Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dóróthea Breið-fjörð Stephensen fæddist í Reykjavík 16. desember 1905. Hún lést á Droplaug- arstöðum 31. ágúst síðastliðinn. Dóró- thea var dóttir hjónanna Guðmund- ar J. Breiðfjörð, stofnanda Breið- fjörðsblikksmiðju, sem var ættaður úr Breiðafjarðareyjum, og Guðrúnar Bjarna- dóttur frá Hörgsdal á Síðu. Dóróthea ólst upp hjá foreldrum sínum á Lauf- ásvegi 4 ásamt bróður sínum Agn- ari, sem er látinn. Bjó hún á Lauf- ásveginum alla tíð síðan. Hún giftist ung Þorsteini Ö. Stephen- sen, leikara og fyrsta leiklistar- stjóra Ríkisútvarpsins, f. 21.12. 1904, d. 13.11. 1991. Þau gengu í hjónaband hinn 21. nóvember 1930. Börn þeirra urðu fimm tals- ins. 1) Guðrún, leikari og kennari, f. 29.3. 1931, maki Hafsteinn Aust- inn píanóleikari, maki Sólrún Bragadóttir og eiga þau eina dótt- ur. 4) Kristján Þorvaldur óbóleik- ari, f. 17.3. 1940, maki Ragnheiður Heiðreksdóttir framhaldsskóla- kennari. Þau eiga einn son, Þor- stein, maki Brynja X. Vífilsdóttir. 5) Helga leikari, f. 4.9. 1944, maki Guðmundur Magnússon. Þau skildu. Þau eiga tvo syni: a) Þor- steinn, maki Elísabet Anna Jóns- dóttir. Þau eiga eina dóttur. Hann á eldri son, móðir hans er Jóhanna Halldórsdóttir. b) Magnús, maki Jóhanna Einarsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Helga og Þór Ægisson eiga son, Stefán Þorvald. Hann er ókvæntur og barnlaus. Dóróthea bjó eins og áður sagði alla tíð á Laufásvegi 4. Fyrst hjá foreldrum sínum og helgaði síðan eiginmanni og börnum krafta sína. Eftir að börnin uxu úr grasi starf- aði hún að hluta utan heimilis, fyrst hjá Skólavörubúðinni og svo um árabil á Þjóðminjasafni Ís- lands. Dóróthea bjó heima þar til fyrir réttu ári að hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsum og Drop- laugarstöðum. Útför Dórótheu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 10. sept- ember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. mann listmálari. Þau eiga tvær dætur: a) Dóra, maki Sigurður Ingi Margeirsson. Þau eiga þrjá syni. b) Kristín, maki Ólafur Hjörtur Sigurjónsson. Þau eiga þrjú börn. 2) Ingibjörg kennari, f. 9.1. 1936, d. 27.4. 2001, maki Siglaugur Brynleifsson rithöf- undur. Þau eiga þrjú börn: a) Þorsteinn, maki Margrét Sveins- dóttir. Þau eiga einn son. b) Dóróthea Júlía, ógift og barnlaus. c) Brynleifur, maki Jóhanna Ólafsdóttir. Þau eiga einn son. 3) Stefán hornleik- ari, f. 15.2. 1939, maki Arnfríður Ingvarsdóttir sölufulltrúi. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Sigríð- ur, maki Pálmar Ólafsson. Þau eiga þrjá syni. b) Þorsteinn, ókvæntur og barnlaus. c) Herdís, maki Sigurður Bergþórsson. Þau eiga einn son. Sonur Stefáns og Dýrleifar Bjarnadóttur er Þórar- Hún situr við gluggann í notalegu stofunni sinni á Laufásvegi 4 og horfir yfir Tjörnina. Hún fagnar hverjum þeim sem lítur inn til henn- ar og þeir eru margir, smáir og stór- ir. Á Laufásveginn er gott að koma. Það leiddist engum nálægt þeim sómahjónum Theu og Steina. Amma var kát og hugmyndarík og víst er að hún lifði lífinu lifandi. Hugur hennar var sístarfandi að spennandi við- fangsefnum. Metnaður hennar fyrir afkomendurna var mikill og hafði hún ýmsar tillögur um menntun okkar og störf. Sjálf hefði hún ef- laust sómt sér vel í ýmsum atvinnu- greinum en umönnun