Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarkennarar og fjölmargir aðrir hafa í gegnum tíðina tekið eftir því að nemendur þeirra sem að staðaldri stunda tónlistarnám standa sig nær undantekningalaust mjög vel í skyldunámi grunnskólans. Þessir nemendur eru oft á tíð- um skrautfjaðrir grunn- skólans á hátíðarstund- um þar sem þeir eru fengnir til að leika á hljóðfærin sín eða standa fyrir listrænum viðburðum til vegsauka fyrir grunnskólann. Í umræðum um þess- ar staðreyndir kemur fram að flest tónlistarfólk heldur því fram að um sé að ræða áhrif og færslu þekkingar og hæfni yfir á grunnskólanámið, en aðrir og þá einkum grunnskólafólk telja að um sé að ræða eins konar náttúruval þar sem hinir hæfileika- ríku leiti sér fullnægju í tónlistar- náminu og benda á að þessir sömu nemendur séu einnig oft aðalfólkið í öðrum greinum svo sem dansi, ball- ett, leiklist, myndlist og hvers konar íþróttum. Íslensk rannsókn Bæði erlendar rannsóknir og ís- lenskar benda til að fyrri kenningin sé nær sanni. Nýleg viðamikil ís- lensk rannsókn bendir til þess sama. Þá rannsókn gerði Sigríður Teits- dóttir árið 1999 í grunnskólum Kópa- vogs með það að markmiði að kanna samband tónlistarnáms og náms- gengis í grunnskólanum. Lagðir voru spurningalistar fyrir 506 nem- endur í 7. og 8. bekk í grunnskóla. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, sem bornir voru saman, „tónlistar- hóp“ og „samanburðarhóp“. Í tón- listarhópnum voru þeir sem höfðu stundað tónlistarnám og lokið a.m.k. einu stigi í hljóðfæranámi. Þeir voru annaðhvort í tónlistarskóla eða skólahljómsveit, höfðu verið a.m.k. einn vetur og lokið einu stigi. Helstu niðurstöður rannsóknar- innar voru, að af nemendum, sem könnunin náði til, vegnaði tónlistar- hópnum betur í námi en samanburð- arhópnum. Ýmislegt merkilegt kom fram í þessari könnun, t.d. að þau börn úr tónlistarhópnum sem áttu systkini í tónlistarnámi voru með hærri einkunnir í grunnskólanum en önnur börn; að þau börn sem verja á annað borð tíma í tómstundir með fjölskyldunni gera það í enn ríkari mæli ef þau eru í tónlistarnámi; að þeir nemendur sem stunda tónlist- arnám virðast „fljótari“ að læra heima fyrir grunnskólann en eru jafnframt með mun hærri einkunnir á prófum. Ýmisleg annað kom fram í þessari könnun sem ekki tengist tónlistar- námi beint og er mjög athyglisvert fyrir foreldra og skólamálayfirvöld að skoða. Í rannsókninni kom fram að 26% nemenda stunduðu tónlist- arnám; tónlistarnemendurnir virtust síður einmana en hinir og að ein- kunnir tónlistarnemendanna á grunnskólaprófum hækka eftir því sem þeir hafa lengur stundað tónlist- arnám. Það sem greinarhöfundi finnst at- hyglisverðast í þessari rannsókn er sú staðreynd að börn sem eru í tón- listarnámi og hafa hærri einkunnir á samræmdum prófum nota minni tíma til heimanáms en aðrir. Það er m.a. þessi staðreynd sem styður kenninguna um að tónlistarnámið auki hæfni barna til grunnskóla- námsins. Þroskavænlegt nám Það er skoðun greinarhöfundar að einn þáttur tónlistarnáms skeri sig úr í samanburði við þátttöku í öðrum list- greinum eða íþróttum og námið í grunnskól- anum, en það er ein- beitingarþjálfunin. Sú athöfn að spila á hljóðfæri krefst ein- beitingar sem er und- anbragðalaus. Þeim