Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DJÚPAVOGSHREPPURer rúmlega 520 mannabyggðarlag á suðurfjörð-um Austfjarða. Byggðar- lagið samanstendur af þéttbýlinu á Djúpavogi og dreifbýli á Berufjarð- arströnd, Hamarsfirði og Álftafirði. Djúpivogur er einn af elstu verslun- arstöðum landsins, en árið 1589 fékk hann formlegt verslunarleyfi. Töluvert hefur verið fjallað um Djúpavog á sl. misserum og þær fyr- irætlanir að koma á fót stórri laxeld- isstöð í Berufirði. Þá hefur komið fram að þar hefur fólki fjölgað á sl. árum, þvert ofan í þá fólksfækkun- arþróun sem er víðast hvar á lands- byggðinni. Í gegnum árin hafa vandamál herjað á staðinn eins og annars staðar svo sem samdráttur í landvinnslu á fiski og erfiðleikar í landbúnaði. Þrátt fyrir það hefur verið hægt að tryggja stöðuga at- vinnu á staðnum. Óhætt er að segja að íbúar staðarins geti horft björtum augum fram á veginn því framundan eru mjög spennandi tímar á Djúpa- vogi, þar sem fyrirhugað laxeldi mun veita um 60 manns atvinnu á næst- komandi árum, auk annarra hliðar- starfa sem fylgja slíkri starfsemi. Ólafur Áki Ragnarsson hefur verið sveitarstjóri á Djúpavogi í 15 ár, í Djúpavogshreppi frá stofnun hans árið 1992 og Búlandshreppi frá 1986. Djúpavogshreppur varð til við sam- einingu Búlands-, Berunes- og Geit- hellnahreppa árið 1992. Ólafur er því að verða einn af þeim elstu í grein- inni. Fékk viðurnefnið þverhausinn Í maí árið 1986 bauð E-listi fram- farasinna með Ólaf Ragnarsson í broddi fylkingar fram til sveitar- stjórnar á Djúpavogi. Fram kom í stefnuskrá þeirra að bjóða þyrfti upp á opnari og lýðræðislegri vinnubrögð og skerpa yrði grunnþjónustu fyrir unga sem aldna. Mikið vatn er runnið til sjávar síð- an þau orð voru sögð og margt hefur breyst á Djúpavogi á þeim árum sem liðin eru. Eftir að hafa náð kjöri í þeim kosningum tók Ólafur við embætti sveitarstjóra þá um vorið, fullur af bjartsýni og elju. Ólafur fékk fljót- lega viðurnefnið þverhausinn, vegna baráttu sinnar fyrir framgangi mála í sveitarfélaginu, fullviss um að Djúpivogur hefði margt til að bera til að getað vaxið og dafnað. Fékk ungur áhuga á þjóðmálum „Ég er fæddur og uppalinn á Djúpavogi, sonur hjónanna Ragnars Kristjánssonar og Álfheiðar Áka- dóttur, vélfræðingur að mennt, gift- ur Freyju Friðbjarnardóttur, svæð- isstjóra Rauða krossins á Austurlandi, og eigum við þrjár dæt- ur, Regínu, starfsmann SPRON í Reykjavík, og tvíburana Rögnu og Höllu, nema í Verslunarskóla Ís- lands,“ segir Ólafur. „Eins og margir aðrir strákar sem búa við sjóinn byrjaði ég ungur á sjó, 15 ára, sem kokkur á Sunnutindi, sem gerður var út frá Djúpavogi. Ég var viðriðinn sjómennsku um 14 ára skeið, lengst af sem vélstjóri. Áhugi minn á þjóðmálum hófst strax á unglingsárunum, enda alinn upp við umræður um sveitarstjórn- ar- og þjóðmál af ýmsum toga. Ef ég á að lýsa mér í nokkrum orð- um myndi ég segja að ég væri vinnu- samur, ýtinn og ætti ekki gott með að gefast upp eða tapa. Þrátt fyrir að hafa valið mér það starf að vera í eld- línunni er ég feiminn og líður ekki vel í fjölmenni. Markmiðin voru önn- ur en að verða möppudýr, enda kunni ég ekki á ljósritunarvél þegar ég hóf störf sem sveitarstjóri, með olíublautar hendur, árið 1986.