Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 26
KNATTSPYRNA 26 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Við höfum sett okkur ákveðinmarkmið í riðlinum og eins og er erum við efst, það eru reyndar ekki búnir margir leikir, en það var að duga eða drepast núna, við urðum að vinna til að vera með í myndinni. Ég er mjög ánægður með leik stelpnanna og nú eru Spán- verjar næstir og við eigum að geta lagt þá, þeir eru á svipuðu reki og við þannig að það á að geta farið alla vega. Nú er að koma sér niður á jörð- ina þrátt fyrir frækinn sigur og halda áfram því sem við höfum verið að gera,“ sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir kemur inn í liðið á ný. Hún virtist ekki geta beitt sér af fullum krafti, en þú lætur hana spila. Er hún mikilvægur hlekkur í liðinu? „Ásthildur er gríðarlega mikil- væg. Við leggjum áherslu á að fá há- ar sendingar fram og þar er hún ásamt Margréti mjög mikilvæg. Per- sónuleiki hennar er einnig þannig að hún drífur liðið áfram og því var hún látin leika í dag.“ Jörundur Áki var samþykkur því að stelpurnar hefðu mátt sækja meira upp í hornin á þriggja manna vörn Ítala. „Við töluðum um að reyna að fara upp í hornin og fengum frá- bært færi í upphafi og það var skelfi- legt að nýta það ekki. Við komumst nokkrum sinnum upp í hornið hægra megin í fyrri hálfleik og það vinstra eftir hlé. Guðlaug Jónsdóttir hefur verið slöpp síðustu daga, er með ein- hverja flensu, en hún skilaði sinni vinnu vel, við vildum að hún bakkaði aðeins og keyrði þá frekar fram ef færi gæfist.“ Hafðir þú engar áhyggjur af sam- skiptum Eddu Garðarsdóttur og leikmanns númer 8 hjá Ítölum? „Jú, ég hafði það nú. Við fórum yf- ir þetta í hálfleik og sem betur fer tókst okkur að róa Eddu því við vild- um alls ekki missa hana út af enda er hún mikilvægur hlekkur í liðinu.“ Vörnin virkaði mjög traust í leikn- um, rétt eins og á móti Rússum. Er þetta ekki mjög þægileg staða? „Jú, það er alveg rétt. Við þurfum að byggja á þessu. Við erum með frá- bæran markvörð og ég tel hana einn albesta markvörð í heimi um þessar mundir. Hún sýndi það með U-21 árs liðinu í Noregi um daginn hvað hún getur og þar vakti hún gríðarlega at- hygli. Katrín og Íris eru gríðarlega sterkar og drífa liðið áfram og Rósa og Ásdís hafa vaxið mjög í síðustu leikjum. Það var mikil pressa á okkur í lok- in og ég verð að viðurkenna að ég var ekki mjög rólegur undir lokin. Eva Sóley kom inn á og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og ég sagði við hana eftir leikinn að það væru ekki allir sem næðu því að skora í landsleik,“ sagði Jörundur Áki, al- sæll með stelpurnar sínar. Duga eða drepast „ÞAÐ var aldrei spurning um annað í okkar huga en að leggja upp með að vinna Ítali. Við vorum ósátt við að tapa tveimur stigum gegn Rússum og þar sem það eru aðeins þrír heimaleikir í keppninni kom ekki annað til greina en leika til sigurs,“ sagði Jörundur Áki Sveins- son, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir sigurinn. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það hefur oft einkennt góðamarkaskorara að þeir láti fara lítið fyrir sér meginþorra knatt- spyrnuleiks en skjóti síðan upp kollinum þegar mest á reynir. Olga Færseth, fram- herji íslenska kvennalandsliðsins, er gott dæmi um slíkan leikmann. Á 41. mínútu leiks- ins fékk Olga knöttinn á miðjum vall- arhelmingi Ítala og lék knettinum eina 10 metra - þrumaði honum af um 25 metra færi, efst í hægra mark- hornið, en lítið hafði farið fyrir Olgu fram að því. Olga var aftur á ferðinni á 52. mínútu þegar hún skallaði knöttinn í netið frá markteig, eftir hornspyrnu Erlu Hendriksdóttur. Það er ótrúlegt en satt en eina mark- skot íslenska liðsins í síðari hálfleik rataði rétta leið. Það er regla frekar en undantekn- ing að knattspyrnulið dragi sig aftar á völlinn þegar forskoti er náð. Ís- lenska liðið missti taktinn síðasta hálftíma leiksins og ítalska liðið náði að finna smugur á vörninni. Lipur samleikur þeirra gerði íslenska lið- inu erfitt fyrir og þung undiralda benti til þess að ítalska liðinu tækist að skora. Þóra Helgadóttir, mark- vörður Íslands, sá hins vegar við öll- um tilburðum ítalska liðsins en gat lítið gert við því þegar Evu Guð- björnsdóttur mistókst