Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri ✝ Bergsveinn Sig-urðsson fæddist á Ísafirði 21. apríl 1936. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Bergsveins voru Sigurður Pétursson, f. á Vatnsleysu í Gull- bringusýslu 20. des. 1904, d. 1986, og Björg Sigríður Berg- sveinsdóttir, f. á Ísa- firði 17. feb 1911, d. 1958. Bergsveinn ólst upp á Siglufirði hjá móðursystur sinni Ólínu Berg- sveinsdóttur og manni hennar Sig- urði Sveinssyni. Bergsveinn átti tvo bræður, Halldór og Sigurð Einar, sem er látinn. Uppeldissystur hans eru Lilly, Gunnhildur og Nanna Björg. Hálfsystkini Bergsveins, samfeðra, eru Guðlaug, Sveinn, Pétur, Agnes og Gunnar. Hinn 21. september 1957 gekk Bergsveinn að eiga Kristínu Ruth Jónsdóttur, f. 28. maí 1937. Foreldrar hennar vélvirkjun í vélsmiðjunni Dynjanda um nokkurt skeið og síðan í vél- smiðjunni Kletti í Hafnarfirði á ár- unum 1960–1967, þar sem hann gegndi jafnframt verkstjórastöðu. Hann höf störf sem yfirverkstjóri Áhaldahúss Hafnarfjarðar 1967 og starfaði þar í rúm 30 ár. Árið 1997 tók hann við starfi stöðvarstjóra Hreinsistöðvar Hafnarfjarðar, sem hann gegndi til síðasta dags. Berg- sveinn var í stjórn Verkstjórafélags Hafnarfjarðar frá 1968–1993, rit- ari félagsins á árunum 1972–1983 og formaður frá 1983 til 1993. Hann var gerður að heiðursfélaga Verkstjórafélags Hafnarfjarðar á 60 ára afmæli félagsins 2. desem- ber síðastliðinn. Bergsveinn var í fjórtán ár í stjórn Verkstjórasam- bands Íslands, þar af var hann átta ár ritari og sat í samninganefnd VSSÍ í átta ár. Árið 1988 var hann sæmdur gullmerki sambandsins á 50 ára afmæli þess. Hann var í stjórn lífeyrissjóðs verkstjóra sam- fleytt frá 1981–1996. Bergsveinn söng með Karlakórnum Þröstum í mörg ár og var einn af aðalhvata- mönnum að stofnun Kórs eldri Þrasta, sem hann söng einnig með. Útför Bergsveins fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, mánudaginn 10. sept., og hefst athöfnin klukkan 13.30. voru Jón Pálsson, f. 3. maí 1913, d. 1986, og Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 23. ágúst 1905, d. 1973. Börn Bergsveins og Kristínar Ruthar eru 1) Inga Jóna, f. 22. des 1954, maki Steindór Guðmundsson, þeirra synir eru Guðmundur Stefán og Sigurður Páll. 2) Guðrún Ólína, f. 5. ágúst 1957, maki Guðmundur Ragnar Ólafsson, börn þeirra eru Bergsveinn, Stein- unn Rut og Ólafur Andrés. 3) Jón, f. 8. des. 1960, maki Ásdís Árnadótt- ir, þeirra börn eru Sigurlaug, Kristín Rut og Árni Pétur. 4) Björg, f. 12. maí 1962, maki Eggert Dag- bjartsson, þeirra börn eru Nína Ruth, Baldur Þór og Hrafnhildur Sif. 5) Bergsveinn Sigurður, maki Gígja Hrönn Eiðsdóttir, dætur þeirra eru Katrín Erla og Björg. Bergsveinn var með meistara- próf í vélvirkjun. Hann starfaði við Það var mikið áfall þegar Berg- sveinn greindist með krabbamein seinnipart síðastliðins vetrar og hófst þá erfið barátta. Hann stóð eins og klettur meðan stætt var og tók hverju áfallinu af öðru með æðruleysi og kjarki. Bergsveinn hafði rólegt yfir- bragð. Hann var hávaxinn og myndarlegur. Hann var mikið snyrtimenni, hafði yndi af að sýsla við hluti og var mjög laghentur. Það var mikið sem hann var búinn að dytta að og byggja upp fyrir austan í „Kotinu“, en þar höfðu þau hjónin byggt upp