“ Breyttar áherslur Ólafur segir að áherslurnar hafi breyst mjög frá því að hann hóf störf fyrir 15 árum. „Þá voru helstu forgangsverkefn- in að fá hér leikskóla, koma lagi á vatnslögn staðarins, úrbætur í öldr- unarmálum, heilsugæslumálum, fé- lags- og íþróttaaðstaða yrði bætt og svo mætti lengi telja. Á þessum ár- um, 1986–1990, voru miklir erfiðleik- ar í atvinnumálum eins og fisk- vinnslu. Okkur tókst þó að halda rétt á spöðunum þannig að úr rættist. Það var mikið byggt hér á þeim tíma og er mér það minnisstætt að rétt eftir að ég byrjaði kom hér emb- ættismaður sem benti mér á að ég bæri ábyrgð á að leyfa fólkinu að byggja á stað þar sem miklir erfið- leikar væru. Ég taldi að ég hefði meiri trú á staðnum en svo að ástæða væri að stoppa fólk í þeim efnum. Þessa stöðu upplifir maður því miður enn þann dag í dag. Embætt- ismenn hafa því miður of litla trú á landsbyggðinni og standa hreinlega í vegi fyrir því að mál komist áfram úti á landi, þrátt fyrir pólitískan vilja. Stjórnmálamennn hafa haft til- hneigingu til að fela embættismönn- um vald sem þeir hafa síðan ekki haft stöðu til að taka aftur. Mér finnst menn vera að átta sig á því að valdið og ákvarðanatakan verður að vera sem mest hjá hinum kjörnu fulltrú- um. Embættismenn sem margir hverjir sitja í 30–40 ár geta staðið í vegi fyrir framgöngu góðra mála, eins og t.d. að fá fjarvinnsluverkefni á vegum ríkisins út á land.“ Að hafa trú á byggðarlaginu Ólafur hafði trú á fólkinu á Djúpa- vogi og staðnum sínum og strax eftir að hafa náð kjöri var hafist handa við að efna kosningaloforðin. „Sama ár var opnaður leikskóli, sá fyrsti á Djúpavogi. Ýmsum þótti þetta nú full „stórborgarlegt“ að hafa börnin í pössun á einhverri stofnun og þessi þjónusta svo sem algjörlega óþörf. Lokið var framkvæmdum við nýja vatnslögn. Ný heilsugæslustöð var vígð árið 1990. Dvalarheimilið Helgafell stuttu síðar. Íþróttahús ár- ið 1994. Byggður var hafnargarður sem stórbætti hafnaraðstöðuna árið 1995. Langabúð, menningarmiðstöð, var vígð eftir miklar endurbætur ár- ið 1997 en Langabúð er talin vera frá 1790. Lögð hefur verið áhersla á að varðveita gömlu húsin á Djúpavogi og sl. haust var lokið við endurbygg- ingu á Geysi, húsi frá því 1900, en þar er nú skrifstofa sveitarfélagsins. Þá er verið að taka í notkun nýja höfn í Innri-Gleðivík, sem gerir það mögulegt að taka inn stærri fiskiskip og farþegaskip. Nokkuð hefur verið um það að stór farþegaskip koma hér inn á leguna og fólk er flutt í land á smærri bátum.“ Lakkrísverksmiðja í Álftafirði „Í nýlegu skólahúsnæði í Álftafirði er rekin lakkrísverksmiðja. Hús- næðið var ekki nýtt lengur og hýsir nú verksmiðju sem framleiðir lakkr- ís í samstarfi við sælgætisgerðina Freyju í Kópavogi. Starfsmenn eru þrír sem áður unnu hefðbundin landbúnaðarstörf. Nú framleiða þeir lakkrís með góð- um árangri og búa áfram á svæðinu. Það er ánægjulegt að einkarekið fyr- irtæki á höfuðborgarsvæðinu vilji hafa samstarf við fyrirtæki í dreif- býli, enda hagnast báðir aðilar á því. Þessa víðsýni virðist skorta hjá rík- isfyrirtækjum,“ segir Ólafur. 8 þúsund tonna laxeldi í Berufirði „Það er fyrirtækið Salar Islandica sem fengið hefur leyfi til að ala allt að 8 þúsund tonn af laxi í Berufirði og jafnframt hefur fyrirtækinu verið úthlutað lóð við nýja höfn á Djúpa- vogi undir laxasláturhús. Sextíu ný störf munu skapast við laxeldið. Miklar vonir eru bundnar við þessa nýju atvinnugrein á Austurlandi. Fyrirtækið áformar að hefja eldið á næsta ári. Þar sem leyfi komu seint og meiri tími hefur farið í að ljúka samningum við fjárfesta var ekki unnt að fjár- magna kaup á seiðum sem fyrirtæk- inu stóðu til boða. En það er enginn bilbugur