Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 15
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 15
STOPPLEIKHÓPURINN fagnar 5
ára afmæli sínu á þessu ári. Hóp-
urinn frumsýndi fyrstu sýningu sína
1.febrúar árið 1996 og síðan hafa 6
frumsýningar á nýjum leikritum
fyrir börn og unglinga - eitt þeirra
Virus var ætlað fullorðnum áhorf-
endum - litið dagsins ljós og sýning-
arnar orðnar ríflega 500, svo óhætt
er um að Stoppleikhópurinn hafi
ekki haldið kyrru fyrir þrátt fyrir
nafnið.
Stofnendur hópsins voru Eggert
Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir, Hin-
rik Ólafsson og Dofri Hermannsson
og þau eru enn að, þó í vetur verði
það Eggert og Katrín sem halda
munu merkinu á lofti með tveimur
frumsýningum á nýjum íslenskum
leikritum í vetur.
Málfríður, Kuggur
og Tónpúkinn
„Við ætlum að frumsýna nú í lok
september nýtt barnaleikrit, Ævin-
týri Málfríðar og Kuggs fyrir leik-
skólabörn og yngri bekki grunnskól-
anna,“ segir Eggert. „Leikritið er
byggt á bókum Sigrúnar Eldjárn
um strákinn Kugg og Málfríði vin-
konu hans en saman lenda þau í
ýmsum ævintýrum, t.d. að frelsa
prins úr álögum vonds dreka. Þetta
er saga um hvernig brúa má kyn-
slóðabilið og hvernig ungir og gaml-
ir geta fundið sér sam eiginlegan
leikvöll í ímyndunaraflinu,“ segir
Katrín. Leikarar eru Eggert og
Katrín en leikstjóri er Valgeir Skag-
fjörð og er hann einnig höfundur
tónlistarinnar.
Í janúar ætlar Stoppleikhópurinn
síðan að frumsýna Tónpúkann, nýtt
verk ætlað unglingum eftir Þorvald
Þorsteinsson.
„Þorvaldur er að skrifa verkið
núna og það hefur hlotið vinnuheitið
Tónpúkinn. Í verkinu tengist saman
á skemmtilegan hátt gamli og nýi
tíminn þar sem þjóðsagnaarfurinn
spilar með nútímann.Fylgst er með
tveimur ungmennum sem hverfa á
dularfullan hátt inn í heim þjóð-
sagna þar sem sem ýmsar forynjur
og draugar koma við sögu,“ segir
Katrín.
Það eru Eggert og Katrín sem
leika ásamt tónlistarmanninum
Pálma Sigurhjartarsyni en hann
mun leika stórt hlutverk í sýning
unni og leika á ýmis hljóðfæri og
fremja öll leikhljóð á sviðinu.
Barnaleikhús útundan
„Okkur langaði til að halda upp á
5 ára afmælið með því að koma
tveimur nýjum verkum á svið en
fjárhagurinn takmarkar okkur tals-
vert,“ segja þau Eggert og Katrín.
Þau fengu tæprar einnar milljónar
króna styrk frá Menningarmála-
nefnd Reykjavíkur og Barnamenn-
ingarsjóði vegna sýningarinnar Spil-
að með og segjast þakklát fyrir
þann stuðning.
„Hinsvegar er því ekki að neita að
leikhópar sem hafa einbeitt kröftum
sínum að leiklist fyrir börn og ung-
linga hafa orðið útundan við fjárveit-
ingar frá bæði Leiklistarráði og
Starfslaunum listamanna. Stopp-
leikhópurinn hefur aðeins einu sinni
fengið styrk frá Leiklistarráði og
það var til uppsetningar á Virusi,
einu sýningarinnar fyrir fullorðna
sem við höfum gert. Annars byggj-
ast fjárhagsáætlanir okkar á því að
stofna til skuldar við uppsetningu
sýninganna og ná svo þeim kostnaði
til baka með því að selja sýning-
arnar í leikskóla og grunnskóla. Við
höfum einnig farið þá leið með góð-
um árangri að flétta fræðslu inn í
leikverkin okkar og fá aðila eins og
Tóbaksvarnarnefnd, Krabbameins-
félagið og Landlæknisembættið til
að taka þátt í kostnaði sýninganna.
Stoppleikhópurinn hefur því orðið
eins konar fræðsluleikhús meðfram
því að leggja áherslu á skemmtileg-
ar og metnaðarfullar sýningar,“ seg-
ir Eggert.
Þau segjast ekki geta orða bund-
ist yfir því ráðslagi Þjóðleikhússins
að fara inn á starfsvettvang litlu
barnaleikhópanna með því að ætla
að bjóða leik- og grunnskólum upp á
farandsýningu á Karíusi og Baktusi
í vetur. „Það þarf auðvitað ekki að
hafa mörg orð um hversu ójöfn sam-
keppnisaðstaða okkar er gagnvart
Þjóðleikhúsinu. Fyrir hóp eins og
okkar er lífspursmál að geta selt
sýningarnar í skólana. En við njót-
um þess að hafa átt gott samstarf
við skólayfirvöld í fimm ár og þau
þekkja okkur og gæði sýninga
Stoppleikhópsins.“
Fram að áramótum mun Stopp-
leik hópurinn halda áfram sýningum
frá því í hitteðfyrra á leikritinu Rósu
frænku eftir Valgeir Skagfjörð.
„Þetta er verk sem unnið er í
samstarfi við Landlæknisembættið
og er öðrum þræði fræðsla um
ábyrgt kynlíf og hvernig forðast
skuli kynsjúkdóma,“ segir Katrín.
Það verður því í nógu að snúast fyrir
Stoppleikhópinn í vetur líkt og und-
anfarna 5 vetur og líklegt að sýning-
arnar verði farnar að nálgast 600
fyrir næsta vor.
Stoppleikhópurinn
frumsýnir tvö ný leikrit
Úr sýningunni Rósa frænka. Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber.