Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir 478 8962 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sigrún Júlía Geirsdóttir 477 1812 477 1234 Neskaupstaður Ægir Guðjón Þórarinsson 477 1372 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 Neskaupstaður Bjartur Sæmundsson 477 1489 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Helgubraut 5 - Kópavogi Glæsilegt endaraðhús! Súluhólar 2 - Reykjavík Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Í dag milli kl. 14:00 og 16:00 gefst áhugasömum tækifæri á að skoða þetta fallega raðhús á Helgubraut 5 í Kópavogi. Um er að ræða endaraðhús á tveimur hæðum. Glæsilegar innréttingar, m.a. kirsuberjainnréttingar. í eldhúsi, náttúruflísar á gólfi, 1. flokks tæki og olíuborið stafaparket á gólfum. V. 18,9 millj. Í dag milli kl. 15-17 er opið hús í Súluhólum 2, Rvík. Um er að ræða fallega 3ja herb. íbúð á 1. hæð/- jarðhæð öðru megin. Útgangur út á hellulagða verönd frá hjónaher- bergi. V. 9,4 millj. Áhv. 4,5 millj. í húsbr. og byggsj. Gunnhildur og Arnar taka vel á móti ykkur! HUGVEKJA KRISTNAR kirkjudeildir í henni veröld skipta hundruðum. Þær metast á stundum um, hver sé hin rétta túlkun krist- ins boðskapar. Þessi metingur hef- ur stöku sinnum farið út fyrir sam- skiptareglur sem kristin kenning set- ur áhangendum sínum. Í þessum pistli verður lít- illega staldrað við helztu kristnar kirkjudeildir. Ekki er þó farið eins vel ofan í sauma og verðugt væri, enda leyfir rými pistils- ins ekki langt mál. Þeim sem vilja kynna sér þetta efni betur er bent á bókina „Kirkjan játar – Saga og mótun kristinna trúarjátninga og yfirlit yfir helztu kirkjudeildir kristninnar…“ eftir Einar prófessor Sigurbjörnsson (Útgáfan Skálholt 1991). Áður en lengra er haldið er rétt að hafa í huga orð Einars Sig- urbjörnssonar prófessors þegar hann fjallar um fjölbreytni í við- horfum kristinna manna: „Ágrein- ingsefnin eru mörg og margvísleg, en um leið er einingin fyrir hendi í því, að allir játa þeir Jesú Krist, Guðs son, sem Drottin sinn og frelsara…“ Það er mergurinn málsins. Flestir kirkjuhópar eiga og viðræðu- og samstarfsvettvang í alkirkjuráðinu. Hverjar eru helztu kirkjudeildir kristinnar trúar? Nefna má: 1. Fornkirkjur Austurlanda. Til þeirra teljast aust-sýrlenzka kirkjan, armenska kirkjan, koptíska kirkjan í Egyptalandi og etíópska kirkjan. Þær eru þjóðkirkjur. Sem slíkar hluti af þjóðlegri menningu. Þær hafa haldið sjálfstæði sínu gagnvart rétttrúnaðarkirkjunni, sem fyrrum laut patríarkanum í Konstantínópel. Þær eru flestar aðilar að alkirkjuráðinu. 2. Rétttrúnaðarkirkjan (aust- urkirkjan eða orþodoxa- kirkjan) varð viðskila við róm- versk-kaþólsku kirkjuna (vest- urkirkjuna) árið 1054. Stundum eru orþodoxir kallaðir grísk- kaþólskir, sem segir ekki alla sögu, því rétttrúnaðarkirkjan skiptist í sjálfstæðar þjóð- kirkjur. Gríska kirkjan er ein þeirra. Það sem einkum bar á milli austur- og vesturkirkj- unnar var forræði páfans. Rétt- trúnaðarkirkjan er aðili að al- kirkjuráðinu. 3. Meðan austurkirkjan þróaðist í sjálfstæðar þjóðkirkjur, bundn- ar sameiginlegri guðsþjónustu, mótaðist rómversk-kaþólska kirkjan (vesturkirkjan) sem skipulagsbundin heild, óháð landamærum, undir forystu páf- ans í Róm. Til rómversk- kaþólskrar kirkju teljast meira en 800 milljónir manna. Hún er ekki formlegur aðili að alkirkju- ráðinu en starfar innan trúar- og skipulagsnefndar þess. 4. Evangelísk-lúterskar kirkjur (siðbótarkirkjur) rekja rætur til ágreinings innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar og klofn- ings úr henni á 16. öld. Marteinn Lúter, sem lúterskar kirkjur draga nafn af, hengdi 95 mót- mælagreinar gegn aflátssölu á dyr Hallarkirkjunnar í Witt- emberg. Það er af sumum talið upphaf siðbótar. Mótmælendur tala þó engan veginn einni röddu. Til eru nokkrar „fjöl- skyldur mótmælendakirkna“. Þeirra helztar eru hin lúterska og sú kalvínska. Enska kirkjan (anglíska kirkjan) myndar og sérfjölskyldu meðal mótmæl- enda. Sem og babtistar, eða skírendur, sem