sem spilar á hljóðfæri gefst ekki tími til að hvarfla frá spila- mennskunni, hvert sekúndubrot hefur áhrif á heildarsvip spilamennskunnar. Saman vinna mörg skynfæri og aldrei fleiri en einmitt þá. Sjónin er á nót- unum eða hljóðfærinu, eyrað heyrir hvern tón og hverja misfellu, snerti- skynið og fínhreyfingar fingranna eru virk og jafnvægisskyn, sem er samofið hinum skynfærunum, er á „fullum snúningi“. Allar víddir rök- hugsunar, tíma og rúms eru opnar. Til að leika lag eða verk hnökralaust þarf fullkomna stjórnun á öllum þessum þáttum. Hnykkt er á þessari þjálfun og hún sannreynd á tónfund- um og tónleikum þar sem nemand- inn leikur á hljóðfæri sitt, fyrir fram- an ættingja sína, félaga og alla þá sem eitthvað kunna meira en hann. Í samspili og hljómsveitarþátttöku þurfa menn að halda athyglinni, taka tillit til meðspilara og fara eftir hverri bendingu stjórnanda með það að markmiði að hljómsveitin spili eins og einn maður. Forvörn tónlistarnámsins Því hefur verið haldið fram að tón- listarnám og þátttaka í hvers konar samspili fullnægi flestum þáttum fé- lagslegs þroska og fyrirbyggi að börn og unglingar þurfi nokkurn tíma að leita sér athvarfs við neyslu vímuefna hvers konar. Tónlistarnám og þátttaka í samspili er nefnilega keppni við að þroska sjálfan sig og mannleg samskipti. Allir eru sigur- vegarar í tónlistarnáminu, því bar- áttan stendur aðeins við það að kom- ast sjálfur skrefi lengra, á þeim hraða sem hver og einn hefur burði til. Í tónlistarnámi tapar enginn. Það er hverjum þeim sem eitthvað kann að spila – hversu lítið sem það er – mikils virði að geta fundið sér at- hvarf og fró við hljóðfæraleik þegar eitthvað bjátar á í lífinu, það þekkja margir. Fjölgun tónlistarskóla Það hefur ekki alltaf verið jafn sjálfsagt og nú að senda börn í tón- listarnám. Tónlistarnám var dýrt og hljóðfæri einnig. Víða áttu börn ekki kost á tónlistarnámi, því enginn var tónlistarskólinn. Öll menntun kostar fjármuni og kennsla sem fram fer í smærri hópum eða í einkatímum, eins og algengt er í tónlistarskólun- um, er dýrari en önnur. Íslendingar hafa á undanförnum áratugum lagt aukið fé til tónlistar- kennslu og hafa ríki og sveitarfélög talið það hlutverk sitt að efla tónlist- arskólastarfsemina. Í því augnamiði setti Alþingi lög um styrki til tónlist- arskólarekstrar árið 1963. Styrkur ríkisins skyldi nema 1⁄3 af heildar- rekstrarkostnaði skólanna, þar sem annar þriðji hluti kæmi frá viðkom- andi sveitarfélagi eða styrktarfélagi skólans og 1⁄3 hluti væri námsgjöld. Í kjölfar þessara laga voru stofnaðir tónlistarskólar, þar á meðal Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, sem nú er fjölmennasti tónlistarskóli landsins. Árið 1975 voru sett lög um styrk ríkisins til tónlistarskóla þar sem ríkið skuldbatt sig til að greiða helming launakostnaðar á móti sveit- arfélagi eða þeim aðila sem ræki skólann. Launakostnaður er lang- stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri tónlistarskóla. Þessi lög gerðu mjög mörgum sveitarfélögum kleift að hefja rekstur tónlistarskóla eða efla það starf sem þegar var hafið þannig að það yrði markvissara. Í kjölfarið á þessum lögum voru stofnaðir fjöl- margir tónlistarskólar víða um land. Árið 1985 voru samþykkt svokölluð verkaskiptingarlög. Þá tóku sveitar- félögin alfarið yfir rekstur tónlistar- skólanna, en í staðinn yfirtók ríkið rekstur heilsugæslustöðva. Sá siður hefur viðgengist hér á landi að félög eða einstaklingar hafa hafið tónlistarskólarekstur og sótt styrk til rekstrarins frá sveitarfé- laginu. Það var mjög algengt hér á árum áður að tónlistarfélög stæðu fyrir tónlistarskólarekstri. Á flestum stöðum hafa sveitarfélögin yfirtekið þennan rekstur. Í Reykjavík hefur þróunin hins vegar verið sú að ein- staklingar hafa stofnað til tónlistar- skólarekstrar í hverfum borgarinnar þar sem enginn tónlistarskóli var fyrir eða vöntun á slíkri þjónustu og í kjölfarið sótt um styrki til borgar- innar. Eftir því sem borgin hefur vaxið hefur skólunum fjölgað, en eft- irspurn eftir tónlistarnámi er al- mennari nú en nokkurn tíma fyrr. Tónlistarnám er ekki skyldunám. Í tónlistarskólunum eru aðeins þeir sem þess óska. Gengi tónlistarskóla er háð því að nemendur séu ánægðir og nái árangri. Orðspor skólans þarf að vera gott. Þannig hefur það einnig verið úti á landi, að þrátt fyrir að sveitarfélögin eigi og reki tónlistar- skóla staðarins hafa þeir í raun verið reknir sem eins konar einkaskólar þeirra skólastjóra og kennara sem við skólana hafa starfað, því gengi þeirra hefur ávallt verið háð ánægð- um nemendum og um leið ánægðum sveitarstjórnarmönnum sem fara með fjármál sveitarfélagsins og skammta skólanum fjármagn. Í Reykjavík hafa skólarnir þurft að berjast fyrir fjárframlögum frá borginni eftir einhverjum óskráðum reglum. Þannig var það til dæmis með Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar, sem nú er fjölmennasti tónlistarskóli landsins, það var ekki sjálfgefið á fyrstu árum hans að hann fengi fjárframlag frá borginni og á þeim árum byggðist tilvera hans mikið á stuðningi verkalýðshreyfing- arinnar. Biðlistar Árið 1998 hafði tónlistarskóla- starfsemin í Reykjavík vaxið mikið og fannst borgarstjórn nóg komið. Því var samþykkt í borgarráði að ekki skyldi lagt meira fé til tónlistar- skólanna og styrkir frá borginni bundnir við þá skóla sem þegar voru starfandi og styrkir veittir sam- kvæmt hefð. Flestum nýjum skólum hefur síðan verið neitað um styrki. Síðan þessi samþykkt var gerð hefur engin breyting orðið á því heildar- fjármagni sem borgin leggur í verk- efnið önnur en sú að fjárhæðin hefur hækkað samkvæmt verðlagsbreyt- ingum og launaþróun. Í þeim tónlist- arskólum sem njóta fjárframlags eru langir biðlistar barna eftir að komast í tónlistarnám. Í sumum hverfum borgarinnar starfa nýir tónlistar- skólar og berjast við að láta rekst- urinn ganga með námsgjöldum nem- enda einum saman. Í Grafarvogi, þar sem höfundur þessa pistils rekur Tónskóla Hörpunnar, búa 18.000 manns. Þar eru 3.300 börn í grunn- skólum og tæplega 300 þeirra njóta niðurgreiddra námsgjalda í tveimur tónlistarskólum, Tónlistarskólanum í Grafarvogi og Tónlistarskóla grunnskólanna, sem jafnframt sér um Lúðrasveit Grafarvogs. Í þessum skólum eru biðlistar nemenda. Í Tónskóla Hörpunnar eru nú rúm- lega 100 nemendur. Nemendur allra þessara skóla koma héðan og þaðan úr Grafarvogshverfi. Í grunnskólum Grafarvogs eru 22% allra grunn- skólabarna Reykjavíkur. Í tónlistar- skólunum í Grafarvogi