á forsvarsmönnum Salar Islandica, þó að það hafi verið viss vonbrigði að geta ekki hafið starf- semi í haust. Veturinn verður notaður til að undirbúa mál enn frekar og starf- semi hafin í vor. Ég hef alltaf haft trú á þessu byggðarlagi. Við liggjum mjög vel við miðum. Hér eru góð línumið, stutt á togaraslóð og loðna og síld hér nánast inni í firði á ákveðnum árstímum. Veturnir eru mildir og snjóléttir og sumur eru þokkaleg. Margir staðir hafa skaðast vegna ósamstöðu og sundurlyndis. Ég hef átt því láni að fagna að með mér hef- ur starfað úrvalsfólk og við höfum það sameiginlega markmið að þoka byggðarlaginu upp á við. Hér eins og á öðrum stöðum hefur verið and- staða við meirihluta sveitarstjórnar. En sá minnihluti hefur ekki fengið sterkan hljómgrunn hjá fólki og þorri fólks er ánægður með störf okkar.“ Þjónusta við landsbyggðina skert Ólafur segir að þótt samdar hafi verið margar skýrslur um vanda landsbyggðarinnar og úrlausnir á honum hafi lítið miðað í framkvæmd- um og heldur hallað á landsbyggðina ef miðað er við störf á vegum hins opinbera. „Mér hefur orðið tíðrætt um vald embættismanna,“ segir hann. „Störfum fækkar hjá pósti, síma og ríkisbönkum á landsbyggð- inni. Þá hefur RARIK dregið saman þjónustu sína hér á staðnum. Þetta er allt gert í þágu hagræðingar og tækniframfara. Fólk er knúið til að flytja frá staðnum vegna þessa og enginn gerir athugasemdir við það. Það má ekki mikið hrófla við opin- berum störfum á höfuðborgarsvæð- inu þannig að þau mál séu tekin upp á Alþingi. Þeir ágætu menn sem þessu ráða virðast ekki skilja að tæknin getur virkað út til hinna dreifðu byggða einnig. Dæmi um öf- ugþróun í þjónustu er Landsbanki Íslands sem hefur haft á að skipa góðu fólki hér á Djúpavogi. Nú hefur starfsfólki verið fækkað, afgreiðslu- tími skertur og þjónusta dregin sam- an. Í stað þess að nýta gott húsnæði og gott starfsfólk hafa þeir komið þjónustu bankans á Djúpavogi í svip- aða stöðu og var um og eftir 1970. Þegar þessi mál ber á góma hjá þing- mönnum dæsa þeir yfir embættis- mannakerfinu. Vekja má athygli á dreifingu starfsmanna Fiskistofu. Í hinu nýja norðausturkjördæmi ætti um helmingur starfsmanna að hafa aðsetur, því kjördæmið hefur yfir að ráða um 50% af úthlutuðum kvóta og Fiskistofa er rekin m.a. af gjaldi sem greitt er fyrir í hlutfalli af úthlut- uðum veiðiheimildum.“ Sterkasta vopnið styrking sveitarstjórnarstigsins „En við lifum ekki á því opinbera, þó svo að vakin sé athygli á þessum mótsögnum. Sterkasta vopn lands- byggðarinnar er styrking sveitar- stjórnarstigsins, með stækkun sveit- arfélaga og fleiri verkefnum. Flutningur grunnskólans til sveit- arfélaganna er gott dæmi um verk- efni sem betur er komið hjá þeim en ríkinu. Það er mun meiri reisn yfir skólastarfi nú en áður. Margar byggðir hafa styrkst á síð- Embættismenn hafa litla trú á landsbyggðinni Ólafur Ragnarsson hefur nú verið sveitarstjóri á Djúpavogi í 15 ár. Hafdís Erla Bogadóttir tók Ólaf tali í tilefni starfsafmælisins og ræddi við hann um laxeldi, virkjun, smábátaútgerð, styrkingu sveitarstjórnarsviðsins, skilningsleysi embættismanna og afturför í þjónustu við landsbyggðina. Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi. Margir staðir hafa skaðast vegna ósamstöðu og sundurlyndis. Ég hef átt því láni að fagna að með mér hefur starfað úrvalsfólk og við höfum það sameiginlega markmið að þoka byggðarlaginu upp á við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.