Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 25 Upplýsingar og innritun í síma 555 4980 og á www.ntv.is Myndvinnsla í Photoshop Teikning í Freehand Umbrot í QuarkXpress Samskipti við prentsmiðjur og fjölmiðla Meðferð leturgerða Meðhöndlun lita Lokaverkefni Kennd er gerð og uppsetning auglýsinga, blaða og bæklinga. Vinnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að fullunnu verki. Námið er 156 kennslustundir. Örfá sæti laus á síðdegisnámskeið sem byrjar 11. sept. Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Atækni Helstu námsgreinar uglýsinga- Örfá sætilaus n t v .i s nt v. is n tv .i s K la p p a ð & k lá rt / ij Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 18. september – Þri. og fim. kl. 20.00 Ásmundur Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445. Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshdhi ilmkjarnaolíur o.fl. 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Traust námskeið frá árinu 1994 — byggt á reynslu. (Sjá einnig www.yogastudio.is) Næsta grunnnámskeið hefst 18. september. Þri og fim. kl. 19.00 í 4 vikur. EINHVERN tímann umdaginn fór ég að geraathugasemdir við kon-una mína, hana Ágústu, sem endaði með því að aldrei þessu vant fórum við hjónin að rífast. Ekki kannske þannig að skellt væri hurðum eða gengið á dyr. En þetta rifrildi eyðilagði hálfpartinn daginn og kvöldið og þegar við ákváðum að gera út um deiluefnið, daginn eft- ir, var ég búinn að gleyma hvers vegna við rif- umst. Bara mundi það alls ekki. Mundi það eitt að ég hafði orðið leiður og við bæði, sem spillti deginum og skemmdi andrúmsloftið á heimilinu. Getur verið að þetta hafi komið fyrir fleiri? Getur verið að við séum oftar en ekki að gera úlfalda úr mýflugu, æsa okkur út af smáat- riðum, láta annað fólk fara í taugarnar á okk- ur? Út af einhverju sem engu máli skiptir. Sem er gleymt um leið og það er búið. Eyði- leggja dýrmæta daga, spilla friðnum, sóa dýr- mætum stundum í fánýtt karp? Láta ómerki- lega og ábyrgðarlausa hælbíta úti í bæ trufla sig með meinfýsnu slúðri. Ergja sig yfir smá- munum, reiðast út af engu, æsa sig að óþörfu, gera mál út af tittlingaskít. Jú, jú auðvitað geta krakkarnir verið óþekkir, makinn með tuð eða einhver vinnu- félagi leiðinlegur. Auðvitað er það ergilegt og svekkjandi að verða fyrir mótlæti eða ósann- gjörnum athugasemdum. Auðvitað er stund- um eitthvað gert á hlut manns. Maður getur jafnvel orðið leiður og svekktur þegar kapp- leikur tapast eða hlutabréfin hrapa eða þegar iðnaðarmaðurinn svíkur mann um að koma á réttum tíma. Það er yfrið nóg af tilefnum til að vera í fúlu skapi og láta sér líða illa. Og vera fúll á móti. Ef maður vill endilega vera í vondu skapi, þá er það enginn vandi að vera í vondu skapi. Nóg eru tækifær- in. Ég þekki marga menn sem hafa verið með ólund og önugheit alla sína ævi og sjá aldrei glaðan dag. En þeir eru sjálfum sér verstir og maður sækist ekki eftir félagsskap þeirra. Þeir slökkva á öllu í kringum sig, murka nán- ast úr manni lífið og þegar ég segi lífið, þá á ég við lífsgleðina og þá undursamlegu staðreynd að fá að vera til í sátt og samlyndi við sjálfan sig og aðra. Er það ekki tilgangurinn með tilverunniog hver veit hvenær ævin er öll? Ung-ur maður leggur land