Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER farið að grána afmorgni og komið að fóta-ferð. Angan af kaffileggur að vitum og viðhristum úr okkur morg- unhrollinn. Nóttin hafði verið sér- staklega köld og svefninn slitrótt- ur af þeim sökum. Nægur tími til að horfa á stjörnurnar og hlusta á nóttina. Sólin kom svo loksins upp í austrinu, án ljósaskipta, og stjörnurnar voru horfnar án þess að hafa tíma til að blikna. Við höfðum reikað um kvöldið áður undir festingu hinnar suð- rænu nætur. Hvílík stjörnumergð, gimsteinar á himinhvelfingunni sem voru svo bjartir að þeir virt- ust innan seilingar. Okkur var bent á Suðurkrossinn og við lærð- um á þennan himneska áttavita. Sjö sinnum bilið milli síðustu stjarnanna bætt við þá syðstu og þar er suðrið, – hásuðrið. Við rismál er tveggja stiga hiti, enda hávetur. Veiðimenn gresj- unnar eru klæddir eins og þeir væru að fara til rjúpnaveiða á hjarninu síðla hausts á Íslandi en ekki að veiða antílópur í breyskj- unni undir Afríkusól. Gundolf veiðibóndi gefur fyrir- mæli yfir morgunverðarborðinu og það er haldið af stað. Þrír veiði- menn frá Íslandi og einn frá Dan- mörku, fara hver í sína áttina með innfæddum leiðsögumönnum. Veiðisvæðið er alls 30 þúsund hektarar og ólíklegt að menn hitt- ist fyrr en í búðum að kveldi. Fljótlega fer að hlýna og þegar komið er á veiðislóð er Afríkusólin farin að kynda jörðina óvægilega. Jakki og peysa eru óþörf lengur. Í dag nýt ég leiðsagnar sjálfs veiði- bóndans, Gundolfs Schlossbergs, og bílstjórans Jakobs. Við ákveð- um að fara fótgangandi að leita að hartebeest, rauðu antilópunni með langa hausinn. Jakob ætlar að svipast um eftir dýrum annars staðar með því að aka fáfarna vegaslóða. Gundolf er ákaflega næmur veiðimaður og öðrum naskari á það hvar dýrin er að finna á hverjum tíma. Hann hefur svipmót stór- bóndans og fas þess, sem er vanur því að aðrir taki við fyrirmælum frá honum. Sólbrúnn og hraustleg- ur maður, rúmlega fimmtugur, með haukfrán augu, en stingur við fæti. Fóturinn var skotinn undan honum þegar hann var í hernum. Ég segi honum að ég hafi þekkt annan veiðimann á tréfæti og sá hafi skrifað bók um sjálfa lífsgleð- ina. Bæklunin heftir Gundolf í engu. Þögulir fetum við okkur frá einum runna til annars, skyggnumst um og höldum áfram þegar við höfum sannfærst um að engin dýr séu í nágrenninu sem styggð komi að. Við sjáum svartan wilderbeest í nokkurri fjarlægð. Þetta er ófrýni- legur tarfur sem blæs ógnandi þegar hann verður okkar var, lem- ur niður framlöppunum en töltir síðan í burt, blessunarlega í rétta átt. Tveir oryxar eru á ferð, kýr með stálpuðum kálfi. Við skríðum inn í runna og látum lítið á okkur kræla til þess að koma í veg fyrir að þeir taki á rás og smiti styggð í um- hverfið. Nokkru seinna frýs Gundolf í sporunum. Hann hefur séð í horn á hartebeest. Við látum okkur síga á fjóra fætur og skríðum í áttina að næsta runna. Vindáttin er rétt, en skuggarnir ótrúlega langir í morg- unsólinni. Fyrirferð okkar er þannig margföld svo nú er ekki um annað að ræða en að skríða. Hringrás lífsins alls staðar sýnileg Gresjan er grimm. Þyrnar á nánast öllum gróðri. Moldin var farin að hitna og vafalítið var eitt- hvað komið á stjá af þeim fjöl- mörgu eitruðu snákum, sem eiga hér sinn bólstað. Ég hafði spurt Nama-manninn Pedros um það við sömu aðstæður í gær, hvort nokkr- ir snákar væru á ferli. „Doch,“ svaraði hann þá og brosti dulúð- lega. Þegar við komumst í þéttan runna getum við læðst til að kíkja á dýrin. Þau eru í um 500 metra fjarlægð og ekki að sjá á þeim neina styggð. Tveir tarfar virðast hafa náð þeirri stærð að þá megi fella. Ég set skot upp í hlaupið og við skríðum áfram. Dýrin skynja að hætta sé í um- hverfinu þegar við eigum um 100 metra eftir ófarna í ákjósanlegt skotfæri. Þau reigja upp hausinn og skima án þess að átta sig á því hver hættan er. Eitthvert smærri dýranna á gresjunni hefur að lík- indum orðið okkar vart og harte- beestarnir séð það á hlaupum. Kannski var það vörtusvín sem hljóp með stertinn upp í loftið. Kannski var það stenbuk, örlitla antilópan sem hverfur í grasinu. Dýrin fara að tölta og við fylgj- umst með þeim í kíkjunum. Von- andi fara þau ekki langt. Við bíð- um í 20–30 mínútur, en höldum svo í humátt á eftir þeim. Svitinn bogar af okkur eftir um