Morgunblaðið - 09.09.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 09.09.2001, Síða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ liggur á hliðinni á upphækkuðum palli sem smíðaður hefur verið undir hana, með hönd undir kinn og horfir upp til áhorfandans. Ver- an minnir dálítið á hafmeyju í út- liti nema í stað sporðs eru rætur. Því má ímynda sér að veran hljóti einhvern tímann að hafa verið föst ofan í jörðinni en hafi síðan verið rifin upp með rótum og komið fyr- ir í ókunnugu umhverfi. Orðatil- tækin að rífa upp með rótum og að fara frá rótum sínum eiga við það þegar maður fjarlægist uppruna sinn og þarf koma sér fyrir á nýj- um stað. Þessi vera á enn eftir að skjóta rótum á nýjan leik og horfir á áhorfandann eins og hún sé að búa sig undir komandi átök, upp- gefin eftir það sem á undan er TENGSL manns og náttúru eru umfjöllunarefni Guðrúnar Veru Hjartardóttur. Á sýningunni eru þrjú verk, allt leirstyttur af kyn- lausum litlum mannverum sem hafa orðið fyrir líkamlegum áhrif- um úr dýra- eða jurtaríkinu. Í aðalrými gallerísins er verkið Rætur. Rætur er manneskja sem gengið. Hún liggur á gólfinu ber- skjölduð en samt merkilega róleg miðað við aðstæður. Staðsetning verksins í rýminu og frágangur er til fyrirmyndar. Í forsal gallerísins sem jafn- framt er skrifstofa þess eru tvö verk til viðbótar eftir Guðrúnu Veru; Bak og Vöxtur. Bak er vera sem krýpur upprétt með lokuð augun. Svo virðist sem laufgróður sé farinn að spretta undir húðinni á henni eins og hann ætli sér að hertaka líkamann. Þriðja verk sýningarinnar er verkið Vöxtur sem er strax á vinstri hönd þegar gengið er inn í galleríið. Þó að Bak og Rætur veki vissulega með manni ákveðna óhugnaðarkennd gengur Vöxtur lengra og er gróteskara. Mann- eskjan liggur á grúfu, hryggurinn hefur opnast og upp hafa sprottið hryggbein eða annars konar út- vöxtur. Maður sér blóð sem gefur tilfinninguna fyrir því að vöxturinn hafi nýlega átt sér stað, en þrátt fyrir þessa umbreytingu er veran róleg og yfirveguð, rétt eins og hinar verurnar á sýningunni. Gaman hefði verið að sjá Bak og Vöxt í stærra rými, því verkin njóta sín ekki jafn vel á sýning- unni og Rætur. Í viðtölum við listamanninn seg- ist hann undanfarið hafa ræktað sinn innri mann og má sjá áhrif þess í yfirbragði verkanna. Guðrún nær að halda jafnvægi á milli þess óhugnanlega og þess saklausa og býr til heim sem hreyfir við áhorf- andanum. Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Ein af leirstyttum Guðrúnar Veru Hjartardóttur. Umbreytingar MYNDLIST G a l l e r í H l e m m u r Opið fim.–sun. frá kl. 14–18. Til 9. sept. MÁLVERK GUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR Þóroddur Bjarnason F ÉLAGSLEGAR og menningar- legar hræringar rata oft á ein- staklega áhrifamikinn hátt inn í bókmenntir, ekki einungis sem hluti af efniviðnum sjálfum held- ur einnig í frásagnartækninni, þar sem reynt er að finna nýjar leiðir til að afhjúpa sannleika sem iðulega á ekki upp á pallborðið í opinberri umræðu eða tilheyrir ekki viðteknum hugsunarhætti. Í þessu óútreiknanlega ferli er mikilvægi bókmennta ekki síst fólgið, því það sem ein- hverra hluta vegna er erfitt að tjá í sam- félaginu – hvort sem það er vegna kúgunar, fordóma, ofríkis eða siðferðisgilda – öðlast þar nýtt vægi sem síðan stuðlar að end- urnýjun hugmyndafræðilegra þátta í menn- ingu hvers samtíma. Þannig hafa ýmis stílbrigði orðið til í gegnum tíðina og nægir að nefna hugtök á borð við satíru, rómantík, raunsæi, töfra- raunsæi og margröddun sem dæmi um þær ólíku leiðir sem höfundar hafa fetað í þeim tilgangi að afhjúpa einhverskonar und- irliggjandi sannleika í gegnum skáldskapinn – svo þversagn- arkennt sem það kann að virðast. Á undanförnum ára- tugum hefur því mörgum sem um bókmenntir fjalla orðið tíðrætt um þann þátt sköpunarferlis skáldverka sem líkja má við einskonar bil á milli raunveru- leika textans og raunveruleika höfundarins sjálfs. En það er einmitt í þessu huglæga og óræða bili sem túlkunarmöguleikar verks liggja. Þeir eru nátengdir því sem nú er oft nefnt menningarlæsi og felst í hæfi- leika okkar