lítinn unaðsreit þar sem þau undu sér vel yfir sum- artímann. Ef einhver stóð í framkvæmdum í fjölskyldunni var gott að leita til hans með ráðleggingar og var hann boðinn og búinn að rétta fram að- stoð og hjálpa til við að leysa úr vandamálum. Er skemmst að minn- ast á húsbyggingu í fjölskyldunni sem hann fylgdist með af áhuga í veikindunum og kom í reglulegar eftirlitsferðir meðan heilsan leyfði. Barnelskur var hann og hafði gam- an af að gefa barnabörnunum smá nammi og snúast í kringum þau. Ég minnist jólaboðanna hér áður fyrr þegar afi lumaði á glaðningi í poka í formi smá pakka til hvers og eins. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð sonar míns sem hann var óþreytandi að leika við ásamt því að útbúa sérútbúna leikhluti til að auð- velda leikinn og gera hann skemmtilegri. Ég kveð Bergsvein tengdaföður minn með hlýjum huga og vil að leiðarlokum þakka honum sam- fylgdina. Blessuð sé minning hans. Ásdís. Kæri Bergsveinn. Því miður náðum við ekki að kynnast eins vel og ég hefði viljað en okkar tengsl voru og eru í gegn- um fólk sem þótti afskaplega vænt um þig. Þú varst ljós í lífi þeirra og í návist þinni fundu þau huggun og hlýju vitandi að vegna þín væri heimurinn betri staður. Hér er ég að tala um dóttur þína og börnin mín þrjú, sem öll litu mjög upp til þín. Ég vildi að þú hefðir ekki farið svona fljótt frá okkur, því ég hafði gert ráð fyrir þér hér með okkur og það getur enginn komið í þinn stað. Ég hefði átt að segja þér þetta allt fyrr. Ég vildi líka að ég hefði þakk- að þér fyrir þinn hlut í að koma Björgu inn í þennan heim. Hún er stærsta uppspretta hamingju minnar og án þín væri hún ekki hér og ég væri fátækari fyrir vikið. Ég veit að ég ætti í raun að kveðja þig með orðunum „hvíldu í friði“ en það ætla ég ekki að gera. Í staðinn vona ég að þú sért á betri stað núna þar sem þú getur litið eft- ir okkur við og við. Okkur þætti vænt um að þú heimsæktir okkur þegar þú heldur að við þurfum á ráðleggingum og aðstoð að halda. Þú ert ávallt velkominn í heimsókn. Þinn tengdasonur, Eggert Dagbjartsson. Elsku afi, mikið finnst mér leið- inlegt að þú sért farinn frá okkur og við hittum þig ekki aftur. Mér fannst svo gaman að koma í heim- sókn á sunnudögum að leika við þig og fá smánammi. Þú smíðaðir þetta flotta mark handa mér sem við höfðum uppi á borði og svo lékum við okkur í handbolta í hvert sinn sem ég kom. Takk fyrir allt, elsku besti afi. Árni Pétur. Nú ertu farinn og það er svo of- boðslega skrítið. Við vitum að þér líður betur þar sem þú ert núna. En það er bara svo erfitt að sætta sig við það að fá aldrei að sjá þig aftur. Við viljum þakka þér, elsku afi, fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur og gert fyrir okkur. Þú varst alltaf svo góður við okkur öll og aldrei var langt í grínið hjá þér. Við munum aldrei gleyma því þegar þú keyrðir með okkur á pallbíl niður Strandgötuna, eldsnemma á laug- ardagsmorgni, syngjandi afmælis- sönginn til Nonna. Við söknum þín sárt, elsku besti afi. Sofðu rótt. Rut og Ólafur. Elsku afi minn. Núna þegar þú ert fallinn frá og kominn á annan stað langar mig til að kveðja þig með nokkrum línum. Þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér, þær stundir sem við höfum átt