Morgunblaðið - 09.09.2001, Side 6

Morgunblaðið - 09.09.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BT KRINGLAN BT SKEIFAN OPIÐ Í DAG 13-17 LABWAY DVD spilari • Multi region • Spilar alla diska s.s. MP3 • Innbygður Dolby Digital decoder • Dolby Digital/DTS • Fjarstýring DVD TILBOÐ FYLGIR 26.999 KARAOKE FULLKOMINN DVD SPILARI Á ÓTRÚLEGU VERÐI OG HANNIBAL Á DVD FYLGIR MEÐ VIKAN 2/9 – 8/9 ERLENT INNLENT  DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra segir að skýr samdráttareinkenni séu að koma fram í hag- kerfinu sem Seðlabankinn hljóti að taka tillit til við ákvarðanir um vexti. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að vextir verði lækkaðir þeg- ar forsendur eru til þess.  HAFIST var handa við olíuhreinsun úr flaki El Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar, á miðviku- dag. Ekki hefur verið hægt að hefja dælingu vegna veðurs.  22 STÚLKUR hafa leit- að til neyðarmóttöku vegna nauðgunar um síð- ustu verslunarmanna- helgi. Hjúkrunarfræð- ingar sem voru á Eldborgarhátíðinni hafa skilað landlækni tillögum til úrbóta.  SEIÐAVÍSITALA þorsks í ár er með því hæsta sem mælst hefur frá því seiðarannsóknir hófust. Klak þorskins virðist því hafa heppnast vel í ár.  JÓN Kristjánsson heil- brigðisráðherra hafnar hugmyndum um gjald- tökur í heilbrigðiskerfinu að fyrirmynd einkarek- innar læknisþjónustu.  KJÖRRÆÐISMENN Ís- lands komu saman til ráð- stefnu í vikunni. 140 af 240 ræðismönnum Íslands sátu ráðstefnuna.  HEIMILIS- og hesta- sýningin Heimilið og Is- landica 2001 var opnuð í Laugardalnum á fimmtu- dag. Verðmæti Landssím- ans 40,6 milljarðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að selja 49% Landssíma Íslands í tveimur áföngum á þessu ári. Lágmarksgengi á hluta- bréfum Símans verður 5,75 og er fyr- irtækið því a.m.k. 40,6 milljarða króna virði, að mati PricewaterhouseCoop- ers, aðalráðgjafa ríkisins við söluna. Hlutafjárútboð Landssímans verður 19.–21. september og getur almenn- ingur skráð sig fyrir allt að 300 þús- undum. Kjölfestufjárfestir mun kaupa fjórð- ung heildarhlutafjár að loknu forvali og verður honum tryggður meirihluti í stjórn fyrirtækisins með ákveðnum skilyrðum. Ýmsir sem hafa tjáð sig um verðið telja það of hátt. 118 kærur vegna úrskurðar ALLS HÖFÐU 118 kærur borist til umhverfisráðuneytisins á fimmtudag vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj- unar. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, gekk á fund umhverf- isráðherra á þriðjudag og afhenti hon- um kæru fyrirtækisins. Í kærunni fer Landsvirkjun fram á að úrskurði Skipulagsstofnunar verði breytt og fallist verði á virkjunarframkvæmdir með eða án skilyrða. 4,3 milljarða halli á ríkissjóði HALLI á ríkissjóði á síðasta ári var 4,3 milljarðar en við afgreiðslu fjár- laga var gert ráð fyrir 16,7 milljarða króna rekstrarafgangi. Fjármálaráðu- neytið segir skýringuna liggja í færslu óreglulegra liða sem hafi áhrif á rekstrarafkomu ársins. Rekstur árs- ins hafi hins vegar skilað 17 milljörð- um króna af handbæru fé sem sé held- ur betri afkoma en ráð var fyrir gert. SÞ-ráðstefna um kynþáttamisrétti FULLTRÚAR á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um aðgerðir gegn