Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 37
löngu vöknuð með frábær plön um
skemmtilegan dag. Oftar en ekki
hófst hann í gömlu sundlaugunum í
Laugardal. Ferðirnar í sumarbústað-
inn við Elliðavatn með ömmu eru efni
í heila bók. Þar fékk atorkusemi og
sköpunarkraftur hennar notið sín
hvað best.
Amma var afar félagslynd og leið
vel innan um sína nánustu en hún átti
líka ótrúlegan fjölda vinkvenna og
frændfólk og þá vináttu ræktaði hún
af alúð. Margir þeirra hafa nú safnast
til feðra sinna en ómetanleg var
ræktarsemi og vinátta mágkonu
hennar, Sigríðar í Hólabrekku.
Við systur erum þakklátar fyrir að
hafa átt heimsins skemmtilegustu
ömmu.
Hún dó í hárri elli en fylgdist vel
með öllu sínu fólki þar til yfir lauk og
var vakin og sofin yfir velferð okkar
allra. Minning um mæta konu lifir –
hvíli hún í friði.
Dóra og Kristín.
Við kveðjum elskulega ömmu okk-
ar, Dórótheu G. Stephensen, ömmu
Theu, sem ávallt stóð sem bjarg í lífi
okkar og átti okkur alla. Eftir standa
dýrmætar minningar um yndislega
ömmu og merka konu sem á langri og
einstakri ævi gaf meira en hún nokk-
urn tíma gerði tilkall til að þiggja af
öðrum.
Það voru alltaf sérstakar ánægju-
stundir hjá okkur bræðrunum þegar
við sáum til ömmu Theu á leiðinni til
okkar í Undralandið í Fossvoginum.
Hún kom gangandi yfir móann ofan
við götuna, eftir strætóferð neðan úr
miðbæ. Komin til þess að líta til með
okkur drengjunum eftir skóla, færa
okkur heimabakaðar kringlur eins og
voru bakaðar í Ölfusinu og hjálpa
mömmu með heimilið. Stundum var
hún með rauðköflótta innkaupakerru
skröltandi í eftirdragi sem var ávísun
á góðgæti en hún innihélt líka alltaf
einhverja handavinnu og kannski eitt
af dönsku blöðunum þar sem heim-
inum voru færðar fregnir af kónga-
fólki Evrópu í bland við kræsilegar
uppskriftir af hollum og hversdags-
legum veislumat. Hún kenndi okkur
kurteisi og borðsiði og sagði gjarnan
við okkur að slíkt væri algjör nauð-
syn því hver veit nema við ættum eft-
ir að sitja til borðs með kóngafólki í
framtíðinni. En við skiljum það núna
að við munum aldrei kynnast annarri
eins eðalmanneskju og henni sjálfri.
Hún var drottningin og kóngurinn
var afi.
Amma Thea bar alltaf með sér
hafsjó minninga og frásagna um
liðna tíma, ljóð og kvæði um menn og
mannlíf, ástir og sorgir, náttúru og
borgarlíf að ógleymdum ómetanleg-
um fróðleik um allt milli himins og
jarðar. Hún var greind og skemmti-
leg kona sem bjó yfir hæfileikum á
fjölmörgum sviðum, var vel lesin, bar
næmt skynbragð á menningu og list-
ir og bjó að auki yfir fádæma glæsi-
leika og kvenlegum þokka.
Hún var kraftmikil og framtaks-
söm; dró með sér heila búslóð upp í
sumarbústað á hverju vori og skapaði
þar ógleymanlega ævintýraveröld
fyrir okkur barnabörnin. Í barna-
skap okkar þótti okkur bara sjálfsagt
og eðlilegt að hún skyldi leggja þetta
á sig, að hún skyldi leita með logandi
ljósi að árabátum, kynda upp í ka-
byssunni, mála og þrífa og halda
ruslabrennur. Þetta var svo
skemmtilegt. En nú þegar við erum
komnir til vits og ára sjáum við að
hún gerði þetta allt fyrir okkur af
gjafmildi, ósérhlífni og örlæti sem
átti sér engin takmörk. Fyrir það er-
um við henni ævinlega þakklátir. Við
erum henni þakklátir fyrir að hafa
fyllt líf okkar jafnt af ævintýrum sem
hversdagslegum andartökum þar
sem hún vakti yfir, leiðbeindi okkur
og gladdi á sinn einstaka hátt.
Við kveðjum ömmu Theu, ævin-
týradrottningu og hvunndagshetju,
konu sem auðgaði líf þeirra sem hana
þekktu og fyllti hjarta þeirra af feg-
urð og kærleika og felum hana góð-
um Guði í hendur.
Magnús, Stefán Þorvaldur
og Þorsteinn.
Einhvern veginn er það nú þannig
að þegar samferðafólkið kveður
þennan heim verður hugurinn fullur
eftirsjár og leiða þótt við séum þess
fullviss að þetta er leiðin okkar allra.