saman, þann styrk sem þú hefur veitt mér frá því að ég var smá- strumpur og þá alúð sem þú hefur ávallt sýnt mér. Einhvern veginn veit ég, afi minn, að þú átt alltaf eftir að vaka yfir mér og leiðbeina mér því það hefur þú gert síðan ég fæddist. Ég á aldrei eftir að geta þakkað þér nóg fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina en minn- inguna um þig mun ég varðveita innst í hjarta mér og ég mun aldrei gleyma þér. Er það mín heitasta ósk af öllum að þú njótir verndar guðs almátt- ugs á þeim stað þar sem þú ert núna gegn þeim meinum sem hrjáðu þig hér á jarðríki undir lok- in. Það að vita að þér líði vel og sért umvafinn ást og hlýju æðri máttar gerir mér kleift að brosa og hugsa til þín með hlýju í hjarta. Vertu bless, elsku afi minn. Þinn Bergsveinn. Góður vinur og fyrrverandi sam- starfsmaður hjá Hafnarfjarðarbæ, Bergsveinn Sigurðsson, er fallinn frá á besta aldri eftir harða og snarpa baráttu við hinn illvíga sjúk- dóm sem krabbameinið er. Þeir eru sennilega fáir, Hafnfirð- ingarnir sem komnir eru til vits og ára, sem þekktu ekki til þessa háa og myndarlega manns, sem stýrði áhaldahúsi bæjarins með miklum skörungsskap um áratugaskeið. Hann átti samskipti við þúsundir bæjarbúa á þessum árum. Að vera í forsvari til margra áratuga fyrir rekstri fjölþættrar þjónustustofn- unar eins og áhaldahúsið er reynir á skipulagshæfileika, frumkvæði og dugnað. Og af þessum eiginleikum hafði Bergsveinn nóg. Fastir starfsmenn áhaldahússins skiptu fleiri tugum, og enn fleiri yfir sum- armánuðina, og verksviðið var býsna breitt – gerð og viðhald gatna, framkvæmdir við og umsjón með vatnsveitu og holræsakerfi, stjórn fegrunarframkvæmda af ýmsum toga, framkvæmd snjó- moksturs, viðhald og eftirlit með mannvirkjum í eigu bæjarfélagsins, auk smárra og stórra viðvika fyrir bæjarbúa og atvinnufyrirtæki í bænum. Af þessari upptalningu, sem er engan veginn tæmandi, má því ljóst vera að starfssvið Berg- sveins og samstarfsmanna hans í áhaldahúsi bæjarins snerti í raun velflest þau svið, sem lúta að al- mennri grundvallarþjónustu við íbúa eins bæjarfélags. Og þessi fjöl- þættu verkefni léku í höndum Bergsveins. Hann þekkti vel til staðhátta í bænum og jafnframt til þarfa bæjarbúa og þeir á sama hátt til hans traustu og góðu starfa. Vafalaust var Bergsveinn Sig- urðsson ekki alltaf allra. Hann gat verið býsna fastur fyrir, ef því var að skipta, jafnvel þrjóskur, eins og dugnaðarforka er stundum háttur. Hann vildi láta hlutina ganga fram hratt og örugglega og án útúrdúra. En sanngirnin var honum jafn- framt í blóð borin. Við sem þessum línur ritum átt- um þess báðir kost að vera yfir- menn Bergsveins á stóli bæjar- stjóra á árunum 1986–1998. En þó öllu fremur samstarfsmenn, því samskipti bæjarstjóra og yfirverk- stjóra áhaldahússins á þessum ár- um lutu aldrei hinum formlegu lög- málum yfirmanns og undirmanns. Menn ræddust við á jafnréttis- grundvelli. Þar var á ferðinni gagn- kvæmt traust sem þróaðist í vin- áttu. Við fundum það báðir, að Bergsveinn hafði full tök á þeim verkefnum sem á hans könnu voru, hann hafði jákvæðan metnað fyrir áhaldahúsinu, var annt um karlana sína og gerði sér jafnframt glögga grein fyrir mikilvægi góðra sam- skipta við bæjarbúa. Hann gætti þess