar sem búskmennirnir hafi hæl- ana þegar kemur að því að fylgja slóðum dýra. Loksins, – loksins sést glitta í hornin. Tarfurinn liggur stein- dauður 140 metra frá skotstað. Gundolf tekur lauf og stingur upp í munn þessa tignarlega dýrs, tekur grein sem hann vætir í blóði þess og færir mér. Weitmannsheil. Heill veiðimanninum. Eftir að búið er að taka innan úr dýrinu er það dregið með spili upp á bílpallinn. Síðan er haldið af stað. Það er komið hádegi, sólin í hánorðri. Við Gundolf ákveðum að fara að vatnsbóli og láta þar fyrir berast meðan við fáum okkur hádegismat- inn, og jafnvel smálúr. Jakob er einfær um að koma dýrinu í slát- urhúsið heima á bænum. Við kom- Ljósmynd/Gísli Baldur Gundolf og Jakob taka innan úr kudu. Sambýliskona eins vinnumanna Gundolfs með tvö börn sín fyrir framan hús þeirra. Fremst er hlóðaeldstó þar sem öll matseld fjölskyldunnar fer fram. Hús- ið er utan við girðinguna um Steinhausen-búgarðinn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 23 Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 20. september 2001 á Hótel Loftleiðum í Þingsal 5 og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá 1. Kjör til stjórnar félagsins. 2. Önnur mál löglega fram borin. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF Hluthafafundur 20. september 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.