undir fót til að taka þátt í spennandi keppni og stunda áhuga- mál sitt og áður en hendi er veifað er hann all- ur í skelfilegu slysi. Fjórir mannvænlegir samborgarar vilja verja helginni uppi á heið- um í góðum félagsskap og við skemmtilega veiði. Hendinni er aftur veifað og þeir eru látnir þegar að þeim er komið. Gasleki. Annað þurfti ekki til. Gamall kunningi heilsar glað- hlakkalega þar sem hann ekur um í leigubíln- um sínum. Nokkrum vikum síðar birtist dán- arfregn um þennan sama mann. Maðurinn með ljáinn gerir ekki boð á und- an sér. Lífið reyndist styttra fyrir þessi fórn- arlömb og mörg, mörg önnur, sem hverfa og kveðja langt fyrir aldur fram. Hafa ekki einu sinni tíma til að kveðja. Og hver er næstur? Ég, þú, ástvinurinn, samferðamaðurinn, gamli gleðigjafinn úr hópi þeirra mörgu, sem við höfum átt samleið með? Eigum við þá að eyða þessum stutta tíma, hérna megin móðunnar miklu, til að standa í þrasi og leiðindum, þusa yfir ómerkilegheit- um, sem eru gleymd daginn eftir? Tíminn er nefnilega naumur. „It is later than you think,“ sagði gamall heimilisvinur og kærði sig kollóttan um rekistefnur og refil- stigu og allar þær raunir sem aðrir menn bera á öxlum sér vegna misskilnings um meinta ábyrgð sína. Hann teygaði í botn þær lysti- semdir og lífsnautnir sem honum buðust og dó sæll og glaður þegar þar að kom. Skildi sem sagt samhengið í tilvistinni og þá stuttu dvöl, sem okkur öllum er gefin hér á jörðinni. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, sagði Tómas og það eru orð að sönnu. Við hefðum getað verið uppi á öðrum tíma. Við hefðum hugsanlega aldrei fæðst. Eða búið annars staðar, eða verið öðruvísi. „Það er svo misjafnt sem mennirnir leita að/ og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.“ Ég segi fyrir mig, að ég er sjálfsagt ekki hættur að rífast eða ergjast en ég er að reyna að tileinka mér þann hugsunarhátt að gera gott úr hlutunum frekar en hitt. Taka því af stillingu sem að höndum ber, en gleðjast í góðra vina hópi og þakka fyrir samferða- mennina, sem mér voru gefnir. Það er nefni- lega ekkert sjálfsagt að eiga þá að, sem maður á að. Við hefðum getað misst af því að eiga þá að vinum sem við eigum að vinum og alla þá hina sem okkur er annt um. Það er ekkert sjálfgefið að vera til þegar maður er til. Við hefðum allt eins getað verið uppi á söguöld eða á hinum myrku öldum allsleys- isins. Án menntunar, fjármuna, þæginda. Étið tros. Án þess að njóta velferðar og velmeg- unar í samfélagi nútímans, án þess að hafa skilning á muninum á góðu og illu, búið við einræði, búið við harðræði, setið uppi með of- ríki og þrælsótta. Hvað gerðu söguhetjurnar á landnámsöld, þegar eitthvað var gert á hlut þeirra? Drápu á víxl. Hvað gerðu kirkjunnar menn, þegar lúterskan var innleidd? Háls- hjuggu Jón Hólabiskup Arason. Og synina með. Þetta voru kölluð siðaskipti! Svo var hinum drekkt sem minna máttu sín. Þá er betra að reiðast og rífast og gleyma síðan tilefninu daginn eftir. Hafa rænu á því að tæma bikarinn án þess að grípa til hefnda eða vopna. Við lifum alténd í siðuðu samfélagi og bítum ekki í skjaldarrendur þótt eitthvað fari úrskeiðis. Og hver segir að lífið eigi að vera sam-felld hamingja og sæla? Breyskleik-arnir eru margir hjá okkur öllum og við erum sífellt að falla fyrir freistingum og forboðnum ávöxtum og mæta andstreymi og áföllum. Er þá ekki mikilvægara að þakka fyrir hitt sem gengur okkur í haginn. Þakka fyrir sæl- ustundirnar og þakka fyrir samferðamennina. Þakka fyrir sig. Og gleyma því hvers vegna við vorum að rífast. Takk fyrir sam- ferðamennina Eitt rifrildi getur eyðilagt daginn, en næsta dag er tilefnið gleymt. Ellert B. Schram spyr hvort ekki sé betra að þakka fyrir það, sem gengur í haginn, og gleyma af hverju við vorum að rífast. HUGSAÐ UPPHÁTT ÁSTAND brunavarna í fjallaskálum hefur versnað frá því að könnun var síðast gerð árið 1996 og er, að sögn Björns Karlssonar, brunamálastjóra, langt frá því að vera viðunandi. Brunamálastofnun gerði úttekt á ástandi í fjallaskálum nú í sumar þar sem skoðaðir voru 28 fjallaskálar. Björn segir að stofnunin ætli að mælast til þess við sveitarfélög að harðar verði tekið á brunavörnum í slíkum skálum en gert hefur verið hingað til. Hann segir jafnframt að eigendum slíkra skála verði að gera mun betur grein fyrir ábyrgð þeirra, en síðast þegar svona könnun var framkvæmd hafi sumir þeirra ekki brugðist vel við tilmælum slökkviliðs- stjóra um úrbætur. Samkvæmt byggingarreglugerð skulu fjallaskálar, þar sem gert er ráð fyrir fleiri en 10 manns í gistingu, uppfylla kröfur sem gerðar eru um gistiheimili og hótel, að svo miklu leyti sem unnt er miðað við aðstæður. Sérstaklega á það við varðandi við- vörun, flóttaleiðir og neyðarmerking- ar. Björn segir að 74 prósent fjalla- skála sem skoðaðir voru í sumar hafi fengið einkunnina slæmt eða óviðun- andi og það sé í alla staði óviðunandi. Þrír skálar fengu ágætiseinkunn, fjórir sæmilegt, 15 skálar fengu ein- kunnina slæmt og fimm skálar fengu einkunnina óviðunandi. „Niðurstað- an er sú að brunavarnir einungis 26 prósenta fjallaskála geti talist viðun- andi. Það er þó athyglivert að tveir yngstu skálarnir fá einkunnina ágætt og sýnir það að við nýbyggingar virð- ast eigendur fara eftir bygginga- reglugerð,“ sagði Björn og taldi jafn- framt áhyggjuefni að umferð ferðamanna hafi aukist nokkuð á svæðum þar sem sumir skálanna væru komnir til ára sinna. Björn segir að eigendur skála beri fulla ábyrgð á því að farið sé eftir lög- um og reglugerðum hvað varðar brunamál og að sveitarfélög hafi eft- irlitsskyldu að gegna þar að lútandi. Verði misbrestur á eiga sveitarfélög að semja við eigendur um úrbætur. „Brunamálastofnun á samkvæmt lögum að hafa yfirumsjón með eld- varnaeftirliti sveitarfélaga í þeim til- gangi að tryggja samræmi á landinu öllu, þó svo að stofnunin megi ekki hafa bein samskipti við eigendur bygginga í þessu sambandi,“ sagði Björn og bætti við að færu eigendur fjallaskála ekki eftir umsömdum áætlunum um úrbætur gætu sveitar- félög notað ýmsar aðferðir til að knýja á um þær, t.a.m. með dagsekt- um. Þá væri jafnvel hægt að loka hús- um, þótt slíkar aðgerðir væru afar sjaldgæfar. Björn segir ástand skála á Suður-, Norður- og Austurlandi hafa verið skoðað að þessu sinni og ekki væri hægt að tala um að ástandið væri verra í neinum einum landsfjórðungi frekar en öðrum. Skýrsla Brunamálastofnunar um fjallaskála Sveitarfélög taki harðar á brunavörnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.