Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 11 TIL er þekkt gamansaga þar sem segir frá viðureign dómara og vitn- is. Dómaranum þótti vitnið ekki svara spurningum undanbragða- laust, byrsti sig og fyrirskipaði því að svara aðeins með já eða nei. Vitn- ið hélt því fram að það væri ekki hægt í öllum tilvikum og eftir nokkrar þrætur féllst dómarinn á að vitnið mætti spyrja sig hvaða spurningar sem væri og svarið skyldi verða já eða nei. Þá spurði vitnið: Eruð þér hættir að berja konuna yðar, herra dómari? Ekki varð dómaranum auðvelt að svara þessari spurningu með já eða nei, en hins vegar ætti ég ekki í neinum vandræðum. Mitt svar yrði já, og ég gæti bætt því við að það hefi ég ekki gert síðan ég fékk vél sem dælir lofti í gegnum nef mér á meðan ég sef. Ég er sem sagt einn hinna fjöl- mörgu sem þjást af kæfisvefni. Sjúkdómi sem fáir höfðu heyrt nefndan fyrir áratugi eða svo, hvað þá að nokkuð væri við honum að gera. Nú er vitað um þúsundir fólks sem líða fyrir hann og að það er hægt að létta þeim lífið. Það er með mig eins og flesta aðra að ég hefi ekki hugmynd um hvenær einkennin fóru að koma í ljós. Ég veit hins vegar að ég hefi hrotið óskaplega um langan tíma. Það reyndist mér hið besta vopn til að fá eins manns herbergi á ferða- lögum, því enginn reyndi að sofa meira en eina nótt í herbergi með mér. Erlendis vaknaði ég á stundum upp við það um miðja nótt að verið var að berja í vegginn hjá mér og jafnvel var hringt og romsað ein- hvað óskiljanlegt í símann í tónteg- und sem ekki varð misskilin. Eiginlega skildi ég ekkert í þessu fyrr en einn morgun á hóteli í kóngsins Kaupmannahöfn. Ég var búinn að pakka niður og dyrnar voru hálfopnar. Þá gengu tvær kon- ur framhjá og önnur sagði: „Det er ham, snorkeren.“ Blessuð konan mín leið þetta allt og var farin að venjast hávaðanum, en svo ágerðist þetta og ég fór að missa andann í svefni. Því fylgja mikil átök, maður brýst um og get- ur slengt handleggjunum frá sér. Þarna var ég sem sagt farinn að berja konuna mína. Hvað eftir ann- að vakti hún mig, og að morgni sagðist hún hafa verið viss um að ég væri að kafna. Ég var með ágætan heimilislækni á þessum árum og fór alloft til hans í viðtal og skoðun. Einhverju sinni bar ég mig aumlega yfir því hvað ég væri alltaf þreyttur. Eftir nokkrar spurningar lyfti hann upp síma og hringdi í kollega sinn og sagði: Ég þarf að senda mann í rannsókn til þín. Svo tilkynnti hann mér að ég ætti að fara í svefnrannsókn upp á Vífilsstaði. Ég varð vægast sagt undrandi, einkum fannst mér þetta orð „svefnrannsókn“ tortryggilegt. En ég lét mig hafa það og gisti eina nótt tengdur við margskonar mæla. Morguninn eftir sagði alvöruþrung- inn læknir: Já, það er enginn vafi, þú þarft að fá vél. Þetta kostaði aðra nótt á Vífilsstöðum, því það þurfti að stilla vélina. Svo fór ég með gripinn heim og um kvöldið lagðist óþekkjanlegur grímuklædd- ur maður til svefns. Ekki get ég sagt að ég hafi strax orðið sáttur við gripinn. Loftblást- urinn þurrkaði nef mitt svo undan sveið, en með því að fá vatnskúlu sem loftinu er blásið í gegnum lag- aðist það. Síðan þá höfum við, ég og vélin, verið óaðskiljanleg. Hvert sem ég fer til gistingar fer hún með mér og í þeim sárafáu tilfellum sem ég hefi orðið að vera án hennar hafa næturnar verið ömurlegar og ég vaknað eins þreyttur og þegar ég reyndi að sofna – rétt eins og í gamla daga. Persónulega efast ég mjög um að ég væri í tölu lifenda í dag, hefði ég ekki fengið hjálp á svefnrannsókn- ardeild lungnadeildarinnar á Vífils- stöðum, þótt auðvitað verði ekkert um það fullyrt. Hitt er alveg víst að líðan mín væri miklum mun verri. Ef þú heldur að þú þjáist af kæfi- svefni, leitaðu þá hjálpar hjá þeim á Vífilsstöðum. Og ef maki þinn á í erfiðleikum í svefni, rektu hann þá í rannsókn. Það er óþarfi að láta hann berja þig meira, síst af öllu þegar hann hefur ekki hugmynd um það sjálfur! Og hafið það hugfast að þótt kæfisvefn sé algengari hjá körlum er hann ekki bundinn við þá. Að lokum þetta: Sumir verða sátt- ir við vélina fyrstu nóttina, aðrir ekki og einhverjir gefast upp. Gerið það ekki. Þraukið, kannski í viku – í versta falli í nokkrar vikur – og þið sjáið aldrei eftir því þann tíma sem þið eigið eftir ólifaðan. Já, ég er hættur að berja konuna mína Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Magnús Bjarnfreðsson Einar Örn Einarsson rannsókn- armaður sér um að greina þá sem vísað er af læknum til Vífilsstaða vegna gruns um kæfisvefn. „Annars vegar getur fólk feng- ið heimamælingu og fær þá tösku með sér með mælitækjum og hins vegar er það mælt hér inn- anhúss,“ segir Einar. „Við fylgj- umst með súrefnismettun í blóði, öndunarhreyfingum með sér- stökum beltum, við fylgjumst með þrýstingi í nefi með litlum súrefnisslöngum og setjum hita- mæli fyrir framan munninn, þá getum við séð hvort viðkomandi var að anda með munni. Þetta er algengasta aðferðin við greiningu, líka þegar mæl- ingar fara fram hér á Vífils- stöðum. Þeir sem eru með óræð ein- kenni og greinast ekki með kæfi- svefn fara í fulla svefnmælingu, eins og það heitir. Þá er tekið heilarit meðan sjúklingurinn sef- ur. Rafboð við húð eru mæld og þá er hægt að sjá hversu djúpt viðkomandi sefur. Allir sofa mjög svipað og þegar út af bregður er það nokkuð augljóst. Hægt er að sjá hvort vægur kæfisvefn er að trufla sjúklinginn mikið. Við get- um líka séð ef fólk er með fóta- kippi, þ.e. krampa sem ekki vek- ur það en koma í veg fyrir að það nái djúpum svefni. Fleiri karlar en konur hafa greinst með kæfisvefn og hann er algengari hjá feitum en grönn- um, en vissulega fáum við hingað mjög grannt fólk sem þjáist af kæfisvefni. Fyrir kemur að börn séu hrjáð af kæfisvefni. Líkur á kæfisvefni aukast með aldri, bæði af því að það fitnar heldur og einnig af því að eldra fólk slakar meira á í svefni. Þeir sem hafa þrengingu í öndunarvegi fá þá kæfisvefn. Greiningum á kæfisvefni hefur stöðugt farið fjölgandi, enda hef- ur afkastageta hjá okkur aukist mikið. Nú erum við með átta svefnmælingatæki, áður vorum við með fjögur. Komið hefur í ljós við athug- anir að kæfisvefnssjúklingar búa við skert lífsgæði vegna sjúk- dóms síns. Það að hafa kæfisvefn dregur mjög úr getu og lífsþrótti. Þetta hefur einnig áhrif á hjóna- band. Ef fólk með kæfisvefn fær öndunarvél til að sofa með og hentar slík meðferð þá batnar það umtalsvert. Makar kæfisvefnssjúklinga eru þunglyndari og kvíðnari en aðrir, það sýna rannsóknir sem við höfum gert. En þegar þeim var fylgt eftir ári síðar kom í ljós að mökum þeirra kæfisvefnssjúk- linga sem fengið höfðu bót meina sinna leið mun betur. Þess má geta að erlendar rannsóknir hafa sýnt að ómeðhöndlaður kæfi- svefn er verulegur áhættuþáttur hvað varðar hjónaskilnaði.“ Myndin sýnir útskrift úr tölvu af öndun kæfisvefnssjúklings - græna línan sýnir hvernig hann hættir reglulega að anda í allt að eina mínútu og bleika línan sýnir hvernig súrefnið fellur samfara öndunar- stoppi. Miðlínan sýnir hroturnar. Líkur á kæfisvefni aukast með aldri ríkisins er þegar farin að koma að kostnaðarþáttum í því. Við bindum talsverðar vonir við að sú meðferð muni passa fleirum og fleirum.“ En hverjir eru áhættuþættir kæfisvefns – nánar til tekið? „Kæfisvefn tengist því oft að fólk er of þungt. Hann versnar við áfengisneyslu – hún er einfaldlega hættuleg þeim sem eru með kæfi- svefn. Og þeim sem eru með ómeð- höndlaðan kæfisvefn er veruleg hætta búin. Kæfisvefn veldur syfju, þreytu og athygliskorti og það tengist svo aftur slysum. Það hefur verið sýnt fram á að hjá ómeðhöndluðum kæfisvefnssjúk- lingum er verulega aukin slysa- tíðni. Einnig er kæfisvefn hættu- legur í sambandi við aðra sjúkdóma. Kæfisvefn er greinilega sjálfstæður áhættuþáttur hvað varðar hjartasjúkdóma. Meiri líkur eru á háþrýstingi hjá þeim sem eru með þennan sjúkdóm. Dán- artíðni þeirra sem eru með ómeð- höndlaðan kæfisvefn er verulega aukin. Bæst hefur við þekkinguna hvað varðar þennan sjúkdóm eftir því sem hann hefur verið meira rann- sakaður. Hluti af minni doktors- ritgerð var rannsókn sem gerð var 1984 á 4.000 karlmönnum með til- liti til kæfisvefns. Læknirinn Eva Lindberg fylgdi sama efni eftir tíu árum síðar, bæði með samtölum og athugunum á hvernig sjúklingun- um hefði vegnað. Athuguð var dánartíðni og skoðað hvort þeir sem sýndu merki kæfisvefns í fyrri rannsókn væru með hann enn tíu árum síðar. Niðurstöður þessara rannsókna hafa vakið talsverða at- hygli. Komið hefur í ljós að kæfi- svefnseinkenni eru markvisst tengd háþrýstingi og hjarta- og æðasjúkdómum, bæði þeim sjúk- dómum sem slíkum og einnig dán- artíðninni.“ Hvað eru margir á Íslandi sem hljóta meðhöndlun við kæfisvefni? „Nýlega var tekið saman hvert umfangið væri. Ætli það séu ekki tæplega 4.000 manns sem hafa verið greindir í heildina. Með önd- unarvélar heima sem notaðar eru að staðaldri eru tæplega 900 manns. Hluti sjúklingahópsins hef- ur fengið góm til að sofa með og mörg hundruð manns hafa farið í ýmiss konar aðgerðir vegna kæfi- svefns. Svo er alltaf eitthvað um sjúklinga sem engin heppileg með- ferð finnst fyrir.“ Hrotur með ýmsum einkennum benda til kæfisvefns Hvað verður til þess að fólk fer í svona greiningu – eru það hrotur? „Ekki hrotur einar og sér, en ef það eru hrotur með ýmsum öðrum einkennum, svo sem óværum svefni, miklum byltum í svefni, mikilli svitamyndun að næturlagi og ekki síst ef fólk vaknar án þess að vera vel úthvílt þrátt fyrir að það fái að því er sýnist eðlilegan nætursvefn og finni fyrir syfju og þreytu á daginn, þá er ástæða fyr- ir fólk til að tala um þetta við sinn lækni. Frá því á árinu 1987 og til þessa dags hefur sú breyting orðið á að fólk er orðið miklu meðvitaðra um hættulegur Morgunblaðið/Þorkell SJÁ SÍÐU 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.