einnig í hvívetna að halda kostnaði niðri við þau verkefni sem í var ráðist. Það reyndi því aldrei á boðvald okkar bæjarstjóranna yfir þessum undirmanni. Bergsveinn einfaldlega hófst handa við verk- efnin, þegar um þau hafði verið tek- in ákvörðun, og lauk þeim hratt og vel. Það var gott að eiga Bergsvein að. Bergsveinn var mikill fjölskyldu- maður. Honum var annt um fólkið sitt. Eiginkona hans, Ruth Jóns- dóttir, var honum kær eins og börn- in fimm, Ólína, Jón, Björg, Berg- sveinn og Inga Jóna, sem og makar þeirra og barnabörn. Þeirra missir er mikill og sár. Þeim og öðrum ást- vinum Bergsveins Sigurðssonar sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. En minningin um góðan mann lif- ir áfram. Guðmundur Árni Stefánsson, Ingvar Viktorsson. Elsku afi. Það verður skrítið að koma til Íslands og enginn afi til að heimsækja á sjöundu hæðinni, eng- inn afi til að skreppa með okkur út í sjoppu og enginn afi til að fara með í vinnuna. Það var svo gott að vera nálægt þér. Þú sást ávallt jákvæðu hliðarnar á málunum og alltaf tilbú- inn að grínast með hlutina. Elsku afi okkar, við erum þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér en við hefðum viljað fá að hafa þig lengur hérna hjá okkur. Við munum sakna þín. Nína Ruth, Baldur Þór og Hrafnhildur Sif. Það húmar að kvöldi og sumri tekur að halla. Söngur fuglanna er ekki jafnþróttmikill og áður og blómin eru sum hver farin að drúpa höfði í mánaskini síðsumarsins. Já, víst líður sumarið alltaf of skjótt. Og lífið sjálft líður á stundum fram í takt við árstíðirnar. Við tökumst á við verkefni hvers dags full eftir- væntingar og reynum hvert á sinn hátt að njóta stundarinnar í leik og starfi. En lífið er hverfult. Andláts- fregn berst. Bergsveinn Sigurðsson verkstjóri er allur. Stuttu en snörpu veikindastríði er lokið. Komið er að kveðjustund. Hafnar- fjarðarbær kveður nú einn sinn traustasta starfsmann. Bergsveinn Sigurðsson var yfirverkstjóri í Áhaldahúsi Hafnarfjarðar í ára- tugi. Þar fór Bergsveinn fremstur í flokki. Traustur og vandaður yfir- maður sem naut hylli samstarfs- manna og þeirra sem þurftu á þjón- ustu Áhaldahússins að halda. Öflugt og ört stækkandi bæjarfélag þarf að hafa í þjónustu sinni gott starfsfólk. Á nóttu sem degi var Bergsveini og mönnum hans treyst til margvíslegra þjónustustarfa í þágu bæjarfélagsins, og þegar annasömum starfsferli lauk í Áhaldahúsi Hafnarfjarðar tók hann að sér að hafa yfirumsjón með hreinsistöð bæjarins við suður- bakka hafnarinnar. Öllum sínum störfum fyrir Hafn- arfjarðarbæ sinnti hann af miklum dugnaði og samviskusemi. Fyrir það er þakkað. Bergsveinn Sigurðs- son giftist ungur Kristínu Ruth Jónsdóttur og duldist engum að þar fóru samhent hjón sem lögðu sig fram um að rækta garðinn sinn. Börnin uxu úr grasi, barnabörn komu í heiminn hvert af öðru og stórfjölskyldan var samhent í leik og starfi. Ferðir Bergsveins og Ruthar í fagra sunnlenska sveit verða ekki fleiri en megi minningar liðins tíma verða fjársjóður þeim sem syrgja. Ruth mín, megi góður guð styrkja þig og fjölskyldu þína á þessari sorgarstundu. Far í friði, vinur. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri. BERGSVEINN SIGURÐSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.