Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 17 RÍO og Buenos Aires á verði sólarlandaferðar í Evrópu í sumarsól á suðurhveli í nóv. 2001 RIÓ de Janeiro - fegursta borg heims – höfuðborg hins ljúfa lífs! Iguazu-fossar - kannski fegursta náttúruundur heimsins? Buenos Aires - Ein mesta glæsiborg heimsins höfuðborg S.Am. lista- og menningar Veldu aðra eða báðar skemmti- legustu borgir heims á ótrúlegri kjörum en heyrst hafa og stíl Heimsklúbbsins með Ingólfi og völdum farar-stj. 14./15. nóv. - 10 ógleymanlegir dagar beint um London (1 millilending), frá- bært flug með BA/VARIG. Fá sæti laus á tilboði - frá kr. 149.900 + flugvsk., gildir aðeins til 12. sept! PÖNTUNARSÍMI 562 0400 GRÍPTU EINSTAKT TÆKIFÆRI! Bætum nú við 20 sætum í: Suður-Ameríkuævintýri Michel Colas verður með förðun á eftirtöldum stöðum: Mánudag 10.9 Snyrtistofunni Guerlain, Óðinsgötu Þriðjudag 11.9 Keflavíkurapóteki Miðvikudag 12.9 Snyrtivöruversluninni Glæsibæ Fimmtudag 13.9 Hygea Laugavegi Föstudag 14.9 Hygea Kringlunni HAUSTLITIRNIR KOMNIR Hægt er að panta tíma í förðun. Aðrir útsölustaðir: Clara, Kringlunni, Andorra, Hafnarfirði, Oculus, Austurstræti, Stella, Bankastræti, Hjá Maríu, Amaro, Glerártorgi, Farðinn, Vestmannaeyjum MICHAEL Dallapiazza, prófessor í germönskum fræðum við háskólann í Urbino, heldur tvenna fyrirlestra á vegum Hugvísindastofnunar Há- skólans. Sá fyrri verður á morgun, mánudag og hinn síðari á miðviku- dag, í stofu 301 í Nýja-Garði og hefj- ast kl. 17:15. Dallapiazza hefur sérhæft sig í bókmenntum síðmiðalda og nútíma- legum viðtökum þeirra og er hann staddur hér á landi á vegum Sókrat- es-áætlunarinnar. Fyrirlestrarnir verða haldnir á þýsku en til skilningsauka verður blöðum með megininntaki textans dreift meðal áheyrenda. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Tveir fyrirlestrar Michaels Dallapiazza  AÐGANGUR að heilbrigð- isþjónustu á Íslandi er eftir Rúnar Vilhjálmsson, Ólaf Ólafsson, Jó- hann Ágúst Sigurðsson og Tryggva Þór Herbertsson. Ritið greinir frá niðurstöðum rannsóknar á aðgengi almennings að heilsugæslunni og byggir á heilbrigðiskönnun meðal 1924 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára, sem valdir voru með tilviljunar- aðferð úr þjóðskrá. Lagt var mat á í hvaða mæli dreifing læknisþjónustu telst réttlát, þ.e. hvort notkun þjón- ustunnar samræmdist þjónustuþörf einstaklinga og hópa, en í því sam- bandi var stuðst við erlendar og inn- lendar viðmiðanir sérfræðinga og mat svarenda sjálfra á þörf sinni fyrir þjónustu. Niðurstöðurnar benda til að um verulegan mun sé að ræða á aðgengi að læknisþjónustu milli hópa. Útgefandi er Landlæknisemb- ættið. Nýjar bækur DJASSKVINTETTINN Jump Monk heldur tónleika í Tónlistar- skóla Akraness í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson sem leika á saxófóna, Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa, Matthías M.D. Hemstock á trommur og Davíð Þór Jónsson sem leikur á píanó. Á efnisskránni er tónlist eftir bandaríska píanóleikarann og tón- smiðinn Thelonious Monk. Aðgangseyrir 1.000 kr. Djasstónleikar á Akranesi KANADÍSKI listmálarinn Louise Jonasson flytur fyrirlestur í Listahá- skóla Íslands, Laugarnesvegi 91, nk. mánudag kl.12:30, í stofu 24. Louise sýnir verk sín á Kjarvals- stöðum um þessar mundir og ber sýningin yfirskriftina Minningar um ey eða Island Souvenir. Í fyrirlestr- inum fjallar hún um myndlistarmenn frá Manitoba og sýnir skyggnur af verkum þeirra. Fyrirlestur Louise Jonasson NÚ er vetrarstarf barna- og ung- lingakóranna í Bústaðakirkju að hefjast og verður innritun í kirkj- unni nk. mánudag og þriðjudag, kl. 16–18. Um er að ræða fimm kóra, Englakór, Barnakór, Stúlknakór, Kammerkór og Bjöllukór og eru kórfélagar á aldrinum 5–18 ára. Stjórnandi er Jóhanna V. Þór- hallsdóttir og henni til aðstoðar er Pálmi Sigurhjartarson píanóleik- ari. Kórastarf barna í Bústaðakirkju NÚ stendur yfir í Nýlistasafninu sýningin Sjálfbær þróun og munu listamennirnir leiða gesti um sýn- inguna í dag, sunnudag, kl. 15. Leiðsögn um sýningu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.