Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 35
Ég
.is
Vandað 20 klst. leiðtoganámskeið um
tengsl, persónulegan styrk og tækifæri
Viltu læra að þekkja eigin styrk og nýta hann betur í starfi
Ef svarið er já, þá er námskeið fyrir þig!
og einkalífi?
Viltu styrkja og efla sjálfan þig á tímum breytinga og óstöðugleika ?
Ég.is
Dagskrá
Undirbúningur - Ármúli 5
Dagur 1- Hótel Glymur, Hvalfirði Dagur 2 - Hótel Glymur, Hvalfirði
16:00 - 18:00
08:00
09:00 - 10:00
10:00 - 10:30
10:30 - 12:30
12:30 -13:30
13:30 - 18:00
20:30
07:30 - 08:30
08:30 - 10:00
10:00 - 10:30
10:30 - 12:30
12:30 - 13:30
13:30 17:00
17:00
Persónulegt leiðtogapróf
Leiðtogatígulsins ®
Brottför frá Ármúla 5, Reykjavík
Æfingar í að takast á við það
óvænta
Kaffihlé
Inngangur um nútíma samfélag,
þörfin fyrir leiðtogahugsun
Hádegisverður
Leiðtogatígullinn®, útskýringar
og hugtök
Kvöldverður - Hópverkefni á
léttum nótum!
Morgunverður
Æfingar í að takast á við það
óvænta
Kaffihlé
Skipulag og notkun tengslanets,
hugkort og sex hatta aðferð
Edward De Bono
Hádegisverður
Að nota Leiðtogatígulinn® í lífi
og starfi
Heimferð
Ármúla 5, 108 Reykjavík
Sími 581-1314, Fax 581-1319
Nánari upplýsingar: rakel@step.is
Verð kr. 69.000.- allt innifalið. Ath. að félagsmenn ýmissa stéttarfélaga geta sótt um styrk vegna námskeiðsins
Þrjú námskeið á haustönn: Námskeið I. 12/9, 21/9 og 22/9
II. 27/9, 8/10 og 9/10
III. 25/10, 8/11 og 9/11
- (aðeins ætlað konum).
Námskeið
Námskeið
Syngjandi sæl og glöð...
Ný tónlistarstefna með nýjum tónlistarstjórum
Fríkirkjan í Reykjavík hefur ráðið tvo tónlistarstjóra til starfa frá 1. september sl., þau Önnu Sigríði Helgadóttur
og Carl Möller. Með ráðningu þessarra tveggja tónlistarstjóra verða gerðar áherslubreytingar í tónlistarstarfi Frí-
kirkjunnar í Reykjavík. Lögð verður áhersla á að tónlistin sé hluti af því annars öfluga safnaðarstarfi sem þar fer
nú fram og mun léttleiki og gleði verða í fyrirrúmi í tónlistinni. Til stendur að koma af stað öflugu kórstarfi með
áhugasömu söngfólki innan sem utan safnaðarins, þar sem tekin verða fyrir verkefni í trúarlegri tónlist, þ. á m.
gospel.
Innritun í kórinn og kynning á tónlistarstarfinu fer fram í Fríkirkjunni
nk. fimmtudag, 13. september, kl. 20:30. Allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar veita þau: Hjörtur Magni Jóhannsson, s. 899 4131, Anna Sigríður Helgadóttir, s. 861 3843,
Carl Möller, s. 897 2594, og skrifstofa safnaðarins í s. 552 7270.
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
Í GOETHE-ZENTRUM
Hin vönduðu þýskunámskeið fyrir byrjendur,
skemmra komna og lengra komna hefjast
24. september. Skráning og beiðni um upplýsingar í
síma 551 6061 (kl. 15-18 frá þriðjudegi til föstudags)
og á netfanginu goethe@simnet.is. Væntanlegir
þátttakendur eru beðnir um að skrá sig
fyrir 22. september.