klukkustundar gang. Dýrin höfðu farið lengra en við höfðum vonað. Við ákveðum að hvíla okkur og finnum skugga undir akasíunni, þar sem vefarafuglar höfðu ofið sér bólstaði í greinunum. Við fylgj- umst með þessu fjölbýli þar sem nýir fjölskyldumeðlimir byggja sér hreiður utan á hreiður foreldranna og svo koll af kolli, uns þyngslin verða of mikil fyrir akasíuna. Þá hrynur greinin og þeir sem komast af finna sér nýja akasíu. Hringrás lífsins er alls staðar sýnileg. Í nokkurri fjarlægð sjáum við einmana strút á ferð. Þetta er steggur sem stærir sig af tinnu- svörtum fjöðrum og höfðinglegum limaburði þar sem hann líður um gresjuna í leit að maka. Nokkrir gíraffar láta sér fátt um finnast og halda óáreittir áfram að úða í sig vetrarlaufi. Hátt á lofti komum við auga á tvo erni. Skyndilega steypir annar þeirra sér niður, – sem kólf- ur loftið kljúfi og grípur á flugi smærri fugl. Blóðið spýtist út milli klónna þegar örninn kreistir líftór- una úr bráðinni. Hvílík sjón. Sigri hrósandi gargar konungur fuglanna og hækkar flugið. Hinn örninn kemur til móts við hann og saman hverfa þeir sjónum okkar. Ekki ólíklegt að einhvers staðar bíði ungahópur í hreiðri eftir há- degisverðinum, án þess að gera sér nokkra grein fyrir þeim mikilfeng- leik sem fylgt hafði undirbúningi málsverðarins. Veiðar hafa verið daglegt líf Gundolfs frá því í barnæsku. Riff- illinn er snjáður og kíkirinn frá fyrri hluta síðustu aldar. Þetta er ættargripur. Hann segist sjaldan þurfa að nota hann nú orðið, þar sem erlendir veiðimenn sjái um að fella flest þau dýr sem þurfi til að fæða hann og hans starfsfólk. En enginn fer óvopnaður um skóginn og Gundolf er alltaf með sitt vopn í hendi. Skógurinn matarkista gresjubóndans Skógurinn er matarkista gresju- bóndans. Antílópukjöt er á borðum allan ársins hring, og hann selur allt sitt nautakjöt til Þýskalands. Fær sér nautasteik í kaupstaðar- ferðum, annars ekki. Hann segir búskap sinn í Steinhausen lengst af hafa verið nautgripaeldi. Það hafi oft reynst erfitt. Áföll í vatnsbúskapnum hafi hrint þeim fram á brún bjargræðisleysis með nokkuð reglulegu millibili, en aldr- ei gert boð á undan sér. Ef ekki rignir sumarmánuðina, desember og janúar, þorna vatnsbólin og borholurnar, sem á seinni tímum hafa verið gerðar, verða þurrausn- ar. Nautgripir falla þá í hrönnum, en veiðidýrin lifa. Þau komast allt- af í vatn, rétt eins og búskmenn- irnir. Á síðustu 10 árum hefur sala á veiðileyfum til erlendra veiði- manna og leiðsögn orðið snar þátt- ur í afkomu hans og konu hans Irenu, líklega að hálfu á móti nautgripabúskapnum. Þau eru bæði innfædd, Irena og Gundolf, og hafa búið á gresjunni alla sína tíð. Þau eru hluti af gresj- unni, hrjúf og þyrnótt eins og runnarnir við fyrstu kynni en Riffillinn mundaður. Í skjóli runna er þess beðið að bráðin komi á bersvæði. Dagur í Afríku Hann bað þjóna sína um að leita að demöntum meðan hann gerði staðarákvörðun. Einn þeirra beygði sig á hnén, fyllti lúk- urnar af demöntum og tróð jafnvel nokkrum upp í sig. Það glitraði á dýrðina í kvöldsólinni. Dr. Scheibe starði á sýn þessa í forundran. Þetta er ævintýr,... þetta er ævintýr,... tautaði hann í sífellu. Þetta gerðist í ævintýralandinu Namibíu á fyrsta áratug síðustu aldar. Gífurleg auðæfi fundust en í dag er Namibía fátækt land. Áratuga arðrán, framið af andlitslausum fyrirtækjum í Evrópu og Ameríku, er nútímasaga þessarar álfu, Afríku. Drottnun hvíta mannsins er nú lokið í Afríku og þjóðirnar að feta sín fyrstu skref við stjórnun eigin mála. Kyrrð hefur komist á milli fyrrum stríðandi fylkinga. Nú er keppst við að byggja upp efna- hag landanna og í Namibíu hefur ferðamennska náð að skjóta rótum. Eitt af því, sem boðið er upp á, eru skotveiðar í gresju- skógunum, heimkynnum flestra þekktustu Afríkudýranna. Gísli Baldur Garðarsson fór ásamt þremur öðrum til veiða á antílópum og villisvínum á afskekktum búgarði, Steinhausen, austan við Windhoeg, höfuðborg Namibíu. Hér á eftir fer frá- sögn hans af einum veiðidegi, þar sem heppnin var í farteskinu. Veiðihópurinn ásamt leiðsögumönnunum. Standandi eru (f.v.) Ólafur Ólafsson, Einar Benediktsson, Gísli Baldur Garð- arsson og Kasten M. Olesen. Í fremri röð eru leiðsögumennirnir Pedros, Vidu og Gundolf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.