Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 35 Ég .is Vandað 20 klst. leiðtoganámskeið um tengsl, persónulegan styrk og tækifæri Viltu læra að þekkja eigin styrk og nýta hann betur í starfi Ef svarið er já, þá er námskeið fyrir þig! og einkalífi? Viltu styrkja og efla sjálfan þig á tímum breytinga og óstöðugleika ? Ég.is Dagskrá Undirbúningur - Ármúli 5 Dagur 1- Hótel Glymur, Hvalfirði Dagur 2 - Hótel Glymur, Hvalfirði 16:00 - 18:00 08:00 09:00 - 10:00 10:00 - 10:30 10:30 - 12:30 12:30 -13:30 13:30 - 18:00 20:30 07:30 - 08:30 08:30 - 10:00 10:00 - 10:30 10:30 - 12:30 12:30 - 13:30 13:30 17:00 17:00 Persónulegt leiðtogapróf Leiðtogatígulsins ® Brottför frá Ármúla 5, Reykjavík Æfingar í að takast á við það óvænta Kaffihlé Inngangur um nútíma samfélag, þörfin fyrir leiðtogahugsun Hádegisverður Leiðtogatígullinn®, útskýringar og hugtök Kvöldverður - Hópverkefni á léttum nótum! Morgunverður Æfingar í að takast á við það óvænta Kaffihlé Skipulag og notkun tengslanets, hugkort og sex hatta aðferð Edward De Bono Hádegisverður Að nota Leiðtogatígulinn® í lífi og starfi Heimferð Ármúla 5, 108 Reykjavík Sími 581-1314, Fax 581-1319 Nánari upplýsingar: rakel@step.is Verð kr. 69.000.- allt innifalið. Ath. að félagsmenn ýmissa stéttarfélaga geta sótt um styrk vegna námskeiðsins Þrjú námskeið á haustönn: Námskeið I. 12/9, 21/9 og 22/9 II. 27/9, 8/10 og 9/10 III. 25/10, 8/11 og 9/11 - (aðeins ætlað konum). Námskeið Námskeið Syngjandi sæl og glöð... Ný tónlistarstefna með nýjum tónlistarstjórum Fríkirkjan í Reykjavík hefur ráðið tvo tónlistarstjóra til starfa frá 1. september sl., þau Önnu Sigríði Helgadóttur og Carl Möller. Með ráðningu þessarra tveggja tónlistarstjóra verða gerðar áherslubreytingar í tónlistarstarfi Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Lögð verður áhersla á að tónlistin sé hluti af því annars öfluga safnaðarstarfi sem þar fer nú fram og mun léttleiki og gleði verða í fyrirrúmi í tónlistinni. Til stendur að koma af stað öflugu kórstarfi með áhugasömu söngfólki innan sem utan safnaðarins, þar sem tekin verða fyrir verkefni í trúarlegri tónlist, þ. á m. gospel. Innritun í kórinn og kynning á tónlistarstarfinu fer fram í Fríkirkjunni nk. fimmtudag, 13. september, kl. 20:30. Allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veita þau: Hjörtur Magni Jóhannsson, s. 899 4131, Anna Sigríður Helgadóttir, s. 861 3843, Carl Möller, s. 897 2594, og skrifstofa safnaðarins í s. 552 7270. ÞÝSKUNÁMSKEIÐ Í GOETHE-ZENTRUM Hin vönduðu þýskunámskeið fyrir byrjendur, skemmra komna og lengra komna hefjast 24. september. Skráning og beiðni um upplýsingar í síma 551 6061 (kl. 15-18 frá þriðjudegi til föstudags) og á netfanginu goethe@simnet.is. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að skrá sig fyrir 22. september. Námskeið á haustönn 2001: Byrjendur mánudaga kl. 18-19.30; Katharina Gross Grunnstig 1 miðvikudaga kl. 20-21.30; NN Grunnstig 2 þriðjudaga kl. 18-19.30; Magnús Sigurðsson Miðstig miðvikudaga kl. 18-19.30; Angela Schamberger Talþjálfun þriðjudaga kl. 20-21.30; Angela Schamberger Talþjálfun fyrir eldri borgara mánudaga kl. 20-21.30; Ursula Dane - hefst 8.10. Barnanámskeið: framhald fyrir yngri og eldri börn. Yngri: Laugad. kl. 13.30-14.15. Eldri: Laugad. kl. 14.30-15.15; Katharina Gross Bókmenntanámskeið sonntags kl. 20-21.30; Peter Weiss und Sabine Barth - Beginn 21.10. ORRI Vigfússon, formaður NASF, hefur greint frá því að sjóðurinn muni á næstu vikum gefa út bók til fjáröflunar fyrir NASF. „Að venju stendur mikið til hjá NASF,“ segir Orri. „Baráttan fyrir verndun villtra laxastofna á Íslandi heldur áfram. Á næstu vikum kemur út á vegum NASF náttúrulífsbók, hugljúf saga sem greinir frá lífsferli laxins og ómótstæðilegum töfrum hans. Höfundur bókarinnar er Þór Sigfússon sem þekkir vel til ís- lenskrar náttúru og lýsir lífi laxa- pars af miklu næmi. Fallegar mynd- ir eftir Brian Pilkington skreyta bókina og mun ágóði af sölu hennar renna til baráttu fyrir verndun Norður-Atlantshafslaxins. Þessi bók er tilvalin gjöf fyrir bæði börn og fullorðna,“ bætti Orri við. Stóraukin sókn í sjóbirting og sjóbleikju Margir hafa haft á orði að ein af ástæðunum fyrir hnignun laxveiðiáa sé stórvaxandi ásókn í veiðileyfi og með því aukið álag þar sem stanga- fjöldi er víðast í algeru hámarki. Síð- ustu árin hafa minnkandi laxveiði og hækkandi verð veiðileyfa hrakið fjölmarga stangveiðimenn á önnur mið. Í sjóbirting og sjóbleikju. Til marks um aukna aðsókn í sjó- birting má nefna að fimm svæði SVFR í grennd við Kirkjubæjar- klaustur, Hörgsá, Tungufljót, Eld- vatn á Brunasandi, Eldvatnsbotnar í Meðallandi og Seglbúðasvæði Gren- lækjar, eru öll uppseld í september og október og komast færri að en vilja. SVFK er einnig með nokkur svæði á þessum slóðum og eru þau helstu, Geirlandsá, Vatnamót og nokkur holl í Jónskvísl, löngu upp- seld, en eitthvert lítilræði er enn að hafa í Fossálum og Hörgsá ofan brúar. Hafa margir þegar af því áhyggjur að hinn viðkvæmi fiskur sjóbirtingurinn muni ekki þola slíkt álag til lengdar. Álag á þekktustu sjóbleikjuárnar hefur einnig aukist gífurlega og telja ýmsir að áhrifanna gæti nú þegar. Fyrir tiltölulega fáum árum voru 5–6 punda bleikjur ekki óal- gengar í ám en slíkir fiskar teljast nú til undantekninga. Þriggja punda bleikja þykir nú stórfiskur. Sjó- bleikja tekur oft gríðarlega vel og menn þekkja mörg dæmi um að veiðimenn hreinsi hylji þegar vel hittir á með tökur, einkum þegar veitt er með maðki. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Það hefur rignt mikið austan- lands að undanförnu og sam- göngur með ánum versnað. Hér eru veiðimenn við Vesturdalsá í vandræðum. NASF gef- ur út bók til fjár- öflunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.