Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrunarfræðingar sjá um skipulagningu hvað varðar aðhlynningu og hjúkrun þeirra sem koma í svefn- mælingar á lungnadeildina á Vífilsstöðum. Þorbjörg Sóley Ingadótt- ir og Bryndís Halldórsdóttir bera hitann og þungann af þessu starfi. „Það er mikið álag vegna þessarar starfsemi hér og fer stöðugt vaxandi,“ segir Sóley Ingadóttir. „Við erum með margt fólk á biðlista. Þegar það hefur verið greint með kæfisvefn og bú- ið er að taka ákvörðun um að það fái blásturstæki er því vísað til okkar. Bið- listinn hjá okkur er um 125 manns sem stendur. Þegar röðin kemur að hverjum og einum hringjum við í viðkomandi og boðum hann hingað í fræðslu. Með honum kemur gjarnan maki eða einhver annar sem hann vill hafa með sér. Við förum yfir ferlið, hvernig sjúkdómurinn er og hvað meðferð muni að lík- indum gefa. Síðan und- irbúum við sjúklinginn þannig að hann geti höndlað tækin og ræðum við hann hvernig meðferðinni heima verði best háttað. Sumu fólki er þetta mjög kærkomið, hefur verið að bíða eftir þessari lausn og er fegið að fá bót sinna meina. Öðrum finnst þetta erfitt. Þeir þurfa lengri tíma til að hugsa og sætta sig við þetta. Úr blásturstækjunum kemur venjulegt andrúms- loft sem gefið er undir þrýstingi. Meðferðin miðast að því að halda öndunarveg- inum opnum með blæstri, ýmist bara í gegnum nefið eða bæði gegnum nef og munn. Mjög misjafnt er hvað fólk er með mikil einkenni vegna kæfisvefnsins og hvað það tekur meðferðina alvarlega. Þeir sem eru mjög slæmir finna að jafn- aði mesta breytingu til hins betra og upplifa jafnvel al- veg nýja líðan. Flestum gengur vel að nota blásturstækið en þó eru alltaf einhverjir sem gengur illa að sætta sig við meðferðina og er málið mjög viðkvæmt. Álagið er mikið vegna þessarar starfsemi sem fyrr sagði. Við erum með 30 rúma deild og hér eru fjög- ur svefnrannsókn- arherbergi. Við erum með sérstakt starfsfólk hér í dagvinnu, en þess utan sinn- ir annað starfsfólk deild- arinnar þessum sjúklingum. Tveir hjúkrunarfræðingar og tveir sjúkraliðar í hluta- starfi sinna aðlögun að með- ferð ásamt eftirfylgni og stuðningi við sjúklinga sem eru á ofangreindri meðferð. Brýnt væri að fá fleiri til starfa því þessi starfsemi hefur vafið mjög mikið upp á sig. Því betur sem við und- irbúum sjúklinga og sinnum þeim í upphafi því betri verður árangurinn.“ Kæfisvefnssjúklingur í aðlögun að meðferð á Vífilsstaðaspítala. Fólk sættir sig mis- vel við öndun- arvélina Getum er leitt að því að 10–12 þús. Íslendinga þjáist af kæfisvefni á mismunandi stigi og búi við ófull- nægjandi súrefnisupptöku önd- unarfæra. Ég segi þjáist því mörg- um er þetta þjáningarfullt ástand enda getur langvarandi súrefn- isskortur að sjálfsögðu haft alvar- legar afleiðingar. Í þessum stóra hópi eru ugglaust margir sem ekki átta sig á eðli málsins og leita ekki hjálpar þar sem hana er nú að fá. Saga mín í þessari baráttu er orðin löng og ég er fús til að leggja mitt af mörkum, stikla á stóru og draga fram höfuðeinkennin í von um að lesturinn verði ýmsum til gagns og stytti þeim leiðina. Ég var hálfþrítugur þegar ég nefndi það fyrst við lækni að allt of oft væri ég óeðlilega þreyttur. Eftir rannsókn varð niðurstaðan sú að ég ætti að vera duglegur að taka vít- amín og helst ekki að gleyma lýs- inu. Síðan eru liðin u.