Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 55  Málum rispurnar, ekki bílinn.  Sparar tíma og peninga.  Bíllinn tilbúinn samdægurs. Hjólkó, Smiðjuvegi 26, sími 557 7200. Frábærar rispuviðgerðir á bílalakki SAGAN segir að við Íslendingar séum mikil bókaþjóð. Við lesum mest allra þjóða, eigum flest nóbelsskáld miðað við höfðatölu og látum með skáldin eins og þjóðhetjur, segjum stolt börnum okkar sögur af skáldum sem barnung hjuggu menn í herðar niður og gröfum jafnvel önnur upp og holum þeim aftur niður mörgum sinn- um og í mörgum bútum. Við köllum bókmenntirnar okkar þjóðararf og allt gott um það að segja en lengi má gott bæta, ef þannig má að orði kom- ast. Þrátt fyrir að eiga í fullu tré við helstu bókmenntaþjóðir hefur okkur yfirsést einn mikilvægur þáttur bók- menntageirans. Hluti bókmennta sem ávallt hefur átt undir högg að sækja og eru eins og aðrar bókmennt- ir misgóðar, sumar rusl en aðrar til þess gerðar að hefja huga lesandans upp á æðra stig. Þetta eru teikni- myndasögur í víðasta skilningi. Íslensk menningararfleið hefur ekki skilað til okkar skilningi á hlut- verki myndasagna nema þá sem tímaeyðslu fyrir börn. Það sem þau lesa þangað til þau geta lesið alvöru bókmenntir. Þetta er misskilningur. Myndasögur eru ekki undirmáls heldur bæta þær kjöti á beinhvítar blaðsíður bókmenntahefðarinnar. Bókin sem hér er til umfjöllunar, Like a Velvet Glove Cast in Iron, eftir Daniel Clowes er framúrskarandi dæmi um þá snilld sem okkur getur yfirsést ef litið er fram hjá myndasög- um. Sögumaðurinn, Clay, leitar horf- innar ástkonu sinnar. Hann leggur í ferðalag sem verður eftir því sem lengra er farið allt óskiljanlegra og óþægilegra. Allir sem hann hittir eru á skjön við það sem við mundum kalla eðlilegt en þó á svo fíngerðan hátt að Clay og lesandinn eru ekki tilbúnir til að missa vonina um að allt sé þetta byggt á eigin misskilningi. Eins og gefur að skilja reynir Clay, sem virð- ist að vísu vera gæddur ótrúlegu jafn- aðargeði, að koma skikki á tilfinning- ar sínar og það eina sem heldur honum við efnið er takmarkið; hin týnda ást. Það er þó fátt sem vinnur með honum í þessari leit því á leið sinni verður hann fyrir ótrúlegustu misþyrmingum, líkamlegum sem og tilfinningalegum. Clowes leiðir okkur inn í sögu manns sem hefur misst undirstöðurn- ar í lífi sínu. Ekki ólíkt því sem Kafka fjallar um í Hamskiptunum nema þar voru það breytingar á söguhetjunni sem skilgreindu einangrun hans frá umheiminum. Hér er það hins vegar raunveruleikinn sem tekið hefur u- beygju og skilið sögumanninn, Clay, eftir í reykjarkófi martraðarinnar. Lesandanum er ekki gert hægt um vik við lestur bókarinnar. Uppbygg- ing sögunnar er tætingsleg. Minn- ingaglefsum er skotið inn með að því er virðist óskipulögðum hætti og hversu vel sem maður reynir að ná tökum á framvindunni virðist eini fastinn vera sá að nálgast fullkomna niðurlægingu söguhetjunnar. Þrátt fyrir þetta er bókin fyndin og er það kannnski einn helsti votturinn um hversu vel Clowes tekst að spila með tilfinningar lesendans. Brosið tengist þó ekki gleði. Brosið er varnarháttur sem við notum við lesturinn til að geta innbyrt þann fáránleika sem boðið er upp á. Það sem situr eftir er eins og seiðingur eða lágt ýlfur í huganum ekki ólíkt tilfinningunni sem fylgir gleymdum draumi. Það er dapurlegt til þess að hugsa að fleiri Íslendingar muni ekki kynna sér það sem þessi bók hefur fram að færa einungis vegna þess að í henni eru teiknaðar myndir auk textans. Martröðin hefur aldrei verið mynd- rænni. MYNDASAGA VIKUNNAR Like a Velvet Glove Cast in Iron eft- ir Daniel Clowes. Útgefið af Fantagraphics Books, 1993. Bókin fæst í Nexus á Hverfisgötu. ,,Hver er bylgjulengdin, Kenneth? heimirs@mbl.is T-sett aðeins 650 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.