Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 19 Brottfarardagar · Vikuleg flug alla fimmtudaga Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Verð kr. 49.985 2 vikur, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Verð kr. 43.185 Vikuferð, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Verð kr. 58.630 2 í stúdíó, Green Sea, vikuferð, 10. janúar. Einn vinsælasti gististaðurinn á Kanarí. Við tryggjum þér lægsta verðið Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr.43.185 Heimsferðir kynna nú glæsi- lega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og raunlækkun á ferðum frá því í fyrra, því meðan gengið hefur hækkað um 30% frá sama tíma í fyrra, hækka ferðir okkar aðeins um 6–8% á milli ára og við tryggjum þér besta verðið til Kanarí. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 737-800 vélum FUTURA flugfé- lagsins án millilendingar og við bjóðum nýja gististaði í hjarta Ensku strandar- innar. Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Paraiso Maspalomas NÁMSAÐSTOÐ við þá sem vilja ná lengra í  grunnskóla  framhaldsskóla  háskóla  flestar námsgreinar Innr i tun í s íma 557 9233 frá kl . 17-19 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. 150 kennslustundir Yfirbur›aforrit til alhli›a myndvinnslu, myndlagfæringar, litlei›réttingar og myndasamsetningar fyrir skjá- og prentmi›la. Skapandi myndvinnsla og grafísk hönnun. Kennt flri. og fim. 18. september - 11. desember 17:00 - 21:00 Photoshop 6Photoshop 6 MyndvinnslaMyndvinnsla HORNFIRÐINGUM hefur hlotn- ast á undanförnum árum myndarlegt safn af verkum eftir Svavar Guðna- son, sem þeir hafa verið iðnir við að sýna á undanförnum fimm árum. Stærstan hlut að þessari gjöf á Ásta Eiríksdóttir, ekkja málarans, en rausnarskapur hennar gagnvart Hornfirðingum, sveitungum Svavars, hefur verið einstakur. Eflaust mundi hún svara því til að þetta hefði lista- maðurinn sjálfur viljað, enda er það ekkert launungarmál að hugur Svav- ars var tíðum fyrir austan, ekki síst þegar sól fór að hækka á lofti. Reyndar er það svo að einstaklega tært litaspilið í verkum Svavars mun vera hornfirsk vöggugjöf, því jöklarn- ir ná að magna svo birtuna í Öræf- unum að hvergi ljómar náttúran á Ís- landi með viðlíka hætti. Ef til vill eru verk Svavars því betur komin þar en annars staðar því enginn íslenskur málari hefur náð birtunni undir Vatnajökli betur en Svavar Guðna- son. Í sólarbirtunni á sjöttu hæð Gróf- arhússins – þar sem Borgarskjala- safn Reykjavíkur er til húsa yfir Borgarbókasafninu – nýtur þessi ein- stæða listaverkaeign Hornfirðinga sín ágætlega, þótt ef til vill mætti lofta betur um hverja mynd. Verkin fimm- tíu og fjögur eru til marks um sprengikraftinn í sýn Svavars. Það gildir einu hvernig formbygging myndanna er – bundin; hálfbundin eða öldungis frjáls – alltaf tókst Svav- ari að kalla fram litræna spennu, létt- leik og dansandi formspil sem heldur áhorfandanum föngnum. Aðalsmerki Svavars; geislandi gleðin í litum og línuspili – jafnvel í næturstemmningunni sem prýðir for- síðu sýningarpésans – er ekki algeng í íslenskri myndlist. Að því leytinu var þessi hornfirski meistari fullkomlega sér á báti. En þó svo að enginn standi honum á sporði í notkun glæfralegra litasamsetninga könnumst við mæta- vel við birtubrigðin í myndum hans. Að vísu þýðir lítið að leita eftir þess- um kunnuglegu teiknum í annarri ís- lenskri myndlist. Eini samjöfnuður- inn er sjálf náttúran. Á þessu áttar maður sig þegar sólin brýst í gegn og birtir upp allan salinn. Það er eins og hún sé að bjóða myndum Svavars dús. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af myndum Svavars Guðnasonar á sýningunni í Grófarhúsi, sem opnuð var á menningarnótt 2001. Sýning að heiman Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST G r ó f a r h ú s i n u v i ð T r y g g v a g ö t u Til 9. september. Opið frá kl. 13–18. MÁLVERK, VATNSLITIR & KRÍT SVAVAR GUÐNASON NEMENDALEIKHÚSIÐ æfir nú Túskildingsóperuna eftir Bertholt Brecht við tónlist eftir Kurt Weil og er frumsýning fyrirhuguð í lok októ- ber. Þorsteinn Þorsteinsson íslensk- aði verkið og Þorsteinn Gylfason söngvana. Verkið er ekki hefðbundin ópera heldur einskonar skopstæling af óperu og fjallar í stuttu máli um glæpamanninn Makka Hníf og leyni- legt ástarsamband hans við Polly, dóttur hr. Peachums, góðhjartaðasta manns borgarinnar. Aðstandendur sýningarinnar eru 4. árs nemar leiklistardeildar LHÍ. Þeir eru Ívar Örn Sverrisson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Egill Eg- ilsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Brynja Val- dís Gísladóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir. Leik- stjóri er Viðar Eggertsson. Tónlistarmenn eru nemendur ný- stofnaðrar tónlistardeildar LHÍ og tónlistarstjóri er Tryggvi Baldvins- son. Leikmynda- og búningahöfund- ar eru þau Filippía I. Elísdóttir og Vytautas Narbutas. Ljósahönnun og tæknistjórn eru í höndum Egils Ingi- bergssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsti samlestur Nemendaleikhússins á Túskildingsóperunni. Túskildingsópera Brechts æfð í Nem- endaleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.