Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 41                                 !"!!  ! #$   ! %$ !& ! '! !& ! ($! " " !& ! ''#$ ' !& ! ! ##" !& !                                             !"" # #$# #$# %&" ' #!"" #  ( # #$# )* + ,! ( -#(# # #$# # "   # . #!"" #  /0# #$#!"" #  1 # 10#                                                   !""   #                      ! " #$% &'"  #"$" ! " ()"  & " "  #"$")   #" "  #"$") *)"+,#" -$ ()" )                                                               !"" #  " $ #      %&'()%*+( (*',&-((.+/&   0                                             !" #$ % &  !" #$ ' (     (  ) margvíslegum fróðleik um Veiði- vatnasvæðið og atburði sem gerst höfðu þar fyrir alllöngu verður þeim ógleymanlegur sem á hlustuðu. Gunnar hugsaði vel um hag félaga sinna. Þess vegna lögðum við til að hann yrði okkar málsvari í kjara- samningaviðræðum viðskiptafræð- inga og hagfræðinga. Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga fékk hann síðan til að sitja í aðalsamn- inganefnd félagsins í síðustu samn- ingum. Hann kunni vel við að vera málsvari félaga sinna og sinnti því af alúð og festu. Eflaust hefði hann get- að náð langt sem málsvari launþega hefði hann viljað. Þriðjudaginn 14. ágúst sl. ræddum við allnokkuð saman um einmitt kjaramál og ýmislegt fleira er ég kom í heimsókn á stofnunina, en fyrr þann dag höfðum við rætt lengi sam- an í síma um ýmis önnur málefni í tengslum við störf okkar. Við ákváðum að ræða saman í vikunni á eftir og ákveða hvenær hann myndi koma með hóp starfsmanna Vinnu- málastofnunar upp á Skaga í heim- sókn á skrifstofu svæðisvinnumiðl- unarinnar á Vesturlandi. Ekki verður af þessari heimsókn því Gunnar varð fyrir áfalli föstudaginn 17. ágúst sem dró hann til dauða viku seinna. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrðu í síðustu skiptin sem við rædd- um saman hérna megin, en minning- ar um góðan dreng og félaga lifa. Blessuð sé minning hans. Ég votta Guðfinnu eiginkonu hans, börnum hans og öðrum ætt- ingjum samúð mína. Jóngeir H. Hlinason. Síðsumarsólin vermir hafflötinn og himinninn er roðagylltur, íslensk kvöldfegurð sem á fáa sína líka. Allt er tært og hreint og Snæfellsjökull stendur í loga. Ljósrák ber við sjóndeildarhring, ljósið, þetta himneska ljós sem við öll síðar hverfum til hefur nú tekið til sín einn af Íslands góðu sonum. Gunnar Sigurðsson var ljúfmenni og gæddur mörgum eðliskostum. Ávallt reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, hvort heldur voru flókin hagfræðimál sem tengdust vinnunni hans eða stórfjölskyldunni og vinum. Hann var sáðmadur er stráði góð- vild og hlýju í sporin sín. Garðurinn hanns Gunna var líka um margt sérstakur. Þar hafði hann frá unga aldri ræktað fallega björk, sterka með mikilli laufkrónu er veitti mörgum skjól. Síðan bættust við tvær fallegar aspir sem nú eru báðar fullþroska. Kynni okkar fjölskyldna liggja tuttugu og eitt ár aftur, er þau Finna keyptu íbúð á sama stigapalli og okk- ar var, í Dalseli 34. Karitas og Harpa urðu strax góðar vinkonur fimm ára gamlar og seinna bættust Bjarki og Tedda í vinahópinn. Það var um margt sérstakt sam- félag í blokkinni okkar á þessum ár- um. Samheldni og virðing fyrir ná- grannanum einkenndi umgengnina enda búa margir þar ennþá. Í nokkur ár héldum við þorrablót. Þá var miði settur á útidyrahurðina Lokað vegna þorrablóts“ og síðan var skemmtun á þremur hæðum. Krökkunum fannst þetta ótrúlega spennandi líka. Kraftur og þor einkenndi þau hjón bæði og stefnan var sett á Danmörku til frekara náms. Kvöldið áður en út skyldi haldið voru vinkonurnar heima. Í bílnum á leiðinni vestur á Lyng- haga seinna um kvöldið sátu þær stöllur aftur í og héldu þétt utan um hvor aðra. Aðskilnaðurinn var þeim sár og ekki síður var tíminn sem á eftir kom erfiður. Vináttunni var við- haldið með gagnkvæmum heimsókn- um og eftir sex ár kom fjölskyldan heim. Yngri börnin okkar voru smá- börn þegar Gunni og Finna fóru út. Því var það mikið gleðiefni hversu vel