Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeiðið Ég.is Persónulegur styrkur og tækifæri Starfsþróunarfyrir-tækið Skref fyrirskref stendur fyrir námskeiðinu Ég.is, þjálfun fyrir stjórnendur og starfsmenn. „Þetta er tveggja daga leiðtoganám- skeið um tengsl, persónu- legan styrk og tækifæri sem fer fram á Hótel Glym í Hvalfirði og hefst fyrsta námskeiðið 12. september nk.,“ sagði Rakel Ýr Guðmundsdóttir, verkefnastjóri námskeið- anna. Hún var spurð um á hvað yrði lögð áhersla á námskeiðunum. „Mesta áherslan verður lögð á leiðtogatígulinn, sem er þjálfunarlíkan til þess að efla og þroska leiðtogahæfileika. Þetta líkan hefur verið í þróun sl. 30 hjá prófessor Peter Kostenbaum. Þetta tæki hefur verið notað mjög víða í stórfyrirtækjum á borð við IBM og Ford, þar hafa stjórn- endur verið þjálfaðir. Hér á landi hefur Skref fyrir skref þjálfað stjórnendur hjá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur með leið- togatíglinum – auk þess hefur hann verið notaður hjá ýmsum öðrum fyrirtækjum.“ – Hvernig er leiðtogatígullinn saman settur? „Hann er samsettur úr fjórum ásum sem eru næmi, framsýni, djörfung og veruleiki. Þetta eru þeir eiginleikar sem leiðtogi þarf að þroska og búa yfir til þess að geta orðið góður leiðtogi. Það er mikilvægt að leiðtoginn hafi alla ásana nokkuð jafna og viðhaldi spennu þar á milli.“ – Hvað einkennir hvern ás? „Næmi þýðir það að sýna um- hyggju og innlifun. Næmur stjórnandi er vakandi fyrir þörf- um samstarfsmanna sinna. Fram- sýni er að hugsa á nýjum og stærri brautum. Framsýnn stjórnandi hefur víðan sjóndeildarhring. Djörfung er að taka afstöðu og stjórna óhrædd- ur. Djarfur stjórnandi sýnir frumkvæði og bregst óhræddur við aðstæðum í umhverfinu og tekur áhættu. Veruleikinn er að meta aðstæður út frá staðreynd- um og raunsær stjórnandi styðst við staðreyndir og einbeitir sér að raunhæfum markmiðum. Hann gerir sér engar grillur. Listin er að halda jafnvægi milli þessara ása og til þess að ná hámarks- árangri sem leiðtogi þarf hann að uppfylla þessi atriði og ná jafn- vægi milli ásanna.“ – Hvernig fer þjálfunin fram? „Áður en námskeiðið hefst munu allir þátttakendur taka svo- kallað leiðtogapróf þar sem þeir eru látnir meta sjálfa sig með því að svara spurningum. Síðan eru tveir aðrir látnir svara sömu spurningum um viðkomandi, t.d. vinnufélagi og vinur eða maki. Þegar búið er að svara öllum þessum spurningum eru niður- stöður teiknaðar upp sem þrír tíglar og niðurstöður svaranna hjá þessum þremur að- ilum síðan bornar saman. Ef mik- ið ósamræmi er milli tíglanna er það vísbending um að viðkomandi hafi nokkuð skekkta mynd af sjálfum sér eða gefur a.m.k. til- efni til að skoða af hverju þetta misvægi er milli tíglanna.“ – Hefur þessi þjálfun reynst vel? „Hún hefur reynst gríðarlega vel. Þetta er mjög gott hjálpar- tæki til þess að sjá hvar styrkleiki liggur og hvar viðkomandi hefur tækifæri til þess að bæta sig svo að hann verði öflugur leiðtogi. Eftir þetta próf vinna þátttakend- ur áfram með niðurstöðurnar á námskeiðinu sjálfu.“ – Hvað erð þið með mörg nám- skeið af þessu tagi? „Námskeiðin eru þrjú á haust- önn, þau fara öll fram á Hótel Glym og hefjast hin tvö 27. sept- ember og 25. október nk. Miðað við viðbrögð munum við væntan- lega verða með aukanámskeið í nóvember.“ – Hvers vegna heitir námskeið- ið Ég.is? „Við vildum fá nafn sem væri lýsandi fyrir það að námskeiðið snýst einkanlega um einstakling- inn og hvernig hann getur betur nýtt eigin styrk og bætt sig með sjálfsskoðun.“ – Fer fleira fram á námskeið- inu en þjálfun með leiðtogatígl- inum? „Já, meðal annars verður fjallað um skipulag og notkun tengslanets og sex hatta aðferð Edward De Bono, sem miðar að því hvernig hægt er að stýra fundum á árangursríkan hátt. Einnig verður farið í aðra þætti, svo sem hvernig takast má á við breytingar og áhrif breytinga á fólk. Þá verður farið í æfingar til þess að takast á við hið óvænta, en þar verða þátttakendur látnir spreyta sig í útileikjum með það að markmiði að láta reyna á hópstarf, frum- kvæði og samkeppni meðal þátttakenda. Seinni dag nám- skeiðsins verður farið í æfingar í að nota leiðtogatígulinn í lífi og starfi. Við leggjum áherslu á við þátttakendur að þeir haldi áfram að nota tígulinn eftir að námskeiðinu lýkur og að það að þjálfa upp leiðtogahæfileika sé ævilangt starf. Námskeiðin eru fyrir stjórn- endur og sérfræðinga og þá sem vilja efla sig á tímum breytinga og óstöðugleika.