Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ORÐIÐ minimalismi hefur smám saman verið að vinna sér sess sem tískuorð. Hitt og þetta er minimalt í merkingunni einfalt, stílhreint og smart og kemur orðið sérstaklega oft fyrir í umræðu um hvers konar hönn- un; föt, byggingarlist eða húsgögn. Orðið hefur jafnframt verið að vinna sér sess í daglegu tali manna, sem segja að allt sem er einfalt sé mini- malískt. Skilgreiningin og hugtakið mini- malisti hefur verið hluti af listumræð- unni hér á landi um nokkurn tíma, eða síðan menn fóru að vinna verk undir áhrifum bandarísku minimal- istanna á áttunda áratugnum. Þó var, hvorki þá né nú, á ferðinni hrein- ræktaður minimalismi eins og hann er skilgreindur og fáir ef nokkrir ís- lenskir listamenn hafa helgað sig þessum minimalisma. Í aðalatriðum er skilgreiningin á minimalisma þessi: Form og efniviður verkanna vísa ekki í annað en sjálf sig og í verk- unum á hvorki að vera sérstakt annað innihald né skírskotun til ytri veru- leika. Það er þó alveg ljóst að fjöldi ís- lenskra listamanna hefur orðið fyrir miklum áhrifum af bandarísku mini- malistastefnunni. Minimalistahug- takið og tengingin við það hefur þó að mörgu leyti orðið þeim ákveðinn fjöt- ur um fót, því almenningur dæmir gjarnan myndlist eftir útliti fremur en innihaldi. Í því samhengi er rétt að vitna í einn helsta meistara stefnunn- ar Carl André sem segir að verk sín séu ekki einföld, heldur beinskeytt, sem má skilja sem svo að allur óþarfi hefur verið skorinn í burtu og kjarn- inn situr eftir hreinn og ómengaður. Carl André er einmitt einn lista- mannanna sem eiga verk á sýning- unni Naumhyggja – hið knappa form á Listasafni Íslands. Verkið, sem samanstendur af ljósgráum steinflís- um sem staflað hefur verið upp sam- an á gólfinu við innganginn, var gjöf hans til Listasafnsins og þarf ekki að fjölyrða um gildi hennar fyrir ís- lenska myndlist. Að sýna íslensk og erlend verk saman er besta leiðin til að sjá íslenska myndlist í raunsönnu alþjóðlegu samhengi og ljær henni styrk og þroska. Athygli vekur við yfirferð sýning- arinnar að flestir listamannanna kjósa að gefa verkum sínum ekki nafn, eða öllu heldur gefa þeir verk- unum nafnið: „Án titils“, sem hefur öðlast ákveðna en óræða merkingu í gegnum tíðina. Þessi nafngift vísar helst til þess að verkin eiga að tala fyrir sig sjálf, án utanað- komandi aðstoðar. Öll verkin á sýningunni eru í eigu safnsins og mörg þeirra eru keypt á undanförnum 2–3 árum, þar á meðal margslungin innsetning Ívars Val- garðssonar sem keypt var í heilu lagi af sýningu hans í Gerðarsafni í fyrra. Innsetningin, sem er í salnum við hlið afgreiðsl- unnar á jarðhæð, fær at- hygli sýningargesta óskipta. Hún saman- stendur af þremur stöpl- um með meira en 300 lög- um af beinhvítri, hrímhvítri og hjarnhvítri málningu á toppnum, þremur veggmálverkum þar sem Ívar hefur málað stóran flöt í lit en svo mál- að eina umferð af lista- safnshvítu (sem er líklega nafn sem sem Ívar gefur málningunni) yfir þannig að liturinn skín í gegn, póstkortum í standi sem er hugleiðing um hvers- dagslegt umhverfi lista- mannsins vs. hinn alþjóð- legi listheimur og þremur hvítum litaflötum við inn- gang salarins sem eru þeir sömu og á stöplun- um. Stöplaverkin eru eins konar feril- og þolinmæðisverk, í anda skrásetn- ingarlistar. Maður kemst ekki hjá því að hugsa um vinnuna og eljuna sem liggur að baki og sjá listamanninn fyrir sér mála eina umferð daglega án þess að geta séð áberandi breyt- ingu dag frá degi. Um leið eru verkin eins og snjóhettur á fjöllum eða jökl- ar, enda vísa litanöfnin í snjó; hjarn og hrím. Þannig má auðveldlega sjá tengingu við náttúruna í veggverk- unum. Umferðin listasafnshvíta er eins og snjóföl sem liggur yfir grasi eða jörðu. Snjófölið bráðnar þó alltaf á endanum og undirlagið kemur aftur í ljós, öfugt við litinn sem er á bakvið listasafnshvítuna. Á endanum verður fleiri umferðum af listasafnshvítu bætt við og liturinn látinn hverfa end- anlega. Þrátt fyrir að innsetningin sé í heild sinni ákaflega minimalísk í út- liti og nöfn verka bendi ekki til ann- ars leynist