Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ODDGEIR Guðjónsson, smiður, fræðimaður og fyrrverandi bóndi í Tungu í Fljótshlíð, fæddist 4. júlí árið 1910. Undanfarin tvö sumur hefur hann mætt til vinnu á Breiðabólstað nánast upp á hvern virkan dag. Það eru ekki léttustu verkin sem hann leggur fyrir sig því hann endurhlóð gamla hlöð- ugryfju frá árinu 1930 í fyrrasum- ar. Reyndar var hann nokkuð kunn- ugur þessari gryfju því hann var meðal þeirra sem hlóðu hana fyrir 71 ári og má geta þess að honum lék nokkur forvitni á að vita hvort gamalt legsteinsbrot sem hann lagði í suðausturhorn hleðslunnar væri þar enn. Það stóð sem stafur á bók og færði hann Þórði á Skógum legsteinsbrotið til varðveislu. En það er ekki aðeins að hann búi yfir óvenju öflugu minni heldur nær þekking hans yfir ótrúlega vítt svið. Hann kann nánast til allra verka sem innt hafa verið af hendi til sjávar og sveita sl. 90 ár og gott betur. Hann gerir við og endurnýj- ar gamla muni sem fólki er annt um. Og þegar handverkinu sleppir sest hann niður við fræðimennsku af ýmsum toga, svo sem ættfræði, sögur samferðafólks, sögu sveitar og síðast en ekki síst Njálssögu. Má til gamans geta þess að á nýaf- stöðnu Njáluþingi sem haldið var í Sögusetrinu á Hvolsvelli hélt hann áhugavert erindi um ýmis ágrein- ingsmál sem snerta staðfræði Njálu. M.a. vísaði Oddgeir á bug staðsetningu Jóns Böðvarssonar á Gunnarshólma sem Hreinn Har- aldsson jarðfræðingur staðfesti að væri trúlegast rétt hjá Oddgeiri, því sá staður sem Jón hefur haldið fram sl. 20 ár að væri hinn eini sanni Gunnarshólmi reyndist vera mun yngri skv. jarðfræðirann- sóknum Hreins. Oddgeir Guðjónsson er sagna- brunnur ungum sem öldnum um Breiðabólstað, kirkju staðarins og kirkjugarð. Hann var einn þeirra sem fremst stóðu í endurnýjun Breiðabólstaðarkirkju fyrir fáum árum og vílaði þá ekki fyrir sér að standa uppi í trjónutré til að taka við turninum sem hífður var ofan á tréð. 91 árs staðar- smiður og Njálufræðingur Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Oddgeir Guðjónsson athugull og vandvirkur við smíðar á Breiðabólstað. Í bakgrunn má sjá hluta hleðslunnar sem getið er um í greininni. Breiðabólstað. Morgunblaðið. á þeim launum að fólk vilji koma þangað til starfa.“ Landspítala-háskólasjúkrahúsi hefur borist fjöldi uppsagna frá sjúkraliðum og munu þær taka gildi 1. október. Ekki náðist í Önnu Stef- ánsdóttur hjúkrunarforstjóra Land- spítala-háskólasjúkrahúss til að fá staðfestar nákvæmar tölur um nú- verandi fjölda uppsagna en að sögn Lilju Stefánsdóttur, aðstoðarmanns hjúkrunarforstjóra voru þær þegar orðnar yfir eitthundrað talsins um miðja vikuna. Samkvæmt upplýs- ingum Kristínar eru flestar upp- sagnir á bráðasviðinu en einnig hafa borist uppsagnir frá geðdeildum og fleiri deildum. KJARASAMNINGAR sjúkraliða við ríkið og sveitarfélögin hafa verið lausir frá 1. nóvember á síðasta ári og að sögn Kristínar Á. Guðmunds- dóttur, formanns Sjúkraliðafélags Íslands, miðar enn ekkert í deilunni. Ríkissáttasemjari boðaði síðast til fundar á mánudaginn var en Kristín segir að lítið hafi gerst á þeim fundi. Næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður næstkomandi þriðju- dag. Á föstudag fundaði Anna Stefáns- dóttir, hjúkrunarforstjóri Landspít- ala-háskólasjúkrahúss með Kristínu og trúnaðarmönnum sjúkrahússins og var þá m.a. farið yfir stöðuna í samningamálunum. „Það er mjög mikill óróleiki á stofnuninni um stöðu mála,“ segir Kristín um