þ.b. 40 ár. Um svipað leyti fékk ég mér í fyrsta skipti gleraugu með lituðum linsum vegna þess að ég var oftast syfjaður og kveinkaði mér við dagsbirtunni. Ég gekk með sólgleraugu af þessu tagi í áratugi, eða þar til ég fékk loks dökk gler, sem auðvelt var að smella yfir gleraugun sem ég þurfti að nota daglega. Hugsanlegt er að þreytunnar hafi farið að gæta þegar ég var enn yngri, ég geri mér ekki grein fyrir því núna. En vítamínin breyttu engu. Ég leitaði til annars læknis en rannsóknir leiddu ekki annað í ljós en að ég væri stálsleginn. Ég fór því að hallast að því að líðan mín væri sennilega ekki mikið frábrugðin því sem fólk ætti almennt að venjast. Þar af leiðandi væri líklegt að kvartanir mínar létu undarlega í eyrum lækna og annarra. Þess vegna nefndi ég sjaldnast krank- leika minn eftir þetta. Einhvern veginn vandist ég þeirri vanlíðan sem fylgir stöðugri þreytu. Ég aðlagaðist henni í dag- legu lífi, átti engan annan kost. Var nánast aldrei upplagður. Reyndi að bera mig vel en var líklega alltaf að koma upp um mig, m.a. með því að vera sígeispandi, hversu óviðeig- andi sem það gat nú annars verið. Þannig liðu u.þ.b. þrjátíu ár, kvill- inn ágerðist en þó svo hægt að ég skynjaði varla þróunina. Seinni ár- in vaknaði maður yfirleitt þreyttur á morgnana, vinnudagurinn varð oft þungur og æði langur, þörf fyrir hvíld fór vaxandi, sífellt minni tími fyrir vini og vandamenn – og svo- kallaðar tómstundir litlar. Fyrir u.þ.b. áratug gerði ég mér grein fyrir því að farið var að þyngjast undir fæti. Þróunin varð hraðari og þreytan þjakandi á köfl- um. Hlustaði lítt á það sem ég hafði heyrt í áratugi heima hjá mér varð- andi stopulan svefn minn: Sagt var að öndunarhléin yrðu stundum svo löng að það væri engu líkara en að ég væri hættur að anda fyrir fullt og allt. Á síðustu árum vöndu syfja og þreyta mig svo smám saman af því að sækja mannamót. Sem dæmi má nefna að í leikhúsinu missti ég nánast sambandið á fyrsta hálftím- anum, var einhvers staðar milli svefns og vöku fram að hléi en skárri eftir það. Annað var eftir því. Fyrir eitthvert sérstakt guðs lán hlekktist mér aldrei á í akstri, en langar bílferðir, ekki síst á ferðalögum í útlöndum, urðu hvað mestu raunirnar. Þá sótti svefninn mjög hart að og baráttan varð oft feikilega erfið. Þetta þekkja margir af eigin raun. Fyrir rúmu ári gerðist það svo skyndilega um miðja nótt að ég vaknaði í slíkri andnauð að í svefn- rofunum fannst mér ég skynja endalokin. Öndunarvegurinn var lokaður. Í örvæntingu tókst mér að brjótast út úr þessu, mér fannst að ekki hefði það mátti tæpara standa. Þegar þetta gerðist svo aftur í sömu vikunni fannst mér nóg kom- ið. Af rælni hafði ég hálfu ári áður hringt í lungnadeildina á Vífils- stöðum en fengið þær upplýsingar að biðlistinn teygði sig ár fram í tímann. Ég var ekkert sannfærður um að þar fengi ég bót svo að ég lét þetta eiga sig í bili. En nú varð ég að gera eitthvað í málinu, hringdi um morguninn til Vífilsstaða og tal- aði við yfirlækninn, Þórarin Gísla- son. Þannig atvikaðist það að ég komst skömmu síðar í hendur þeirra á Vífilsstöðum, var settur í rannsókn og niðurstaðan kom fljót- lega: Súrefnisupptaka mín var ófullnægjandi, ég þurfti að sofa tengdur loftdælu til að halda önd- unarveginum vel opnum og tryggja með því öruggt loftflæði. Hjúkr- unarfræðingurinn, sem sýndi mér og afhenti búnaðinn, sagði að ef mér gengi ekki að aðlagast þessari tækni yrði ekki hægt að lækna sjúk- dóm minn. Ég varð orðlaus. Allt í einu var þessi áratuga vanlíðan mín umbúðalaust nefnd „sjúkdómur“! Loks var kominn botn í málið. Þetta var eins og rödd úr öðrum heimi. En ég var ekkert kvíðinn þótt mér væri sagt að sumum gengi ekki nógu vel að sætta sig við loftdæl- una. Ég var fullur eftirvæntingar og sofnaði þetta fyrsta kvöld með slönguna á nefinu og blásturinn á fullu og þótti bara ágætt. Þegar ég opnaði augun morg- uninn eftir var slangan á sínum stað og blásturinn fyllti vit mín, mér fannst hann þægilegur. Og ég skynjaði strax að eitthvað var öðru vísi en venjulega. Ég var ekki þreyttur. Ég fann til vellíðunar, þorði ekki að