Námskeið á haustönn 2001:
Byrjendur
mánudaga kl. 18-19.30; Katharina Gross
Grunnstig 1
miðvikudaga kl. 20-21.30; NN
Grunnstig 2
þriðjudaga kl. 18-19.30; Magnús Sigurðsson
Miðstig
miðvikudaga kl. 18-19.30; Angela Schamberger
Talþjálfun
þriðjudaga kl. 20-21.30; Angela Schamberger
Talþjálfun fyrir eldri borgara
mánudaga kl. 20-21.30; Ursula Dane - hefst 8.10.
Barnanámskeið: framhald fyrir yngri og eldri börn.
Yngri: Laugad. kl. 13.30-14.15. Eldri: Laugad. kl. 14.30-15.15;
Katharina Gross
Bókmenntanámskeið
sonntags kl. 20-21.30; Peter Weiss
und Sabine Barth - Beginn 21.10.
ORRI Vigfússon, formaður NASF,
hefur greint frá því að sjóðurinn
muni á næstu vikum gefa út bók til
fjáröflunar fyrir NASF.
„Að venju stendur mikið til hjá
NASF,“ segir Orri. „Baráttan fyrir
verndun villtra laxastofna á Íslandi
heldur áfram. Á næstu vikum kemur
út á vegum NASF náttúrulífsbók,
hugljúf saga sem greinir frá lífsferli
laxins og ómótstæðilegum töfrum
hans. Höfundur bókarinnar er Þór
Sigfússon sem þekkir vel til ís-
lenskrar náttúru og lýsir lífi laxa-
pars af miklu næmi. Fallegar mynd-
ir eftir Brian Pilkington skreyta
bókina og mun ágóði af sölu hennar
renna til baráttu fyrir verndun
Norður-Atlantshafslaxins. Þessi bók
er tilvalin gjöf fyrir bæði börn og
fullorðna,“ bætti Orri við.
Stóraukin sókn í sjóbirting
og sjóbleikju
Margir hafa haft á orði að ein af
ástæðunum fyrir hnignun laxveiðiáa
sé stórvaxandi ásókn í veiðileyfi og
með því aukið álag þar sem stanga-
fjöldi er víðast í algeru hámarki. Síð-
ustu árin hafa minnkandi laxveiði og
hækkandi verð veiðileyfa hrakið
fjölmarga stangveiðimenn á önnur
mið. Í sjóbirting og sjóbleikju.
Til marks um aukna aðsókn í sjó-
birting má nefna að fimm svæði
SVFR í grennd við Kirkjubæjar-
klaustur, Hörgsá, Tungufljót, Eld-
vatn á Brunasandi, Eldvatnsbotnar í
Meðallandi og Seglbúðasvæði Gren-
lækjar, eru öll uppseld í september
og október og komast færri að en
vilja. SVFK er einnig með nokkur
svæði á þessum slóðum og eru þau
helstu, Geirlandsá, Vatnamót og
nokkur holl í Jónskvísl, löngu upp-
seld, en eitthvert lítilræði er enn að
hafa í Fossálum og Hörgsá ofan
brúar. Hafa margir þegar af því
áhyggjur að hinn viðkvæmi fiskur
sjóbirtingurinn muni ekki þola slíkt
álag til lengdar.
Álag á þekktustu sjóbleikjuárnar
hefur einnig aukist gífurlega og
telja ýmsir að áhrifanna gæti nú
þegar. Fyrir tiltölulega fáum árum
voru 5–6 punda bleikjur ekki óal-
gengar í ám en slíkir fiskar teljast
nú til undantekninga. Þriggja punda
bleikja þykir nú stórfiskur. Sjó-
bleikja tekur oft gríðarlega vel og
menn þekkja mörg dæmi um að
veiðimenn hreinsi hylji þegar vel
hittir á með tökur, einkum þegar
veitt er með maðki.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Það hefur rignt mikið austan-
lands að undanförnu og sam-
göngur með ánum versnað. Hér
eru veiðimenn við Vesturdalsá í
vandræðum.
NASF gef-
ur út bók
til fjár-
öflunar