nið- urstöðu fundarins. „En það skal tekið fram að við erum ekki í neinni baráttu við Landspítalann, við erum í raun og veru samherjar og viljum að sjúkrahúsið fái nægilega margt fólk til starfa, en það verður að vera Vilji til verkfalls fyrir hendi Sjúkraliðafélagið hefur gert könnun á vilja félagsmanna til verk- falls og í ljós kom að afgerandi meirihluti þeirra sem svöruðu, eða rúm 84%, vill að gripið verði til verkfallsaðgerða til að þrýsta á um gerð samninga. Á næstu dögum munu sjúkraliðar greiða atkvæði um hvort fara eigi í verkfall og hafa kjörseðlar þegar verið sendir til fé- lagsmanna Sjúkraliðafélagsins. „Ef ákvörðun verður tekin um að fara í verkfall verður farið í þrjú þriggja daga verkföll og það fyrsta hæfist 1. október,“ segir Kristín. Hún segir að sjúkraliðar hafi ekki slegið af sínum kröfum sem eru að fá leiðréttingu á launum í samræmi við það launaskrið sem orðið hefur hjá öðrum stéttum. „Þar horfum við helst til hjúkr- unarfræðinga, lögreglumanna og tollvarða. Samningar hafa nú tekist við allar stéttir nema sjúkraliða, en ástæða þess að ekkert hefur miðað í viðræðum sjúkraliða og samninga- nefndar ríkisins er sú að þeir hafa verið að þrjóskast við að leiðrétta laun sjúkraliða í samræmi við það launaskrið sem verið hefur hjá öðr- um stéttum,“ segir Kristín. Milli 1400 og 1500 sjúkraliðar eru starfandi í landinu en verkfallið tæki til um 800 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. Samið verður sér- staklega við sveitarfélögin en hing- að til hafa þau skrifað undir þann samning sem ríkið hefur gert við sjúkraliða. „Sveitarfélögin hafa ósk- að eftir því að gera sjálfstæðan kjarasamning að þessu sinni,“ segir Kristín. „Undanfarið hefur vinna verið lögð í að samræma kjarasamninga sem sveitafélögin hafa gert við starfsmannafélög sveitarfélaga ann- ars vegar og Sjúkraliðafélagið hins vegar. Engin launaumræða hefur enn farið í gang.“ Undanfarna daga hefur Kristín fundað með sjúkraliðum víða um land. „Hljóðið í sjúkraliðum er í samræmi við það sem kom út úr könnuninni, það er mikil óánægja og vilji fyrir verkfalli er fyrir hendi.“ Kristín segist þrátt fyrir allt vera bjartsýn á að skriður komist á samningaviðræður á næsta fundi með samninganefndinni. Ekkert miðar í kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins DRAGNÓTABÁTAR hafa fengið mjög góðan afla í Garðsjó und- anfarna daga en dragnótaveiðar máttu hefjast í Faxaflóa í byrjun síðustu viku. Þrettán bátar hafa leyfi til dragnótaveiða í Faxaflóa og hafa þeir fengið allt upp í 18 tonn af sandkola eftir daginn. Að sögn Ásgeirs Baldurssonar, skipstjóra á Sæljóni RE, er þetta besta byrjun á dragnótaveiðum í Faxaflóa í áraraðir. „Við höfðum ekki miklar væntingar í ár, enda var fremur léleg veiði fyrstu dag- ana í fyrra. Bátarnir fengu hins vegar mjög góðan afla fyrsta dag- inn eins og oft áður en síðan hef- ur verið afbragðs veiði alla vik- una,“ sagði Ásgeir sem var í landi á föstudag, enda fullt út úr dyrum hjá vinnslunni og þar á bæ réðu menn ekki við meiri fisk. „Ég man ekki eftir svo góðri byrjun hér í Flóanum, það er að minnsta kosti mjög langt síðan vertíðin fór svona vel af stað. Menn kunna ekki einhlítar skýr- ingar á þessu, skilyrðin fyrir kol- ann hljóta að vera hagstæðari en áður.