hreyfa mig af ótta við að þessi tilfinning hyrfi. Þetta væri bara draumur. En þá rann upp fyr- ir mér að ég var hvíldur og endur- nærður af svefni næturinnar – al- veg eins og það átti að vera! Þessi tilfinning var mér ný og nánast framandi, ég var fyrir löngu búinn að gleyma hvernig var að vakna óþreyttur. Ég var bæði glaður og undrandi. Eftir fjörutíu ár undir þungu fargi var ég nú skyndilega leystur úr álögum! Guði sé þökk. Þetta var það besta hugsanlega, en hefði gjarna mátt verða fyrr. Sannleikurinn er hins vegar sá að lengst af áttum við, sem glímum við öndunarvanda og líðum fyrir súr- efnisskort af þessu tagi, engra kosta völ. Hér vantaði ekki vítamín og lýsi, heldur meiri þekkingu. Það er ekki nema rúmur áratugur síðan svefnrannsóknadeildin var opnuð á Vífilsstöðum, ein sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Hér hefur verið unnið merkilegt braut- ryðjendastarf í nýjum vísindum. Og hér hefur á skömmum tíma safnast mikil þekking og reynsla sem veitir þúsundum Íslendinga fyrirheit um það sem ég vil bókstaflega kalla nýtt líf. Þess vegna er þessi starf- semi á Vífilsstöðum orðin bæði merkilegur og mjög mikilvægur þáttur í heilbrigðisstarfinu í land- inu. Leystur úr álögum Höfundur lét nýlega af starfi ritstjóra og útgefanda. Haraldur J. Hamar kæfisvefn. Fyrstu árin voru stund- aðar mælingar, til að greina kæfi- svefn, sem voru mjög þungar í vöf- um. En við höfum notið mjög góðs af því að hátæknifyrirtækið Flaga er starfandi hér. Það hefur sér- hæft sig í mæli- og greiningarbún- aði á öndunartruflunum í svefni. Það hefur verið mikil lyftistöng fyrir þessa starfsemi hér að hafa þetta fyrirtæki með 85 starfsmenn og sem selur svona búnað í 46 löndum. Við höfum gert okkur grein fyr- ir nauðsyn þess að afla nýrrar þekkingar um kæfisvefn, bæði höf- um við verið með rannsóknir hér heima og einnig verið þátttakend- ur í erlendum rannsóknum. Það sem nýjast er að það virðast vera veruleg tenging milli þess að vera með sýrubakflæði að nætur- lagi og öndunarfæraeinkenni og svo milli sýrubakflæðis og astma. Þegar kokið er lokað eru sífellt gerðar öflugri og öflugri tilraunir til að ná niður lofti – sá neikvæði þrýstingur virðist verða til þess að fólk sogar sýru upp úr maganum. Það hóstar og þetta virðast astma- einkenni – en þegar betur er skoð- að þá er þetta ekkert sem líkist venjulegum astma, heldur er sýru- erting í berkjunum og svarar ekki venjulegri astmameðferð. Við erum að reyna að átta okkur á hvers vegna sumir eru með kæfi- svefn en aðrir ekki. Við erum kannski með tvo einstaklinga sem eru á svipuðum aldri, jafnþungir en annar er með kæfisvefn en hinn ekki. Við viljum gjarnan athuga þetta betur í samvinnu við Ís- lenska erfðagreiningu og aðila vestanhafs. Þrátt fyrir þessa með- ferðarmöguleika sem þegar eru nefndir er ljóst að við getum ekki hjálpað að gagni öllum sem til okk- ar leita – upp á það vantar mikið þótt meðferðin henti stórum hluta sjúklingahópsins. Nú er farið að greina kæfisvefn víðar en á háskólasjúkrahúsum, hún fer fram á fjórðungssjúkra- húsunum á Akureyri og í Nes- kaupstað. Í Læknasetrinu eru ein þrjú mælitæki í notkun og samt sem áður er talsverður biðlisti eft- ir greiningu. Það greinast fleiri og fleiri úti í samfélaginu. Nú er það okkur áhyggjuefni að það eru um 125 manns með greindan kæfi- svefn sem bíða eftir að fá að prófa öndunarvél. Starfsemin hjá okkur tekur ör- um breytingum í takt við þróun vitneskju um sjúkdóminn, auk þess sem æ meira starf er samfara því að halda utan um þann hóp sem þegar er með öndunarvélar heima. Það veldur okkur hins veg- ar talsverðum vanda að aukinni starfsemi hefur ekki fylgt aukið fjármagn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.