“ Rakel Ýr Guðmundsdóttir  Rakel Ýr Guðmundsdóttir fæddist 23. maí 1972 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og BS-prófi í rekstrarfræði frá Við- skiptaháskólanum á Bifröst. Hún var rekstrarstjóri hjá Íslenska útvarpsfélaginu frá árinu 1998 til maí 2001 og er nú verk- efnastjóri hjá starfsþróunarfyr- irtækinu Skref fyrir skref. Mesta áhersl- an lögð á leið- togatígulinn RANNSÓKN á hvarfi Valgeirs Víðissonar, sem saknað hefur verið síðan 19. júní 1994, er enn fram haldið hjá lögreglunni í Reykjavík. Rannsókn á þætti karlmanns, vegna gruns um refsiverða aðild að hvarfi Valgeirs, hefur hins vegar verið hætt, þar sem lögreglunni þótti ekki efni til að halda henni áfram. Síðast var tekin skýrsla af manninum vegna málsins í desember síðastliðn- um. Nýlega úrskurðaði Hæstiréttur að lögreglan skyldi afhenda verj- anda mannsins fjóra dómsúrskurði um símhleranir í tengslum við rann- sóknina. Í dómi Hæstaréttar er 1. mgr. 88. gr. laga um meðferð op- inberra mála, sem fjallar m.a. um upptökur símtala, túlkuð með hlið- sjón af meginreglu 1. mgr. 43. gr. sömu laga um að verjandi skuli fá endurrit gagna eins fljótt og unnt er. Þrátt fyrir að úrskurður Hæsta- réttar hafi verið rannsóknaraðila óhagstæður segir Egill Stephensen, saksóknari hjá embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík, að úrskurður- inn hafi ekki haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn á hugsanlegum þætti mannsins í hvarfi Valgeirs. Það hafi verið mat lögreglunnar að ekki hafi þótt tilefni til að láta manninn sæta rannsókn lengur. Að sögn Egils hafa margir grun- aðir aðilar komið við sögu rannsókn- arinnar og þrátt fyrir að aðgerðir lögreglu gegn manninum hafi e.t.v. verið meiri en gagnvart mörgum öðrum grunuðum hafi hann ekki haft sérstöðu í málinu, sem hann segir alls ekki lokið. Rannsókn á mannshvarfi haldið áfram HREINDÝRAVEIÐITÍMABILIÐ stendur nú sem hæst, en því lýkur hinn 15. september næstkomandi. Dýrin valsa um víðáttur Austur- lands og ráða veður og vindar miklu um ferðir þeirra. Hrein- dýraeftirlitsmenn fylgjast náið með ferðum dýranna svo veiði- mönnum takist að fella þann fjölda dýra sem hreindýraráð veitir leyfi fyrir hverju sinni. Í upphafi síðustu viku voru veiðimenn m.a. við veiðar á marg- umræddum Eyjabökkum. Þær veiðilendur þykja ekki ákjósan- legar vegna þess hve landið er marflatt, blautt og torfært. Hall- freður Emilsson lét erfiðar að- stæður ekki aftra sér, felldi væna hreindýrskú á miðjum Eyjabökk- um og dró hana svo um langan veg yfir keldur og mýrarfen að akfærri slóð. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Hallfreður Emilsson var ásamt fleirum við veiðar á Eyjabökkum. Snæfellið gnæfir yfir í allri sinni tign. Hreindýra- veiðar á Eyja- bökkum ♦ ♦ ♦ LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hef- ur skrifað undir samning við Aðal- skoðun hf. um undirbúningsvinnu að gerð og þróun gagna vegna mark- aðseftirlits með lækningatækjum. Samningurinn felur í sér rann- sóknar- og þróunarvinnu auk viða- mikillar gagnasöfnunar um lækn- ingatæki. Með markaðseftirliti er átt við aðferð sem stjórnvöld beita til þess að viðhafa skipulegt eftirlit með vöru á markaði. Um er að ræða skoðun á vöru á markaði og ákvörð- un um það hvort hún samræmist sérstökum eða almennum kröfum. Mat á samræmi fer fram eftir föst- um og vel skilgreindum verklags- reglum. Landlæknisembættið er með þessum hætti að framfylgja evr- ópskum kröfum sem gerðar eru til stjórnvalda, sem hluti af EES-samn- ingnum, um að fylgjast með og hafa eftirlit m.a. með innflutningi lækn- ingatækja. „Stefnt er að því að markaðseft- irlit með lækningatækjum verðið boðið út með markaðseftirliti með leikföngum og rafföngum af hálfu Ríkiskaupa undir yfirumsjón Lög- gildingarstofu haustið 2002,“ segir í fréttatilkynningu. Markaðs- eftirlit með lækninga- tækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.