Sú kona, sem við sjáum nú á eftir,
var alla tíð góð vinkona mín þótt við
værum ekki sömu kynslóðar. Dóró-
thea Breiðfjörð Stephensen var gift
góðum frænda mínum og skipaði
ávallt sérstakan sess í mínu lífi.
Þau voru ófá skiptin á æskuárun-
um, sem leiðin lá heim á Laufásveg 4,
og voru erindin af ýmsum toga. Það
þótti við hæfi að koma við þegar hald-
ið var í bæinn og maður gerði sér
jafnvel upp að hafa misst af strætó til
að geta litið inn hjá Steina og Theu. Í
minningunni var alltaf veisla í þessu
húsi. Húsmóðirin á bænum hafði til
að bera þá eiginleika sem sköpuðu
gleði og hátíðleika og allir voru svo
hjartanlega velkomnir. Barnið sem
sótti í að koma við í húsinu mátti vita
að þar yrði móttakan hátíðleg, dúkað
borð, nýbökuð jólakaka, smákökur
og alls kyns huggulegheit. Ungling-
urinn fann sig mikils metinn og á full-
orðinsárum var ávallt brennandi
áhugi á störfum líðandi stundar og
fylgst vel með börnum og barnabörn-
um.
Ég var ósjaldan leyst út með hand-
verki Theu, hekluðum dúkum,
dúkkufötum og jólasveinum sem eiga
sinn fasta stað á heimili mínu í dag.
Henni var í blóð borið að laða fram
eiginleika barna til að skapa og hafa
ofan af fyrir sér og oft voru leikin
leikrit í afmælum, farið í leiki og spil-
að púkk á jólum undir hennar stjórn.
Þegar tók að vora varð sífellt
meira spennandi að koma við á Lauf-
ásveginum því þá tók við undraver-
öldin á þakinu. Þetta var einstök upp-
lifun og alltaf tók við nýtt skipulag,
allt var málað upp á nýtt og blómum
plantað. Listrænir hæfileikar Theu
nutu sín bæði innan dyra og utan.
Útibú frá þeirri veröld var svo við El-
liðavatn en þar var sælureitur Theu
og þangað var oft haldið til að njóta
náttúrunnar. Þar leið Theu vel og
hún taldi ekki nauðsynlegt að hafa
nútímaþægindi heldur njóta kyrrðar
og útiveru og dekra við vini fjölskyld-
unnar.
Það er ómetanlegt að hafa í upp-
vexti notið samfylgdar við jafngef-
andi og yndislega konu og Theu og
fyrir það verð ég ævinlega þakklát.
Þau voru glæsileg hjón, Steini frændi
og Thea, og þau hafa nú vonandi hist
fyrir hinum megin. Það hvíldi líka
einhver ákveðinn þokki yfir húsinu
þeirra og ég man enn hljóðið í dyra-
bjöllunni og hvernig útidyrnar lok-
uðust. Thea hefur nú lagt hurðina að
stöfum og ég þakka góða samfylgd
við þá merku konu.
Aðstandendum hennar öllum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Ingibjörg Einarsdóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 37
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
✝ Pálína GuðrúnPálsdóttir Ey-
feld fæddist í
Reykjavík 26. októ-
ber 1936. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi 1. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar Pálínu
voru Njála Eggerts-
dóttir, f. 10.4. 1916 í
Reykavík, d. 21.4.
1989, og Páll Vídal-
ín Magnússon, f. 5.9.
1910 að Bjarnastöð-
um í Saurbæ, d.
22.8. 1988. Systkini Pálínu eru
Benedikt Eggert Pálsson, í sam-
búð með Svanhildi Hákonardótt-
ir (áður kvæntur Svölu Ernest),
Torfhildur Margrét Pálsdóttir,
gift Stefáni Hjaltested; Guðlaug-
ur Liszt Pálsson, kvæntur Ey-
rúnu Magnúsdóttur; Ragnar
Magnús Pálsson.
Pálína giftist Pétri Eyfeld
28.6. 1962. Þeira börn eru Þór-
dís Eyfeld Péturs-
dóttir, f. 5.10. 1958;
Pétur Ferdinand
Pétursson, f. 13.4.
1961, hann er
kvæntur Guðbjörgu
Ernu Karlsdóttur,
þeirra börn eru
Pétur Karl og
Hreindís Guðrún.
Fyrri kona Péturs
Ferdinands var
Ingunn Einarsdótt-
ir. Með henni á
hann soninn Róbert
Einar. Fyrir átti
Pálína dóttur,
Njálu Vídalín, f. 20.12. 1953, gift
Gísla Ólafssyni. Þeirra börn eru
Ragnheiður Vídalín, í sambúð
með Hilmi Kolbeins, og Eggert
Vídalín, í sambúð með Eddu Sif
Sævarsdóttur, þeirra dóttir er
Sigríður Ósk Eggertsdóttir.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskapellu á morgun,
mánudaginn 10. september, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það er sárt að missa, en gleði gott
að minnast. Er ég kveð Guðrúnu P.