kyn- þáttamisrétti, sem stóð yfir alla vikuna í Durban í Suður-Afríku, náðu sam- komulagi á laugardagsmorgun um orðalag lokayfirlýsingar ráðstefnunn- ar hvað varðar Mið-Austurlönd, að sögn utanríkisráðherra Suður-Afríku, Nkosazana Dlamini-Zuma. Áður hafði náðst málamiðlunarsátt milli Evrópu- og Afríkulanda um þrælahald og ný- lendustefnu fyrri alda, með tillögu þar sem skorað er á ríki, sem báru ábyrgð á þrælasölunni, að leita leiða til að „endurvekja reisn fórnarlambanna“. Hafði ítrekað í það stefnt að ráð- stefnan færi út um þúfur, en strax á mánudag gengu fulltrúar Bandaríkj- anna og Ísraels út af henni til að mót- mæla árásum arabaþjóða á stefnu Ísr- aela. Höfðu fulltrúar ESB einnig hótað að ganga út, ef aðrir þátttakendur ráð- stefnunnar væru staðráðnir í að senda frá sér lokayfirlýsingu þar sem síon- isma, þeirri stefnu að gyðingar eigi sér þjóðarheimili í Ísrael, væri jafnað við kynþáttahatur. Sættir í Makedóníu VONIR manna um sættir og varanleg- an frið í Makedóníu jukust á fimmtu- dag er Makedóníuþing lýsti yfir stuðn- ingi við þá samninga, sem tekizt hafa með slavneska meirihlutanum og al- banska minnihlutanum. Þar er þó að- eins um eins konar ramma að ræða og viðbúið að ágreiningur geti orðið um útfærsluna eða smáatriðin. Óttast sumir að eftirleikurinn geti orðið erf- iður, þær breytingar sem gera þarf á stjórnarskránni til að uppfylla friðar- samninginn. Samþykkt þingsins var fagnað víða enda var eftir henni beðið svo hermenn NATO gætu aftur tekið til við að taka við vopnum frá skærulið- um. Vopnasöfnunin hófst aftur á föstu- dag.  LEIÐ nemenda í kaþ- ólskum stúlknaskóla í norðurhluta Belfast varð í vikunni brennidepill átaka n-írskra kaþólikka og mótmælenda. Sam- bandssinnar gerðu aðsúg að stúlkum á leið sinni í skólann, sem liggur í gegnum mótmælenda- hverfi. Kvað svo rammt að þessu að stúlkurnar þurftu lögregluvernd. Heimatilbúin sprengja sprakk á leiðinni á mið- vikudagsmorgun.  HÓPUR flóttamanna, sem höfðust við í rúma viku um borð í norska gámaflutningaskipinu Tampa fyrir ströndum Jólaeyju, voru á mánudag ferjaðir yfir í ástralskt herskip sem flytur þá til Papúa-Nýju-Gíneu. Þaðan verða þeir fluttir til Nýja- Sjálands og Kyrrahafseyj- arinnar Nauru. Áströlsk stjórnvöld neituðu að taka við flóttamönnunum.  STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum tilkynntu á fimmtudag að þau hefðu fallið frá kröfu um að Microsoft-hugbúnaðarris- anum yrði skipt upp.  BINYAMIN Ben Eliez- er, varnarmálaráðherra Ísraels og annar tveggja frambjóðenda í leiðtoga- kjöri ísraelska Verka- mannaflokksins, fullyrti á miðvikudag að brögð hefðu verið í tafli og krafðist endurtalningar. Mjótt var á munum milli hans og Avram Burg þingforseta. Lágu form- leg úrslit enn ekki fyrir í vikulokin. FRAMKVÆMDIR við nýju versl- unarmiðstöðina í Smáralind eru á áætlun samkvæmt upplýsingum for- svarsmanna byggingarstjórnar Smáralindar. Nú þegar rúmur mánuður er til opnunar vinna um átta hundruð iðn- aðarmenn og verkamenn á svæðinu frá morgni til kvölds við smíði og frágang innréttinga í verslunum auk þess sem verið er að leggja lokahönd á byggingarsvæðið og nánasta umhverfi þess. Í stórverslun Debenhams hefur hópur iðnaðarmanna