til að „lesa á milli línanna“ og álykta um miklu víðari heim en þann sem birtist okkur í textanum sjálfum. Hugtök bókmenntafræðanna eru á marg- an hátt upplýsandi um sköpunarferlið sem vikið var að hér að framan, og hvað varðar hið óræða bil á milli raunveruleika hins ver- aldlega heims annars vegar og hins ímynd- aða heims bókmenntanna hins vegar er hugtakið persóna mjög upplýsandi. Merking þess lýtur upprunalega að þeirri hlið ein- staklings sem hann snýr út á við og end- urspeglar það hlutverk sem hann leikur í þjóðfélaginu. Í samræmi við það má segja að í skáldsögum sé persóna sú skáldlega vera sem höfundurinn skýlir sér á bak við í skáldskap sínum, – þ.e.a.s. í sömu merkingu og „persónur og leikendur“ í leikbók- menntum. Persónan sem birtist lesandanum (eða áhorfandanum í leikritinu) þjónar því sem einskonar gríma fyrir þann veruleika sem höfundurinn kýs að kynna í skáldskap sínum. Sú gríma, sem þannig er notuð gagn-vart umheiminum til að koma málstaðsínum eða orðræðu á framfæri, hefurlíklega hvergi orðið meira áberandi en í menningu blökkumanna í Bandaríkjunum, um það leyti sem þeir tóku að kveðja sér hljóðs sem menningarleg heild. Á þeim tíma, upp úr aldamótunum 1900, var til staðar ákveðin gríma sem hvítir Banda- ríkjamenn notuðu sem táknmynd blökku- manna, m.a. til þess að gefa þeim opinbera ásýnd sem virtist í sátt við þá niðurlægjandi og fordómafullu meðferð sem þeir máttu þola í samfélaginu af hálfu hvítra. Hún þjónaði því einnig að hluta sem friðþæging fyrir þeirra eigin samvisku þótt hún hafi um leið, eftir á að hyggja, verið raunsönn afhjúpun á fordómum þeirra. Gríma þessi hefur verið nefnd minstrel- gríman og dregur nafn sitt af svonefndum „minstrel-shows“ þar sem leikarar, söngv- arar og hljóðfæraleikarar brugðu sér í gervi blökkumanna og stældu málfar þeirra og sönglist, við miklar vinsældir hvítra. Þessir hvítu leikarar máluðu andlit sitt svart með áberandi sakleysislegum augnumbúnaði og stórum munni, sem undirstrikaði þau barns- legu einkenni sem blökkumenn voru álitnir búa yfir og réttlættu forræði hvítra yfir þeim. Annað einkenni minstrel-leikaranna voru hvítir hanskar, sem síðar rötuðu beint á hendur annarskonar skemmtikrafta, teiknimyndafígúra á borð við Mikka mús og Andrés Önd, þegar þeirra tími rann upp í Hollywood, en persónueinkenni þeirra eiga um margt skylt við persónur minstrel- sýninganna. Söngvarinn Al Jolson er líklega frægastur allra þeirra sem báru þessa grímu, en leikur hans í fyrstu hljóðsettu kvikmyndinni, „The Jazz Singer“ frá árinu 1927, gerði hann heimsfrægan. Minstrel-gríman tók á sig ýmsarmyndir sem allar áttu það sam-eiginlegt að sýna blökkufólk íþeim hlutverkum sem hvítir gátu sætt sig við, þ.e.a.s. sem einfalt, barnalegt, en þó hamingjusamt fólk. Gríman var ekki einskorðuð við þetta ákveðna form skemmt- unar, heldur var brátt farið að nota hana til þess að selja ýmsar vörur, sérstaklega þær sem unnar voru af blökkufólki fyrir hvítan markað. Þessi tilbúna „ásýnd“ blökku- mannsins varð þannig iðulega að vörumerki á umbúðum bómullar, kakódufts, skósvertu og þess háttar – en mildari útgáfur sem margir kannast við má enn finna á matvöru á borð við „Uncle Ben’s“ hrísgrjón, og „Aunt Jemima“ síróp. Ekki fóru bókmennt- irnar varhluta af þessari ímynd, en sem dæmi um það má nefna heimsku negra- strákanna tíu í fyrstu útgáfum samnefndrar bókar, en þær báru skýr merki minstrel- grímunnar. Enid Blyton kynnti einn slíkan negrastrák til sögunnar í Dodda-bókum sín- um, sem nú eiga ekki upp á pallborðið í Bretlandi lengur vegna undirliggjandi for- dóma, en fullorðnir lesendur þeirra muna eflaust einnig eftir sælgæti á borð við „negrakossa“ sem kynnt var með áþekku myndmáli. Í upprunalegu myndmáli minstrel-grímunnar fólust að sjálfsögðu óheyri-legir fordómar hins ríkjandi hvíta meiri-hluta í Bandaríkjunum, sem taldi sér stætt á því að tjá sig með þessum hætti fyr- ir hönd minnihlutans sem hann kúgaði. Samhliða því bjuggu blökkumenn við al- gjöra þöggun sem erfitt var að rjúfa nema með því að temja sér aðferðir og menningu meirihlutans og hætta þá jafnframt á að missa