Eyfeld er margs að minnast á 40 ára
vinarferli. Ég tek mér það bessaleyfi
að nefna hana Lillu. Hún Lilla var
glæsikona, há og bar reisn þeirra
kvenna er lifðu síðustu öld. Er kynni
okkar hófust hafði hún mætt lífsföru-
naut sínum, Pétri Eyfeld, er varð
hennar traustur og farsæll förunaut-
ur í gegnum lífsins ólgusjó. Ég segi
ólgusjó. Enginn siglir lygnan sæ, þá
væri lífið frekar viðburðalítið. Er
Pétur, minn kæri vinur, hóf sinn eig-
in atvinnurekstur gerðist hún hans
mesta hjálparhella, enda mikið að
gera á þeim bæ. Dáðist ég að dugnaði
og saumaskap hennar, enda unnu
þau hjónin að sérstæðum rekstri, er
snerist um húfugerð og klæðaversl-
un.
Mesta álagið var og hefur verið
alla tíð að annast stúdentana okkar
um þriggja mánaða skeið hvert vor,
auk allra einkennishúfna hinna ýmsu
embætta. Átti ég iðulega heimsóknir
í verslun þeirra hjóna, og dáðist að
handbragði og flýti Lillu. Það var
mikið lán er þeim auðnaðist að eign-
ast eigið húsnæði á Laugavegi 65.
Þar bjuggu þau hjónin um sig með
mikilli fyrirhyggju, er þau reistu þar
verslun á miðhæð, og eftir miklar
breytingar saumastofu, og ekki síst
glæsilega íbúð á efri hæð. Átti
smekkur Lillu þar mikinn þátt, enda
smekkleg með afbrigðum. Ég og þau
hjónin áttum margar gleðistundir á
heimilinu, er var einkar smekklega
búið húsgögnum. Eru mér minis-
stæðar þær stundir er við Lilla áttum
tal saman, og það er stendur hæst í
minni, hve hún var ljóðelsk. Þeir dag-
ar gleymast ei, er hún ljóðaði yfir
mig. Hún Lilla var ógleymanleg er
hún hafði yfir ljóð Einars Benedikts-
sonar. Einar Ben kunni hún utan að.
Lilla var mikill lestrarhestur, og
fylgdist náið með þjóðmálum, sem og
ýmsu dægurþrasi.
Minning um góða konu mun lifa.
Votta ég öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Í Guðs friði.
Vors Herra Jesú verndin blíð
veri með oss á hverri tíð.
Guð huggi þá, sem hryggðin slær,
hvort þeir eru fjær eða nær.
Kristnina efli og auki við,
yfirvöldunum sendi lið,
hann gefi’ oss öllum himnafrið.
(Ó. Jónsson.)
Magnús J. Tulinius.
Amma mín er nú búin að kveðja
þennan heim fyrr en maður átti von
á. Eftir baráttu við mikil veikindi gaf
hún eftir og er núna farin að njóta
þeirra hvíldar sem hún á skilið. Núna
líður henni vonandi vel, laus við alla
verki. Amma var gæðasál sem gott
var að tala við. Þau voru ófá skiptin
sem maður settist hjá henni við eld-
húsborðið til að ræða það sem var að
gerast í lífi manns. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á öllu og fylgdist
vel með öllu. Hún las allar minning-
argreinar og hafði á hreinu hver var
giftur hverjum og hver var búinn að
kveðja þennan heim. Minnið var
ótrúlegt. Hún var alltaf góð við okkur
barnabörnin, það var alltaf hægt að
stóla á að fá hjá henni kakómalt og
brauð. Þegar hún hitti unnusta minn
fyrst sagði hún mér að hann yrði mér
góður maður. Þá skoðun myndaði
hún þegar hún sá hvað hann pússaði
skóna sína vel. Hún gat alltaf rök-
stutt álit sitt. Ég vona að hún hafi
rétt fyrir sér og geti fylgst með mér
þar sem hún er núna. Ástarkveðja.
Þitt barnabarn
Ragnheiður.
GUÐRÚN
P. EYFELD
! " #!$ % &
'" #!$(
! ') * +
"
! " ",
" - -$ )
!
!
!" #
$
!"## $ ! !!%&
' !# & () !"## &* + & !%&
,&& - * !!%&
. & !!%& /*"! (* !"##
!!%& (*! 0# & !"##
*. & . &!"##
0 & 0. & % 0 & 0 & 0. &)
! "##
!"#$
!
% &
' & ()) ))**
$% & '( ) % *(
+, % )
& '( *( - * . - *)
/ /! )% / / /! .
!" !"#
$ " !"#"
%& '&
# !"#" '(
!"#"
) $$ !& $