Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
v i ð s j á u m u m f j á r m á l i n
www.bi.is
FORSVARSMENN Útgerðarfélags
Akureyringa eru nú að kanna mögu-
leika á því að nýta affall frá Orku-
veitu Húsavíkur til eldis á hlýsjáv-
arfiskinum tilapiu, eða beitarfiski.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, sagði að þessi
fiskur væri algengur í vötnum í Afr-
íku.
Innflutningur til Bandaríkjanna
færi einnig vaxandi. Heimsframboð
af beitarfiski er um 1,5 milljónir
tonna að sögn Guðbrands, en þar af
koma um 900 þúsund tonn úr eldi.
Guðbrandur sagði að eldi á beitar-
fiski hefði m.a. þá kosti að hann væri
ódýr í fóðrun, mun ódýrari en til að
mynda lax. „Við erum að fara yfir
þessa hugmynd og skoða ýmsa fleti
málsins og það gerum við m.a. í
samvinnu við starfsfólk á Iðntæk-
istofnun og fleiri,“ sagði Guðbrand-
ur.
Hann sagðist vona að innan
tveggja til þriggja mánaða yrði ljóst
hvort þetta væri þess virði að halda
vinnu við þessa hugmynd áfram. Ef
af yrði myndi fiskurinn verða í kör-
um og affallsvatn frá Orkuveitu
Húsavíkur nýtt til að hita þau upp.
Þá mun félagið einnig taka þátt í
eldi á sæeyrum á Hauganesi, en það
hefst væntanlega í byrjun október.
„Það er eitt af mörgum verkefn-
um sem við tökum þátt í á þessu
sviði, það má segja að við séum að
skima fiskeldi og velta fyrir okkur
öllum möguleikum á því sviði. Við
setjum hins vegar ekki mikla pen-
inga í hvert verkefni, við viljum fara
okkur hægt og vanda til verka,“
sagði Guðbrandur.
Guðbrandur sagði að ÚA hefði
mestan áhuga á þorskeldi sem og
lúðueldi, en félagið á hlut í Fiskeldi
Eyjafjarðar. Þorskeldið væri lang-
tímaverkefni, en þróunarverkefni á
því sviði hófst á vegum félagsins síð-
asta vor.
Þau verkefni sem nú væru í gangi
á þeim vettvangi væru að safna fiski
til áframeldis, finna leið til veiða
fiskinn í gildrur á hagkvæman hátt
og loks væri fyrirhugað að fá þorsk-
seiði hjá Hafrannsóknastofnun,
lægju þau á lausu.
Útgerðarfélag Akureyringa og Orkuveita Húsavíkur
Möguleikar kannaðir
á eldi á beitarfiski
LANDSMENN greiddu rúmlega 5,3
milljarða kr. á síðasta ári í ýmis
neyslu- og leyfisgjöld sem ríkið inn-
heimtir fyrir tiltekna þjónustu eða
eftirlit. Tekjur ríkissjóðs af þessum
gjöldum jukust um 474 milljónir á síð-
asta ári miðað við árið á undan eða um
9,7%, að því er fram kemur í ríkis-
reikningi fyrir árið 2000.
Heildartekjur ríkisins af þessum
gjöldum voru tæplega 1,2 milljörðum
króna meiri árið 2000 en gert hafði
verið ráð fyrir í fjárlögum og fjár-
aukalögum ársins.
Af einstökum gjöldum skiluðu af-
notagjöld ríkisútvarspins mestum
tekjum eða 1.777 millj. kr.
Tekjur ríkissjóðs af gjöldum fyrir
einkaleyfi, vörumerki og hönnunar-
vernd, prófgjöld, afgreiðslugjald
skipa, tollafgreiðslugjald, auglýsingar
í Lögbirtingablaði o.fl., sem flokkuð
eru í einu lagi sem „önnur neyslu- og
leyfisgjöld fyrir þjónustu“ í ríkis-
reikningi, jukust hlutfallslega mest á
milli ára eða um 92,1%. Námu tekjur
ríkissjóðs af þessum gjöldum samtals
467 milljónum kr. í fyrra en 243 millj.
kr. árið 1999.
