Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 19

Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 19 Brottfarardagar · Vikuleg flug alla fimmtudaga Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Verð kr. 49.985 2 vikur, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Verð kr. 43.185 Vikuferð, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Verð kr. 58.630 2 í stúdíó, Green Sea, vikuferð, 10. janúar. Einn vinsælasti gististaðurinn á Kanarí. Við tryggjum þér lægsta verðið Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr.43.185 Heimsferðir kynna nú glæsi- lega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og raunlækkun á ferðum frá því í fyrra, því meðan gengið hefur hækkað um 30% frá sama tíma í fyrra, hækka ferðir okkar aðeins um 6–8% á milli ára og við tryggjum þér besta verðið til Kanarí. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 737-800 vélum FUTURA flugfé- lagsins án millilendingar og við bjóðum nýja gististaði í hjarta Ensku strandar- innar. Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Paraiso Maspalomas NÁMSAÐSTOÐ við þá sem vilja ná lengra í  grunnskóla  framhaldsskóla  háskóla  flestar námsgreinar Innr i tun í s íma 557 9233 frá kl . 17-19 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. 150 kennslustundir Yfirbur›aforrit til alhli›a myndvinnslu, myndlagfæringar, litlei›réttingar og myndasamsetningar fyrir skjá- og prentmi›la. Skapandi myndvinnsla og grafísk hönnun. Kennt flri. og fim. 18. september - 11. desember 17:00 - 21:00 Photoshop 6Photoshop 6 MyndvinnslaMyndvinnsla HORNFIRÐINGUM hefur hlotn- ast á undanförnum árum myndarlegt safn af verkum eftir Svavar Guðna- son, sem þeir hafa verið iðnir við að sýna á undanförnum fimm árum. Stærstan hlut að þessari gjöf á Ásta Eiríksdóttir, ekkja málarans, en rausnarskapur hennar gagnvart Hornfirðingum, sveitungum Svavars, hefur verið einstakur. Eflaust mundi hún svara því til að þetta hefði lista- maðurinn sjálfur viljað, enda er það ekkert launungarmál að hugur Svav- ars var tíðum fyrir austan, ekki síst þegar sól fór að hækka á lofti. Reyndar er það svo að einstaklega tært litaspilið í verkum Svavars mun vera hornfirsk vöggugjöf, því jöklarn- ir ná að magna svo birtuna í Öræf- unum að hvergi ljómar náttúran á Ís- landi með viðlíka hætti. Ef til vill eru verk Svavars því betur komin þar en annars staðar því enginn íslenskur málari hefur náð birtunni undir Vatnajökli betur en Svavar Guðna- son. Í sólarbirtunni á sjöttu hæð Gróf- arhússins – þar sem Borgarskjala- safn Reykjavíkur er til húsa yfir Borgarbókasafninu – nýtur þessi ein- stæða listaverkaeign Hornfirðinga sín ágætlega, þótt ef til vill mætti lofta betur um hverja mynd. Verkin fimm- tíu og fjögur eru til marks um sprengikraftinn í sýn Svavars. Það gildir einu hvernig formbygging myndanna er – bundin; hálfbundin eða öldungis frjáls – alltaf tókst Svav- ari að kalla fram litræna spennu, létt- leik og dansandi formspil sem heldur áhorfandanum föngnum. Aðalsmerki Svavars; geislandi gleðin í litum og línuspili – jafnvel í næturstemmningunni sem prýðir for- síðu sýningarpésans – er ekki algeng í íslenskri myndlist. Að því leytinu var þessi hornfirski meistari fullkomlega sér á báti. En þó svo að enginn standi honum á sporði í notkun glæfralegra litasamsetninga könnumst við mæta- vel við birtubrigðin í myndum hans. Að vísu þýðir lítið að leita eftir þess- um kunnuglegu teiknum í annarri ís- lenskri myndlist. Eini samjöfnuður- inn er sjálf náttúran. Á þessu áttar maður sig þegar sólin brýst í gegn og birtir upp allan salinn. Það er eins og hún sé að bjóða myndum Svavars dús. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af myndum Svavars Guðnasonar á sýningunni í Grófarhúsi, sem opnuð var á menningarnótt 2001. Sýning að heiman Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST G r ó f a r h ú s i n u v i ð T r y g g v a g ö t u Til 9. september. Opið frá kl. 13–18. MÁLVERK, VATNSLITIR & KRÍT SVAVAR GUÐNASON NEMENDALEIKHÚSIÐ æfir nú Túskildingsóperuna eftir Bertholt Brecht við tónlist eftir Kurt Weil og er frumsýning fyrirhuguð í lok októ- ber. Þorsteinn Þorsteinsson íslensk- aði verkið og Þorsteinn Gylfason söngvana. Verkið er ekki hefðbundin ópera heldur einskonar skopstæling af óperu og fjallar í stuttu máli um glæpamanninn Makka Hníf og leyni- legt ástarsamband hans við Polly, dóttur hr. Peachums, góðhjartaðasta manns borgarinnar. Aðstandendur sýningarinnar eru 4. árs nemar leiklistardeildar LHÍ. Þeir eru Ívar Örn Sverrisson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Egill Eg- ilsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Brynja Val- dís Gísladóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir. Leik- stjóri er Viðar Eggertsson. Tónlistarmenn eru nemendur ný- stofnaðrar tónlistardeildar LHÍ og tónlistarstjóri er Tryggvi Baldvins- son. Leikmynda- og búningahöfund- ar eru þau Filippía I. Elísdóttir og Vytautas Narbutas. Ljósahönnun og tæknistjórn eru í höndum Egils Ingi- bergssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsti samlestur Nemendaleikhússins á Túskildingsóperunni. Túskildingsópera Brechts æfð í Nem- endaleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.