unnið nær sleitulaust við smíðar og flísalögn frá því í apríl og eru handtökin orð- in ansi mörg að sögn Ólafs Geirs- sonar smiðs. Aðspurður segir hann vinnudaginn oft æði langan þar sem menn leggi ekki niður sagir og hamra og önnur verkfæri fyrr en um tíu á kvöldin en vinnudagurinn hefst fyrir átta á morgnana. „Hér er nú unnið sjö daga vik- unnar til að ljúka verkinu en tíminn æðir áfram og fer nú senn að verða af skornum skammti þar sem starfs- menn koma strax á mánudag til að raða vörum í hillurnar, svo það er eins gott að spýta í lófana áður en allt fyllist hérna af vörum,“ sagði Ólafur. Hann benti orðum sínum til stuðnings á stóran snyrtivörustand sem þegar hefur verið komið upp í versluninni. Til viðbótar við þann flokk tutt- ugu iðnaðar- og verkamanna sem hefur unnið í Debenhams und- anfarna mánuði hafa að sögn Ólafs sjö smiðir bæst í hópinn síðustu daga til að leggja lokahönd á inn- réttingarnar. „Við þurftum að sækja strákana alla leið norður á Akureyri þar sem allir smiðir á suð- vesturhorninu voru upp fyrir haus í vinnu,“ sagði Ólafur. Spurður hvort þeir næðu að klára verkið í tæka tíð leit hann sem snöggvast yfir smiða- skarann og kallaði yfir hamars- höggin: „Já, það verður ekkert mál.“ Í verslun Hagkaups hafa iðn- aðarmenn þegar lokið störfum og flokkur manna farinn að fylla á hill- ur sérvörudeildar og matvörudeild- ar verslunarinnar. Andri Þór Sig- urjónsson, verkstjóri áfyllingar, segir verkið ganga hratt og vel en fimmtán manns voru á föstudag við að fylla í hillur og sagði Andri fjölda starfsmanna fara dagvaxandi. Spurður hvenær vinnunni skuli lokið segir hann tímamörkin miðast við 2. október þegar verslun Hag- kaups á Smáratorgi verður lokað og starfsmenn hennar flytjast yfir í Smáralind. „Við höfum því tæpan mánuð til stefnu en með þeim hraða sem nú er unnið á verður það ekkert vandamál. Hér er bara unnin eðlileg dagvinna eða frá 8 til 18 og ætti ekki að reynast nauðsynlegt að grípa til sólarhringsvakta eins og margir iðnaðarmennirnir hafa þurft að vinna til þessa,“ sagði Andri. Opnun nýju verslunarmiðstöðvarinnar í Smáralind Hópur iðnaðar- og verkamanna leggur nú lokahönd á frágang lóðar Smáralindar. Mánuður til stefnu og hraðar hendur við störfin Morgunblaðið/Ásdís Björgvin Sigurðsson og Guðmundur Rúnarsson starfa við hilluáfyll- ingar í Hagkaupi þar sem unnið er í akkorði. Ólafur Geirsson smiður. TÍU kennarar og starfsmenn Ás- landsskóla í Hafnarfirði hafa sent yf- irlýsingu til fjölmiðla þar sem þeir lýsa fullu trausti á stjórn skólans. „Eins og við má búast eru byrj- unarörðugleikar í starfi nýs skóla í nýju hverfi en verkefni okkar hefur verið að leysa úr þeim af skynsemi og jákvæði. Það finnst okkur hafa tekist,“ segir í yfirlýsingunni en til- efni hennar er fréttaflutningur Rík- issjónvarpsins undanfarna daga. Í yfirlýsingunni er fullyrt að rangt sé að hvorki hjúkrunarfræðingur né íþróttakennari starfi við skólann og að kennarar hafi ekki fengið greidd laun. Foreldrastarf sé í undirbúningi og skólastjórinn hafi af persónuleg- um ástæðum tekið sér leyfi frá störf- um og staðgengill hafi verið skipað- ur. Lýsa trausti á stjórn Ás- landsskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.