“ Sæljón RE er eitt hinna níu raðsmíðaskipa sem smíðuð voru fyrir íslenskar útgerðir í Kína og komu hingað til lands sl. sumar. Auk Sæljóns RE eru þrjú önnur skipanna þegar komin á veiðar, Rúna RE, Vestri BA og Ýmir. „Skipið hefur reynst mjög vel og reyndar vonum framar. Þetta er fyrirtaks sjóskip og mér sýnist frágangur allur vera til fyr- irmyndar. Auðvitað þarf að fín- pússa eitt og annað eins og alltaf þegar menn koma með glæný skip á miðin,“ sagði Ásgeir. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Góð byrjun í Flóanum Í VETUR verður gerð tilraun með notkun smáskilaboða í far- síma, svokallaðra SMS boða, við kennslu í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Sverrir Páll Erlendsson, íslenskukennari við skólann, hef- ur veg og vanda af tilrauninni og hefur hann fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að prófa notkun farsíma við kennsl- una. Tilraunin verður gerð með einum bekk eða helmingi nem- enda úr tveimur bekkjum. Sverrir Páll segir að tilraunin feli í sér notkun þriggja sam- skiptaleiða í hópvinnu, farsíma með smáskilaboðum, tölvupósts og samskiptaforritsins iPulse frá Oz, en með því er hægt að senda skilaboð úr tölvu í farsíma og öf- ugt. Hann segir að þannig þurfi nemendur sem vinna saman verk- efni ekki endilega að vera staddir á sama stað, þess vegna geti þeir verið hver í sínu landi. Nemendur geti verið sendir út af örkinni til að afla upplýsinga og efnis fyrir verkefnið og verið í sambandi við hina í hópnum með sms-skila- boðum. Sverrir Páll segir að þannig sé hægt að halda fundi þar sem nem- endur sendi skilaboð á milli, t.d. með tölvupósti eða smáskilaboð- um og noti jafnvel líka taltæki og heyrnartól sem eru tengd við tölv- urnar. Sverrir segir að þannig geti nemandi fengið boð um að nú sé hópurinn farinn að vinna, hann eigi t.d. að koma sér að tölvunni eða vera í sambandi við hópinn með sms-skilaboðum. Farsímarnir litlar námstölvur Sverrir Páll segir að langflestir nemendur við skólann eigi far- síma og að hugmyndin hafi verið að nýta þetta tæki í skólastarfi. Hann segir að hann hafi ómögu- lega getað sætt sig við að skóla- kerfið brygðist við farsímaeign nemenda með því eina móti að banna nemendum að nota þá, hann taldi að það hlyti að vera hægt að finna einhverja leið til að hafa af símunum meira gagn en til þessa. Hann segir farsímana í raun vera litlar námstölvur og að þeir séu sífellt að verða fullkomnari, m.a. sé hægt að nota þá til að fletta upp á vefsíðum. Fleiri möguleikar geti boðist, t.d. að nemendur geti skoðað tölvupóst- inn sinn með síma og séð einkunn- ir sínar. Menntaskólinn á Akureyri verður settur um miðjan mánuð- inn og segir Sverrir Páll að það eigi eftir að koma í ljós hvernig nemendum lítist á tilraunina. SMS notað við kennslu Tilraunaverkefni í MA í vetur FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður í opinberri heim- sókn í Norður-Þingeyjarsýslu dag- ana 10. og 11. september. Heimsókn- in hefst á sýslumörkunum við Imbuþúfu á mánudagsmorguninn, þar sem Halldór Kristinsson sýslu- maður tekur á móti forseta og fylgd- arliði, ásamt fulltrúum sveitar- stjórna í sýslunni. Á fyrri degi heimsóknarinnar heimsækir forseti Kelduneshrepp, Öxarfjarðarhrepp og Raufarhafnar- hrepp. Móttaka verður fyrir forseta í Skúlagarði og fer forseti og fylgd- arlið hans einnig í Ásbyrgi og að Dettifossi. Þá verða fyrirtæki, stofnanir og skólar heimsótt. Á þriðjudag heimsækja forseti og fylgdarlið hans Svalbarðshrepp og Þórshafnarhrepp. Heimsókninni lýkur með fjölskyldusamkomu í Fé- lagsheimilinu Þórsveri á þriðjudags- kvöldið. Forseti Ís- lands heim- sækir N-Þing- eyjarsýslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.