eru fjölmennir í Bandaríkjunum. Síðar hafa enn aðrar kirkjur klofnað út úr þess- um kirkjuhópum, svo sem me- þódistar, kvekarar, sjöunda- dagsaðventistar, hvítasunnumenn o.fl. Hér er ekki rými til að rekja ágreiningsefni eða sérkenni þess- ara kirkjuhópa. Mestu máli skiptir það sem sameinar þá: Trúin á Krist, Guðs son, sem Drottin og frelsara mannanna. Fjölbreytnin í kristnum dómi getur og verið til góðs, eins og fjölbreytnin í menn- ingu þjóðanna, ef menn við- urkenna rétt hver annars til skoð- ana og viðhorfa. Ef menn halda fast við kristinn kærleiksboðskap um breytni manna hvers við ann- an. Maðurinn hugsar, spyr og leit- ar. Það er vakinn að þroska hans. Kveikjan að list hans, menningu og þekkingu. Trúin er síðan kór- ónan á þroskaferli mannsins. Það skiptir máske ekki höfuðmáli inn- an hvaða kirkjufjölskyldu við leit- um höfundar tilverunnar, ljóssins og sannleikans, ef við aðeins leit- um í einlægni. Fríkirkjan í Reykjavík. Kirkjudeildir skipta hundruðum Kristið fólk er sammála um meginatriði trúar sinnar. Það er samt sem áður á önd- verðum meiði um ýmis trúarefni. Stefán Friðbjarnarson fer fáeinum orðum um fjölbreytileikann í kristnum viðhorfum. Morgunblaðið/Sigurður Jökull GUÐBJÖRG Hildur Kolbeins lektor í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Ís- lands heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ nk. mið- vikudag 12. september kl. 16:15. Fyr- irlesturinn verður haldinn í sal Sjó- mannaskóla Íslands við Háteigsveg. Fyrirlesturinn er öllum opinn. „Lengi hefur verið deilt um hvort ofbeldi í sjónvarpi hafi áhrif á afbrot og árásarhneigð unglinga. Í fyrir- lestrinum verða kynntar niðurstöður íslenskrar rannsóknar þar sem leitast er við að svara því hvort unglingar sem horfa mikið á ofbeldisefni í sjón- varpi séu afbrota- og árásarhneigðari en jafnaldrar þeirra. Einnig verður fjallað um áhrif fjölskyldunnar á val unglinga á sjónvarpsefni og hvernig samskipti foreldra við börn sín hafa áhrif á þær ástæður sem börn hafa fyrir að horfa á sjónvarp. Jafnframt verður litið á þann mun sem er á kynj- unum hvað varðar sjónvarpsnotkun, og afbrota- og árásarhneigð,“ segir í fréttatilkynningu. Rætt um áhrif of- beldis í sjónvarpi HEILSUGÆSLAN í Reykjavík og Rannsóknarstofnun í hjúkrunar- fræði efna til ráðstefnu sem ber yf- irskriftina Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar: Hvert ætlum við að stefna? Ráðstefnan fer fram á Grand Hót- eli Reykjavík fimmtudaginn 13. sept- ember og föstudaginn 14. september 2001. Ráðstefnan hefst kl. 8 á fimmtudeginum og kl. 9 á föstudeg- inum. Fyrirlestrum og vinnusmiðj- um er ætlað að varpa ljósi á stöðu heilsugæsluhjúkrunar og rannsókna í hjúkrun hér á landi. Framtíðar- sýn innan heilsugæslu- hjúkrunar MIÐVIKUDAGINN 12. september mun dr. Diane Jones, prófessor við College of Education við University of Washington, Seattle, Bandaríkj- unum, halda fyrirlestur á vegum uppeldis- og menntunarfræðiskorar við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands. Fyrirlesturinn nefnist „Áhrif samfélagsins á líkamsímynd drengja og stúlkna á unglingsárum“ og verð- ur haldinn kl. 17-18 í Lögbergi, stofu 101. Öllum er heimill aðgangur á með- an húsrúm leyfir. Ræðir áhrif samfélagsins á líkamsímynd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EFLING – stéttarfélag hefur gert tvo stóra samninga um tilboð á tölvu- og tungumálanámi fyrir félagsmenn sína. Annars vegar er um að ræða samning við Tölvuskóla Reykjavíkur um allt að 150 tölvunámskeið fyrir félagsmenn sína á verði sem er frá 2.000 krónum til 3.250. fyrir grunn- námskeið. Hins vegar hefur Efling gert samkomulag við Menningar- og fræðslusamband alþýðu um allt að 100 enskunámskeið fyrir félagsmenn frá 3.500 krónum til 5.600 krónur. Framangreint verð er miðað við að Eflingarfélagar nýti sér rétt sinn til endurgreiðslu frá starfsmenntasjóð- um félagsins. Upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu Eflingar. Efling semur um námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.