þau náðu saman hér heima sem stálpuð. Hjúkrunarfélag Íslands var á þessum tíma utan bandalaga. Gunn- ar tók að sér verkefni fyrir félagið fyrst eftir að hann kom heim. Sam- viskusemi og ljúfmennska ein- kenndu öll hans störf þar. Í dag heit- ir félagið Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og einn félag- anna er Karitas dóttir hans. Gleði mín var mikil þegar Kaja sagðist ætla í hjúkrun. Báðar systurnar hafa unnið á Sólvangi í sumarvinnu og staðið sig með mikilli prýði. Fjölskyldurnar hafa stækkað, vin- konurnar komnar með eiginmenn, Tómas og Pál og lítil dama Melkorka Ingibjörg komin hjá Kaju og Palla. Dæmið hefur snúist við, í dag eru það Harpa og Tommi sem dvelja við nám í Danmörku. Þegar dvalist er á Fróni hittast fjölskyldurnar alltaf, núna síðast í byrjun ágúst. Sem endranær var glatt á hjalla. Eitt af umræðuefnum kvöldsins var ræktun matjurta. Gunni og Tommi höfðu báðir verið að baksa við að rækta, annar við sumarbústaðinn í Gríms- nesi, hinn í „kolonihave“ í Kaup- mannahöfn. Í ljós kom að sumt dafn- aði ekki síður hér heima þótt garðurinn væri ekki stór. Mikið var hlegið að búskapnum. Allt sem lifir leitar jafnvægis. Finna mín, megi algóður guð halda sinni verndarhendi yfir þér og fjöl- skyldunni allri. Ljósið þitt Gunni mun lifa áfram meðal okkar, ásamt minningu um einstakan mann sem hét Gunnar Sigurðsson. Fjölskyldan Brekkuseli 12. „Grétar minn, ég færi þér slæmar fréttir. Frændi þinn og besti vinur Gunnar Egill er dáinn. Hann var alltof ungur og góður maður til þess að deyja,“ sagði móðir mín grátandi röddu í símtali til mín hringað til Bandaríkjanna. Andlát Gunnars er ekki aðeins mikið áfall fyrir mig, Erlu og móður mína, heldur fyrir alla sem til hans þekktu. Og hvílíkur vinahópur. Hann Gunnar hreint út sagt sogaði til sín vini úr öllum áttum og hélt vináttu- samböndum gangandi. Minningar um æsku- og unglingsárin hrúgast upp í huga mínum. En það sem alltaf stendur upp úr þeim minningum er hversu mikill mannvinur hann var. Alltaf jákvæður, ræðinn og naut þess að vera til. Það er sannarlega sárt að kveðja góðan dreng. Eitt er víst: Það verður tekið vel á móti honum á hinum nýja tilverustað af foreldrum, ömmum, öfum og látnum vinum. Við Erla vottum Guðfinnu, börn- um, systrum og öðrum ættingjum innilegustu samúð. Grétar Ó. Guðmundsson, Phoenix, Arizona. Við lát Gunnars vinar okkar hrannast upp minningar, og eins finnur maður fyrir vanmætti gagn- vart almættinu og hve örstutt þessi tilvera er. Uppvaxtarárin á Lyng- haganum, fótboltinn á Melavellinum með Þrótti, skákin og handboltinn með Gróttu, taflkvöldin og briddsið. Leitin að hinu fullkomna getrauna- kerfi, veiðiferðirnar í Hallá, Krossá og Stóru-Laxá, afmælið þitt í Kaup- mannahöfn, eru brot af því sem kem- ur uppí hugann eftir 40 ára vináttu. Hver á nú að halda utanum hópinn og þjappa félögunum saman eins og Gunni gerði alla tíð. Þó Gunni færi í MR, en við félagarnir í Verzló og víð- ar þá hélt Gunni alltaf hópnum sam- an, og hans mesta gæfa var að næla sér í Verzlunarskólamær sem lífs- förunaut. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja þig að sinni með fullvissu um að hittast síðar, og biðjum almættið að gefa Guðfinnu og dætrunum styrk og kraft. Sævar og Guðrún, Birgir og Kristín. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, ÓLA ÁGÚSTS ÞORSTEINSSONAR, Hjarðarhaga 46. Sólveig Níelsdóttir, Rakel Guðrún Óladóttir, Guðrún G. Sæmundsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Sæmundur E. Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir, Jón Viðar Þorsteinsson, Rakel Kristín Káradóttir, Níels Eyjólfsson, Eyjólfur Karl Níelsson, Hlíf Berg Gísladóttir, Kári Níelsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNEYJAR STEFANÍU TÓMASDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Árni Kristinsson, Theodór Magnússon, Ólöf Magnúsdóttir, Súsanna Magnúsdóttir, Jón Helgason, Sigrún Edda Árnadóttir, Davíð Kristjánsson, Hallgrímur Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.