Morgunblaðið - 09.09.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 09.09.2001, Síða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 17 RÍO og Buenos Aires á verði sólarlandaferðar í Evrópu í sumarsól á suðurhveli í nóv. 2001 RIÓ de Janeiro - fegursta borg heims – höfuðborg hins ljúfa lífs! Iguazu-fossar - kannski fegursta náttúruundur heimsins? Buenos Aires - Ein mesta glæsiborg heimsins höfuðborg S.Am. lista- og menningar Veldu aðra eða báðar skemmti- legustu borgir heims á ótrúlegri kjörum en heyrst hafa og stíl Heimsklúbbsins með Ingólfi og völdum farar-stj. 14./15. nóv. - 10 ógleymanlegir dagar beint um London (1 millilending), frá- bært flug með BA/VARIG. Fá sæti laus á tilboði - frá kr. 149.900 + flugvsk., gildir aðeins til 12. sept! PÖNTUNARSÍMI 562 0400 GRÍPTU EINSTAKT TÆKIFÆRI! Bætum nú við 20 sætum í: Suður-Ameríkuævintýri Michel Colas verður með förðun á eftirtöldum stöðum: Mánudag 10.9 Snyrtistofunni Guerlain, Óðinsgötu Þriðjudag 11.9 Keflavíkurapóteki Miðvikudag 12.9 Snyrtivöruversluninni Glæsibæ Fimmtudag 13.9 Hygea Laugavegi Föstudag 14.9 Hygea Kringlunni HAUSTLITIRNIR KOMNIR Hægt er að panta tíma í förðun. Aðrir útsölustaðir: Clara, Kringlunni, Andorra, Hafnarfirði, Oculus, Austurstræti, Stella, Bankastræti, Hjá Maríu, Amaro, Glerártorgi, Farðinn, Vestmannaeyjum MICHAEL Dallapiazza, prófessor í germönskum fræðum við háskólann í Urbino, heldur tvenna fyrirlestra á vegum Hugvísindastofnunar Há- skólans. Sá fyrri verður á morgun, mánudag og hinn síðari á miðviku- dag, í stofu 301 í Nýja-Garði og hefj- ast kl. 17:15. Dallapiazza hefur sérhæft sig í bókmenntum síðmiðalda og nútíma- legum viðtökum þeirra og er hann staddur hér á landi á vegum Sókrat- es-áætlunarinnar. Fyrirlestrarnir verða haldnir á þýsku en til skilningsauka verður blöðum með megininntaki textans dreift meðal áheyrenda. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Tveir fyrirlestrar Michaels Dallapiazza  AÐGANGUR að heilbrigð- isþjónustu á Íslandi er eftir Rúnar Vilhjálmsson, Ólaf Ólafsson, Jó- hann Ágúst Sigurðsson og Tryggva Þór Herbertsson. Ritið greinir frá niðurstöðum rannsóknar á aðgengi almennings að heilsugæslunni og byggir á heilbrigðiskönnun meðal 1924 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára, sem valdir voru með tilviljunar- aðferð úr þjóðskrá. Lagt var mat á í hvaða mæli dreifing læknisþjónustu telst réttlát, þ.e. hvort notkun þjón- ustunnar samræmdist þjónustuþörf einstaklinga og hópa, en í því sam- bandi var stuðst við erlendar og inn- lendar viðmiðanir sérfræðinga og mat svarenda sjálfra á þörf sinni fyrir þjónustu. Niðurstöðurnar benda til að um verulegan mun sé að ræða á aðgengi að læknisþjónustu milli hópa. Útgefandi er Landlæknisemb- ættið. Nýjar bækur DJASSKVINTETTINN Jump Monk heldur tónleika í Tónlistar- skóla Akraness í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson sem leika á saxófóna, Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa, Matthías M.D. Hemstock á trommur og Davíð Þór Jónsson sem leikur á píanó. Á efnisskránni er tónlist eftir bandaríska píanóleikarann og tón- smiðinn Thelonious Monk. Aðgangseyrir 1.000 kr. Djasstónleikar á Akranesi KANADÍSKI listmálarinn Louise Jonasson flytur fyrirlestur í Listahá- skóla Íslands, Laugarnesvegi 91, nk. mánudag kl.12:30, í stofu 24. Louise sýnir verk sín á Kjarvals- stöðum um þessar mundir og ber sýningin yfirskriftina Minningar um ey eða Island Souvenir. Í fyrirlestr- inum fjallar hún um myndlistarmenn frá Manitoba og sýnir skyggnur af verkum þeirra. Fyrirlestur Louise Jonasson NÚ er vetrarstarf barna- og ung- lingakóranna í Bústaðakirkju að hefjast og verður innritun í kirkj- unni nk. mánudag og þriðjudag, kl. 16–18. Um er að ræða fimm kóra, Englakór, Barnakór, Stúlknakór, Kammerkór og Bjöllukór og eru kórfélagar á aldrinum 5–18 ára. Stjórnandi er Jóhanna V. Þór- hallsdóttir og henni til aðstoðar er Pálmi Sigurhjartarson píanóleik- ari. Kórastarf barna í Bústaðakirkju NÚ stendur yfir í Nýlistasafninu sýningin Sjálfbær þróun og munu listamennirnir leiða gesti um sýn- inguna í dag, sunnudag, kl. 15. Leiðsögn um sýningu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.