margt óvænt og athygl- isvert í henni þegar betur er að gáð, meira að segja íslensk náttúra! Þór Vigfússon á fjögur verk á sýn- ingunni. Þrjú þeirra eru keimlík í uppbyggingu þótt þau séu ólík að sjá, en eitt er nær því að vera hrein naumhyggja. Í verkunum Umslög frá 1977, Nafnlaust frá 1996 og öðru nafnlausu verki vinnur Þór út frá öll- um hugsanlegum birtingarmöguleik- um hugmyndar og efnis. Umslag er t.d. sýnt í öllum mögulegum brotum, tréskúlptúrarnir eru fimm af því að hver þeirra er með fimm hliðar og Þór prófar að mála bláan lit á ólíka hlið í hvert skipti og sýnir okkur þannig alla birtingarmöguleika högg- myndarinnar og í glerverkinu er hann með þrjá liti af glerplötum og setur þær þrjár saman hverja ofan á aðra í öllum mögulegum samsetning- um, alls sex talsins. Þá spyr maður sig hvort það sé tilraunakennd að- ferðin við gerð verkanna eða lokaútlit sem skiptir meira máli. Tvær málaðar glerplötur standa jafnframt kæruleysislega upp við vegg. Þær virðast við fyrstu sýn ekki hafa margt að segja en þegar áhorf- andinn stendur fyrir framan verkin sér hann hvernig þau gleypa í sig um- hverfið með athyglisverðum hætti. Kristján Guðmundsson á fjögur ólík verk á sýningunni. Verk hans búa yfir húmor, ljóðrænu og ákveð- inni tegund náttúrurómantíkur. Minimalískasta verkið er Teikning þar sem listamaðurinn er m.a. að gera tilraunir með að teygja út teiknihugtakið með því að sýna efnið sem notað er í teikningu og búa til úr því veggmynd. Tært út- sýni ofan við svart mál- verk er rómantískt þó að titillinn sé hálfsúrrealísk- ur þar sem útsýnið er ekkert, nema kannski innan frá, því aðeins sést í vegginn er horft er beint á verkið. Löng talnalína á vegg er sniðug hugmynd en afskaplega langt frá því að geta kallast naum- hyggjuverk. Verkið bygg- ist á símanúmerum ung- frúr klukku í mismunandi löndum. Kristján er sá listamaður á sýningunni sem mér finnst síst passa inn í naumhyggjusam- hengið. Ingólfur Arnarson er líklegast sá sem flestir myndu telja harðasta minimalistann á sýning- unni en ef betur er að gáð er hann alls ekki minimal- isti. Verk hans Án titils frá 1990, sem er fjöldi blý- antsteikninga á lítil, jafn- stór blöð, eru tjáningarrík verk þó að ekki séu þau hávær eða frek. Í svipuðu verki fimm árum yngra, með sama titli, sem stillt er upp á gagnstæðum vegg í rýminu, heldur tjáningin áfram þó að meiri ró sé yfir þeim verkum. Ingólfur leggur mikið upp úr inn- setningunni og heildaryfirbragð upp- setningarinnar er heilsteypt og fal- legt. Þar leikur lýsingin stórt hlutverk auk þess sem tvö vatnslita- verk á steinsteypu binda heildina saman og lyfta henni upp, á ég þá t.d. við sjónblekkinguna sem myndast þegar horft er á verkin úr fjarlægð og neðri hlutinn virðist sveigjast upp. Tvö verk eftir Kees Visser skera sig úr á sýningunni að því leyti að hann notar sterka liti í verkum sínum og hátt gljástig. Kees vinnur með ákveðna tegund sjónblekkingar, not- ar reglulega hyrninga, ferhyrninga og þríhyrninga, sem hann skekkir lít- ið eitt, rétt nægjanlega til að koma einhverri atburðarás af stað í huga áhorfandans. Verk hans bera mini- malismanum glöggt vitni fyrir það að þau líta út fyrir að vera verksmiðju- unnin, sem samræmist fullkomlega hugmyndafræði minimalistanna bandarísku. Vinnuaðferðir Rögnu Róbertsdótt- ur eru vissulega naumhyggjulegar. Hún notar aðferðir og framsetning- armáta minimalismans til að túlka ís- lenska náttúru í verkum sínum. Á sýningunni eru tvö áþekk verk. Ann- að er án titils frá 1993 þar sem hún hefur sagað ferstrendinga út úr hraungrýti sem hún svo hleður upp í stafla. Þannig mótar hún náttúruna upp á nýtt og kemur henni í „neyt- endavænar umbúðir“ ef svo má að orði komast. Í hinu verkinu, sem er frá 1999, gengur hún enn lengra og umbreytir ekki efninu sjálfu heldur límir það beint upp á vegg eins og það kemur af kúnni. Verkið er búið til úr Hekluvikri og heitir Landslag. Það er raunsönn mynd af náttúrunni eins og hún er hreinust. Landslagi hefur verið valinn ákaf- lega vel viðeigandi staður á sýning- unni, uppi á palli fyrir framan kaffi- stofuna. Verkið fær þar næga birtu að