Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 15 STOPPLEIKHÓPURINN fagnar 5 ára afmæli sínu á þessu ári. Hóp- urinn frumsýndi fyrstu sýningu sína 1.febrúar árið 1996 og síðan hafa 6 frumsýningar á nýjum leikritum fyrir börn og unglinga - eitt þeirra Virus var ætlað fullorðnum áhorf- endum - litið dagsins ljós og sýning- arnar orðnar ríflega 500, svo óhætt er um að Stoppleikhópurinn hafi ekki haldið kyrru fyrir þrátt fyrir nafnið. Stofnendur hópsins voru Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir, Hin- rik Ólafsson og Dofri Hermannsson og þau eru enn að, þó í vetur verði það Eggert og Katrín sem halda munu merkinu á lofti með tveimur frumsýningum á nýjum íslenskum leikritum í vetur. Málfríður, Kuggur og Tónpúkinn „Við ætlum að frumsýna nú í lok september nýtt barnaleikrit, Ævin- týri Málfríðar og Kuggs fyrir leik- skólabörn og yngri bekki grunnskól- anna,“ segir Eggert. „Leikritið er byggt á bókum Sigrúnar Eldjárn um strákinn Kugg og Málfríði vin- konu hans en saman lenda þau í ýmsum ævintýrum, t.d. að frelsa prins úr álögum vonds dreka. Þetta er saga um hvernig brúa má kyn- slóðabilið og hvernig ungir og gaml- ir geta fundið sér sam eiginlegan leikvöll í ímyndunaraflinu,“ segir Katrín. Leikarar eru Eggert og Katrín en leikstjóri er Valgeir Skag- fjörð og er hann einnig höfundur tónlistarinnar. Í janúar ætlar Stoppleikhópurinn síðan að frumsýna Tónpúkann, nýtt verk ætlað unglingum eftir Þorvald Þorsteinsson. „Þorvaldur er að skrifa verkið núna og það hefur hlotið vinnuheitið Tónpúkinn. Í verkinu tengist saman á skemmtilegan hátt gamli og nýi tíminn þar sem þjóðsagnaarfurinn spilar með nútímann.Fylgst er með tveimur ungmennum sem hverfa á dularfullan hátt inn í heim þjóð- sagna þar sem sem ýmsar forynjur og draugar koma við sögu,“ segir Katrín. Það eru Eggert og Katrín sem leika ásamt tónlistarmanninum Pálma Sigurhjartarsyni en hann mun leika stórt hlutverk í sýning unni og leika á ýmis hljóðfæri og fremja öll leikhljóð á sviðinu. Barnaleikhús útundan „Okkur langaði til að halda upp á 5 ára afmælið með því að koma tveimur nýjum verkum á svið en fjárhagurinn takmarkar okkur tals- vert,“ segja þau Eggert og Katrín. Þau fengu tæprar einnar milljónar króna styrk frá Menningarmála- nefnd Reykjavíkur og Barnamenn- ingarsjóði vegna sýningarinnar Spil- að með og segjast þakklát fyrir þann stuðning. „Hinsvegar er því ekki að neita að leikhópar sem hafa einbeitt kröftum sínum að leiklist fyrir börn og ung- linga hafa orðið útundan við fjárveit- ingar frá bæði Leiklistarráði og Starfslaunum listamanna. Stopp- leikhópurinn hefur aðeins einu sinni fengið styrk frá Leiklistarráði og það var til uppsetningar á Virusi, einu sýningarinnar fyrir fullorðna sem við höfum gert. Annars byggj- ast fjárhagsáætlanir okkar á því að stofna til skuldar við uppsetningu sýninganna og ná svo þeim kostnaði til baka með því að selja sýning- arnar í leikskóla og grunnskóla. Við höfum einnig farið þá leið með góð- um árangri að flétta fræðslu inn í leikverkin okkar og fá aðila eins og Tóbaksvarnarnefnd, Krabbameins- félagið og Landlæknisembættið til að taka þátt í kostnaði sýninganna. Stoppleikhópurinn hefur því orðið eins konar fræðsluleikhús meðfram því að leggja áherslu á skemmtileg- ar og metnaðarfullar sýningar,“ seg- ir Eggert. Þau segjast ekki geta orða bund- ist yfir því ráðslagi Þjóðleikhússins að fara inn á starfsvettvang litlu barnaleikhópanna með því að ætla að bjóða leik- og grunnskólum upp á farandsýningu á Karíusi og Baktusi í vetur. „Það þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um hversu ójöfn sam- keppnisaðstaða okkar er gagnvart Þjóðleikhúsinu. Fyrir hóp eins og okkar er lífspursmál að geta selt sýningarnar í skólana. En við njót- um þess að hafa átt gott samstarf við skólayfirvöld í fimm ár og þau þekkja okkur og gæði sýninga Stoppleikhópsins.“ Fram að áramótum mun Stopp- leik hópurinn halda áfram sýningum frá því í hitteðfyrra á leikritinu Rósu frænku eftir Valgeir Skagfjörð. „Þetta er verk sem unnið er í samstarfi við Landlæknisembættið og er öðrum þræði fræðsla um ábyrgt kynlíf og hvernig forðast skuli kynsjúkdóma,“ segir Katrín. Það verður því í nógu að snúast fyrir Stoppleikhópinn í vetur líkt og und- anfarna 5 vetur og líklegt að sýning- arnar verði farnar að nálgast 600 fyrir næsta vor. Stoppleikhópurinn frumsýnir tvö ný leikrit Úr sýningunni Rósa frænka. Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.