fjölskyldunnar varð hennar ævistarf og þar nutu margir góðs af. Hún hafði gaman af framandi matseld og var frumleg í handavinnu sinni. Hún hafði gott auga fyrir fyrir haganlegum lausn- um innanstokks og hefði eflaust orð- ið fyrirtaks innanhússarkitekt. Hún hafði gaman af ljóðum, listum, mönnum og málefnum. Tvær tátur úr Kópavoginum gerðu sér oft erindi til ömmu og afa og var jafnan tekið vel á móti þeim. Skautaferð á Tjörninni endaði oftast uppi á Laufásvegi með rjúkandi súkkulaði og heimabakkelsi. Það var nú heldur ekki ónýtt að eiga ömmu og afa í miðbænum 17. júní og í jóla- undirbúningnum. Þó jafnaðist fátt á við gistingu á Laufásveginum. Við sofnuðum hlæjandi út frá hænusög- unum hans afa og vöknuðum við ilm- inn úr eldhúsinu hjá ömmu sem var DÓRÓTHEA G. STEPHENSEN ✝ GunnþórunnMarkúsdóttir fæddist á Túnsbergi í Vestmannaeyjum 30. október 1915. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 27. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Gunnþórunnar voru hjónin Sigríður Helgadóttir frá Stokkseyri og Mark- ús Sigurðsson frá Fagurhóli í Landeyj- um. Gunnþórunn átti fimm systur og einn bróður. Eftirlifandi systur eru Helga og Alda. Hinn 23. maí 1942 giftist Gunn- þórunn Jóni Ásgeirssyni vélstjóra. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Stefánsdóttir frá Kverná í Grundarfirði og Ásgeir Jónsson frá Svínaskógum á Fellsströnd. Heimili Gunnþórunnar og Jóns var við Rafstöðina við Elliðaár. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Ásgeir Markús, f. 15.4. 1943, kvæntist Gerði Ólafsdóttur, f. 30.3. 1943, d. 24.1. 1986. Börn þeirra eru Ólafur Jón, kvæntur Maríu P. Gomez og eru börn þeirra Axel Markús og Kristrún María; Gerður Rós, giftist Sigurði Wiium og eru börn þeirra Sigurður Jóel og Sandra Rós. Ásgeir kvæntist Maríu Mörtu Sigurðardótt- ur. Þeirra börn eru Davíð, Rakel og Samúel. 2) Sigríður, f. 8.2. 1946, d. 8.10. 1993. Sigríður giftist Pétri Sigurðssyni og þeirra synir eru: Sig- urður, kvæntur Ingi- björgu Valgeirsdóttur, þau eiga þá Pétur og Ástráð; Gunnar Þór, kvæntur Eddu Skúladóttur. Sonur þeirra er Emil Þór; og Hannes, í sambúð með Guðrúnu Bjarnadótt- ur. 3) Guðrún, f. 21.3. 1950. Guð- rún er gift Guðmundi M. Guð- mundssyni. Börn þeirra eru Magnús Fjalar, Fjölnir og Erna. Útför Gunnþórunnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 10. septem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Hún amma er sko amma!“ sögð- um við um hana Gunnþórunni ömmu. Henni þótti vænt um ummælin, enda fólst sannleikur í þessari einlægu mannlýsingu barnsins. Hún var ein- staklega lagin við að segja sögur og vissum við fátt skemmtilegra en að fá að gista hjá ömmu og afa í Rafstöð og hlusta á sögurnar hennar ömmu. Einnig ríkti eftirvænting þegar von var á ömmu í heimsókn vestur á æskuheimili okkar og náði hún vel til okkar með leikjum sínum og frá- sagnarlist. Sögurnar hennar ömmu voru í senn spennandi og skemmti- legar og höfðu að geyma boðskap um heiðarleika og kærleika sem hún lagði ríka áherslu á sem mikilvæga mannkosti. Amma lifði sínu lífi eftir þessum gildum og með tilsögn og sem fyrirmynd bjó hún okkur dýr- mætt veganesti. Amma og afi voru virkir þátttakendur í starfi KFUM og KFUK en auk þess stofnuðu þau ásamt vinum sínum bæna- og kristniboðshópinn Vorperluna. Bjargföst trú