tengslin við sína eigin menningu. Það var blökkumaðurinn Booker T. Washington (1856–1915) sem rauf þennan vítahring og undirbjó þannig jarðveginn fyrir menningarlega upprisu svarta minni- hlutans í Bandaríkjunum, sem nefnd hefur verið Harlem-endurreisnin. Washington tók sjálfur upp minstrel-grímuna á þeim for- sendum að það væri líklega eina leiðin til þess að hlustað yrði á hann. Á þann hátt tókst honum að afla fjár til að reka skóla fyrir blökkumenn og jafnframt að ná eyrum þeldökkra samlanda sinna fyrir málstað sinn um leið. Í bók sinni „Modernism and the Harlem Renaissance“ heldur Houston A. Baker því fram að „það hafi í raun verið minstrel-gríman sem bjó yfir þeim form- rænu eiginleikum sem allir afrískir Banda- ríkjamenn sem vildu vera vel máli farnir – eða tjá sig yfirleitt – urðu að tileinka sér á tímum Booker T. Washington. [...] Aðferð hans varð forskrift að möguleikum til sam- ræðna (meðal blökkumanna), sniðin til þess að efla vald þeirra og sjálfstraust“. Harlem-endurreisnin markaði upphaf bylgju skáldsagna eftir blökkumenn í Bandaríkjunum og var orðfærið og stíl- brögðin til að byrja með iðulega nátengt grímunni, þar sem höfundarnir gátu ekki reitt sig á tilfinningu byggða á eigin bók- menntahefð, sem var í raun ekki til nema sem slitrótt munnlegt form. Eftir það var gríman því ekki einungis tileinkuð undir- okuðum hugarheimi hinna þeldökku, bældu kynferði og heimskulegri hegðun, heldur varð hún einnig tákn um djúpstæða afneit- un á óumdeilanlegri mennsku íbúa og af- komenda Afríku. Hún sýndi ekki einungis í hverju fordómar hvíta meirihlutans voru fólgnir, heldur afhjúpaði þá með þeim hætti að í því fólst mikill áfellisdómur yfir ríkjandi hugsunarhætti. Það vald sem blökkumenn í Bandaríkjunum náðu með því að samsama sig því andlega rými sem bjó á bak við grímuna virkaði því eins og hryðju- verk gegn þeim sem óréttinum beittu. Bandarískum blökkumönnum hefur, áþeim tíma sem síðan er liðinn, tekistað finna nýjar og afar áhrifaríkarleiðir til að finna skáldskap sínum form. Framan af voru þær oft mótaðar af þessum fljótandi og samverkandi tengslum á milli yfirráða og afskræmingar minstrel- grímunnar. Á seinni tímum hafa bandarískir rithöfundar af afrísku bergi brotnir, svo sem nóbelskáldið Toni Morrison, gengið langt í að þróa sína eigin rödd og sinn eigin stíl. Í forminu tekst henni að koma þeim þáttum úr sögu hinna undirokuðu til skila sem textinn – eða orðin sjálf – megna ekki að tjá; sundurleysi tilverunnar, þögninni og þögguninni, brotinni sjálfmynd, þráðlausri og sundurslitinni arfleifðinni. Í bókinni „Ástkær“ notar Morrison minn- ið sem myndmál fyrir byggingu bókarinnar og þá undirliggjandi sögu sem hún greinir frá. Hún finnur upp hugtakið „rememory“ eða „endurminni“, sem er einskonar óend- anleg endurómun minninga um minningu, er færir fortíðina í þolanlegri fjarlægð frá átakanlegum raunveruleika fortíðarinnar. Áhrif bókarinnar á lesandann byggjast því að stórum hluta á hæfileika hans til að lesa í eyðurnar, raða brotunum saman og setja þau í samhengi við sína eigin vitneskju um þrælahald í Bandaríkjunum. Í því sambandi ræður menningarlæsi lesandans úrslitum, því hann verður að kafa djúpt undir hin mörgu lög óreglulegs söguflæðisins til þess að átta sig á þeim ástæðum sem liggja að baki sundraðri sjálfsímynd sögupersónanna sem tæpast geta horft til framtíðar vegna þeirrar ótrúlegu þjáningar sem fortíðin veldur þeim. Saga og þróun minstrel-grímunnar eins og hún birtist í bókmenntum bandarískra blökkumanna afhjúpar vel hvernig menn- ingin er ekki einungis mótuð af atburðum líðandi stundar, heldur ekki síður á minn- ingum okkar um fortíðina. Þær minningar eru þó í stöðugri endurskoðun í samræmi við stefnur og strauma hvers samtíma og menningarlæsi hverrar kynslóðar. Því verð- ur fortíðin okkur líklega aldrei ljósari en hún getur orðið í afstæðu bilinu á milli tveggja ólíkra veruleika; minnisins og skáldskaparins. Minningar og menningarlæsi Al Jolson, með minstrel-grímuna, í bandarísku kvikmyndinni „The Jazz Singer“ frá árinu 1927. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.