sem njóta styrkja frá borginni eru 12% þeirra barna sem stunda tónlistarnám í Reykjavík, þannig að breytinga er þörf ef borgin vill gera öllum hverf- um borgarinnar jafn hátt undir höfði. Samkeppnisráð gefur út álit Tónskóli Hörpunnar hefur ásamt fleiri tónlistarskólum óskað eftir því við Reykjavíkurborg að fá að njóta sambærilegra styrkja og aðrir tón- listarskólar. Skólanum hefur lítið orðið ágengt í þeirri baráttu. Því var ákveðið að kvarta til Samkeppnis- stofnunar um síðustu áramót, en til- gangur með stofnunum eins og Sam- keppnisstofnun og Umboðsmanni Alþingis er m.a. sá að gera einstak- lingum og fyrirtækjum kleift að sækja sér réttarbót án þess að þurfa að fara út í kostnaðarsöm og tíma- frek málaferli fyrir dómstólum. Sam- keppnisráð gaf út álit sitt á þessum málum og framkomu borgarinnar gagnvart skólanum í júní sl. Í álits- gerð ráðsins eru tilmæli til Reykja- víkurborgar um að endurskoða framkvæmd styrkveitinga þannig að hún mismuni ekki þeim sem starfa á viðkomandi markaði og verði í sam- ræmi við markmið samkeppnislaga. Í álitinu kemur fram að Samkeppn- iráð fær ekki séð að nauðsynlegt sé að útiloka tiltekna tónlistarskóla frá fjárhagslegum stuðningi til að stemma sigu við auknum kostnaði á þessu sviði. Eitt af hlutverkum Sam- keppnisráðs er að gæta þess að að- gerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra keppi- nauta að markaði. Þeir tónlistarskól- ar sem eigi hafa notið fjárframlaga frá Reykjavíkurborg bíða nú í ofvæni eftir viðbrögðum borgarinnar. Tón- listarskólarnir eru að hefja vetrar- starfið og engar breytingar hefur Reykjavíkurborg gert samkvæmt tilmælum Samkeppnisráðs. Kröfur Tónskóla Hörpunnar Forsvarsmenn fræðslumála í Reykjavík hafa sagt að Samkeppn- isráð hafi gefið álit en ekki komið með úrskurð og gefið í skyn að mikill munur sé þar á. Tónskóli Hörpunnar gerði engar sérstakar kröfur í kvört- un sinni til Samkeppnisstofnunar aðrar en þær að njóta sambærilegra styrkja og aðrir tónlistarskólar. Hér er um almenna kröfu að ræða, sem gildir einnig fyrir aðra þá tónlistar- skóla sem ekki njóta styrkja, og því rökrétt hjá Samkeppnisráði að gefa álit en ekki úrskurð og benda Reykjavíkurborg á meinbugi sem standast ekki samkeppnislög og beina þeim tilmælum til borgarinnar og gera þær breytingar að allir skól- arnir njóti sambærilegra styrkja. Ekkert gerist Á þessari stundu segjast borgar- ráð og fræðslumálayfirvöld vera að skoða málin, en það dugar Tónskóla Hörpunnar lítið. Álit Samkeppnis- ráðs er frá því um mitt sumar. Enn munu nemendur Tónskóla Hörpunn- ar og fleiri skóla þurfa að greiða miklu hærri námsgjöld vegna þess misréttis sem Reykjavíkurborg beit- ir skólana og um leið nemendurna. Markmið borgaryfirvalda ætti að vera það að veita öllum börnum, sem þess óska, kost á tónlistarnámi í tón- listarskóla sem þau velja sjálf með tilliti til þjónustu og gæða. Það tón- listarnám sem börnin velja á að vera niðurgreitt á sambærilegan hátt, – það er niðurstaða Samkeppnisráðs. TÓNLISTARNÁM FYRIR ALLA? Kjartan Eggertsson Börn sem eru í tónlist- arnámi og hafa hærri einkunnir á samræmd- um prófum, segir Kjartan Eggertsson, nota minni tíma til heimanáms en aðrir. Höfundur er skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.