ömmu á Jesú mótaði líf hennar og kom hún þeim boðskap áleiðis til barna sinna og barna- barna. Ekki er hægt að hugsa sér betri eftirmæli en þau. Eftir að afi lést flutti amma upp í Hraunbæ og stuttu síðar fluttumst við í Árbæinn. Heimsóknirnar voru ófáar, enda bjó amma mitt á milli heimilis okkar og skólans. Það var fyrir allmörgum árum að Alzheimer-sjúkdómurinn tók að hrjá ömmu. Þrátt fyrir hæga framþróun sjúk- dómsins leið ömmu stundum illa, sérstaklega í upphafi þegar hún fann að minnið var tekið að bresta. Amma var þó alltaf amma, hafði gaman af því að vera vel tilhöfð og var jafnan jákvæð þó að á móti blæsi. Nú á síðustu árum var henni örðugt um mál en þó var að finna á henni að hjartað var enn helgað Jesú og eitt það síðasta sem hún sagði var að Guð væri alltaf með okkur. Hún hafði, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, eftir- tektarverðan lífsvilja og gafst ekki auðveldlega upp. Við trúum því að nú, eftir erfiða baráttu, hvíli hún í örmum Guðs. Sú sannfæring hjart- ans færir frið þeim sem eftir lifa. Sigurður, Gunnar Þór og Hannes Péturssynir. Nú þegar amma okkar er komin heim til Jesú á himnum vitum við að henni líður vel. Við söknum hennar sárt. Síðustu árin sín bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík. Hún varð allt- af glöð þegar við náðum í hana eða heimsóttum hana. Áður en hún flutt- ist á Hrafnistu fórum við oft heim til hennar í Hraunbæinn. Þá sýndi hún okkur m.a. myndir og sagði okkur líka ýmislegt sem átti sér stað í gamla daga og var forvitnilegt. Því miður kynntumst við aldrei afa nema af myndum. Hann var látinn þegar við fæddumst. Það hefði verið gaman að sjá hann spila á fiðluna sína fyrir okkur. En heimilið hennar ömmu var svo hlýlegt. Hún bauð okkur oft í mat til sín. Hún bjó til góðan mat og við hlökkuðum alltaf til þess að koma til hennar. Við fengum að hjálpa henni við ýmislegt eins og að leggja á borð- ið. Amma hafði alltaf borðbæn og þakkaði Guði fyrir matinn. Við vitum að amma lagði allt sitt líf í Drottins hendur og treysti honum. Á meðan amma hafði heilsu var hún alltaf til í að koma með okkur í boltaleik eða skoða dótið með okkur. Við eigum margar góðar minningar um elsku ömmu og lærðum ýmislegt gott hjá henni. Síðustu árin hrakaði heilsu hennar en alltaf tók hún á móti okkur með brosi og hlýju. Við þökkum Guði fyrir ömmu og allar þær stundir og góðar minning- ar sem við eigum um hana. Þín Davíð, Rakel og Samúel Ásgeirsbörn. GUNNÞÓRUNN MARKÚSDÓTTIR                                                        !       "   "       #       $     !! "#$  %& '  '  ( %& ' !) &)  *#&  ( %& ' +& )& &* #!,&) - . %& *#&  &)/ %& '   0  ')     0 1                                   ! "                #        $ %  &    #'    !""# $!  ""#   ""#  %   &  "!'' ( (  # ( ( ( )               !                          !  "  #      "  #$%  "   #& &' ()*#+$                                              !  "   # $%   # !"#$ %  & $ $   $$   $$  $ %  & $ $ '" $ %  & $ $ $ !"  !"  ()"   %  & $ $ " *"$  +$ ,"$,-"$ + ,"$,"$,-"$                                                      !      !" #$  %    !  "  #   $ "  "  #    %# !&!#  ! ' (  % $ % #   !&!#!  $ (   "  % $ %  ) # )  #     $ % $ % #   $$% * $+  % $ % $, % $ %   $    #  $ +  + ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.