að hreinsa frá marki íslenska liðsins og sendi knött- inn í háum boga yfir Þóru og í mark- hornið fjær. „Það er ekki það skemmtilegasta að skora sjálfsmark í annað skiptið sem maður klæðist A- landsliðsbúningnum. Ég hitti bolt- ann illa en sem betur fer varð þetta mark ekki til þess að við töpuðum leiknum,“ sagði Eva Guðbjörnsdótt- ir eftir leikinn. Óvenjulegur leiktími hefur eflaust haft sitt að segja að gestirnir frá Ítalíu voru lengi að átta sig og eftir aðeins 15 sekúndur fékk Guðlaug Jónsdóttir besta færi Íslands í leikn- um, en markvörður Ítalíu varði skot Guðlaugar. Fyrirfram mátti búast við því að ítalska liðið héldi knett- inum meira innan sinna raða og það yrði hlutskipti Íslendinga að verjast og beita skyndisóknum. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska liðs- ins, ætlaði liðinu að fara varlega í sakirnar og 4:5:1 leikaðferð liðsins gekk fullkomlega upp. Olga Færseth var oft einmana í framlínunni gegn þremur öftustu varnarmönnum Ítal- íu en Olgu og Guðlaugu Jónsdóttur gekk þó vel að komast upp hægri kantinn þar sem ítalska vörnin var veikust fyrir. Í fjölmiðlum höfðu leikmenn ís- lenska liðsins lýst því yfir að líkams- styrkur þeirra ætti að duga gegn liprum ítölskum leikmönnum og það kom á daginn. Edda Garðarsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Ásthildur Helgadóttir voru fastar fyrir á mið- svæðinu, en yfirferðin á þeirri síðast- nefndu var ekki mikil en Ásthildur bætti það upp með útsjónarsemi. Oft á tíðum hrukku ítölsku leikmennirn- ir af þeim íslensku en byltur gest- anna voru margar. Eina markverða marktækifæri Ítala var stangarskot á 17. mínútu en annars var lítið um færi. Í heilsteyptu liði Íslands bar mest á Þóru Helgadóttur í markinu, Rósu Júlíu Steinþórsdóttur, hægri bak- verði, og Katrínu Jónsdóttur mið- verði, auk markaskorarans Olgu Færseth. Þóra varði vel þegar á reyndi en það sem mestu máli skiptir er að Þóra geislar af öryggi og gerir varnarmönnum liðsins auðveldara að vinna sína vinnu. Rósa skilaði sínu hlutverki óaðfinnanlega, hún vann knöttinn í gríð og erg af sóknar- mönnum Ítalíu, og var virk í sókn. Katrín Jónsdóttir steig varla feilspor í leiknum og lék vel. Morgunblaðið/Ómar Þóra Helgadóttir fór á kostum í marki Íslands og sýndi á tíðum stórbrotna markvörslu. Hér hirðir hún knöttinn áður en Chiara Gazzoli kemst að honum. ÞÆR tóku stórt skref daginn fyrir leikinn stóra. Að eigin frumkvæði fóru valkyrjurnar ótroðnar slóðir til að vekja á sér athygli og mörg- um þótti skrefið vera stórt. Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins sýndu síðan í verki að þeir geta einnig látið verkin tala úti á iða- grænum knattspyrnuvellinum og 2:1 sigur á firnasterku ítölsku liði í undankeppni heimsmeistarakeppninnar fer líkast til í sögubæk- urnar sem einn fræknasti sigur kvennalandsliðsins frá upphafi. Rúmlega 1.200 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og vafalaust hefur nýstárleg kynningarleið landsliðsins haft sitt að segja um að aldrei fyrr hafa jafnmargir mætt á kvennalandsleik. !" #  "      $%   %  & '  )  *  " 6  ! '   + ,   %$     $ , )- ) $ ./   $- 0 "  " ) $% )-  % "  '   - -  6  !     - ,  *   $  *  $% )-  '   $    )- '  % $  8 0 @  B!/  -   $%  )       )  ,        ; ! 4  C )DD" ?/ 1 ' /  7/!  0 &/! E ! 0 !/  .  /!/  9! ! ?  !/  F8   ? ! !/  G"H @   /!/  F8 0 @  B!/  $+H 8 @!/  9!   ' /  5  7 > !/  8  ' !/  6  ! ' ! !44  !  ;  !B      1   .223 <!    )-'  )  3. %   %- 9  C 3./2 I/ C      4   <! /    5   6 $$ 0  3  ' !4: 7 !B D D D $ + G ""  % ; ! 4  C DD+ @   1 @ 5   !! I    JJ I  I  F@  5!  )%H 5  ( JJ (  ,!! 5 (  ,  F0   0   $H   K  0    F,  @JJ %H 7  @   0 7  "  *  .2 $  @ !4 B C 7  !4 B C 0 "CM 82 +CM /. +C" 9: Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Létu verkin tala 150 kennslustundir Margmi›lunarforrit me› frábæra eiginleika til a› vinna me› texta, myndbönd, ljósmyndir, hreyfimyndir og hljó›. Forriti› heldur utan um alla flessa flætti og sameinar flá í eina heild, fla› n‡tist vel til a› útbúa áhugavert margmi›lunarefni sem au›velt er a› koma á framfæri. Kennt flri. og fim. 18. september - 11. desember 17:00 - 21:00 Director 8.5Director 8.5 Margmi›lunMargmi›lun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.