620 milljónir kr. runnu í ríkissjóð í
fyrra vegna innheimtra lendingar-
gjalda og er það 80 millj. kr. hærri
upphæð en á árinu á undan. Tekjur af
útgáfu vegabréfa og ökuskírteina
drógust hins vegar lítið eitt saman og
námu 199 millj. kr. í fyrra en 208
milljónum árið 1999.
461 milljón innheimt í skólagjöld
Innheimt voru skólagjöld að fjár-
hæð 461 millj. kr. í fyrra eða 25 millj-
ónum kr. meira en árið á undan.
Þá jukust tekjur ríkisins af dóms-
málagjöldum og gjöldum fyrir emb-
ættisverk sýslumanna um 78 milljónir
í fyrra eða um 20,3% á milli ára og
námu samtals 461 milljón kr.
Svokölluð „önnur neyslu- og þjón-
ustugjöld fyrir eftirlit“ skiluðu 212
millj. kr. í ríkissjóð í fyrra sem er 87
millj. kr. hærri upphæð en á árinu
1999. Er þar m.a. um að ræða heil-
brigðiseftirlitsgjald með sláturafurð-
um, skráningargjald til kvótaþings,
skoðunargjald kvikmynda, vopnaleit-
argjald og þjónustugjald lyfjanefnd-
ar.
Neyslu- og leyf-
isgjöld 5,3 millj-
arðar í fyrra
RÓBERT Douglas, leikstjóri og
handritshöfundur kvikmyndarinnar
Íslenska draumsins, vinnur nú að
gerð nýrrar myndar sem ber heitið
Maður eins og ég. Skrifar hann
handritið í samvinnu við Árna Ólaf
Ásgeirsson.
Jón Gnarr mun leika aðalhlut-
verkið í Maður eins og ég. Aðal-
leikkonan heitir Stephanie Che og
er frá Hong Kong. Hún er ein vin-
sælasta poppstjarnan þar en hefur
einnig haslað sér völl í kvikmyndum.
Jón Gnarr
og popp-
stjarna frá
Hong Kong
Poppstjarna/B24
HLJÓMSVEITIN Sigur Rós verður
með lag í nýjustu mynd Toms
Cruise, Vanilla Sky, sem frumsýnd
verður vestanhafs í desember. Um
er að ræða titillag plötunnar Ágæt-
is byrjun.
Einnig eiga Bítlarnir og Radio-
head lög í myndinni. Myndinni leik-
stýrir óskarsverðlaunahafinn
Cameron Crowe en af öðrum leik-
urum má nefna Cameron Diaz og
Kurt Russell.
Sigur Rós
með Tom
Cruise
Sigur Rós/59
SLÖKKVILIÐIÐ á Reykjavík-
urflugvelli, Björgunarsveitin Ár-
sæll, Hjálparsveit skáta í Kópavogi
og Fiskaklettur, björgunarsveit
SVFÍ í Hafnarfirði, æfðu björg-
unaraðgerðir á sjó út af Nauthóls-
vík í gær. Var tilgangurinn að æfa
viðbrögð við hugsanlegum slysum
við Reykjavíkurflugvöll. Morgunblaðið/Jim Smart
Sjóbjörgunar-
æfing við
Reykjavíkur-
flugvöll
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu bar sigurorð af Ítölum með tveim-
ur mörkum gegn einu í landsleik liðanna í
riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar á
Laugardalsvelli í gær. Olga Færseth gerði
bæði mörk íslenska liðsins, það fyrra af 25
metra færi og hið síðara með skalla eftir
hornspyrnu. Íslenska liðið varð síðan fyrir
því óláni að skora sjálfsmark í lok leiksins
og sóttu Ítalir grimmt í kjölfarið.
Um 1.250 áhorfendur mættu á völlinn til
að styðja við bakið á íslensku stúlkunum
og hafa aldrei jafn margir komið á lands-
leik í kvennaknattspyrnu hérlendis.
Morgunblaðið/Ómar
Sigur og aldrei
fleiri áhorfendur
Létu verkin tala/26–27
♦ ♦ ♦