utan sem undirstrikar ferskleika þess. Verkið er samt nokkuð úr leið en á líklega að gegna því hlutverki að tengja Naumhyggju við sýningarnar tvær á efri hæðinni. Það sama má segja um verk Svövu Björnsdóttur, sem ég hef reyndar aldrei hugsað um sem minimalista, en verk hennar er á veggnum fyrir ofan stigann. Svava er að mínu mati meiri abstraklistamað- ur eða formalisti en minimalisti. Verk Svövu er, eins og fleiri verk á sýning- unni, án titils og er í raun tilraun með form. Það er ekki síst efnið sjálft og vinnuferlið sem er áhugavert við verk Svövu. Á Naumhyggju er að finna ex- pressjónista, rómantíska hugmynda- listamenn, hreina abstraktlistamenn og málara. Hreinræktaðir naum- hyggjumenn, að undanskildum Carl André, eru engir á sýningunni, en sýningarstjórum var svo sem vel kunnugt um það fyrirfram, enda er hér meira verið að sýna hvaða áhrif stefnan hafði á íslenska listamenn. Uppsetning sýningarinnar er nær gallalaus, enda listamennirnir, sem flestir hjálpuðu til við uppsetningu sýningarinnar, þaulvanir að vinna með rýmið. Hér eru flestir helstu stórmeistar- ar íslenskrar samtímamyndlistar samankomnir og heimsókn í safnið er gjöful upplifun. Almenningur þarf nú að galopna augun fyrir verkum þess- ara listamanna og hafa um leið í huga það sem Kristinn E. Hrafnsson segir í sýningarskrá að minimalisminn er langt í frá einföld listastefna því und- ir einföldu yfirborðinu er heimspeki- legur kjarni málsins fólginn. Sýningin var löngu orðin tímabær og ætti helst að fá að standa uppi til frambúðar. Til þess þarf Listasafn Íslands að fá meira húsnæði til af- nota. MEISTARAR Á FERÐ Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Þór Vigfússon: Nafnlaust, 1996. MYNDLIST L i s t a s a f n Í s l a n d s Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Til 14. okt. ÝMSIR MIÐLAR ÝMSIR LISTAMENN Þóroddur Bjarnason AÐ fjallabaki nefnist ljósmynda- sýning Ragnars Th. Sigurðssonar sem lýkur í Galleríi Fold nú um helgina. Um er að ræða tólf ljós- myndir sem Ragnar tók við fjallið Norðurbarm við Landmannalaugar og er sýningin sú fyrsta sem er opn- uð í salnum Ljósafold. „Salurinn er ekki stór, og var erfitt að velja úr því sem ég hef verið að gera und- anfarið til þess að hafa á sýning- unni. Að lokum ákvað ég að velja saman myndir sem teknar eru nán- ast á sama ferkílómetranum, þó á ólíkum árstíma og frá mismunandi sjónarhornum,“ segir Ragnar. Ragnar Th. Sigurðsson stundaði nám í Svíþjóð og í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann rekur Ljós- myndasafn RTH ehf. – Arctic Ima- ges auk þess að vinna að verk- efnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Ég hef verið að taka mikið fyrir auglýsinga- og tímarit og vinn þá mikið með myndir af fólki. Þær myndir sem ég sýni hér eru teknar af nokkurs konar þörf fyrir að hvíla mig og taka myndir þar sem ekki er fólk. Ákveðnar myndir tek ég fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, af því að ég bara þarf þess.“ Hann bætir því við að það sem heilli sig við þetta myndefni sé að þar sé um að ræða sama umhverfið, sem sé eigi að síður aldrei eins. „Í nokkrum myndum náði ég til dæm- is að fanga sýn sem heillar mig ein- staklega mikið. Það er þegar him- inninn nær að speglast í ánni og hún fær á sig þennan óraunveru- lega bláa lit. Margir halda að ég hafi átt eitthvað við litinn í tölvu, en svo er ekki. Í myndunum er ég bæði að reyna að fanga eitthvert augna- blik og líka ákveðnar tilfinningar. Því þetta er það sem ljósmyndun snýst um; augnablik og tilfinn- ingar,“ segir hann. Ragnar vígði salinn Ljósafold með opnun sýningar sinnar á Menn- ingarnótt, en þá lögðu mörg þús- und gestir leið sína í galleríið. Hann bendir á að salurinn sé fyrst og fremst vettvangur fyrir sýningar á ljósmyndum. „Hingað til hefur lítið tíðkast á Íslandi að ljósmyndir séu sýndar á söfnum og ekkert tíðkast að þær séu seldar í galleríum og finnst mér þetta því mjög gott framtak,“ segir Ragnar að lokum. Morgunblaðið/Golli Ljósmyndasýningu Ragnars Th. Sigurðssonar lýkur nú um helgina. Ljósmyndir að fjallabaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.